Þjóðviljinn - 23.01.1982, Page 7
Helgin 23,— 24. janúar 1982. ÞJóÐVILJINN — SIDA 7
Thor Vilhjálmsson skrifar
Jæja.
Þá eru þeir búnir að sötra
kampavinið sem það gerðu og
borða þessi býsn af kransakökum
sem bárust i ábyrgðarpósti frá
Kaupmannahöfn til að opna við
hæfilegt glys og fliss islenzku
óperuna i bióhúsinu gamla. Fyrir
ýmsum hefur hléið kannski verið
hápunkturinn, eða svo heyrist
manni af frásögnum ýmissa við-
staddra og leikdómarans i einu
blaðinu, enda kærkomið fyrir the
smart set að fá að blanda sindri
úr djásnum sinum við gosperlur
Lofa ber dugnaðinn og atorku hinna eldlegu hugsjóna manna að fá hér einhvers konar óperu.
HELGARSYRPA
kampavins, og láta unaðsfiðr-
inginn leiðast út i fingur og tær
lafandi i eftirsóttri afslöppun.og
upp i háskrýfingarnar tilgerðar
vel svo fágætu tækifæri* og
imynda sér bara að sjálfur væri
maður og allir hinir fluttir á hug-
sæisöldu i tima og rúmi og hérna
barasta borinn með tónaglysinu
og kampavinsgosinu til þarna
bara sjálfrar Vinarborgar þar
sem hún Dóná streymir sjálf so
blá, hvenær sem það nú var eða
verið hefur. Ég meina það bara i
sjálfri Vin innan um allan aðal-
inn, eða þannig séð þvi það voru
kannski komnir kaupmenn i stað-
inn eða i bland; og að verða eða
orðnir svo rikir að þeir gátu hætt
að hugsa um peninga á kvöldin og
farið að reyna að endurheimta
sálina úr greipum Mammons
andskota og finna fyrir sjálfum
sér með þvi að hlusta á tónlist og
safna listaverkum á veggina hjá
sér og lesa bækur; uns þar kom að
listasmekkur manns sem sann-
aðist i safni hans og álitsgeröum
þótti þar i borg merki um hve hátt
hann stæði i mannfélaginu. En
það þýddi ekki að vera allur i
háfleygu tónlistinni og ódauðlegu
sem borgin ól eins og Mozart
Beethoven Schubert Brahms;
heldur þurfti afþreyingardaður
og dúll, og menúettar aðalsins
viku fyrir völsunum þegar var
kominn GrBnderzeit hinna nýriku
kaupmanna sem lögðu grunninn,
dáðu glæsibraginn i samkvæmis-
lifinu i gær þegar aðallinn var
mest i blóma og menningarkröf-
urnar þá,og reyndu að draga dám
af þvi, og flytja með sér fram á
morgundaginn. Þeir erfðu vals-
inn og gerðu hann að sinum snún-
ingi; og ef það var ekki vals i
salnum þar sem þú varst i veizlu
þá var visast að ljúfar ómsveiflur
hans bærust úr næstu stofu.
Hve ljúft að losna við popp og
pönk og harkfrekju timans, og
safnast i þetta gamla bióhús; þar
sem myndirnar voru einu sinni
alveg þöglar,nema kannski pianó
og ef til vill fiðla hjá þér i salnum,
eða var það amma og afi? Já og
Thea Bari og Valentino sem sjeik
að leggja upp i fórnfúsa ferð i
sandstorm með prústandi úlfalda
til að bjarga Lillian Gish undan
fúlmenninu Fú Manchu og mong-
ólskri samsærissveit hans sem
hljóp um eyöimörkina á göldrum
og ilgormum. Já það er nú eitt-
hvað annað en þetta venjulega.
Að vera kominn til Vinar i þetta
fágaða. Og þó sagan öll frá Ung-
verjalandi þar sem hinir ástheitu
fiðlusigaunar riktu og ófinn
sveitaaðall sem reyndist þó þegar
á reyndi miklu finni en hinn aöall-
inn, sem fyrir var i borgunum og
þóttist finni en allt fint. Að
ógleymdum sigaununum sem
voru eiginlega finir á sinn hátt*
einkum þar sem tók til söngsins
og dansins tryggfarog dygðariks
lifernisl Þótt sitthvaö gætu þeir
nú brallað enda illt að komast hjá
þvi i aðstöðunni; en þar mátti
aðallinn við sjálfan sig sakast. Ég
segi nú ekki margt.
En þetta ku allt hafa tekizt frá-
bærlega vel. Og lofa ber dugn-
aðinn og atorku hinna eldlegu
hugsjónamanna að fá hér ein-
hvers konar óperu og visar von-
andi veginn til verðugri verkefna
en ekki til áframhalds i af-
þreyingu úr veröld sem var.
Vaktaskipti
Kemur þetta ekki i bylgjum?
