Þjóðviljinn - 23.01.1982, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 23.01.1982, Blaðsíða 10
10 SIDA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 23.— 24. janúar 1982. 1.janúar1893 .\ftbera sinn kross Stillt veður heiðbjart. Nokkuð frost. t dag komu Agústina Guð- mundsdóttir og Albert, systkin frá Sela-Kirkjubóli: Fóru þau Friðgerður og Sturla, börn Jó- hanns húsbónda mins, ofan að Veörará ytri til að skemmta sér um nýárið. Þannig getur sá sem heilsuna hefir farið sem hann langar til og tekið þátt i gleði lifs- ins og notið sannanlegs yndis en ég sem stórþjáður drottins kross- berari verð að vera heima og bera mina miklu heilsuleysis- byrði en guð gefi mér þrek til þess, kannski það geti þá orðið öðrum til fyrirmyndar, sem neyð- in umkringir, ef ég reyni að striða sem best ég get og ber niig vel. Heilagri hamingjunni sé lof að ég er þó ekki og hef ekki verið i rúminu siðan ég kom hingað i Breiðadal þvi þó ég geti ekkert farið út af bænum þá get ég þó nú farið ofan og á ég þann styrkleika að þakka þvi að ég fluttist hingað þvi þau Jóhann og Hildur, hús- bændurnir hér, hafa verið mér ágætlega góð siðan ég kom hingað frá Hesti, 2. aug. f ,á. Og þó þungt sé að verða vera kominn upp á ’aðra, á besta aldrimeð miklum hæfileikum, þá er þo sitt hvað að vera hér.og mega bera sinn kross óáreittur, heldur en að vera i þeim stað sem manni er gert allt til kvalar og skapraunar i hverju atviki, til lifs og sálar, eins og mér var gert meðan ég var á Hesti, til að bæta á minn óútsegj- anlega mikla heilsuleysis kvala- kross, þvi það sýndist i smáu og stóru, að þvi þar, sérstaklega Jóninu húsfreyjunni, væri rétt umhugað að ég sviptist lifinu á kvalarfyllsta hátt þvi þráfaldlega og daglcgagerði hún mér til kval- ar sjálfog hvatti aðra til að særa mig.en i þvi var Jóhannes maður hennaraldrei cins djöfullcgur, þó hann afar vondur maðursé, og fái i hvivetna alls staðar vont orð. t Landsbókasafninu eru varö- veitt handrit MagnUsar Hjalta- sonar og eru þar fyrirferöar- mestar dagbækur hans er hann ritaði á árunum 1893—1916. Fjögurra binda skáldsaga Hall- dórs Laxness um Ólaf Kárason Ljósviking er byggð á þessum dagbókum og eru fjölmörg at- riði tekin beint úr þeim eða ör- litið stytt. Magnús sjálfur er fyrirmyndin að Ólafi en fjöl- margar aðrar persónur, sem koma fyrir i dagbókunum má þekkja aftur i skáldsögunni þó að oftast sé breytt um nöfn. Fyrirmyndin að Jarþrúði heit- konu Ólafs Kárasonar er annars vegar Ingibjörg Guðmunds- dóttir og hins vegar Guðrún Anna Magnúsdóttir sem báðar koma mjög við sögu i brotunum sem birtast hér á siðum Þjóð- viljans. Þá eru greinilegar hlið- stæður milli Jórunnar i Húsi skáldsins og Kristfnar á Dröng- um sem hér kemur einnig við sögu. Magnús var Vestfirðingur fæddur 1873 og lést 1916, aðeins 43 ára gamall. Hann ólst upp á hrakningi en var orðinn héraðs- kunnur hagyrðingur á ferm- ingaraldri. Dagbókarbrotin eru að meira eða minna leyti valin af handahófihér á siðuna en vist væri þarftverk aögefa dagbæk- urnarút,svo stórkostleg lesning sem þær eru. Þess skal getið að málið er fært til nútimastafsetningar og greinaskil og millifyrirsagnir eru Þjóðviljans. Söguslóðir eru Onundarfjörður, Dýrafjörður, Ingjaldssandur, Súganda- fjörður og Skutulsfjörður. — GFr Magnús lljaltason eða Magnús Hj. Magnússon eins og hann kallaði sig. „Drottins krossberari” Þurftu þau Jóhannes og Jónina ekki að breyta þannig við m ig, af þvi að þau hefðu ekkert fyrir mig, þvi þau höfðu 104 kr. með mér af fæðingarsveit minni, Súðavikur- hreppi, yfir það ár sem ég var beinlinis undir þeirra höndum. 