Þjóðviljinn - 29.01.1982, Blaðsíða 11
Föstudagur 29. janúar 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 11
íþróttir (2) íþróttir g) íþróttir
Lena Köppen
íþróttamaður
Norðurlanda
Markvörður iandsliös Qatar 20
ára og yngri bjargar i leik gegn
Englendingum á HM unglinga i
Astraliu i október. Qatar vann
óvænt 2—1 og náði öðru sæti i
keppninni. Kuwait sigraði Asiu/-
Eyjaálfu-riðilinn i undankeppni
HM og verður þvi meðal þátt-
tökuliða á Spáni i sumar. Það eru
greinilega þjóðir á mikilli uppleið
sem tsland leikur gegn i Arabiu-
ferðinni.
Arabíu-
ferð lands-
liðsins í
knattspyrnu:
Enginn gefið afsvar
ÍR efst
tR vann Fylki 19-16 I 2.
deild karla I handknattleik i
gærkvöldi. 1R hefur þar með
tekið forystuna I deildinni
með 14 stig úr 9 Ieikjum, en
Fylkir situr á botninum sem
fyrr með 4 stig úr 10 leikjum
og hefur ekki unnið siðan I
fyrsta leik.
Guðrún
bætti
metið
Guðrún Ingólfsdóttir KR,
sem um siðustu helgi setti
nýtt tslandsmet í kúluvarpi
innanhúss, 14.61 m. gerði sér
litið fyrir og bætti það um 45
sm i fyrrakvöld, varpaöi þá
kúlunni 15.06 m. Bæði metin
setti hún á innanfélagsmóti
hjá KR.
LENA KöPPEN, danska
badmintonstúlkan sem er
okkur tslendingum svo vel
kunn, var i gær kjörin
iþróttamaður Norðurlanda.
Er þetta i fyrsta sinn sem
kona hlýtur þennan titil. Það
voru fulltrúar frá samtökum
iþróttafréttaritara á öllum
Norðurlöndunum sem stóðu
að kjörinu og stóð valið á
milli þeirra sem kosnir höfðu
veriö íþróttamenn ársins I
viðkomandi löndum. Það
voru auk Lenu, Jón Páll Sig-
marsson iyftingamaður, ts-
landi, Tom Lund, knatt-
spyrnumaöur, Noregi, Inge-
mar Stenmark skiðamaður,
Sviþjóð og Hekki Mikola
skiðagöngu- og skotfimi-
kappi frá Finnlandi. Lena
Köppen, sem er starfandi
tannlæknir, hefur orðið
Norðurlandameistari í bad-
minton 25 sinnum, Evrópu-
og heimsmeistari.
— liðið tilkynnt á sunnudag
Ekki er útlit fyrir eins mikil
forföll i Arabíuferð islenska
landsliðsins i knattspyrnu og
talaö hefur verið um. Jóhannes
Atlason landsliðsþjálfari sagði I
gær að leikmenn sem hann heföi
haft samband við væru allir já-
kvæðir og ekki einn einasti hefði
enn gefið afsvar þó sumir hefðu
beðiö um smáfrest til aö ihuga
málið. Jóhannes mun kalla leik-
mennina saman á fund og jafnvel
æfingu á sunnudag.
Lagt verður upp I ferðina 25. fe-
brúar og komið heim aftur um ia
mars. Leikið verður við Kuwait,
Qatar og Sameinuðu Fursta-
dæmin, tveir leikir við hverja
þjóð. Ekki verður leikið við
Egyptaland eins og möguleikar
voru á,en Egyptar vildu fá lands-
liðið til sin i leiðinni.
Ferðin verður KS1 algerlega að
kostnaðarlausu. Arabarnir greiða
flugið og uppihald og siðan fær
liðið ákveðna upphæð fyrir leik-
ina sem á að dekka annan kostnað
algerlega.
Ekki er enn vitað um hvernig
aðstæður verður leikið viiý annað
en það að búast má við miklum
hita, á bilinu 30—40 stig. Sand-
bornir vellir og gervigrasvellir
tiðkast mjög i þessum landshluta
en þjóðir eins og þessar sem hafa
lagt gifurlega fjármuni i upp-
byggingu knattspyrnunnar á
undanförnum árum og ekkert
sparað tif, hljóta að hafa sóma-
samlega leikvelli til að nota i
landsleikjum. — VS
Handknattleikur um helgfna:
Blak
Um helgina eru eftirtaldir
leikir á dagskrá á tslands-
mótinu i blaki:
1. deild karla: Viking-
ur:Laugdælir á laugardag
kl. 14, IS:UMSE á sunnudag
kl. 15.15 og Þróttur:Vikingur
á mánudag kl. 20 og eru allir
leikirnir i Hagaskóla.