Nýtt fólk i listum hjá okkur. En
hvað það er ánægjulegt að sjá og
heyra endurnýjunina eða fram-
streymi af ungu fólki til að efla
tónlistarlif okkar, auka fjöl-
breytni þess. Bæta nýjum til-
brigðum og taka við eldri hlut-
Ragnar i Smára: Hollvættur
islenzkri list og listamönnum.
verkum. Vaktaskipti. Nýjar kyn-
slóöir koma til liös við hinar eldri
og taka við kyndlinum, og lýsa
fram á veginn. Duglegt bjartsýnt
og hæfileikarikt fólk með góða
menntun. Þetta var áberandi á
sunnudaginn var þegar fámenn
sveit flutti fjóra af Branden-
borgarkonsertunum með svo
óbrigðula burðarása eins og
Guðnýju Guðmundsdóttur, Helgu
Ingólfsdóttur, Manuelu Wiesler,
og Kristján Stephensen, svo ég
nefni aðeins nokkra úr þessari
vænu sveit sem gerði daginn
ánægjulegan undir stjórn Gilbert
Levine sem hefur reynzt okkur
happamaður.
Þessi endurnýjun lofar góðu um
framtiðina, bregðist ekki opinber
skilningur um skyldur við menn-
inguna og þá sem henni vinna það
er þeir mega. Ahugi er rikur og
viröist fara vaxandi, ekki sizt
meðal unga fólksins. Af ýmsum
fjölmiðlum mætti ráða að ekki
kæmist annað að heldur en popp
og pönk. 1 útvarpinu rekur hver
þátturinn annan meö ærustu úr
þeirri átt. Og i dagblöðunum eru
heilu siðurnar um popp og pönk
með viðtölum og fréttum af dag-
fari spilamanna og langdregnum
ævisögum unglinga með nælu i
nefinu, þar sem flest er þakkað
innvirðulega, einkum fjárhappa-
sælasta iðnaðarframleiðslan og
harkbrask.
La donna
é mobile
Vikjum snöggvast að óperunni
aftur. Og æskunni. Nú er ný kyn-
slóð þar lika. Sem rásar nú fram
með dugnaöi og fjöri og sýnir
þrótt sinn i sameinuðu átaki. Og
nýtur sýnilega atfylgis eldri kyn-
slóðar söngvara sem var svikin
um sin tækifæri þótt sannað hefði
atgervi og áhuga, og hefði átt að
setja á til hljóðræktunarfram-
vindu sem óperustofn. Min kyn-
slóð man stolta tið þegar Rigo-
letto var fluttur hér með islenzkri
Stefán tslandi sýndi þjóð sinni þá
ræktarsemi að koma hingað á
hverju sumri.
áhöfn,og Guðmundur Jónsson gaf
þeim ekkert eftir þessum stóru
úti i heimi einsog Tito Gobbi með
söng sinum og leik i hlutverki hins
hlunnfarna föður og trúðs Rigo-
letto. Og Stefán Islandi kom heim
til að syngja á itölsku hlutverk
hertogans i staðinn fyrir að vera
neyddur til að syngja þetta á
dönsku við óperuna i Kaup-
mannahöfn: Kvinden er flygtig —
la donna é mobile. Það tókst og
fleira með samstillingu og eld-
móði þótt ekki vantaöi úrtölur, og
hefði átt að tryggja þessu söng-
fólki að fá að fullnýta hæfileika
sina og kunnáttu sin beztu ár i
stað þess aö einbeita sér við
jarðarfarir og þorrablót, og neyta
tiltækra krafta við að reyna að
belja sig upp fyrir brennivins-
glaum á öldurhúsum. Þá vildi oft
brenna við aö vantreyst væri
okkar listamönnum, og stundum
kallaðir til leiksins útlendingar
sem ekki stóðu allir framar okkar
fólki. Þetta held ég að sé liðin tið;
nema þá helzt ef væri hjá aðal-
ráðamönnum Sinfóniuhljóm-
sveitarinnar. Og er þá skemmzt
að minnast ferðalagsins sveitár-
innar út um lönd til aö spila
skandinavamúsik eftir Grieg með
pianóleikara frá Noregi. Reyndar
sagöi Debussy um Grieg að hann
væri eins og bleikar bolsiur
fylltar með is.
Mér er i barnsminni að Stefán
Islandi sem hefur náð lengst is-
lenzkra söngvara sýndi þjóð sinni
þá ræktarsemi að koma hingað á
hverju sumri og ferðast um
landið allt^sumar eftir sumar svo
hans fólk fengi að njóta listar
hans. Eitt sumarið var ég sam-
skipa honum til Akureyrar og
naut örlætis hans sem gestur á
hljómleikum á Isafirði Siglufirði
og Akureyri, og var svo hrifinn
barnungur að ég keypti mig inn á
söngskemmtun hans i Húsavikur-
kirkju; og þótti sá söngur svo
ljúfur að fyrir hugsjónum hófust
upp framliönar flugur sem hvildu
i sköflum i gluggum kirkjunnar,
og svifu i dökkleitum skýjum til
Guömundur Jónsson gaf þeim
ekkert eftir þessum stóru úti i
heimi.
himna framhjá sól og mána i
mikilli birtu og hurfu blánandi.
Þetta hugarfar að flytja þjóð-
inni list sina hefur mér löngum
þótt til fyrirmyndar, ef þjóðin
lætur svo litið að þiggja erindi
listamannsins.
