Þjóðviljinn - 13.03.1982, Síða 14

Þjóðviljinn - 13.03.1982, Síða 14
14 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 13,—14. mars 1982 Svavar Sigmundsson skrifar málþátt Fötlun í málinu bessi þáttur fjallar ekki um málhelti eða aðra „fötlun” I máli manna, heldur um það hvernig hugtakið „fötlun” almennthefur veriðtáknað i málinu bæði fyrr og siðar. Siðastliðiö ár var helgað fötluðum, og þvi eru málefniþeirra ofar ihuga nú en oft áður. En hvað er þá fötlun og að vera fatlaður? I frumvarpi til laga um málefni fatlaðra frá s.l. ári segir svo: „Orðið fatlaðurmerkir þá sem eru andlega eða likamlega heftir og geta ekki lifað venju- legu lifi án sérstaks stuðnings.” Hægt er aö tala um tvö stig fötlunar þ.e. frumfötlun og félags- lega fötlun, þar sem frumfötlun á við meðfædda eða siðar til komna fötlun, og með félagslegri fötlun er átt við vandkvæði vegna tengsla fatlaðra viö umhverfið. Þá er nýlega farið að tala um kvillafatlaöfólk, og er þá átt við flogaveikt fólk, ofnæmis- sjúklinga o.fl. (Sbr. Þjóðviljann 29. okt., 2). Orðið fatlaðurog fötlunhafa haftdálitið reikula merkingu sið- ustu aldirnar. Orðin eru skyld forna orðinu fetill, sem merkti „axlarband” og við þekkjum nú i myndinni fatli („bera t.a.m. handlegginn i fatla” stendur i Lækningabók frá 19. öld). í máls- háttasafni frá 18. öld segir, að sá sé „ofarliga haltur, sem á höfð- inu er fatlaður”, hvernig sem ber að skilja það, en það er elsta dæmi Orðabókar Háskólans um orðið fatlaður. Elsta dæmi um fötluni orðasafninu er frá Magnúsi Stephensen, en þar er hann að tala um vanhöld og fötlun i kúm. (Gaman og alvara I, 120). Merkingin i fleiri dæmum frá 19. öld getur eins verið e.k. „for- föllun”, en i Ljóðmælum Gisla Thorarensen frá 1885 er greini- lega átt við likamlega fötlun, þar sem segir: „begar minn er fót- ur frá/fötluð hönd og augað misst.” Samheiti við fatlaðurer bæklaður, og það hefur liklega ein- göngu átt við likamlega bæklun. Elsta dæmi um þetta orð er úr Visnabók Guðbrands biskups Þorlákssonar frá 1612: „bogin i hrygg og bækluðhönd”, skv. Orðabók Háskólans. En seölasafnið hefur aðeins eittdæmi um orðið bækluneitt sér (úr ópr. heimild frá 18. öld), og siðan i samsetningunni bækiunarsjúkdómarísem lækningagrein) og er það dæmi frá Vilmundi Jónssyni landlækni úr Heilbrigðisskýrslum 1948. Ef einhver lesenda þekkir orðið bæklunúr prentaðri heimild, eru ábendingar vel þegnar. Þegar orðabók Freysteins Gunnarssonar kom út 1926, gaf hann 7 kosti um þýðingu á orðinu vanföri' dönsku: vanheill, veill, bilaður, vanfær, bæklaður, fatlaður, vanaður. Sá sem leitar til þessarar orðabókar sem samheitabókar, hefur þarna úr ýmsu aö velja, en þessi orðalisti sýnir að málið hefur þróast allveru- Jega á þessu merkingarsviði siðustu hálfa öld. Nú geta ekki meira en 2 þessara orða staðið saman i samheitabók, þ.e. van- heill, veill, og bæklaður, fatlaður, og er þó sitthvað við það að at- huga. Mesta furðu vekur að orðin vanfær og vanaður skuli standa i þessum félagsskap orða, og má þó segja, að hvort- tveggja ástandiðsé með nokkrum hætti „fötlun”, þó með ólikum hætti sé. 1 þýðingu Odds Gottskálkssonar á Nýja testamentinu frá 1540 segir að þeir „færðu til hans (þ.e. Jesú)alla vanfæra menn” (Matt.14.35). Um miðja 18. öld er orðið vanfær notað um allt ann- að en óléttar konur, eins og nú er gert, og er orðið þá býsna við- tækrar merkingar, eftir þvi sem Prófastaskýrslur frá 1792 segja: „Misjafnt mun tekið vera... orðið vanfærir ... sumir kunna að meina hér með aldeilis handbjargarómaga, sosem gamalt fólk i kör, reifastranga ... og þá sem haldnir eru af þeim veikleika sem ei er batavon til”. Orðið vanaður sem nú merkir vist eingöngu „geltur”, hafði svo seint sem i orðabók Freysteins merk. „fatlaður”. 