28. ííllí 1893 Iniíihjörtí h<'ssi Kom Ingibjörg Guðmundsd. frá Breiðadal neðri. Ég er fyllilega kominn að raun um það að Ingi- björg þessi erbúin að fá m ikla ást á mér, ogþykir mér það leiðinlegt þar sem hún (Ingibj.) er eins frekleg i svoleiðis sökum, eins og hún er og hefir fengiöorð fyrir að vera. Ingibjörg hefir verið mér ágætlega góð siðan ég kynntist henni hér í Breiðadal og virN ég hana mikið fyrir það og vildi feg- inn geta rétt henni hjálparhönd ef hún þyrfti þess með, og fyndi mig meira aðsegja skyldugan til þess, þaö er að mfnu áliti fögur dyggð að vera þeim góður, sem eiga sannanlega bágt, og hefir Ingi- björg stundað vel þá dyggð hvað mig áhrærir. 2. apríl 189fi Snortin n rafmagni Fór ég inn að Dröngum og sótti þangað bækur er ég hafði lánað Kristinu, stUIku gáfaðri mjög um tvitugt, dóttur hUsbændanna. Bjuggu þá að Dröngum Jón Zak- ariasson og Ingibjörg. Þau bjuggu áður um fjölda ára i Botni i Mýrahreppi, áttu þarbörn mörg og lifðu við fátæki mikið, en er börnin voru allstálpuð orðin fóru þau byggðum i Þingeyrarhrepp- inn, og leið þeim þar engu betur enn á meðan börnin voru ung og gátu ekkert hjálpað. Dætur Jóns voru hégómagjarn- ar og héldu sér mjög til skarts og lenti fyrirhöfnþeirra þar i'. Þó var ein þeirra er jafnframt hafði margt góðra kosta, var það Krist- in er ég lánaði bækurnar. Og nU var það, er ég var staddur á Dröngum, að Kristin kallaði á mig i einrUm og afhenti mér þar bréf frá sjálfri sér er hún hafði ritað samdægurs. Var bréf það innilega gottog lýsti ástKristinar til min. Ég undraðist að fá bréf þetta, en varð nú sem snortinn rafmagni og fékk ég óstöðvandi ást til stúlkunnar, þó gat ég litið talað við hana enda var hún öll á glóðum og þaut i burt að svip- stundu. G. april 18% Bróf frá Dröngum Kom Ingibjartur Jónsson á Dröngum, hann færði mér bréf frá systur sinni Kristinu. Hafði ég föstudaginn langa skrifað henni bónorðsbréf, og fékk nú það svar Guðrún Anna Magnúsdóttir, unnusta skáldsins. Hún lifði til 1956 og er þessi mynd tekin skönimu fyrir andlát hcnnar. A veggnum bak við hana er mynd af Magnúsi og börnum þeirra tveimur er upp komust, þeim Asdisi Þórkötlu og Einari Skarphéðni. frá henni að hún ekki gæti tekið mér ,,að svo stöddu”. 13. apríl 1897 Moira en hlýlegorð Ég gisti i' Breiðadal um nóttina á vegum Ingibjargar lausakonu Guðmundsdóttur er ég hafði i hug að taka til min um voriö og flytja hana með mér að Brekku á Ingj- aldssandi. Ingibjörgu vildi ég taka að mér sem manneskju er hafði verið mér hlýleg mjög i heilsuleysis- og ófrelsisvandræð- um minum i Fremri-Breiðadal árið 1892 - 93. Vildi ég þvi rétta henni hjálparhönd en það átti ég hægra með væri hún þar sem ég yrði. Hún hafði verið mest ævinn- ar heilsulaus og var nú komin á fertugsaldur, 42 ára, áleit ég þvi að það félli i góðan stað ef ég framvegis gæti rétt henni hjálp- arhönd og launað henni þar með sem hún áður var mér alúðleg. Það var þó meira en hlýleg orð er Ingibjörg vildi fá af minni hendi, vildi hún fá mig sem ciginmann. en það hafði mér ekki dottiö i hug. Sem kærustu gat ég ekki elskað hana. Hún var manneskja ófrfð mjög og auk þess eyðilögð af hryllilegum veikleika, slagveiki. 2:i. júl í 1 897 \slarfrekja otí girnd eins kvenmanns Gott veður. Fór ég til Sæbóls- kirkju. Presturinn, sr. Þóröur Ólafsson á Gerðhömrum, talaði við mig einslega, áminningarorð til min. Kvaðst hann hafa heyrt að ég sængaði saman við Ingi- björgu erhjá mér var. Kvað hann það geta „rýrtálit” mitt þar sem ég hlyti „göfugan lofstýr hjá öli- um” og væri ,,auk þess barna- kennari” og sagðist ,,af hreinni

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.