Þjóðviljinn - 12.02.1982, Page 16

Þjóðviljinn - 12.02.1982, Page 16
Eining á Akureyri Stjórnar- kosning verður um helgina Ávon á mikilli þátttöku, sagði Jón Helgason formaður félagsins i vetur hafa verið uppi a 11 harðar deiiur innan verkalýðs- félagsins Einingar á Akureyri. Hefur stjórnarandstaðan, undir stjórn Guðmundar Sæmunds- sonar, verið virk og þegar að stjórnarkosningu í félaginu dró lagði Guðmundur og hans menn fram lista og verður stjórnar- kosning framkvæmd um næstu helgi. Jón Helgason, formaður Ein- ingar sagði i gær, að Guðmundur og hans menn hefðu haldið nokkra fundi undanfariö og hefði sér verið boðið á þá lundi til aö taka þar þátt i rifrildi og skömm- um og hefði hann ekki séð ástæðu til að taka þátt i slikum leik. Hann sagðistheldurekki hal'a séö neinn tilgang i þvi að stjórn félagsins boðaði til fundar vegna kosn- inganna, slikur fundur hefði aðeins snúist upp i karp og iil- deilur. Jón sagði að all-mikið lif hefði færsti félaga eftirað ljóst vaið að til kosninga kæmi. Ekki vildi Jón neinu spá um úrslitin, en sagðist þó vera bjartsýnn l'yrir hönd lista stjórnar og trúnaðarráðs félags- ins. Kosið verður á laugardag og sunnudag. Á Akureyri er kosið i Alþýðuhúsinu, en á Grenivik i samkomuhúsinu, á Ólafsfirði, Dalvik og Hrisey verður kosið á skrifstofu félagsins. Kosning stendur yfir frá kl. 9.00 til 18.00 báða dagana. — Sdór. \d/oðviuinn\ Aðalsimi Þjóðviijans er 81333 kl. 9-20 mánudag til iöstudaga. Utan þess tima er hægt að ná i blaðamenn og aðra starfsmenn hlaðsins i þessum simum : Ritstjórn 81382, 81482 og 81527, umbroi Aðalsími Kvöldsími Helgarsími afgreiðslu 81663 Föstudagur 12. febrúar 1982. 8i285, Ijósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9-12 er hægt aö ná i’af- greiðslu blaðsins I sima 81663. Blaðaprent hefur sima 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld 81333 81348 Svæsnasta hervæðingarstefna sem sést hefur í áratugi: Tíu beinar kröf- ur um aukin hemaðarumsvif Þáttaskil i stefnumótun Sjálfstæðisflokksins, sagði Ólafur Ragnar Grímsson á Alþingi L „Sjálfstæðisflokkurinn hefur ákveðið að gera það að stefnu- máli sinu að krefjast stórauk- inna hernaðarumsvifa á tslandi, eða með öðrum orðum að krefj- ast þess að tsland verði enn frekar tengt inn í það kjarn- orkuvigbúnaðarkerfi, sem við höfum verið að tengjast á sl. 20 árum án þess að þjóðin hafi nokkurntima verið spurð álits á þeirri þróun”, sagði ólafur Ragnar Grimsson formaður þingflokks Alþýðubandalagsins i umræðu á Alþingi i vikunni. „Þegar lagðar eru saman yfir- lýsingar framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins, formanns utanrikismálanefndar flokks- ins, varaformanns Sjálfstæðis- flokksins og leiðarahöfundar aðalmálgagns Sjálfstæðis- flokksins er ljóst, að stærsti stjórnmálaflokkur landsins set- ur fram 10 sérstakar kröfur um aukin hernaðarumsvif á ts- landi.” Kröfurnar sem ólafur Ragnar Grimsson gerði að umtalsefni eru þessar: 1. Byggð verði niu sprengjuheld flugskyli á Keflavikurflug- velli nú þegar. 2. Byggö veröi enn fleiri sprengjuheld flugskýli i her- stöðinni en hin niu áður- nefndu. 3. Byggð verði „fullnægjandi stjórnstöö” fyrir varnarliðið. 4. Byggö verði ratsjárstöð á Norð-Austurlandi. 5. Ganga á enn lengra á þeirri braut en orðið er að fella sam- an i eina heild flugþjónustu- kerfi tslendinga og hernaðar- kerfi Bandarikjanna með þvi að nýir millilandaflugvcllir — varavellir fyrir millilanda- flug — verði um leiö hernað- arflugvellir með loftvörnum. 6. Til viöbótar við þá oliugeyma sem reistir yrðu til þess að leysa mengunarvandann á Suðurnesjum verði hernum leyft aö margfalda birgða- rými fyrir oliu til að þjóna auknum hernaðarumsvifum. 7. island taki formlega sæti i hermálanefnd NATO og verði fullgildur aöili að hernaðar- samstarfinu. 8. Formlcg hernaðaráætlun verði gerö um vigbúnaðarað- gerðir og skiptingu valda og ábyrgöar milli islenskra stjórnvalda og herstjörnar Atlantshafsbandalagsins. 