1 grein i Eimreiðinni frá aldamótaárinu er m.a. veriö að ræða um heyrn- ar- og málleysingja, og siðan segir: „fyrir aðra vanaða (blinda, fábjána, vitstola) eru engar stofnanir til.” Málefnum fatlaðra i viðustu merkingu þess orða hefur smátt og smátt verið gefinn meiri gaumur og samhliða þvi hefur mál- notkunin um hvers kyns fötlun og meðferð hennar tekið breyt- ingum. 1 útgáfu dönsku oröabókarinnar frá 1973 er vanförnú að- eins þýtt með bæklaður og fatlaður. Hinsvegar er orðið lam i dönsku enn þýtt með máttlaus, aflvana, lamaog lamureins og i útg. 1926. Þegar Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra var stofnað fyrir 30árum, var lamaður og fatlaður sitthvað en nú er fatlaöur líka sá sem lamaður er. Málið hefur eignast ný orð um ýmis þau hugtök á þessu sviði, sem hér hafa verið nefnd öðrum nöfnum. Má þar nefna orðin hreyfihamiaður, þroskahefturog sjónskertur,svo að dæmi séu nefnd. Þarna má segja, aðséu komin 3 ný samheitiá þessu sviði: hamlaður, hefturog skertur.I Þjóðviljanum 29. okt (bls 2) er tal- að um 3 stig „fötlunar: skerðingíeða sköddun), fötlun.sem af skerðingunni stafar,og örorkasem táknar félagslegar afleiðing- ar skerðingar. Ár fatlaöra hefur auk þess beint athygli fólks að ferilmálum fatlaðra, og á ýmsan annan hátt hefur tungunni bæst orðaforði a þessu sviði, um leið og nýjar hliðar þessara mála hafa verið teknar til umfjöllunar. Sú umbreyting sem orðið hefur i málinu um þessi efni á undan- förnum árum og áratugum er ekki tilviljanakennd. Hún er að talsverðu leyti meðvituð og nauðsynleg vegna þeirra fordóma sem rikja i málsamfélaginu gagnvart fötluðum. Baráttan fyrir málefnum þeirra er ekki sist barátta við fordóma, og þar hefur málið miklu hlutverki að gegna. Orð sem hlaðin eru neikvæðri merkingu hverfa og hlutlausari orð og oft nákvæmari koma i staðinn. Ef lesendur þekkjafleiri samheiti við fatlaðureða fötlun eru þau þegin meö þökkum. Utanáskriftin er :Málþáttur Þjóövilj- ans, Siðumúla 6,105 R. Dómarinn viö þjófynjuna: Þú átt að þykjast, eins lengi og þú getur og taugar minar þola, ekki vilja játa og draga mig stríðnislega á svarinu og láta mig, ef þér sýnist svo, iða, stappa, slefa, svitna og hneggja af óþolinmæði, skriða... þvi þú vilt það, er það ekki? Svalirnar eftir JEAN GENET Heimurmn sem Nú er Nemendaleikhúsið byrjað að sýna leikritið Sval- irnar eftir Jean Genet, undir leikstjórn Brynju Bene- diktsdóttur. Okkar öld hef ur verið önnum kaf in við að venja sig af því að hneykslast á rithöfundum og verkum þeirra. Og veit enginn hvort meiru ræður þar um geðleysi eða um- burðarlyndi. En hvað sem því líður: Jean Genet er sá sem einna lengst stóð í hálsi samtiðarinnar. Hann var líka þjófur margdæmdur úr heimi sem snúinn var sam- an rammlega úr glæpum, ofbeldi, hómósexúalisma og refsivist og þessar staðreyndir æviferilsins gerðu sig heimakomna á síðum bóka hans og í setningum leikper- sóna sem hann bjótil. Svo komst hann líka i bland við ab- súrdista sem voru skæðir tilræðismenn við trú, von og skynsemi. Og sem sagt: menn hneyksluðust. Nema heimspekingurinn Jean-Paul Sartre, sem fór að pæla i Genet og kom upp með doðrant miklu stærri en verk sí- brotamannsins samanlögð. Doðranturinn hét Heilagur Genet, hvorki rheira né minna. Svalirnar voru skrifaðar 1956 en það gekk illa að koma þvi á svið. Enda var það „ekkert venjulegt” leikrit eins og táning- ar segja. Það gerist á undarlegu hóruhúsi i alræðisriki. 