Þjóðviljinn - 23.01.1982, Side 15

Þjóðviljinn - 23.01.1982, Side 15
llelgin 23,— 24. janúar 1982. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 15 Thí' N< £&«■< Afmæliskveöja Magnús í Pfaff 80 ára Magnús Þorgeirsson forstjóri, eða hann Magnús í Pfaff, eins og flestir kalla hann, verður 80 ára i dag, laugardaginn 23. janúar. Þeir eru margir sem þekkja Magnús í Pfaff, ekki aðeins i Reykjavik og nágrannabyggðum hennar, heldur einnig i þorpum og kaupstöðum og sveitum sem langt eru frá Reykjavik. Ég hefi stundum velt þvi fyrir mér hvers vegna Magnús væri þekktur af jafn mörgum og raun er á og ætti allan þann störa kunningjahóp sem hann á nú i dag. Ekki hefir mynd af Magnúsi i Pfaff verið algeng á sjónvarps- skermi og ekki hefir rödd hans heyrzt oft i útvarpi, og ekki hafa blöðin heldur veifað sérstaklega nafni hans. Magnús hefir þvi ekki orðið landsþekktur maður fyrir áhrif fjölmiðla, eins og nú er orðið al- gengast um flesta sem eitthvað verða þekktir út fyrir sitt næsta nágrenni. Kunnugleikinn á Magnúsi í Pfaff er kominn til á annan hátt Magnús hefir átt langan starfs- dag í miðri Reykjavik og kynnst þar mörgum. f yfir 60 ár hefir hann stundað þar verzlunarstörf. Byrjaði fyrst sem sendisveinn, síðar sem full- gildur vérzlunarþjónn og tók svo við forstjórn i eigin fyrirtæki. Fyrirtæki hans, verzlunin Pfaff, var stofrnð 1929 og er þvi nokkuð yfir 50 ára. 1 þessum störfum sinum hefir Magnús kynnst mörgum, ungum og gömlum, körlum og konum úr ýmsum starfsstéttum. Og þeir sem höfðu einu sinni kynnst Magnúsi gleymdu honum ekki auðveldlega. 1 verzlunarrekstri sinum komst Magnús í kynni við marga einstaklinga vitt og breitt um landið. Hann seldi sinar landsfrægu saumavélar, sem talað var um sem undratæki á mörgum heimihim, og siðan kom hann með jafnfrægar prjóna- vélar. Og enn siðar seldi hann svo vélar i hinar margrómuðu sauma- og prjónastofur sem spruttu upp um allt land og voru i miklu uppá- haldi einkum hjá kvenþjóðinni. Flestar voru þessar vélar frá „manninum” iPfaff, og skipti þá engu hvort það var Kristinn sonur Magnúsar eða einhver annar i fyrirtækinu, sem vélarnar seldi: Þær voru allar frá Magnúsi i Pfaff. Magnús Þorgeirsson var ekki aðeins kunnur verzlunarmaður, sem seldi sauma- og prjónavélar. Hann var um langt árabil áhuga- maður um iþrótta- og útivistar- mál. Magnús var fimleikameistari Islands árin 1927 og 1928, og enn heldur hann fallega á flugustöng- inni þegar hann kastar fyrir lax i uppáhalds veiðiá sinni — Norðurá. Magnús ferðaðist mikið um Kaupfélagiö „Sisimut” Grænlendingar eru áhugasamir um samvinnuverslun. Árið 1970 opnaði kaupfélagið Sisimut i Ilolsteinsborg á Grænlandi versl- un sina og síðan hefur hún tvi- vegis verið stækkuð. Sölusvæðið er nú um 600 fermetrar en heildarstærðin um 1000 ferm. A reikningsárinu frá júli 1980 til júni 1981 var heildarvelta félags- ins 20 milj. d.kr. Þar að auki seldi félagið oliur fyrir nokkuð á fjórðu miljón. Veltan er vaxandi og árið 1982 er búist við að hún verði um 80 milj. í dönskum krónum.-mhg ÍSLANDSDEILD amnesty international Pósíhólf 7124, 127 Reykjavik fjöll og firnindi landsins á sinum yngri árum. Þá gekk hann þvert yfirlandið og kleif hvert fjallið af öðru. Mér þótti nóg um þegar ég heyrði, að hann hefði gengið um miklu fleiri fáfarnar háfjalla- slóðir á Austurlandi en ég og meðal annars svipast um af Snæfelli, okkar hæsta og glæsi- legasta fjalli þar eystra. Það er ekki ætlun min með þessum orðum, að rekja hér lifs- hlaup Magnúsar vinar míns, og þvierbeztaðég nemi hér staðar i þeim efnum. En ég sagði i upphafi