Þjóðviljinn - 13.03.1982, Qupperneq 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 13.—14. mars 1982
mér er spurn
Pétur Reimarsson formaöur
Miðnefndar Samtaka
herstöðvaandstœðinga
svarar Svavari Gestssyni...
Hvernig lítur þú á
baráttustöðu herstöðva-
andstæðinga í dag?
Ég þakka kærlega fyrir spurn-
inguna sem gefur kærkomið
tilefni til að lita yfir stöðu barátt-
unnar gegn hernum og þá um leið
hvað sé framundan.
Til skamms tima hvildi mál-
flutningur herstöðvaandstæðinga
á tveimurmeginstöðum, þar sem
annars vegar var fjallað um
menningarleg áhrif hersetunnar
og hins vegar um hvernig
islenskir „athafnamenn” mötuðu
krókinn á veru hersins hér á landi
og þá um leið um efnahagsleg
áhrif hersetunnar. Á báðum
þessum sviðum hafa unnist
ágætir sigrar sem óþarfi er að
rifja upp hér.
Nú á aDra siðustu árum hafa
herstöðvaandstæðingar beint at-
hyglinni i vaxandi mæli að þeim
breytingum sem smám saman
hafa orðið á eðli herstöðvarinnar
á Miðnesheiði og hefur rækilega
verið sýnt fram á hversu mikil-
væg þessi stöð er fyrir árásar-
kerfi Bandarikjahers á
N.-Atlantshafi. Jafnframt hefur
verið dregið fram hvilik ógnar-
hætta íslendingum stafar af veru
hersins hér á landi og ferðum
kjarnorkukafbáta umhverfis
landið. Þessi hætta sem okkur
stafar af f jarskiptastöðvum
Bandarikjahers er staðfest i riti
öryggismálanefndar um GIUK-
hliðið en þar stendur m.a.: „Þau
skotmörk sem Bandarfkjamenn
álita að Sovétmenn muni beita
kafbátaeldflaugum gegn strax I
upphafi kjarnorkustriös eru
bækistöðvar B-52 sprengjuflug-
véla og fjarskipta- og stjórn-
kerfi”.
Þannig má segja að megin-
stoðirnar sem baráttan gegn
hernum hvilirá séu nú þrjárog aö
á næstu misserum verðum við að
leggja áhershi á að flétta þær
Með þessum orðum þykist ég
hafa sýntað grundvöllurinn undir
baráttunni sé traustur og ég horfi
þvi meö nokkrum ugg til þeirrar
þróunar sem á sér stað suður á
Keflavíkurflugvelli og á ég þar
við framkvæmdir sem hafa átt
sérstað, eru igangi eða eru fyrir-
hugaðar. Ég kemst þvi varla hjá
að ræða þátttöku herstöðvaand-
stæðinga i þessari rikisstjóm þar
eð baráttustaðan er hvort sem
okkur likar það betur eða verr
mjög undir þvi komin hvemig
haldið er þar á spilunum. Þegar
rætt var um skýrslu utanrikis-
ráðherra á Alþingi i mai 1979
sagði Gils Guðmundsson m.a. um
þátttöku herstöðvaandstæðinga i
þeirri rikisstjórn: „En þeim
stuðningsmönnum Alþýðubanda-
lagsins sem gagnrýnt hafa og
gagnrýna kunna þessa ákvörðun
flokksins og öðrum raunveru-
legum andstæðingum herstöðva á
Islandi vil ég segja að ég skil það
ákaflega vel og tel á engan hátt
óeðlilegt þó að menn spyrji hvaða
rök geti verið fyrir þvi að flokkur
eins og Alþýðubandalagið sem
bæði fyrrogsiðarhefur lýstfullri
andstööu sinni við hersetu i
landinu, skuli taka þátt i rikis-
stjórn með þau stefnumið i þeim
efnum sem núverandi hæstvirt
rikisstjórn hefur”. Gils rakti
siðan þau rök sem að baki rikis-
stjórnarþátttökunni lágu. Siðan
þetta var mælt eru liðin þrjú ár og
enn eru herstöðvaandstæðingar
þátttakendur i rikisstjórn sem
hefur óbreytt ástand i herstöðva-
málinu á stefnuskrá sinni.
A síðustu mánuðum hefur það
komið iljós að utanri'kisráðherra
rikisst jórnarinnar hefur allt
annað en óbreytt ástand á stefnu-
skrá sinni. Þvert á móti er nú
stefnt að verulega auknum
umsvifum hersins og nægir þar
að nefna olíubirgðastöö og höfn i
Helguvik, sprengjuheld flugskýli
og það nýjasta sem er móttöku-
stöö fyrir sjónvarpsefni við Úlf-
arsfefl. Égerþeirrarskoðunar að
herstöðvaandstæðingar megi
ekki una þvi að verulega séu auk-
Pétur Reimarsson
...og spyr Guðjón
Jónsson, formann
Málm- og skipa^
smiðasambands
íslands
Hvers vegna hefur lítið heyrst i verkalýðshreyf-
ingunni islensku að undanförnu um friðar- og af-
vopnunarmál/ og þá hættu sem íslandi er búin af
vígbúnaðarkapphlaupinu, á svipaðan hátt og gerst
hefur í grannlÖndum. okkar?