1. deild kvenna: Þrótt-
ur:KA á sunnudag kl. 14 og
Þróttur:UBI á mánudag kl.
18.15, báðir I Hagaskóla, og
ÍS:KA á mánudag kl. 21 i
iþróttahúsi Háskólans.
2. deild karla: Þróttur N og
HK á Neskaupsstað á
laugardag kl. 16, Samhygð
og Þróttur 2 á Selfossi á
sunnudag kl.14:80 og Þróttur
2 og Fram I Hagaskóla á
mánudag kl. 21.15.
Vfldngur - KR
Þróttur - FH
Um helgina verður leikin 8. um-
ferð i 1. deild karla i handknatt-
leik, og mjög þýðingarmiklir
leikir á dagskrá. Fjögur efstu
liðin leika innbyrðis, Vikingur og
KR i Laugardalshöllinni á morg-
un, laugardag, kl. 14 og Þróttur
og FH á sama stað á sunnudag kl.
14. Þá verður mjög þýðingar-
mikill leikur i fallbaráttunni. KA
og HK mætast á Akureyri á
morgun kl. 15.30. Fjórða viður-
eignin er svo leikur Vals og Fram
i Laugardalshöllinni á sunnu-
dagskvöld kl. 20.
t 1. deiíá kvenna veröa þrír
leikir. Vikingur-KR Þróttur-FH
og Valur-Fram en allir hefjast
strax á eftir karlaleikjum við-
komandi félaga.
Staðan i 1. deild karla:
FH 7 6 0 1 181:159 12
Vikingur 7 5 0 2 153:126 10
KR 7 5 0 2 152:142 10
Þróttur 7 5 0 2 155:147 10
Valur 7 3 0 4 142:145 6
HK 7 1 1 5 125:146 3
Fram 7 1 1 5 142:171 3
KA 7 1 0 6 137:163 2
IS á ystu þröm
Það er nú ljóst sem lengi blasti
við að Stúdentar falla úr Urvals-
deildinni í körfuknattleik. Þeirra
siðasta hálmstrá visnaði og féll I
gærkvöldi, er liðið tapaöi fyrir tR,
næst-neðsta liðinu 69-88. t hálfleik
var staðan 41-34, ÍR I vil.
Liðin skiptust á um forystuna
framan af en siðan náði IR yfir-
héndinni ieitt skipti fyrir öll. Þeir
gerðu siðan út um leikinn á fyrstu
8 min. siðari hálfleiks, er liðið
skoraði 20 stig gegn 7. Staðan þá
var 61-41 og eftir það fór munur-
inn aldrei niður fyrir 14 stig.
Lið 1R var mjög jafnt. Stanley,
Jón Jör, Kristinn Hjörtur og
Benedikt léku nær allan leikinn og
lentu ekki i teljandi vandræðum,
nema Stanley i hinum venjulegu
villuvandræðum. Ingi Stefánsson
ÍS - ÍR 69:88
skoraði 14 stig fyrir 1S á fyrstu 15
min. en siðan fór honum að
förlast. Komst þó best Stúdenta
frá leiknum. Bock er of hógvær
undir körfunni til að vera af-
gerandi leikmaður. Hann
slasaðist siöan á lokaminútunum
og varð að yfirgefa völlinn.
Stig 1R: Stanley 25, Kristinn 20,
Jón 18, Hjörtur 13, Benedikt 10 og
Ragnar 2. Stig 1S: Ingi 22, Bock
17, Bjarni 12, Guðmundur 8, Gisli
4, Árni 2, Jón 2 og Þórður 2.
Staðan i úrvalsdeildinni er nú
þessi:
Njarðvik ... 13 11 2 1139:1025 22
Fram........ 13 9 4 1094:1001 18
Valur....... 13 7 6 1056:1023 14
KR ..........13 7 6 1014:1081 14
1R...........14 5 9 1089:1152 10
1S...........14 1 13 1112:1262 2
1 kvöld mætast svo Valur og
Fram i iþróttahúsi Hagaskólans
kl. 20 og KR og Njarðvik leika á
sama stað á sunnudagskvöld kl.
20. — VS.
PAT BOCK, 1S, og BOB STANLEY, 1R, berjast um knöttinn I leik lið-
anna i úrvalsdeildinni I gærkvöldi. Mynd: eik