þessara orða, að ég hefði velt þvi fyrir mér hvers vegna jafn gifurlega margir virtust þekkja Magnús og vera kunningjar hans og raun er á. Skýringin er að sjálfsögðu fólgin i þvi, ásamt öðru, hvernig hann hefur kynnst fólki i störfum sinum og á ýmsum áhugasviðum. En þar kemur einnig fleira til. Magnús er léttur i lund. Hann á gott með að gera að gamni sinu. Hann er ábyggilegur og traustur vinur vina sinna, og hanr. er einn af þeim sem getur auðveldlega átt góðan kunningsskap, einnig við þá, sem kunna að hafa önnur sjónarmið en hann á almennum þrætumálum dagsins. Litil saga af Magnúsi og við- skiptavini hans, lýsir býsna vel léttleika hans og gamansemi, en um leið viðhorfi þeirra sem við hann áttu skipti. Sveitakona austan úr sveitum kom i fyrirtækið til Magnúsar með bilaða saumavél. Hún hitti á Magnús sjálfan sem hún þekkti ekki. Konan sagði við Magnús, að hann , ,Magnús i Pfaff hefði lofað að gera við vélina og sagt að það væri hægt”. Þá sagði Magnús: O, það er ekkert að marka loforðin hans Magnúsar, kona góð. Jæja, sagði konan, annað segja mér nú allir sem þann mann þekkja og ég trúi að hann sé ábyggilegur maður, hvað sem þú segir. Magnús brosti auðvitað við og lét þrætu sina niður falla. Samskipti min við Magnús i Pfaff hafa verið góð. Fyrst tók hann mig sem húsnæðislausan ráðherra árið 1957 eða 1958 og skaut yfir mig skjólshúsi, þar til ég hafði komizt yfir eigin ibúð hér i borginni. Siðan tók hann mig sem örþreyttan ráðherra úr land- helgisslag mi'num 1958 og fórmeð mig upp i' Borgarfjörð i sumar- bústað sinn. Þar kenndi hann mér fluguköst og hjá Magnúsi veiddi ég fyrsta laxinn. Ég segi ekki frá hvernig það gekk til, nema þvi að ég braut allar hefðbundnar reglur um veiðiaðferðir, einkum við löndun á fiskinum. En lærdómur- inn sem ég fékk eftir þær aðferðir og sú kennslustund sem yfir mér var flutt, endist mér enn og hefir gefizt merkilega vel. Magnús Þorgeirsson er i minum augum dæmigerður um marga ágæta Islendinga sem ólust upp á fyrstu áratugum þessarar aldar. Magnús ólst upp i fátækt. Hann brauzt áfram af bjartsýniogdugnaði. Hann ávann sér virðingu og vináttu. Hann naut litillar skólamenntunar en er þó gagnmenntaður maður úr skóla lifsins. Hann er viðlesinn, fróður, góður hagyrðingur og talar erlend mál betur en nýmsir langskólamenn gera nú. Kynslóð Magnúsar hefir ekki brugðizt þjóðinni. Magnús, ég veit að ég mæli fyrirmunn allra þeirra sem með mér hafa setið við kaffiborðið hjá þér, þegar ég óska þér innilega til hamingju með daginn og að þú megir halda þinu góða skapi og góðri heilsu sem lengst. Að lokum, Magnús, flyt ég þér og Ingibjörgu, konu þinni, inni- legar þakkir minar og minnar konu fyrir vinsemd ykkar i'okkar garð. Við óskum ykkur til ham- ingju með þennan merkisdag og vonum að þið megið bæði njóta góðrar heilsu á ókomnum árum. Lúðvík Jósepsson 505 '%\o9o6o-33 ,u **lO»»*® JT.chMW VISA ferðatékkar öryggi erlendis Landsbankinn býður VISA ferSatékka ásamt öðrum ferðatékkum. VISA er samstarfsvettvangur rúmlega 12 þúsund banka í 140 löndum. Það auðveldar eigendum VISA ferðatékk- anna skipti áþeim, nærhvarsemer. Íþvífelst öryggi. í afgreiðslum Landsbankans um land allt fást ferðatékkamir afgreiddir samdægurs gegn framvísun farseðla. Landsbankinn afgreiðir nú einnig VISA greiðslukort til þeirra sem uppfylla settar reglur. Onnur nýjung í gjaldeyrisþjónustu Landsbankans er Alþjóðaávísanir (Intemational Money Orders). . lAtwmsémx mAMm Kynnið ykkur þjónustu Landsbankans. LANDSBANKINN Banki allra landsmanna argus

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.