Þjóðviljinn - 23.01.1982, Qupperneq 32
\diqðviuinn\ Aðalslmi Þjóðviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag til föstudaga. Utan þess tima er hægt að ná i blaðamenn og aöra starfsmenn hlaðsins i þessum slmum : Ritstjórn 81382, 81482 og 81527, umbroi Aðalsími Kvöldsími Helgarsími afgreiðslu 81663
Helgin 23.— 24. janúar 1982. 8i285, ijósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9-12 er hægt að ná i af- greiðslu blaðsins i sima 81663. Blaðaprent hefur sima 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. 81333 81348
,Svona á
mörkunurrí
Hvenær má birta
myndir og hvenær
ekki? Þessu þurfum við
fréttaljósmyndarar oft _ _
að velta íyrirokkur og
álitamálin eru ófá. Og
þess eru dæmi að við
tökum mynd af manni
úti á götu, hann verður
æfur og heimtar að við
birtum hana ekki eða
fer hreinlega i mál.
Almenna reglan er sú að
birta má myndir af hverju og
hverjum sem er, séu þær teknar
i „almenningi”. Þ.e. maður sem
er a gangi niðri i bæ, getur átt á
hættu að af honum birtist mynd
i blaði eða sjónvarpi.á sýningu
eða i bók, án þess aö viðkom-
andi ljósmyndari þurfi að æskja
til leyfis.
Myndin hér aö ofan er hins
vegar skemmtileg að þvi leyti
að hún er „svona á mörkunum”.
v
Hún er tekin i gegn um glugga
á verslun. Konan til vinstri á
myndinni afgreiðir i verslun-
inni. Hún sá til mín er ég var að
dunda mér við að mynda þær
stöllur og brást hin versta viö.
Fór fram á skýringar á fram-
ferði minu. Hún sagði
„skamm’astin”.
En er ekki verslun „almenn-
ingur”? Eða: Vilji maður ekki
að sjáist inn til sin, setur maður
gardinur fyrir gluggann. Slikar
spurningar fara um huga
manns er kemur að þvi að
ákveða hvort birta eigi myndina
eða ekki. Eins og sést, þekkjast
ekki manneskjurnar á mynd-
inni. En ef ég hins vegar segði i
texta með henni að hún væri
tekini gegn um glugga verunar-
innar Bláa Búðin Bergstaða-
stræti ki. 14.45 föstudaginn 22.
janúar 1982, er vafi á að ég sé að
gera rétt.
Bg á sem sagt mjög erfitt með
að ákveða hvort eigi að birta I
þessa mynd. Hvað finnst ykkur? I
-gel- :
Bílainnflutningurinn 1981:
Melra en helmíngur
fólksblla frá Japan
Saab 900 er samt mest seldi bíllinn hér á landi
í skýrslu sem Hagstofa íslands hefur sent frá sér
um biíainnflutning íslendinga árið 1981, kemur i ljós
að 8.509 nýjar fóiksbifreiðar voru fluttar til landsins
og af þeim eru 4.478 af japanskri gerð. Er þvi
greinilegt að japönsku fólksbilarnir hafa algerlega
hertekið islenska bilamarkaðinn, eins og raunar
bilamarkaði flestra Evrópulanda og þann banda-
riska.
Samt er það athyglisvert, að sem er söluhæsti lólksbillinn hér
þaðerhinn dyri sænski bill, Saab, á sl. ári. Af Saab 900 seldust 523
bilar, næst á eftir kemur Mazda
323gerðin með 499 bila, þá Mazda
626gerðin með 451 bil svo Subaro
476 og loks Lada AE2105/2106
gerðin 416 bifreiðar.
Mest selda bifreiðartegundin er
Mazda, en af þeim 4 gerðum sem
fluttar eru inn af Mazdabilunum
seldust 1190 bilar.
1 allt voru íluttar inn 10.366
bifreiðar til landsins, en 1980 8.927
bifreiðar.
—S.dór
Wír?wr~“'~'iMr 1
mimmF
MFa
Wm fc ,i
mÆf L
Strand Pelagusar:
Þrjú
Uk
ófundin
Sjópróf hafin
Lik b jörguna rm annanna
tveggja og belgiska sjómannsins
af Pelagusi, höfðu ekki fundist i
gærdag að sögn lögreglunnar i
Vestmannaeyjum.
Þyrla Landhelgisgæslunnar
flaug yfir svæðið i gær og urðu
menn einskis visari. Pelagus er
nú að heita lagstur á stjórnborðs-
siðuna, sem bendir til að botninn
og siðan þeim megin séu úr hon-
um. Aðsögnlögreglunnarer liðan
skipbrotsmannanna bærileg eftir
atvikum, eru þeir allir á fótum.
Þá voru sjópróf hafin i gærdag kl.
14.00 og voru fyrst yfirheyrðir
skipverjar á Amandine, sem dró
Pelagus áleiðis til Vestmanna-
eyja, er hann slitnaði aftan úr.
Sjópróf munu halda áfram i dag,
og munu þá menn af Pelagusi
verða yfirheyrðir.
Svæðamótið í skák — síðasta umferð í dag;
Ég á smá von um
að komast áfram
! sagði Helgi Ólafsson en Guðmundur stendur vel að
Ég á smá von um að komast
áfram i úrslitakeppnina, en til
þess verð ég að vinna danska
skákmanninn Höi á morgun,
sagði Helgi ölafsson alþjóð-
legur meistari i skák, er við
ræddum við hann i gær. Siðasta
umferð riðlakeppninnar fer
fram í dag. Helgi sagði að
Guðmundur stæði aíl vel að vigi
i sfnum riðli. Ef Guðmundur
vinnur sina skák i dag, þá er
hann gulltryggður áfram og
hann á von þótt hann næði ekki
ncma jafntefli. Aftur á móti er
Jón 1.. Ámason úr leik að þessu
sinni.
Við ræddum einnigvið Jón L.
Hdgi Guðmundur
vígi
og sagði þá eina skýringu á
frammistöðu sinniað hann væri
illa upplagður, þetta er bara
ekki „minn dagur” eins og sagt
er, sagði Jón. Þvi má bæta við
að þeir Jón og Guðmundur hafa
verið veikirsiðústu dagana með
innflúensu, sagðist Jón hafa
verið með all háan hita einn
keppnisdaginn og hafa orðið aö
tefla þannig á sig kominn.
Staðan I riðlunum fyrir
siðustu umferðina sem fram fer
I dag er þessi:
A-riðill:
1. Lobron,V-Þýskal. 7,5v.
2. Griinfeld, Israel 6,0 v.
3. Tiller, Noregi 5,0 v.
4. -5. Helgi Ólafsson 4,5v.
4. -5. Ziiger, Sviss 4,5 v.
B-riðill:
1. Mourey, tsrael 7,5v.
2. Borik, V-Þýskal. 6,5v.
3. -4. Guðm.Sigurj. 5,5v.
3.-4. LarsKarlss.,Sviþj. 5,5v.
5. Helmers, Noregi 5,0 v.
Fjórir efstu menn Ur hvorum
riðli komast i úrslitakeppnina.
—S.dór
J