Þjóðviljinn - 13.03.1982, Side 10

Þjóðviljinn - 13.03.1982, Side 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 13—14. mars 1982 Tnor Vilhjalmssori skrifar: Don Giovanni I veizlu Fjalakattarins. HELGARSYRPA m Scandinavia yesteryear Hafðu þökk Valtýr Pétursson listmálari aö hrinda af mönnum sleni i sambandi við skandinava- tilstandið i Amerikunni næsta haust; Scandinavia Today. Æ fleiri spyrja siðan til hvers þessi ærusta sé, og hvort til nokkurs sé að vinna fyrir okkur Islendinga að vera með i leiknum. Ekki fer þaö sizt fyrir brjóstið á mönnum að það eigi að rifa handritin okkar úr véum sinum(og mennina meö sem liggja yfir þeim til þess að leiða i ljós fyrir okkur hvað á þau hafi verið skrifað i árdaga* og senda með flugvélum til Ameriku til að vingsa þeim þar i von um að einhver vilji koma og berja augum ekta handrit. Þeir eiga bara miklu eldri handrit þar að sýna þeim sem vilja sjá ekta anti- quehandrit, án þess að varða um það hvað stendur á þeim. Kannski er þetta liður i heimsmeistara- keppni um það hver fyrstur hafi fundið Ameriku, og til að leggja sannanir á borðið fyrir þvi að Kolumbus hafi bara verið sögu- legur sucker og komið fimm hundruð árum á eftir Leifi heppna i mark. Oscar Wilde sagði reyndar á öldinni leið að tslendingar hafi fundiö Ameriku en haft vit á þvi að týna henni aftur. Hver veit nema Fönikiumenn hafi orðið fyrri Leifi, eða frændur okkar trar; væri okkur þá ekki nær að flika Melkorkuættinni bæði til að vera öruggir ef gamli Brendan skyldi hafa orðið fyrstur að fljóta þessa leið á trjám sinum (eða hám), og altént vegna bók- menntanna og skáldablóðsins. Það þarf ekki að taka fram hvað þetta fræga keltneska skáldablóð hefur auðgað enskar bókmenntir, og ameriskar; og hefur ekki annað blóð verið drýgra hinum siðastnefndu, nema blóð Gyðinga sem þar er toppurinn. En segjum svo að takist að fá ærna athygli með þvi að senda þeim handritin okkar og karla- kórinn Fóstbræður, til hvers á að nýta slikt auglýsingatækifæri? Auglýsa hvað? Fyrir utan fiskinn og lopaprjón? Að íslenzk menning sé úr heimi framliðinna? Necro- art? Fyrir utan nýlistamennina sem ekki virðast þrifast nema i útlöndum. Jú, og reyndar grafiklistin sem hér stendur með blóma;en þar er sú undantekning gerð að sýn- endur mega velja sjálfir. Það væri eðlilegast að þeir sem sýna fengju að ráða lika einhverju um hitt hvað þeir teldu sér helzt tii fremdar að hampa, einsog Valtýr benti skilmerkilega á það. Það er ekki einu sinni svo að Amerikumenn borgi allan kostn- að*þótt þeim hafi verið selt sjálf- dæmi um hvað sýna skuli. Við höfum ærinn kostnað af að kaupa okkur auglýsinguna sem við not- um svo ekki til neins nema að styðja þá i verki og með gögnum og f jarveru annars sem litilsvirða okkur með þvi að láta einsog islenzk nútimamenning sé ekki til eða varla þaó, engar nútimabók- menntir lifi Þelta sé allt úr forn- eskju sem nai máli. Og duga ekki Nóbelsverðlaun einu sinni til að komast i þetta skandinavaút- stáelsi. Ekki veit ég til þess að nútima- bókmenntum verði hampað á bókasýningu i bakherbergjum handritasalanna vestra. Það leikur á orði að þar eigi ekki að sýna það merkasta sem nú er skrifað á íslandi. Heldur fyrstu bækurnar sem voru prentaðar svo sem Guðbrandarbibliu og eitthvað af þvi andlausa guðs- ofðavæli sem fylgdi Lútherssið þegar islenzk menning fór að eiga ;Verulega'bágt að draga andann. Þeir vita vel i Ameriku af Gutenberg. Og eiga sjálfir góð eintök af sumum elztu bókunum sem voru prentaöar áður en Guöbrandur fór að prenta á Hólum velsignaður, og arftakar hans minni i sniðum. Það sá ég i safni i Oklahoma sem er eitt þriggja ágætustu á þvi sviði sem varðar sögu visinda; þeir áttu þetta elzta prent alitsaman i atómsprengjuheldum byrgjum, og auk þess handrit eftir Leon- ardo og Galileo Galilei. Af hverju eigið þið þetta? spurði ég alveg gáttaður. Jú það var einhver karl sem átti ómældan oliuauð og var nógu dyntóttur til að hlýða glúrnum ráðgjafa sem sagði hon- um að kaupa þessar kleinódiur til að koma sér vel á himnum, make it in