Þjóðviljinn - 13.03.1982, Síða 20
20 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 13.—14. mars 1982
dægurtónlist
Egó. Hver kannast ekki
við nafnið? Nýverið hafa
nýir straumar leikið um
hljómsveitina> annar gít-
arleikarinn hættur og
Magnús Stefánsson fyrr-
verandi Utangarðsmaður
og Bodies-meðlimur tekið
sæti trommarans i hljóm-
sveitinni. Fyrsta plata
hljómsveitarinnar rétt
ófædd og bjartir dagar
framundan. Oft hefur
þurft minna tilefni til að
lokka menn til viðtals og
hér á eftir fer þetta
spjall.
Breyttir tímar
Blm.: Hvenær kemur fyrsta
breiöskifa ykkar út og hvaö á
hún að heita?
Egó: Hún kemur út um næstu
mánaðamót og heitir Breyttir
timar eftir samnefndu lagi á
plötunni.
Blm.: Hvernig skiptist efni
plötunnar milli hljómsveitar-
meðlima?
Egó: Bubbi á alla texta en
hljómsveitin semur alla tónlist-
ina.
Blm.: Ef ég man rétt þá voru
einhver vandræði I Utangarðs-
mönnum i sambandi við pólitik i
textum. Eru menn i Egó sam-
mála um hana?
Egó: Já, en það fer eftir þvi
hvað þú kallar pólitik. Það sem
Bubbi er að skrifa núna er að
vissu leyti mun pólitiskara en
það sem hann hefur skrifað áð-
ur. Þrátt fyrir það eru textar
hans ekkert ágreiningsmál i
hljómsveitinni. Og menn mundu
segja sina skoðun ef þeim fynd-
ist hann vera að fara með eitt-
hvert fleipur og þeim likaði ekki
hvað hann er að segja i textum
sinum.
Doors
Blm.: Eru einhver Doors
áhrif á plötunni?
Egó: Það er eitt lag á plötunni
sem heitir Jim Morrison. Það er
það eina, það eru engin bein
áhrif frá Doors, aftur á móti
svifur smá Stranglers-andi yfir
vötnum i sumum laganna.
Textalega má eflaust finna ein-
hver tengsl við Jim Morrison en
þau eru þá smávægileg.
Hljómsveitin á sér fjögur eft-
irlætisskáld/ textahöfunda:
Megas, Jim Morrison, Bob Dyl-
an og Ray Davies. Það má finna
alla þessa karla i lögum okkar
Blm.: En hvenær vaknaði
. þessi skyndilegi áhugi á Doors?
Bubbi: Arið 1971.
Maggi: Það er tiltölulega
stutt siðan ég byrjaði að hlusta á
Doors; engu að siður hef ég orð-
ið fyrir áhrifum. Hversu mikil
þau eru get ég ekki sagt um.
Beggi: Doors og Stranglers
hafa verið minar uppáhalds-
hljómsveitir i gegnum árin.
Egó: Við litum á Stranglers
sem arftaka Doors og segja má
að Doors-áhrifin á okkur komi i
gegnum Stranglers.
Blm.: Það vakti athygli mina
á tónleikunum sem þið hélduð á
Lækjartorgi hér um daginn að
eitt laga ykkar var ijóðalestur
með undirleik. Má eiga von á
siiku aftur frá ykkur?
Egó: Já, Bubbi á mikiö af
ljóðum og hann og Magnús eru
jafnvel að spá i að koma fram
tveir saman, þar sem Bubbi læsi
ljóð en Maggi berði húðirnar.
Hjá okkur verður a.m.k. ein
svona uppákoma á hljómleik-
um, þetta verður partur af pró-
gramminu. Þá verða Beggi og
Þorleifur að sjálfsögðu meö og
munu þeir sjá um ýmsa effekta.
Við munum ekki æfa neina sér-
staka tónlist meö þessum ljóð-
um. Hljóðfærin munu túlka þau
áhrif sem lestur ljóðsins vekur
það og það skiptið.
Mannabreytingar
Blm.: Eruð þið aö leita aö
nýjum manni i hljómsveitina?
Egó: Já, við erum að leita að
hljómborðsleikara og eigum
von á einum frá Dalvík en það
er alls óvist að hann falli inn i
Spjall
við
hlj óm-
sveitina
Egó
„Við
erum
skœru-
liðar
með
músik
að
vopni”
Jón Viðar
Sigurðsson*f*
skrifar —
myndina. Ef það dregst eitthvað
að finna rétta manninn notum
við segulband. Við stefnum að
þvi að Egóið verði fimm manna
hljómsveit.
Blm.: Hvcrs vegna hætti ann-
ar gltarleikarinn?
Egó: Astæðan er einfaldlega
sú að hann fór til Danmerkur.
Bandið starfar nú á allt öðrum
grunni en þegar þaö var stofnað.
Það er þess vegna sem við ætl-
um að bæta við hljómborðsleik-
ara en ekki öðrum gitarleikara.
Blm.: Hvenær áttu trommu-
leikaraskiptin sér stað og hvers
vegna?
Ego/Bubbi: Ég skal segja þér
mina sögu fyrst. Ég las i blöðun-
um að Maggi væri hættur i Bodi-
es og væri að fara i Brimkló.
