Þjóðviljinn - 29.01.1982, Blaðsíða 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 29. janúar 1982
EKKI ÞARF MIKLA ORKU
TIL ÞESS AÐ SKILJA Jfasn'
AÐ MAÐUR
Á LJÓSLAUSU HJÓLi
OG ÁN ENDURSKINSMERKJA'
ER SJÁLFUM SÉR OG ÖÐRUMj
HÆTTULEGUR
í UMFERÐINNI
yUMFERCftR
ÍStANDSDEILD
amnesty
international
Pósthólf 7124, 127 Reykjavík
”MANNSHVARF”1982
Laus staða
Umsóknarfrestur um stöðu deildarstjóra
Saltfisk- og skreiðardeildar hjá Fram-
leiðslueftirliti sjávarafurða, framlengist
til 12. íebrúar n.k.
Sjávarútvegsráðuneytið,
27. janúar 1982.
BAKARI
Brauðgerð KB Borgarnesi óskar eftir að ráða
bakara sem fyrst.
Upplýsingar gefa Albert Þorkelsson og Georg
Hermannsson i sima 93-7200.
Kaupfélag Borgfirðinga,
Borgarnesi.
Blaðberabíó
i Regnboganum laugardaginn 30. jan. kl. 1 í sal
B:
Stúlkan á eyöieyjunni
Ævintýramynd í litum.
Ath! miðinn
gildir f yrir tvo.
DJOOVIUINN
Blikkiðjan
Ásgarði 7, Garðabæ
önnumst þakrennusmiði og
uppsetningu — ennfremur
hverskonar blikksmíði.
Gerum föst verðtilboð
Guðríður B. Helgadóttir í Austurhlíð skrifar:
Þegar helstefna og
lífsstefna takast á
SÍMI 53468
Bréf tilÞjóðviljans
Þjóðvilji minn góður! Þakka
þér fyrir að leita svara við siöasta
erindi minu þarna fyrir jólin. Það
var bara ein meinleg prentvilla
hjá þér, sem mig langar til að
biðja þig að leiðrétta. Þetta var
nefnilega svo asskoti gott orö, að
mér fannst: SKROFIÐ —tvf-
skinnungurinn. (Þið þekkið
kannski ekki náttúrufyrirbæriö?)
Og þið þurftuð endilega að barna
þetta fyrir mér og gera úr þvl
skref. Eitt litilmótlegt og hvers-
dagslegt skref, þegar ég var aö
tala um stórhuga áætlanir og
framtiðardrauma hæstvirts fjár-
málaráöherra.
Auðvitað átti ég fyrir löngu að
vera búin að skrifa þér og biðja
um leiðréttingu. En það er nú
svona þegar maður fer að ’eika
„bara húsmóöir” um jól og >tór-
hátiðar, að þá er engin smuga til
að stinga niður penna. En hugann
er ómögulegt að hefta, hann
flýgur um lönd og álfur.
Reyndar má ég til með að
hvisla þvi að þér meðan ég man
að ég varð nú fyrir svolitlum von-
brigðum að hann Ragnar okkar
skyldi bara setja þessa gömlu,
fölsku plötu á fóninn, sem við hér
erum orðin svo afskaplega leið á.
En þú mátt engum segja þetta þvi
ég er skilningsgóð og sé i gegnum
fingur við önnum kafna menn,
sem taka gamlar skýrslur góðar
og gildar en mega ekki vera að
þvi að endurskoða.
Allt vill lagið hafa
En þaö er þetta með Blöndu-
virkjun. Ég held nefnilega að við
gætum verið hálfnuð að virkja nú
ef menn hefðu ekki farið að
sleppa ansans hreppapólitikinni
lausri og láta hana svifta þessu
öllu tvist og bast.
Það vilja sem sé allir virkja.
Hver með sinu móti. Þessvegna
þurfti að beita lagi við að sameina
sjónarmið og ná þvi besta frá öll-
um. Svoleiðis sættir nást ekki
með offorsi.