paradise. Og þá, sagði safn- vörðurinn: þegar við vorum komnir með þessi kynstur urðum við að hanga i rófunni á tigrisdýr- inu, hold on to the tigers tail. Þeir eiga svo mikið i þessum amerisku söfnum, kinversk og indversk handrit, og gott ef ekki skriftina frá honum Hamúrabi i Babýlonsborg, frá þvi 2500 árum fyrir Krist. Og eflaust kinverskt prent frá þvi löngu fyrir Guten- berg. A að gefa bakara brauð? Hvaða fólk kemur úr nútima- umferð i Ameriku til þess að skoða islenzkt handrit sem hefði ekki siður gagn af þvi að sjá ljós- mynd af þvi; svo sem Jón Helga- son lagði til að sent yrði, og eng- um er málið skyldara en honum. Ætli það verði ekki helzt ein- hverjir uppflosnaðir skandinavar sem dilla sér yfir þessu i ófrjórri tilfinningasemi án þess að vita mun á Sögu og Eddu, og visast að þeir trúi Norðmönnum að Snorri sé norskur, hvað þá Leifur heppni. Og skyldi handritasend- ing okkar hagga þvi nokkuð? Og ræðumenn sem fara milli háskólanna og tala um fund Vin- landsyfir sérhæfðum söfnuði sem visast veit það fyrir sem segir á islenzkum bókum um fund Vin- Ðavið Oddsson beitti sér gegn þvi, borgarstjóraefni ihaldsins og reynt að gera hann að einskonar Prins Valiant... lands hins góða. Nær hefði verið að senda óbangna sveit og upp- litsdjarfa með sýnishorn af þvi þróttmesta sem við eigum i samtimalist á öllum sviðum; og sýna hverjir við séum núna, today. Eða á þetta allt að vera great- grandma’s barbecue, garðveizla áanna; Scandinavia of Yester- year? Valtýr: eðliiegast að þeir sem sýna fengju að ráða einhverju um hitt, hvað þeir teldu sér helzt til fremdar að hampa. Hverju á að svara? Hverju á að svara öðrum sem sækjast eftir að fá islensk handrit á sýningar hjá sér. Ég hef áður sagt frá þvi hvernig fór fyrir þeim á British Museum, þegar þeir reyndu að komast inn i laun- helgar Handrilastofnunar, og fá lánuðhandrit til að lyfta andlitinu á vikingunum, og áttu þeir þó góðan mann að þar sem er Magnús frændi okkar Magnússon sem var með þeim i þvi spili. Danir sendu bezta herskipið sitt með Skarðsbók á sinum tima hingað. Og hafa ekki verið að skjóta þessu með rakettum á milli. En nú á að senda þetta til Ameriku með flugvél án þess að hiksta fyrirfram. Ræður ekki mafian öllu á helztu flugvöllum þar, og gætu kannski gert sér mat úr ekta handriti einsog öðru fágæti. Og hvað um alla borgar- skæruliða i þéttbýlisumferð metrópólanna? Og gengur ekki Patty Hearst laus? Hverju á að svara Frökkum? Eða Þjóðverjum? Rússum? Eða ef það kemur sviflétt Zen-þjálfuð sendinefnd frá Kyoto að fala að láni handrit að islenzkum forn- sögum að sýna með handritinu að Genji Monogatari, einhverjum mestu skáldsögum i heimi,- bálk- inum um Genji fursta, eftir frúna Múrasaki sem mun hafa verið samtiða ættföður okkar Sturlunga, Snorra goða. Það fólk mun vera fremri öðru núlifandi fólki i kurteisi. Hvernig er hægt að neita þvi? Lífshlaup Eru þaö einhver álög á okkur Jón Helgason lagði til að þeir fengjú að skoða Ijósmyndir..... hve opinber skipti við Kjarval eru aulaleg, og sama hvort hann lifði eða væri liðinn. Þar eru nóg dæmin, og nýjast þegar riki og einkum borginni voru falboðnar myndirnar af veggjum i vinnustofu Kjarvals i Austurstræti, og hafa verið kall- aðar Lifshlaup. Það er ekki opin- berum aðilum að þakka að þessar myndir grotnuðu ekki niður, urðu að engu. Það er Guðmundi i Klausturhólum að þakka, og mátti hafa nokkra umbun fyrir sitt framtak. Mér er sagt að hann eigi það sammerkt með Midasi kóngi að allt verði að gulli sem hann snerti. Og gullið reiddi fram tasvigur athafnamaður Þorvald- ur kenndur við sild og fisk. Þorvaldur hefur svo margsýnt einlægan menningarvilja sinn að enginn þarf að ætla honum að hafa sett of hátt verð á myndirnar þegar hann bauð borginni til kaups; en hún hafnaði þá öðru sinni tækifærinu. Þeir i borgar- stjórninni sem mest þykjast mæra einstaklingsframtakið og markaðshyggju gengu fram fyrir skjöldu að forsmá boð Þorvaldar* og þóttust ekki treysta borginni til þessaðgangainn i kaupsem ekki voru ofviða hinum menningar- fúsa einstaklingi