Mér fannst þetta alveg brjáluð
ákvörðun og ég vissi að ef hann
færi i Brimkló myndi hálfur
bærinn fara i hnakkann á hon-
um. Hann yrði vinafár og menn
myndu gagnrýna hann. Þá hafði
ég ekki talaö við Magnús i hálft
ár. Ég hringdi þvi i hann til að
stappa i hann stálinu, til að láta
hann vita að ef hann ætlaði að
ganga i Brimkló þá skyldi hann
gera það. Út úr þessu fórum við
að tala saman og siðan lagði ég
á. Þá sló þeirri hugsun niður,
hvaðég væri að pæla, hann væri
ekki að spila meö Bodies lengur.
Ég náði mér í smálögg, snaraði
mér uppi Breiðholt og talaði við
Magnús um nóttina. Við kom-
umst niður á umræðugrundvöll,
grundvöll sem við báðir gátum
unaö viö. Siðan ákváðum við að
prufa og þetta small allt saman.
Magnús: Þegar ég hætti i
Bodies var það út af tónlistar-
legum og persónulegum ágrein-
ingi. Siðan þegar Bubbi kom og
við fórum að ræða saman kom-
umst við niður á plan sem við
vorum báðir sáttir við. Þetta
hefur allt smollið mjög vel sam-
an verð ég að segja.
Blm.: Er mikill munur á tón-
list Utangarðsmanna og Egós-
ins?
Egó: Sá grundvöllur er kom-
inn að við þurfum ekki að ein-
skoröa okkur við þrjú grip. Við
getum fariö að gera fleira.
Breyta til, hætt að spiia „naive”
tónlist. Dagar pönksins eru liön-
ir, vegna þess að aðlögunar-
hæfileiki kapitalismans er slik-
ur að hann gerði hippana að
söluvöru og pönkið er orðið sölu-
vara. Við tökum ekki þátt i þeim
dansi. Við viljum fara aðrar
leiðir. Sá timi kemur aftur að
ekki veröur lagt mat á tónlist
eftir hve hún er hrá og „naive”.
Heldur verður pælt i útsetning-
um, „sándi”, spilamennsku og
ööru sliku. Þetta kemur allt aft-
ur.
Diskókóngar
og F.l.H.
Blm.: Svo að við snúum okkar
að ööru: var ykkur ekki boðiö að
leika á þessari F.I.H. hátfð?
Egó: Nei, okkur var ekki boð-
ið, en aftur á móti Utangarðs-
mönnum, en það náði aldrei
lengra. Þessi hátið var haldin i
Mekka diskóiðnaöarins. Lifandi
tónlist er að fara halloka aftur
og að halda þessa hátið á Breið-
vangi er alveg út i hött.
Hverjir græddu á þessari há-
tið? Óli Laufdal diskókóngur og
F.t.H., allir listamenn sem þar
komu fram gáfu sina vinnu.
Þannig að hagnaður þessara að-
ila hefur verið mikill, troðfullt
öll kvöldin. Popparar bera uppi
F.I.H. og F.l.H. heldur uppi
„intellektual” tónlistarmönn-
um.
Rokktónlist á Islandi hefur
ekki fengiö viðurkenningu sem
skyldi og fær hana ekki. Þrátt
fyrir það gera menn sér ekki
grein fyrir að þetta er sterkasti
áhrifamiðillinn i dag. Þetta er
sú tónlist sem þorrinn hlustar á.
Við höldum uppi Atla Heimi og
hans likum. Það er litið niður á
okkur vegna þess að við höfum
ekki farið i gegnum skóla eins
og þessir hálfvitar. Þrátt fyrir
þaö höfum við, Utangarðsmenn
og aðrar hljómsveitir, haft
meiri áhrif á siðastliðnum
tveim árum en þessir kallar
munu nokkurn timann hafa, þó
að þeir verði þúsund ára.
Otvarpiö er ennþá að berja
hausnum við steininn. Sérðu
hvernig það hefur farið meö alla
þessa bylgju sem reis fyrir
tveim árum? Hún hefur brotnað
á ótrúlega þykkri skel sem út-
varpið hefur brynjað sig með.
Það hefur fyrir lifandis löngu
misst samband við lifið i land-
inu.
Við litum á okkur sem syngj-
andi og spilandi terrorista. Við
litum á okkur sem skæruliða
með músik aö vopni. Þá getum
við tekið þetta út af dagskrá.
Þursar til
fyrirmyndar
Blm.: Hafið þið hugsað ykkur
til hreyfings erlendis?
Egó: Við förum út, það er al-
veg á hreinu. Hvenær það verö-
ur er svo annað mál. Þegar aö
þvi kemur verður það ekki á
sama grundvelli og þegar Utan-
garðsmenn fóru út. Okkur ligg-
ur ekkert á, Þú og Ég eru að
ryðja brautina.
Blm.: Er það mjög brýnt fyrir
ykkur að ná fótfestu erlendis?
Egó: Það er gott fyrir hljóm-
sveitina sem slíka að berjast
annars staðar en hér heima. Við
erum egó i hljómsveit sem heit-
ir Egó. Þessar vigstöðvar hér
eru orðnar þreyttar; það skiptir
ekki máli hvort við drepumst úr
hungri hér eða i Evrópu'.
Hér heima gilda þær reglur
sem Þursarnir hafa verið braut-
ryðjendur fyrir, þ.e.a.s. að fara
i hljómleikaferðir en ekki vera