Þjóðviljinn - 23.01.1982, Síða 13
Helgin 23.- 24. janúar 1982. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 13
Páll Hildiþórs:
Er friðar-
hreyfingin
blekking?
Um fátt er meira rætt og ritað
manna á meðal, en hinn sivax-
andi styrjaldarótta er hefur grip-
ið um sig milli risanna svoköll-
uðu, Bandarikjamanna og RUssa,
er halda þjóðum heims í spenni-
treyju haturs og áróðurs i sivax-
andi mæli. Skriðdrekar fjölmiðl-
anna bruna fram og spúa eitri
hvar sem við verður komið, ekki
með bombum eða patrónum,
heldur með blekkingum og lyg-
um, er vissulega geta verið und-
anfari válegra atburða.
Þeir sem kunnugir eru, og hafa
ferðast um Evrópu að undanförnu
eru á einu máli að styrjaldarótta
gæti um vestanverða álfuna. En
hvað þá um fólkið fyrir austan hið
svokallaða járntjald? Eru aust-
antjaldsmenn ekki i sömu klip-
unni? Jú, auðvitað. Ef til styrj-
, Er
sjonvarpið
bilað?
Skjárinn
Sjönvarpsverh stcaði
Bergstaðastrati 38
simi
2-1940
aldar kemur og barist verður með
atómvopnum, verður allt lif
þurrkað út beggja megin linunn-
ar. Timi gömlu striðanna er lið-
inn, en við tekið það heljarafl er
getur þurrkað út, og splundrað
öllu lifi jarðarbúa.
Þetta eru bollaleggingar hins
almenna borgara er ber óttann i
brjósti sér yfir þeirri gereyðingu
ervofiryfirmannkyninu ef þessir
hernaðarbrjálæðingar halda
áfram að kasta fjöreggi þjóðanna
á milli sin, þar til mistökin verða
og allt er um seinan.
Það er svona heldur kynleg af-
stóða er ýmsir framámenn og
blöð þeirra hér á landi taka i
þessu hættulega máli. Auðvitað
eru þetta ihaldsöfl og hemáms-
sinnar, er svo tala og láta öllum
illum látum út i austantjalds-
main og þá aðallega Rússa, sem
séu hvilikar skepnur, eins og
raunar allt þetta kommadót, að
það sé ekki viðræðuhæft um þessi
mál. Þessvegna sé best fyrir
vesturveldin að vigbúast af
kappi. Nú veit þetta froðufellandi
fólk mætavel að blokkirnar geta
hver um sig eytt öllu jarðlifi,
þannig að enginn þarf um hnút að
binda, en svo er hatrið og blindan
mikil að það hikar ekki við að
segja að betri sé dauður en rauð-
ur, en auðvitað er þetta blint hat-
ur sem enginn tekur mark á.
Þetta ofstækisfólk veit vel að fyrr
en slðar veröa austrið og vestrið
að setjast niður og ná samkomu-
lagi um þetta hættulega mál áður
en slysið skeður.
Þessvegna ber að fagna þeim
fjöldahreyfingum sem eru að
myndast um alla álfuna til að
knýja á um að öll kjarnorkuvopn
verði tafarlaust eyöilögð svo fólk
geti farið að lifa óttalausu lifi, i
stað þess að búa i stöðugri mar-
tröð kjarnorkuóttans.
Sú friðarhreyfing sem hvar-
vetna er að risa upp og magnast
er þvi engin blekking, siður en
svo, eina von mannkynsins um
bjartari og betri tima. En hvað
með kirkjuna? Gætu klerkarnir
eklci látið meira að sér kveða i
þessu örlagarika máli, hverjir
eiga að gera það frekar ai þessir
sendiboðar spámannsins frá
Nasaret,og boða frið, jafnrétti og
bræðralag á meðal vor og sýna
það á djarfan og hreinskilinn hátt
úr ræðustól, en ekki með ein-
hverjum loðmullulegum yfirlýs-
ingum er enginn tekur mark á.
„Mogginn” er haldinn þeirri
áráttu að kenna Rússum um allan
andskotann sem fyrir kemur, og
þar eigi heima sá, er sé með hal-
ann hornin og klaufirnar, og það
nýjasta er, að Rússar hafi fundið
upp friðarhreyfingarnar og þeim
þá stjórnað með makt og veldi
þessa mikla kunnáttumanns.
Friðarhreyfingar þessar verða
ekki barðar niður héðan af vegna
þess að þær búa raunverulega i
brjósti hvers einasta manns á
þessari jarðkringlu, þvi þó að
lönd og höf aðskilji fólk, þá er
þetta eini og sami takturinn, að
friður verði um alla jörð hvort
sem maðurinn er svartur, hvitur
eða gulur.
Þvi verður þessi straumur ekki
stöðvaður. Þetta er eina von
mannkynsins til að bjarga þess-
um kjarnorkubrjálæðingum hvar
i heimi sem eru, frá þvi að eyði-
leggja lífið á jörðinni,ef nú heldur
fram sem horfir.
Hvers vegna bera
tjónið bótalaust?
HÁLFKASKÓ-
trygging ÁBYRGÐAR bætir
þjófnaóartjón
brunatjón
rúóutjón
lógjaldid er ótrúlega lágt.Engin
sjálfsábyrgó. Kynntu þér kjörin!
BINDINDI
ABYRGD
H
Clfí I TRYGGINGAFÉLAG FYRIR BINDINDISMENN
U'-'1 VVJÍ V1 v * Umboðslclag ANSVAR INTERNATIONAL LTD.
Lágmúla 5-105 ReyKjavik, simi 83533
Aðstoðarverkst j órl
Fóðurblöndunarstöð Sambandsins óskar
eftir að ráða aðstoðarverkstjóra. Iðn-
skólapróf æskilegt. Upplýsingar hjá verk-
stjóra á staðnum.
Fóðurblöndunarstöð Sambandsins
Sundahöfn
5
o
HÚSEININGAR HF
Nú er rétti tíminn tii
að tryggja sér
fallegt einbýlishús frá Siglufirði
til afgreiðslu næsta vor!
Það er staðreynd að einbýlishús frá Húseiningum
h/f þurfa ekki að kosta meira en 4-5 herbergja íbúð í
fjölbýlishúsi, en kaupendur ráða verðinu að nokkru leyti
sjálfir þar sem hægt er að kaupa húsin á mismunandi
byggingarstigum frá verksmiðju. Möguleikarnir á út-
færslu þeirra eru því sem næst óendanlegir.
Einingahúsin frá Siglufirði hafa vakið verðskuldaða
athygli fyrir gæði. Enda sitja efnisgæði, vöruvöndun og
framleiðslutækni í fyrirrúmi hjá Húseiningum h/f.
Fleiri og fleiri gera sér grein fyrir kostum timbur-
húsa, og þá ekki síst einingahúsa úr völdum viðar-
tegundum. Sérstaklega hafa tvílyft hús frá Húseiningum
h/f vakið miklaathygli.
Þeir sem hafa hug á því að fá Siglufjarðarhús til
uppsetningar á fyrri hluta þessa árs eru beðnir að hafa
samband við Húseiningar h/f, sími (96) 71340 eða
söluskrifstofuna í Reykjavík,
hjá Guðmundi Óskarssyni,
verkfræðingi, Skipholti 19,
sími (91) 15945.