sem forðað hafði þvi að verkið feyktist úr landi. Forstjóri Sjúkrasamlagsins Davið Oddsson sem þáði lista- mannalaun i fyrra beitti sér á móti þvi, og situr i stjórn Kjar- valsstaða; borgarstjóraefni íhaldsins;og reynt að gera hann að einskonar Prins Valiant i þeirri verstöð. Og nú horfir svo að myndirnar verði settar upp i Hafnarfirði;og kannski við hæfi þar sem fyrsta formlega skóla- ganga Kjarvals var i Flensborg, þann tima sem hann var ekki á vertið. Reyndar get ég ekki stillt mig um að hafa orð á þvi hversu gaman er að koma á Hótel Holt vegna þeirra listaverka sem þar blasa hvarvetna við gesti og Þor- valdur hefur safnað úr ýmsum áttum, og sum keypt úti i löndum eftir stórmeistarana okkar^einsog til að mynda stóra heyskaparand- aktin eftir Jón Stefánsson úr veitingasölunum Frascati i miðju Kaupmannahafnar; Kjarval, Scheving.og svo framvegis, mál- verk og höggmyndir sem gera þetta hótel að sérstæðri menn- ingarstöð i borginni, og vitna um þroskaðan smekk eigandans. Veisla í Fjalakettinum Hinir ötulu hugsjónamenn sem forða þvi aö við sveltum alveg sem unnum kvikmyndalist, og hjálpa okkur að þrauka milli kvikmyndahátiðanna, þeir sem drifa áfram Fjalaköttinn kvik- myndaklúbbinn bjóöa til veizlu sem hefst einmitt i dag. Ekki er kosturinn af lakara taginu i þeirri veizlu. Þeir eru með f jórar mynd- ir, hverja annarri forvitnilegri sem vert væri að fjalla um allar ef hér væri færi til þess. Ég er smeykur um að fólk hafi ekki gert sér almennt grein fyrir þvi hvað það er ódýrt og undirstöðugott' fæði sem þeir bjóða upp á við Tjörnina i bióhúsinu sem ber hennar nafn. Sýningaraðstaðan hefur stórbatnað við nýjan véla- kost og er ágæt orðin; og hefur ekki verið horft i kostnaðinn þar. Myndirnar fjórar eru ólikar en allar þess virði að leggja á sig fyrirhöfn til að teygja sig eftir þeim. En fyrirhöfnin þarf engin að vera. Félagsskirteini sem veit- ir aðgang að velja úr nokkrum myndaklösum sem dreifast yfir árið kostar ekki eyri framyfir fimmtiu krónur;og hvað er það i öllum þessum ruglingi eftir myntbreytinguna. Ætli það séu ekki tveir sigarettupakkar. Og kjörið fyrir þá sem notuðu reyk- varnardaginn til að hætta, og gleyma á meðan óþægindunum við að horfa á þessar myndir. Það er ekki ónýtt fyrir þá sem koma forlyftir af frábærri sýn- ingu Þjóðleikhússins á Amadeusi að lengja vistina með Mozart og sjá óperuna Don Giovanni kvik- myndaða með frábærum söngv- urum eftir hinn stórsnjalla filmara Joseph Losey, og þarf ekki kvikmyndaáhugann að njóta hennar. Og reyndar svarar kostn- aði að kaupa sig þessvegna inn á klasann (sem kostar aðrar krónur fimmtíu) fyrir þá sem unna tónlist. Hvað kostar miði á eina kvikmynd venjulega? Og svo er nú hvorki meira né minna en Godard. Nýjasta mynd- in hans: Sauve qui peut (la vie). Gerð 1980. Mikil náma hug- kvæmni, hugvekjandi og marg- visandi. Þeir sem höfðu mætur á gömlu myndunum hans mega ekki missa af þvi að sjá hvað hann er vel kominn til að nýju. Fáir kvikmyndahöfundar yrkja eins vel fyrir aöra kvikmynda- höfunda og þá sem langar til að yrkja kvikmynd. Ég segi nú ekki margt. Ef ég væri að byrja syrpuna væri freistandi að sökkva sér i hugleiðingu um þessa mynd, og reyna að greina hana. En ég hef ekki séð hana nema einu sinni, og þarf að sjá hana að minnsta kosti einu sinni enn ef ekki tvisvar. Og hinar myndirnar tvær: þær mundi ég tala um ef ekki væri núna mál að hætta. Onnur er frönsk eftir merkan filmara: Maurice Pialat og heitir LouIou.Hún er skrambi góð leikjconan sem er bæði i þessari mynd og hinni eftir God- ard: Isabelle Huppert. Og siðast en ekki sizt, hvorki meira né minna en nýjasta myndin eftir sjálfan Antonioni: Launhelgarn- ar I Oberwald.Og brennur marg- ur i skinninu að sjá hvernig þessi yfirburðamaðurnýtir nýja tækni, videó. Og hvernig þar bjóðast óvænt undur með þvi að nýta það með frjóu hugviti og djarfri for- vitni. Þar er byggt á frægu verki eftir listtrúðinn margfræga Jean Cocteau: L’Aigle a deux tétes. örninn tvihöfða. Bon appetit!

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.