9. Fram fari sérstakar heræf- ingar flota- og flughers i tengslum við tsland og bætt verði úr þeirri vanrækslu að á lslandi hafa ekki farið fram NATO-heræfingar. 10. lslendingar komi sér upp svokölluöu allsherjarvarnar- kerfi. „Þaö er vissulega rétt hjá for- manni utanrikismálanefndar Sjálfstæðisflokksins og leiðara- höfundi Morgunblaðsins, að þessi stefna markar þáttaskil”, sagði Ólafur Ragnar. „Þetta er svæsnasta hervæðingar- og hernaðarstefna, sem hér hefur sést i áratugi. Islenskir stjórn- málamenn hafa aldrei fyrr sett fram stefnu af þessu tagi. En nú hefur þaö gerst aö Sjálfstæðis- flokkurinn, varaformaður hans, framkvæmdastjóri, aðalmál- gagn, formaður utanrikismála- nefndar og helsti hermálasér- fræðingur flokksins hafa lagt fram þessa stefnu og kallað timamót.” — ckh Sjá bls. 14 | Komdu og láttu Dröfn sýna þér byltingu í matreiðslu í örbylgjuofnunum f verslun okkar á Bergstaðastræti 10A laugardaginn 13. febrúar kl. 10—12. Sjáðu hvernig bakað er á 1 mínútu, matur hitaður á örskammri stund, hvernig krakkarnir geta poppað án þess að brenna sig eða eyðileggja pottana þína. Og sunnudags- lærið stiknar á 20—30 mínútum. TOSHIBA-örbylgjuofnarnir bjóða upp á stórkostlega mögu leika fyrir fjölskyldur, sem borða á mismunandi tíma, borða mismunandi fæði (megrun, magasjúklingar). Toshiba ofnarnir eru svo einfaldir og öruggir í notkun, að börn geta matreitt í þeim. Toshiba örbylgjuofn er meira en bara venjulegur örbylgju- ofn, þú getur matreitt og bakað í honum flestar uppskrift- irnar þínar. Og síðast en ekki síst, svo þú fáir fullkomið gagn af Toshiba ofninum þínum, býður Dröfn þér á matreiðslu- námskeið án endurgjalds. Til Drafnar H. Farestvcit, hússtjórnarkennara Einar Farestveit & Co. hf. Bergstaðastræti 10A. Toshiba ER669 Verð frá 5.560, Vinsamlega póstsendið frekari upplýsingar. Nafn........ Heimilisfang Stærstir í gerð örbylgjuofna Agatha Agnarsdóttir. (Ljósm.: Gcl.) Krafan er stofnun stéttar- félags sagði Agatha Agnarsdóttir tals- maður ófaglærðs starfsfólks á Kleppi og Kópavogshæli Þaö var greiniiega þungt i starfsfólkinu á Kleppi og Kópa- vogshæli, sem gekk út af sinum vinnustöðum i gær til að mótmæla iaunamuni þeim sem rikir meðal þess. Við hittum að máli niður i fjármálaráðuneyti i gær þau Agöthu Agnarsdóttur, Stefán As- geirsson og Björgvin Jóhannsson, en þau eru talsmenn hópsins. Agatha sagöi að krafa númer eitt hjá fólkinu væri stofnun stéttarfélags þessa fólks og starfsheitið „meðferðarfulltrúi” en það starfsheiti hefði raunar verið viðurkennt af félagsmála- ráðherra. Starfsheitiö eitt hefur þó engu breytt og mun ekki gera fyrr en nýtt stéttarfélag hefur verið stofnað. Þremenningarnir sögðu að fáir hefðu skorist úr leik, þegar gengið var út á hádegi i gær. A Kleppi hefðu þó nokkrar rosknar Sóknarkonur ekki gengið út af ótta við að missa félagsleg réttindi, m.a. lifeyrissjóðs- réttindi. Þau sögðu að mikil togstreita væri á milli RSRB og Sóknar i þessu máli. Vandinn væri sá að sumt af starfsfólkinu ynni eftir taxta BSRB og sumir eftir taxta Sóknar. Þarna væri heljar mikill munur á launum, en starfið eitt og hið sama. Við þetta væri ekki hægt að una lengur. í langan tima hefði ólgað undir niðri vegna þessa málsi nú hefði soðið upp úr og ekki yrði-aftur snúið nema með stofnun stéttarfélags. Enn sem komið er hefur enginn viljaö tala við okkur um málið. BSRB heldur I sitt, Sókn i sitt og ráðuneytið þorir ekki að hreyfa sig, sagöi Björgvin. Hann og fleiri nefndu mörg dæmi um það órétt- læti i launum sem hópurinn yröi að búa við og þvi yrði ekki lengur unað. —-S.dór. Fær Hóla- skóli sund- laug í af- mælisgjöf? Hólaskóli verður hundrað ára nú i vor og hafa nokkrir gamlir búfræðingar frá Hólaskóla tekið sig saman um að safna til myndarlegrar gjafar i þvi tilefni. Hugmyndin er að gefa skólan- um sundlaug og er talið að unnt sé að koma uppsliku mannvirki við skólann fyrir um 500—600 þúsund krónur. Mundi þaö að likindum stærri gjöf en skóiar hér hafa hlotið frá gömlum nemendum sinum.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.