En það hlýtur alltaf að verða og
vera númer eitt að fórna sem
minnstu landi, hvar og hvenær,
sem virkjað er. Engin önnur leið
getur orðiö hagkvæmari.Þetta er
lika prófmál á meiningu manna
með LANDVERND. Gróðurmold
er nefnilega mikil auðlind. Ég
tala nú ekki um ef upp úr henni
vex sá harðgerasti gróður, sem
náttúran getur upp fundið til þess
að standast óblíð kjör.
Eða mosaþúfurnar þarna
frammi á heiðunum. A einni ein-
ustu litilli þúfu getur verið gulur
mosi, grár mosi, hvitur mosi,
bleikur, brúnn, drapplitur,
grænn, já, i öllum regnbogans
litum. Og blessuð fjallagrösin,
sem héldu lífinu i þjóðinni ásamt
sauökindinni, gegnum fátækt,
fimbulvetur og óáran. Hver þúfa,
sem þyrmt er, er dýrmætur fjár-
sjóður. Já, stundum hefur hugur-
inn látið hvarfla að sér að þessa
ungu, velklæddu, fallegu stjórn-
málamenn vanti hugsjónir. Þeir
hafa fengið sina uppfræöslu af
þurrum, uppblásnum bókalær-
dómi í alltof þröngum skóla-
stofum. í þá hefur verið troðið
mygluðum, uppþornuöum kerfis-
kenningum i staðinn fyrir lifið
sjálft og afleiöingin verður þurr-
drumbsrembingsinnantökur með
skruðningum öðru hvoru, þegar
þeir fitja upp á trýnið og urra
hver að öðrum. Þetta er eins og
að gefa börnum þurra- brauð-
skorpu i staðinn fyrir nýbakað,
heitt, safamikið og ilmandi
brauð. Við hérna i sveitinni vitum
vel, að holl, lifræn og eðlileg fæöa
er lykillinn að andlegri og likam-
legri hreysti, sem sigrast á erfið-
leikunum.
Ekkert liggur á
Okkur þykir svo sem notalegt
að lesa og hlusta á áferðarfalleg
orð. En við vitum ósköp vel
Guðriður B. Helgadóttir
af reynslu að pegar mæta á öðru
eins moldvirðisgjörningaveðri og
þyrlað hefur verið upp i kringum
Blönduvirkjunarmál, þá er ekki
annað að gera en reyna að halda
áttum, setja á sig vindstöðuna,
bita á jaxlinn og sigrast á veðr-
inu. Þá gildir hæst kunnugleiki á
staðháttum og rétt mat á aðstæð-
um. Það slotar öllum veðrum ein-
hverntima og þrauka lengst, sem
þrekið hafa.
Það liggur ekki þessi lifandis
ósköp á. Það er meira að segja
ekki hagstætt að „agitera” fyrir
stóriðju eins og stendur, meðan
álverið, kisilgúrinn og járnblend-
ið sýna bullandi tap, og bregðast
þannig átrúnaði tryggra áhang-
enda. Og þrátt fyrir öll þessi
fallegu orð, sem mörgum vella úr
munni um islenskan iðnað, þá er
innflutningur, tollar, háir vextir
og sinnuleysi látið drepa niður
hverja tilraun til sjálfsbjargar af
eigin efnum og aðstöðu.
Þetta er stórt mál, sem þú ættir
að taka upp og brjóta til mergjar,
Þjóðvilji minn, og hætta ekki fyrr
en menn láta hendur standa fram
úr ermum til úrbóta.
En það er I Blönduvirkjunar-
máli eins og allsstaðar annars-
staðar i heiminum: Þar takast á
nú tvö andstæð öfl: Helstefna og
Lifsstefna. Valdbeiting og kúgun-
arhneigð peningagræöginnar og
réttur þeirra, sem þyrma vilja
lifi, hlúa að þvi og lifa þvi.
Lítum í kringum
okkur
Lesum veraldarsöguna. Horf-
um út I heim. StórVELDIÐ
Bandarikin snýr út gljáfægðri
hlið auðs og blekkinga en mann-
leg hamingja er fótumtroðin,
heilum þjóðflokkum skipulega út-
rýmt eins og Indiánum, smáriki
kúguð, fólk limlest og drepið fyr
ir það eitt að vera til, litarháttur
látinn ráða mannréttindum og
umkomulausum staflað bak við
stálþil stóriðjuveranna, köldum,
hungruðum og klæðalausum.
