Þjóðviljinn - 13.03.1982, Page 13

Þjóðviljinn - 13.03.1982, Page 13
Helgin 13,—14. mars 1982 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13 Minningarorö Kristján K. Víkingsson læknir Fæddur 26.6. 1949 Dáinn 21.1. 1982 S.l. sumar nutum við Kristján K. Vfkingsson, vinur minn og mágur, útiverunnar og náttúru- lifsins i Vestmannaeyjum. Geng- um á kletta, tinda og fell,skoðuð- um hella og fleiri náttiirufyrir- brigði. Það var ekki að sökum að spyrja að hann þekkti orðið hvern stokk og stein og var óþreytandi að miðla af fróðleik sinum um sögu, landshætti og mannh'f i eyj- unum. Þekkingarþrá hans var óendanleg og hann hafði mikið fyrir þvi að þroska sjálfan sig og mennta, afla ser hagnýtrar vitn- sskju og finna gild rök fyrir hfinu Dg tilverunni. Og til þess varð hann að reyna og sjá flest frá fyrstu hendi, þó svo það kostaði mikið erfiði og áhættur. Mér er það minnisstætt hvernig hann kieif þverhnipta kletta og stdð yst á hamrabrúnum til þess að kanna fuglalifið, bergmyndanir eða hreyfingar sjávarins. Og brosti kankvfs að viðvörun minni um að ekki þyrfti nema vindhviðu svo hann flygi fram af. Hann tefldi svo oft á tæpasta vað til að ná fram tilgangi sinum og svo fór að það varð honum að fjörtjóni. Kristján var sonur Vikings Arnórssonar læknis og Astu Kristjánsdóttur. Ólst þó að mestu upp hjá móðurforeldrum sinum þeim hjónum Kristjáni Karlssyni og Vilhelminu Vilhelmsdóttur. Að loknu námi við Háskóla Islands gerðist Kristján héraðslæknir i Þingeyrar og Flateyrar umdæm- um, þaðan sem hann siðan hélt til Vestmannaeyja til starfa við Heilsugæslustöðina. Þar fyrir utan hafði Kristján stundað hin óhkustu störf og tileinkað sér vönduð og sérhæfð vinnubrögð á mörgum sviðum. Það er leitun að manni með jafn fjölbreytilega hæfileika og færni i að bjarga sér sjálfstætt án utanaðkomandi að- stoðar. Viðhald, viðgerðir og ný- smiðar skyldi annast á eigin veg- um hvort sem var a húsi, bil eða heimilistækjum. Athuga málin, lesa sér til, rifa i frumparta, út vega varahluti og setja svo allt snyrtilega og rétt saman. Verk- legar framkvæmdir léku i hönd- um hans enda nýttust honum munirlenguren gengur og gerist. Lifsgleði, glens og gaman voru rikir þættir i eðlisfari Kristjáns sem sló oft á léttari strengina. Listfengur með afbrigðum og sjálfur teiknaði hann skopmynd- ir,spilaði á pianó og ljósmyndaði að hætti atvinnumanna. Keppnis- skapið var mikið og yndi af iþróttum, tafli, bridge og öðru sliku. Alvaran og yfirvegunin var þó aldrei langt undan, ihugun að þvi sem gerðistá heimsmælikvarða, i þjóðlifinu eða hjá einstaklingum. Ekkert mannlegt var látið óvið- komandi heldur var mannúðin ráðandi og samúð með þeim sem minna máttu sin eða bágt voru staddir. Kom þá fram að ævi- starfið var ekki valið af tilviljun heldur i beinu samræmi við persónueiginleika og manngerð læknisins. 