Þjóðviljinn - 13.03.1982, Síða 23
Helgin 13.-14. mars 1982 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 23
Um þessa helgi:
Peter Sellers
Framhald af 17. siöu. *
leika á þvi aö hann gæti náö há-
tindi ferils sins i þessu hlutverki
— og þvi er varla hægt aö neita,
aö þaö tókst ótvirætt. Hinu er þó
ekki heldur hægt aö neita, aö
Chance er um margt allsendis
ólikur þeim persónum, sem Sell-
ers hefur yfirleitt fengist viö i
flestum gamanmynda sinna, svo
ekki sé minnst á þær kvikmyndir,
þar sem hann hefur leikiö i hinum
margvislegustu gervum. Chance
er einfaldleikinn uppmálaöur —
ef til vill hefur hann aldrei veriö
til, fremur en Sellers, eins og vik-
iö var aö i upphafi þessarar
greinar. Chance er maöur, sem
ber enga grimu, er i engu gei vi —
og hefur þvi kannski veriö meist-
ara gervanna ómótstæöileg ögr-
un.
Kosinski, höfundur Being there,
hefursagt um Chance, aö hann sé
fórnarlamb, sakleysingi og mál-
leysingi, alinn upp af sjónvarp-
inu, þaöan er hans heimsmynd og
úr garöyrkjunni — þvl eina, sem
hann raunverulega kann. Og af
þvi aö heimsmynd hans er mest-
megnis fengin úr sjónvarpinu, er
frumkvæöi hans ekkert. Hiö eina,
sem hann getur gert I umgengni
viö fólk er aö láta stjórnast,
óákveöin tilsvör hans bera vitni
um garöyrkjukunnáttuna, en eru
ósjálfrátt tekin af öörum, m.a.
Bandarikjaforseta, sem nokkurs
konar óræöar forspár.
Kannski hefur Sellers heillast
svo mjög af Chance einmitt þess
vegna. Hann hélt þvi aö minnsta
kosti fram, aö allt frá þvi aö hann
las bókina, hafi þaö veriö sér
kappsmál aö takast á viö þetta
sérstaka hlutverk mannsins sem
ekkert er, en á kost á öllu, sem
fær allt upp i hendurnar, en kann
kann ekki aö taka viö þvi. Og eftir
aö frá þvi var gengiö, aö Sellers
tæki hlutverkiö aö sér, kvaöst
hann eikki eiga sér neitt kapps-
mál lengur: „Eftir þvi sem ég
eldist likar mér æ verr viö kvik-
myndaiönaöinn og fólkiö sem fæst
viö hann. I sannleika sagt hef ég
viöbjóö á þvi. Eftir allar kvik-
myndir væru á borö viö Dr.
Strangelove, I’m All Right, Jack
og Being there — þá horföi máliö
öðruvisi viö.”
Sagöi Sellers. Og vissulega get-
um viö, sem eigum þess kost að
horfa á þessa næst siöustu mynd
gamanleikarans snjalla, sann-
fært okkur sjálf um gæöi myndar-
innar, og þá ekki siöur skinandi
leik Sellers i þessu hlutverki hlut-
verkanna, en Bióhöllin i Mjódd-
inni i Breiöholtinu var opnuð með
þessari kvikmynd. Hún hefur
hlotiö einróma lof gagnrýnenda
erlendis, var útnefnd til óskars-
verölauna — en hitt skiptir þó
kannski mestu máli, a.m.k. fyrir
aödáendur gamanleikarans Peter
Sellers, aö meö þessari mynd
sinni kemst hann i raun og veru
upp á hátind frægöar sinnar; i Be-
ing there nær list hans hámarki.
— jsj
Er
sjónvarplð
bilaó?
Skjárinn
SjónyarpsverbskSi
'Bergstaðasfnati 38
simi
2-1940
Prófkjör
allra
flokka á
Bolungar-
vík
FORD TAUIMUS1600 GL
Sameiginlegt prófkjör stjórn-
málaflokkanna á Bolungarvik fer
fram nú um helgina, laugardag
og sunnudag. Veröur kosiö I
fundarsal Ráöhússins og hafa all-
ir Bolvíkingar, sem náð hafa 18
ára aldri 14. mars, kosningarétt f
prófkjörinu.