Nú á þetta nýja fólk daginn og
hinir eldri bistanda það, og ætti
að nota húrraglauminn og bravó-
gleðina til aö samfyikja að fengnu
húsi og höll til að efla nú innviðina
og ráðast i metnaðarrikt
menningarátak, neyta færni og
frama; og reyna nú kannski við
svo sem eins og eina óperu eftir
sjálfan sendiboða guðanna Wolf-
gang Amadeus Mozart.
Og reyndar er hann Verdi alltaf
verðugur fyrirhafnarinnar.
Johan Strauss er svo sem góður
til sins brúks, valsakóngurinn; og
ætti ekki að gleymast á þorra-
blótum og árshátiðum átthaga-
félaga til að vega upp á móti
drunganum i saknaðarræðum
flóttamanna úr sveitum, og á
öðrum meiri háttar dansleikjum,
og á samsætum aldurhniginna
stúdenta með hvita kolla.
Ta ta tamm tata.
Æ hann er nú samt dáltið flott...
Listasafn alþýðu
— Ragnarsgjöf
Viö skuldum stjórn Listasafns
alþýðu þakki r fyrir að hafa gefiö
færi að sjá stórmerka og vel
byggða sýningu á eftirmynd af
Guernica eftir Picasso og aðdrag-
anda hennar, áfanga i sköpunar-
sögunni. Og fyrir Goyasýninguna
á Listahátiðinni. Þetta voru
hvorttveggja þarflegar og varan-
lega timabærar hugvekjur
hverri kynslóð sem vaknar til
þeirrar skyldu að bjarga heim-
inum, eða vakna skyldi. Þessar
tvær sýningar minna á hápunkt-
ana i ádeilulist allra tima, við-
leitni til siðlegrar vakningar og
pólitiskrar i viðri merkingu, aö
hræra hugina til uppreisnar gegn
hryllingi mannvonzku, — verk
tveggja spánskra listamanna
sem horfast á frá öld til aldar
himingnæfir i listasögunni.
Picasso litaði flestum framar öld
okkar, og enginn kemst hjá þvi að
hafa pata af honum, hann orkaði
á heimsmynd okkar, að móta
viðhorf aldarinnar; og enginn
listamaður kemst hjá þvi að
svara með sinum hætti áreiti
hans. Þessar sýningar voru hug-
vitsamlega útbúin tækifæri til
menntunar, sjálfsnáms, land-
náms i sjálfum sér, eins og ber
i listasafni sem kennir sig við
alþýðu-, hver sem það annars er
eða er ekki. Það er gleðilegt að
loksins sér mynd á þvi að Alþýðu-
samband Islands risi undir gjöf
Ragnars i Smára á listaverka-
safni sinu til islenzkra erfiðis-
manna.
Ragnar Jónsson er ekki i sviðs-
Ijósinu eins og hann var meðan
hann naut heilsu og hreysti. En
þótt hann hafi hægt um sig
umvefja hann góðu óskirnar
þeirra sem muna hver hollvættur
hann hefur alla tið verið islenzkri
list og listamönnum, ræktunar-
maður islenzkrar menningar.
Margt vann Ragnar sem hefði
verið eðlilegt verkefni hins opin-
bera. Hann beið ekki eftir þvi að
sannfæra valdamenn eða að lið
safnaðist til átaka heldur rauk
sjálfur i verkin og sást ekki fyrir
að framkvæma hið óhugsanlega;
var ekki að biða þess að aðrir
færu aö hugsa sér að reyna heldur
sýndi svart á hvitu i verki. Þegar
skorti fé til framkvæmdanna fann
hann það einhvers staðar, hafi
hann ekki hreinlega skáldað pen-
ingana, ort þá — sem var eðlileg-
ast i svo guðdómlegu ræktunar-
starfi þótt öðrum dytti það varla i
hug, altént ekki i sambandi við
list. Nema frændi hans Kjarval
sagði bankastjóranum sem
barmaði sér sökum féleysis að
prenta bara fleiri seðla. Ragnar
var óstöðvandi þegar hann var i
ham,-og hér hefði verið öðruvisi og
allt smærra hefði hans ekki notið
við. Ragnar er lika frumlegur
heimspekingur og brautryðjandi
þess viðhorfs hér á Islandi að
listamenn mættu og meira að
segja ættu að hafa peninga til-
tæka eins og aðrir vinnandi menn
i þessu samfélagi. Hann heldur
þvi fram að góðir listamenn gefi
ævinlega meira en þeir þiggja.
Ragnar hefur aldrei sótzt eftir
fjármunum sjálfum sér til handa,
og alltaf forsmáð munað. Pen-
ingar eru einskis viröi i augum
hans nema sem afl til ræktunar
sins umhverfis. Mætti hans dæmi
verða öðrum fordæmi; þótt hætt
sé við að seint vakni annar eins
athafnamaöur til dáða i þágu is-
lenzkrar listar.
Ýmsir elska list en eiga bara
erfitt með að sætta sig við að
listamenn þurfi að vera til.