011 félagsleg samhjálp var hátt skrifuð en aftur á móti var hvers kyns sérplægni og framapot ábyrgðarlausra stjórn- 'mála-ogf jármálamanna sem eit- ur í beinum. Sama má segja um stórveldastefnu og vigbúnaðar- brölt; en öll vakning fólks til baráttu fyrir friði og þjóðfrelsi var Kristjáni fagnaðarefni. Rót- tækar skoðanir hans voru án nokkurrar kreddufestu og engin stjórnmálaskoðun fékk vægð fyrir hvassri gagnrýni og krufn- ingu læknisins. Þúsund þjala smiðurinn var ekki fyrir það að baða sig 1 sviðsljósinu á neinn hátt heldur lét fara litið fyrir sér. Stærilæti var ekki til, heldur til- einkun á litillæti og óvæginni sjálfsgagnrýni. Kristján gerði sér far um að vera hreinskiptinn og einlægur i framkomu. Það var ekki i samræmi við skapgerð hans og sjálfsmynd að vera með uppgerð við fólk. Þeir hörmulegu atburðir sem gerðust við strönd Vestmanna- eyja er belgiski togarinn Pelagus strandaði þar á miðvetri eru kunnari en frá verði sagt i þess- um linum. Þar unnu Björgunar- sveitin i Vestmannaeyjum og Hjálparsveit skáta frækilegt björgunarafrek sem æ verður munað. En fórninþennan örlaga- rika janúardag var stór. Tveir björgunarmanna þeir Kristján og Hannes Óskarsson létuþar lif sitt sem þeir höfðu lagt i sölurnar til að bjarga þremur eftirlifandi skipverjum togarans. Tveir belgisku sjómannanna fórust einnig. Það var alveg i anda Kristjáns að bjóða sig fram til svaðilf ararinnarút iskipið,þegar mannslif var i húfi þá var ekki i mannlegu valdi að stöðva hann. Þvi Kristján hefði ekki getað lif að við þá tilhugsun að hafa ekki reynt til þrautar og þá stóð hon- um næst að standa i eldh'nunni jafnvel þó hann væri ekki þjálf- aður björgunarsveitarmaður. Sjálfstraust hans og dirfska var slik svo sem áður er lýst enda maður hraustur og fimur. Að enda lif sitt á þennan hátt er sannlega dæmigert fyrir mann sem hugsaði alltaf fyrst um aðra en siðan um sig. Hið sviplega fráfall er mörgum aðstandendum óbærilega þungt i skauti en mest mæðir þó á eigin- konu og börnum sem þó bera höfuðið háttog harm sinn ?hljóði. Þau eiga sér ógleymanlega og fallega minningu. Kristján var giftur Elfu Gisladóttur leikkonu og áttu þau eitt barn saman. Þau höfðu einnig tekið að sér fóstur- barn og til staðið að þau yrðu þrjú. Frá fyrra hjónabandi átti hann annað barn. öll hafa þau orðið að meðtaka þann beiska sannleik aðþeirra nánasti vanda- maður, hald og traust, er fallinn frá og ég vil votta hér hluttekn- ingu mina. Við Kristján áttum á tíðum tal saman um eih'fðina og lif eftir dauðann sem við báðir drógum i efa. Kristján hafði þá viturlegu afstöðu að aðhyllast hvorki né af- neita þvi sem er óþekkt. Ekki sannað né afsannað. En vister að á kveðjustund verður óskin sterk um að hitta aftur góðan vin. Svo góðan vin að ekki getur hugsast betri og bæðier gæfa og heiður af að hafa þekkt. Gunnar Hrafn Birgisson Núeröðru sinni höggvið skarð i hópokkar bekkjarfélaganna úr 6. S Menntaskólanum Reykjavik 1969, er Kristján Karlsson Vikingsson, sem i dag er kvadd- ur, var svo sviplega burtu kall- aður. A fyrstu skólaárum okkar i MR kom fljóttiljós að Stjáni Vikings, einsogvið strákarnir vorum van- ir að kalla hann, bar með sér mjög sérstaka manngerð. Hann var afar staðfastur og kappsamur við þaðsem átti hug hans en var einnig sérstakt ljúfmenni, sem ávalltgaf sér tima til