Þessir félagar I Alþýöubanda-
laginu gefa kost á sér á G-listann:
Benedikt Guömundsson, Egill
Guömundsson, Guömundur óli
Kristinsson, Guömundur H.
Magnússon, Hálfdán Svein-
björnsson, Hallgrimur Guöfinns-
son, Kristinn H. Gunnarsson,
Lára Jónsdóttir, Magnús Sigur-
jónsson, Margrét S. Hannesdótt-
ir, Stefán Ingólfsson og Þóra
Hansdóttir.
Talsverö breyting verður á
bæjarstjórn Bolungarvikur eftir
næstu kosningar, þó ekki sé nema
vegna þess aö fjórir bæjarfulltrú-
ar af sjö gefa ekki kost á sér til
endurkjörs.
Kostar aðeins krónur
135.000,-
Hvarfærð þú meira fyrir peningana?
Ford Taunus — Þýzkur gæðabíll
SKEIFUNNI 17 SIMI 85100
Hjálmar Þorsteinsson stendur hér við eitt málverka sinna. Ljósm. eik.
Hjálmar Þorsteinsson listmálari:
„Listina á að skynja”
Hjálmar Þorsteinsson
listmálari er kominn heim
til (slands eftir vetrar-
langa dvöl í Danaríki. Á
laugardaginn opnar hann
sýningu á verkum sínum í
Listasafni alþýðu við
Grensásveg. Blaðamaður
Þjóðviljans spurði hann
hve mörg málverk væru til
sýnis.
,,Ég sýni hér 48 myndir.
Fjórtán þeirra eru gamlar en af-
gangurinn er málaöur i vetur úti i
Danmörku. Af þessum 48 mynd-
um eru fjórar vatnslitamyndir,
en hinar eru málaöar i lit. Þetta
er fimmta einkasýning min, en
áöur hef ég sýnt á Akranesi og
Akureyri”.
Nú varst þú barnakennari á
Akranesi i fjölda ára. Hvað veld-
ur þvi að þú tekur þig upp og legg-
ur út i hinn stóra heim?
,,Ég er búinn aö fást við mál-
verkiö i stopulum stundum min-
um i gegnum árin. Löngunin til aö
helga sig þessu hefur vaxið i réttu
hlutfalli viö timaskortinn og þar
kom að ég varö að reyna mig til
fulls og gefa mig allan aö listinni.
Þaö hef ég gert i vetur svona
heldur betur.”
Er þaö ekki óös manns æöi aö
ætla aö lifa af list i heimi sem er
fuilur af listsköpun?
„Þaö eru margir kallaöir, en
fáir útvaldir. Drukknandi maður
veltir ekki vöngum yfir þvi hvort
hann kunni sundtökin, hann reyn-
ir að synda. Þaö veröur svo aö
koma i ljós, hvort hann nær
landi.”
Hvað ertu aö tjá i myndum
þinum?
„Listaverk er ekki hægt aö út-
skýra i oröum og kannski er eng-
inn miðill til sem túlkar tilfinn-
ingu hjartans til fulls. Kannski er
allt sem frá fólki kemur aöeins
dauft bergmál þess sem það upp-
lifir meö sér eöa vildi segja. List á
aö skynja, en ekki skilgreina.”
Nú er myndefni þitt mest sótt til
landsins. Ertu bundinn jöröinni?
„Umhverfi mannsins er jöröin
og allir menn, sem skynja þaö
bera þess merki, bæöi i fari sinu
og tjáningu. Ég er moldarmaöur.
Danmörk hefur til dæmis alltaf
verkaö á mig sem allsherjar
urtagarður. Myndirnar frá Dan-
mörku bera þess skýrt merki”,
sagöi Hjálmar að lokum.
Svkr.