Hinn svokallaði þriðji heimur
hrynur niður úr hungurdauða
meðan viö neytum allra bragða
til að draga úr heilnæmri fæðu-
framleiðslu, en stöndum samt á
blistri af ofáti.
Danir leggja alkóhól — og ópi-
um bakstra við arðránssár Græn-
lendinga. Og stórþjóðir eins og
Pólverjar hafa reist sér hurðarás
um öxl i samskiptum sinum við
önnur riki, atvinnuuppbyggingu
og siðast en ekki sist, takið eftir
þvi: með þvi að afrækja eigin
landbúnað. Þessvegna sveltur
þjóðin. En herraþjóðin i austri
biður með hælinn á lofti.
Væri nú ekki rétt fyrir okkur að
draga af þessu nokkra lærdóma?
Það gerði þá ekkert til þó að
menn stöldruðu þá aðeins við á
meðan, tækju sólarhæðina og
signdu sig. Þeir yrðu þá betur
undir daginn búnir og átökin
framundan.
Boðið í ferð
Þó aðljúftsé sumum að láta sig
dreyma um ameriska VERND þá
verður okkar lffshamingja meiri
að kunna að meta rétt þann auð,
sem við eigum og getum notið af
eigin rammleik, ef við glopruðum
engu úr höndum okkar með fyrir-
hyggjulausu flaustri.
Og svo þegar snjóa leysir með
vorinu væri mér sönn ánægja að
mega leiða ykkur við hönd mér
fram á heiöina, svo þið sjáiö með
eigin augum það lif, sem lifnar og
dafnar fyrir mátt hlýjunnar og
sólarljóssins. Það er lærdóms-
rikt. Mann langar ósjálfrótt að
hjálpa til.
Helst þyrftum við svo að fara
aftur um höfuðdaginn til þess að
sjá þarna lagðprúðar hjarðir á
beit og samspil náttúrunnar i
frelsi fjallanna.
Svo eru menn að deila um hver
eigi þessi fjöll. Þessi fjöll, sem
eiga okkur. Við erum hluti af lif-
keðju þessa lands, sem fóstrar
okkur og nærir. Og ljær okkur að
siðustu legurúm meðan við verð-
um að mold þessa lands, sem við
tilheyrum.
Þeir sem lifað hafa þessa til-
finningu, deila ekki um eignarrétt
á landi. Þakka aðeins fyrir hverja
þúfu, sem þeim er falið að verja,
og berjast til hinsta blóðdropa
fyrir þeim rétti.
Veitti ekki af
kennslustund
Buffalo-Bill og hans nótar
drápu til að drepa, heilar hjaröir
og hirtu aðeins tungurnar. Og
slétturnar drukknuðu i ormaveitu
rotnandi hræjá meðan indiánarn-
ir sultu i hel.
Við reynum að gefa meira en
við tökum til lifsviðurværis og
raska ekki jafnvægi. En við látum
engan troða niður i hugsunarleysi
né drekkja að óþörfu lifriki þessa
lands. Ljúft væri mér að taka á
kné mér og kenna þeim, er þannig
álpast áfram i blindu hugsunar-
leysi, aö umgangast með lotningu
lif og starf vinnandi handa.
Hæstvirtum landbúnaðarráð-
herra mundi ég þó snúa öfugt og
veita þá ráðningu, sem hann hef-
ur til unnið, þvi hann átti að vita
betur, sem bóndasonur uppalinn
hér og ábyrgur embættismaður.
Hann hefur valdið mér vonbrigð-
um.
Björn Egilsson segir i Timan-
um 30. des. sl. að konur séu ein-
þykkar. Berst hver sem hann er
búinn. Offors og ósanngirni kalla
fram margskonar mótleiki. Afar-
kostir og óbilgirni með virkjunar-
tilhögun I viö Blöndu verður
aldrei samþykkt af mér, meðan
sannfæring og samviska segir að
þar sé rangt að málum staðið.
Þar á ég jafnan rétt að máli og
hver annar landsins þegn án til-
lits til mannvirðinga.
Guðriður B. Helgadóttir.
Rafteikning h.f.
tilkynnir:
Erum fluttir í Borgartún 17,
sími 28144