að gera öðr- um greiða hvernig svo sem á stóð. Við, sem þekktum hann vel, lét- um ekki likamlega hreysti hans villa okkursýn á hans einlægu og traustu hlið. Hann var göður fé- lagi, sem vildi frekar eiga fáa vini engóða,enda naut hann sin ávallt best i fámennum hópi. Ahugamál hans á þessum árum voru mörg. Hann spilaði vel á pianó, tefldi, var teiknari góður og lagði stund á Iþróttir. Segja má að i ýmsu hafi hann verið á undan sinni samtið. Við hinir strákarnir I bekknum horfðum með aðdáun á glæst mótórhjólið hans og ekki varð aðdáunin minni er hann eignaðist svörtu bjölluna. Þá þekktist varla að menntaskóla- nemar væru á eigin bilum. Fyrir öllu sinu vann hann af miklum dugnaði og i umgengni við hjól og bil sýndi hann einstaka natni. Hér var maður sem fór sinar eigin leiðir, án þess þó að vera fjarlæg- ur okkur hinum. Þessi ár voru gullaldarár Glaumbæjar, og það var ekki ósjaldan sem við strákarnir feng- um að sitja i eftir böllin og oftast var komið við á rúntinum i leið- inni. Eftir stúdentspróf skildu leiðir en við vissum hver af öðr- um og fylgdumst með Kristjáni I starfi hans sem læknir. Nú siðast sem skipalæknir i Vestmanna- eyjum, þar sem hann fórnaði lifi sinu við skyldustörf. Við bekkjarfélagarnir vottum konu hans,Elfu, börnum, foreldr- um og öðrum aðstandendum okkar dýpstu samúð. Kristjáni þökkum við sam- fylgdina. Þó hann sé horfinn sjón- um okkar mun minningin um góðan dreng og sérstakan bekkjarfélaga lifa með okkur. 6. S MR 1969 Þrjú prestaköll auglýst laus Biskup íslands hefur nýverið auglýst þrjú prestaköll laus til umsóknar og er um- sóknarfrestur fram til páska. 1. Bólstaðarhlið í Húnavatnsprófasts- dæmi. Þar þjónar nú sem settur prestur sr. ölafur Hallgrimsson, en hann var vigður til prestakallsins s.l. sumar. 2. Möðruvellir i Hörgárdal i Eyjafjarðar- prófastsdæmi. Sr. Þórhallur Höskulds- son sem þar hefur þjónað um alllangt skéið, hefur verið kjörinn prestur á Akureyri og tekið við þvi embætti. 3. Staður i Súgandafirði i ísafjarðar- prófastsdæmi. Þangað vigðist sr. Krist- inn Ágúst Friðfinnsson i september s.l. og hefur þjónað þar siðan sem settur prestur. Þá hafa öll prestaköll sem þjónuð eru af settum prestum eða njóta nágrannaþjón- ustu, verið auglýst laus til umsóknar. Sem kunnugt er voru allmörg prestaköll aug- lýst laus til umsóknar i byrjun þessa árs, er umsóknarfrestur um þau útrunninn. Fara kosningar þar fram á næstu vikum. Skylt er að auglýsa öll þau prestaköll laus til umsóknar einu sinni á ári sem ekki er þjónað af presti sem skipun hefur hlotið til embættisins. Ljósin í lagi - iundin góð llX FERÐAR ,Allt i veisluna hjá okkur Kjörorð okkar er góða veislu gjöra skal... Álfheimum 74 - Glæsibæ Simi: 86220 • Kl. 13.00 » 17.00 KALTBORÐ — HEITT BORÐ KÖKUBORÐ „A veisluborðið: Uoast béef Hantborgarhryggur Grisastéik Sktnka Graf lax Reyktur lax Sildarréttir Lambasteik Hangikjöt Nýr lax Kjúklingar Brauö smjör smurt brauö, snittur, pinnamatur kjöt, fiskur, ostar Riómatertur. marsipantertur, kransakökur Salöt Sósur

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.