in umsvif hersins meðan þeir
ráða nokkru um stjórn þessa
lands. Það er hins vegar allt
annað enauðvelt að eiga við þessi
mál þegar rikisstjórnin er að
meiri hluta skipuð hernámssinn-
um og utanrikisráðuneytið og
varnarmáladeild þess virðast lita
á sig sem sérstaka útverði
Bandarikjahers hér á landi og að
þeim beri sérstaklega að gæta
hagsmuna hersins gagnvart
islenskum almenningi. Þess
vegna verður nú að setja utan-
rikisráðherra og þeim stjórn-
málaflokki sem hann er fulltrúi
fyrir stólinn fyrir dyrnar. Það
verður að draga Framsóknar-
flokkinn til ábyrgðar, þvi það er
erfitt að trúa þvi að sá flokkur
sem til skamms tima hefur verið
andvigurhernum,sé nú alltí einu
orðinn aðalmálsvari aukinna her-
námsframkvæmda. Annað atriði
sem vert er að hafa i huga er að
fyrir almenningi eru verk eins
ráðherra oft verk rikisstjórnar-
innar allrar og þvi er nú kominn
timi til að á „stöðvunarvaldið”
verði látið reyna til hins itrasta.
Að undanförnu hafa nýir
vindar blásið i Evrópu, vindar
kjarnorkuvopnaandstöðu og hafa
islenskir herstöðvaandstæðingar
kappkostað að efla tengsl sin við
andstæðinga kjarnorkuvopna
viða um lönd. Þessar friðarhreyf-
ingar hafa orðið ótrúlega sterkar
svo að fáar eða jafnvel engar
rikisstjórnir i Evrópu komast hjá
þvi að taka mið af þeim. A
næstu mánuðum munu þessar
hreyfingar láta meira að sér
kveða en nokkru sinni fyrr þvi
skipulagning aðgerða sumarsins
eru \ fullum gangi og lofa þær
góðu. Herstöðvaandstæðingar hér
á landi hafa tekið þátt i samstarfi
friðarhreyfinga i Evrópu og gert
þar kröfur um að Island verði
haft með i baráttunni fyrir
kjamorkuvopnalausum svæðum.
Við höfum einnig á þessum vett-
vangi lýst áhyggjum vegna
hugsanlegs flutnings kjarnorku-
vopna af landsvæðum Evrópu út i
kafbáta á Norður-Atlantshafi.
Þarna höfum við hitt fyrir sam-
herja og hefur i þessu tilefni verið
búið til slagorðið um kjarnorku-
vopnalausa Evrópu frá Islandi til
ttaliu.
1 framhaldi af uppgangi friðar-
hreyfinganna i Evrópu ákváðu
Samtök herstöðvaandstæðinga á
siðustu landsráðstefnu sinni aö
þau væru tilbúin til samstarfs við
alla aðila um einstök mál sem
geta tengst meginmarkmiðum
Samtakanna. Með hliðsjón af
þessu hafa herstöðvaand-
stæðingar tekið þátt i nefndar-
starfi og fundum viðs vegar um
landið og munu á næstunni standa
fyrir ýmsum uppákomum með
aöilum sem engan veginn skrifa
upp á okkar kröfur að fullu og
öllu.
Annað sem einkennir baráttu-
stöðu okkar er hinn mikli fjöldi
ungs fólks sem styður her-
stöðvaandstæðinga og tekur þátt i
starfi okkar. Ungt fólk skynjar
greinilega þá hættu sem íslandi
stafar af veruhersins hér á landi
og sér auðveldlega i gegnum
kenninguna um ógnarjafnvægið.
Min niðurstaða er þvi sú að
baráttustaða herstöðvaand-
stæðinga sé i' meginatriðum góð
og að við megum á næstum vik-
um, mánuðum og misserum eiga
von á sivaxandi stuðningi við
baráttuna gegn vigbúnaði risa-
veldanna, gegn tortimingu og fyr-
ir friði.
Ljósterþóað sú barátta verður
ekki auðveld, þar sem við eigum
sifellt við að etja málsvara ,,lik-
kistuiðnaðarins” sem vilja draga
tsland enn frekar inn i hugsan-
leg átök risaveldanna og að þessir
menn hljóta auk þess góða umbun
fyrir.
r ■ tst jór nargrci n
Eining og sundrung kvenna
Þegar hér er komið sögu ætti
hvert mannsbarn að hafa kynnst
allvel forsendum kvennahreyf-
ingar seinni ára: umræðunni um
þá hlutverkaskiptingu sem er ein-
att niöurlægjandi fyrir konur og
óhagstæð þroska samfélags og
einstaklinga,viðleitni til aö breyta
þviformlega jafnréttisem viða er
komiö á i raunsanna jafnstöðu i
atvinnulifi, menntun, i fjölskyldu-
lifi.