1 þessu húsi, sem mellumóðirin Irma stjórnar, eru margar vistarverur. Þar getur hver og einn komið og leikið leyndustu dagdrauma sina. Verið um stund biskup og hlustað á rosalegar syndir, dómari og pint og refsað stelpuþjófi, sigur- sæll hershöfðingi á fagurri hryssu. Meðaljónarnir koma og búast skrúða þess valds sem þeir vilja höndla og hórurnar læra hlutverk þeirra sem beygja sig undir valdboðið. Þetta leikhús er truflað af vél- byssuhrið: bylting er i uppsigl- ingu og allt leikur á reiðiskjálfi. Ein af stúlkum Irmu, Chantal, er komin i vinfengi við uppreisnar- foringjann — en einnig i þeim herbúðum er valdið byggt á kyn- órum. Lögreglustjórinn, sem hef- ur appirat alræðisins undir sinni stjórn, bjargar hrynjandi skipu- lagi með þvi snjallræði að láta Irmu og dvalargesti hóruhússins taka við þeim hlutverkum gagn- vart almenningi sem leikin eru i speglasölum vændishússins. Byltingin biður ósigur. Lögreglu- stjórinn, raunverulegur valdhafi, veit að það er ekki nóg að hafa valdbeitingartólin i lagi, hann þarf að ná tökum á hugum fólks, órum þess. Þvi er hann ekki i rónni fyrr en einhver gefur sig fram og vill fá að leika hann sjálf- Meðalsnápar fá að leika kynósa valddrauma sina — í gervi dóm- ara eða hershöfðingja eða bisk- ups. (ljósm. eik) an, lögreglustjórann alráða, i herbergjum Irmu. Og það gerist áður en lýkur: uppreisnin mis- heppnaðist, Chantal, ástkona byltingarforingjans var skotin til bana og tekin i heilagra tölu — en uppreisnarforinginn sjálfur er sá sem vill leika lögreglustjórann — og um leiö refsa sjálfum sér og honum fyrir það með herfilegum hætti. En úti fyrir gelta vélbyssur á ný, ný uppreisn hafin, liklega er verið aö gefa til kynna að ekkert breytist, og allt sé unnið fyrir gýg- Hefnd? Genet var eitt sinn spurður að þvi hvers vegna hann hefði ekki framiðmorð. Liklega vegna þess, svaraði hann, að ég hefi skrifað bækur minar. I framhaldi af þessu er ekki út i bláinn að hugsa sér að með leik- riti sem þessu sé utangarðsmað- urinn, tugthúslimurinn, að hefna sin á „kerfinu” sem hafnaði hon- um. Hann spinnur saman óskir sinar og drauma og grun um eðli dómara og löggustjóra. Martin Esslin segir á þessa leið: Hinn útskúfaði, sem þjóðfélagið hafnar og sem ekki viðurkennir nein lög þess, ófær um að skilja þving- unarapparat rikisins spinnur upp eigin óra um hvatir þeirra manna sem koma fram sem valdatæki rikisins og kemst að þeirri niöur- stöðu að þessir menn séu fyrst og siöastaö opinbera kvalalostasókn sina I vald og noti þeir helgisiði og form dómshúss, kirkju og hers til aö tryggja vald sitt... Eða hvað? Nú geta menn farið ýmsar leið- ir. Látið sér gremjast kolsvört bölsýni þeirra speglana sem sjást á Svölunum: heimurinn er hóru- hús þar sem menn leika sér að valdi og kynórum og allir eru undir sama merki, valdhafar og kúgaðir og uppreisnarmenn: allt verður sem fyrr. Aðrir munu neita þvi að fara út I slika sálma og segja: þetta er fantasia sem sýnir með dramatiskum hætti heift vanmáttugs einstaklings, sem ræður ekki við þær snörur sem „þeir”, þeir sem ráða, hafa lagt fyrir hann. Eða þá menn segja sem svo: þetta er eitt af verkum þess skóla sem kveður niður allar blekkingar, er hreins- andi i algjöru neikvæði sinu. Menn geta horfst i augu við ömur- legt hlutskipti sitt — og hlegið að þvi. Kannski byrjað upp á nýtt. Ja hvað segir Jean Genet? Hann var spurður hvert væri end- anlegt markmið hans i lifinu. Svar hans var þetta: „Gleymskan. Flest af því sem við gerum einkennist af tilveru- leysi og tómleika flökkulifsins. Við gerum sjaldan yfirvegaða til- raun til að komast út úr þessu ástandi. Sjálfur hefst ég upp úr þvi meö þvi að skrifa...” AB.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.