Framboðsmál
Þegar svo komið er að spurn-
ingum um sérstaka pólitiska
hreyfingu kvenna með kvenna-
framboðum, þá hljóta svörin að
ákvaröast af þvi fyrst og fremst,
hvernig menn meta staöhæfingar
um sérstakan reynsluheim
kvenna og mikilvægi hans. Það er
vitanlega ljóst að menn tala ekki
út i hött um slikan reynsluheim:
kynferði skapar vissan samnefn-
ara i reynslu við hlið annarra
þátta svo sem stéttar eða þjóð-
ernis. En það er ekkert sjálfgefið
um það, hve stór og veigamikill
þessi þáttur er. Þær konur sem
berafram kvennaframboð leggja
sem mesta áherslu á að hin sér-
lega reynsla kvenna sé rikjandi
þáttur I þeirra tilveru og eyði þá
væntanlega i verulegum mæli
þeim ágreiningi sem annars er
uppi manna imilliog skiptir þeim
ipólitiskar hreyfingar: ágreiníng
um auðhringa og atvinnulýöræði,
um markaðshyggju og félags-
hyggju, eignarrétt, herstöðva-
pólitfk og margt fleira.
Reynslan
Saga kvennahreyfingar seinni
ára virðist ekki staðfesta þetta
viðhorf. Hún fór einmitt af stað
undir merkjum verulegrar bjart-
sýni á hin sameinandi viNiorf og
hugsjónir. Sú bjartsýni hefúr orð-
ið fyrir mörgum skakkaföllum
eins og nærri má geta. Konur
hafa skipt sér i fylkingar og hópa
eftir þvi hve mikið eða litið þær
vildu sætta sig við, eftir skilningi
á stéttabaráttu, eftir afstööu til
kynllfsmála og þar fram eftir göt-
um. Sumar hafa lagt höfuð-
áherslu á stöðuframa kvenna,
aðrar á endurnýjun mannlegrar
sambúðar. Ákveðinn angi
kvennahreyfingar hefur hafnað i
sérkennilegum karlafjandskap,
sem kemurm .a. fram I þeirrisér-
stæðu söguskoðun, að tekin er
heldur einfölduð marxisk sögu-
skýring, borgarastéttinni kippt út
úrhenni og karlar settirf staðinn.
Samanburður
Þessi ágreiningur allur getur
vafalaust freistað ýmissa karla
til illkvittinna athugasemda i
þá veru, að öll erum við eins,
ekki eru þær betri en við, nema
siður væri. Slikar athugasemdir
eru reyndar næsta óþarfar. Sá
ágreiningur sem sundrar kvenna-
hreyfingu er nákvæmlega jafn
dapurlegurog skiljanlegur og sá
sem hefur skipt verkalýðshreyf-
ingunni 1 smærri og stærri fylk-
ingar. — svo dæmi sé tekið af
þeirri fjöldahrey fingu sem
áhrifadrýgst hefur orðið á okkar
öld. Það er hollt að hafa i huga
ýmsar hliöstæður sem eru á milli
þessara hreyfinga tveggja. Einn-
ig verkalýðshreyfingin fór af stað
undir fögrum fánum eðlislægs
bræðralags, innborinnar sam-
stöðu, sem menn vonuðu að skap-
ast myndi fljótlega eftir stutt þöf
gegn gömlum fordómum. Þetta
gekk ekki eftir. Menn vita ofurvel
að innan þess ramma sem dreg-
inn erum „verkalýðsstétt” rúm-
Árni
Bergmann
skrifar
ast allt mögulegt: byltingar-
hyggja og römm Ihaldssemi,
jafnaðarvilji og römm sérgæska
hópa, bræðralagshugsjón og úti-
lokunarhyggja. Kvennahreyfing-
in fór af stað m.a. i þeirri von að
hægt væri að komast hjá svipaðri
þróun. Það hefur ekki tekist,
vegna þess að andstæður I þjóöfé-
lögum og ágreiningur um þróun-
arleiðir þeirra eru rammari en
svoaðkvenlegreynsla.sem ofter
ákölluð nú,yfirstigi og eyði þeim.
Án svartsýni
En láti menn þetta samt ekki
verða sér að svartsýnisrausi.
Agreiningurer annað og meira en
vandamál, hann er einnig örvun,
andleg ögrun, betri en þvinguð
eining eða fölsk. Allar fjölda-
hreyfingar nýrri tima hafa beðið
marga ósigra, engin þeirra hefur
farið nálægt þeim árangri sem
hugsjónadjarfa brautryðjendur
dreymdi um. En þegar þessar
hreyfingar hafa farið yfir löndin,
þá hafa þær samt breytt ótal
mörgu, rétt marga úr kútnum,
opnað nýjar viddir, heimurinn,
þjóðfélögin, einstaklingarnir eru
ekki samir og áður. Svo mikið er
vist.
AB.