Þjóðviljinn - 13.03.1982, Page 24
24 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 13.-14. mars 1982
um helgina
Nokkrir leikenda Fjölbrauta-
skóians á Akranesi á æfingu á
Isjakanum.
Leikklúbbur Fjölbrautarskólans
á Akranesi:
ísjakinn
í dag og á morgun
Leikklúbbur Fjölbrautaskól-
ans á Akranesi frumsýndi i gær-
kvöldi leikritið „tsjakann” eftir
Felix Liitzkendorf undir leik-
stjórn Sigrúnar Björnsdóttur.
Ekki er ákveðið hvað sýningar
verða margar en sýningarnar
um þessa helgi eru tvær, sú
fyrri i dag (laugardag) og hefst
kl. 20.30 i sal Fjölbrautaskólans
þar sem allar sýningar á leikn-
um verða og á morgun einnig kl.
20.30.
„ísjakinn” gerist i þriðju
heimsstyrjöldinni og fjallar á
gamansaman hátt um þá að-
stöðu sem skapast er báðir
striösaðilar mætast vopnlausir
á isjaka lengst norður i hafi. Og
hvernig kvenkyns foringjum
beggja liöa tekst að halda uppi
hinum stranga heraga.
„tsjakinn” er fjórða verkefni
Leikklúbbsins, en áður hefur
hann sýnt einþáttungana: Nak-
inn maður og annar á kjólfötum
og Bónorðið, gamanleikritið
Elsku Rut og á siðastliðnu ári
sakamálaleikritiö Músagildr-
una eftir Agöthu Christie, við
góðar undirtektir bæjarbúa.
Rúmlega 30 nemendur við
Fjölbrautaskólann vinna viö
sýninguna en i hlutverkum eru
þau Anna Hermannsdóttir, Ingi
bór Jónsson, Helga Braga Jóns-
dóttir, Bjarni Sigurðsson, Guð-
laugur Hauksson, Guðfinna
Rúnarsdóttir og Ingimar
Garðarsson.
Leikfélag
Reykjavíkur:
Skornum
skömmtum
fækkar
Þjóðleikhúskjallari:
„Kisuleikur í 20.
sinn á morgun
Litla sviðið í Þjóðleikhúskjaii-
aranum hefur i 19. skipti verið
vettvangur ungverska leikrits-
ins „Kisuieikur” eftir Istvan
Örkény. 20. sýningin verður á
morgun og fer hver að verða
siðastur að sjá leikinn, þvi óðum
styttist i næstu frumsýningu
Litla sviðsins.
Kisuleikur var frumsýndur i
byrjun janúars og hlaut þegar
afbragðs viðtökur og aðsókn.
Verkið fjallar á yfirborðinu um
ástamál roskins fólks og kom-
umst við að raun um það að ást-
arþrlhyrningurinn eilifi er ekk-
ert einkamál æskunnar, honum
bregður vissulega fyrir I ellinni
lika. öll saga persónanna I
leiknum er krydduö ljúfustu
gamansemi, en undir hvers-
dagslegu yfirborðinu er áhorf-
endum miðlað reynslu og sögu
ungversku þjóðarinnar á þess-
ari öld.
Herdis Þorvaldsdóttir i hlut-
verki sinu i Kisuleik.
Með aöalhlutverkin I Kisuleik
fara Herdis Þorvaldsdóttir,
Guðbjörg Þorbjarnardóttir,
Bryndís Pétursdóttir, Margrét
Guðmundsdóttir og Þorsteinn
Hannesson. Ennfremur fáum
við að siá Þóru Borg, Þórunni
Magneu Magnúsdóttur og Jón S.
Gunnarsson. — Karl Guð-
mundsson og Hjalti Kristgeirs-
son þýddu Kisuleik úr ung-
versku, leikstjóri er Benedikt
Amason, leikmynd og búning-
ar eru eftir Sigurjón Jóhannsson
og lýsinguna annast Páll Ragn-
arsson.
Sýningum fer nú að fækka á
reviunni Skornir skammtar
eftir þá félaga Jón Hjartarson
og Þórarin Eldjárn, en hún hef-
ur verið sýnd í Austurbæjarbiói
fyrir fullu húsi I allan vetur. A
laugardagskvöldið verður að
vanda miðnætursýning á revi-
unni og eru menn hvattir til aö
drifa sig á sýningu vilji þeir ekki
missa af reviunni.
Þeir Jón og Þórarinn hafa
reynt aö halda efni reviunnar
fersku og hafa breytt og endur-
bætt i samræmi við atburði llð-
andi stundar. Mikið er af söngv-
um I reviunni, bæði gömlum
lögum og nýjum og annast Jó-
hann G. Jóhannsson allan
undirleik ásamt Nýja Kompani-
inu.
Guðrún Auðunsdóttir og Guðbergur Auðunsson viö verk sin.
myndlist
Akureyri:
Systkinasýning
í Rauða húsinu
Systkinin Guðrún Auðunsdótt-
ir og Guðbergur Auðunsson
opna i dag sýningu i Rauða
húsinu á Akureyri. Á sýningunni
verða ýmis verk ss. tréskúlptúr,
collagemyndir og textilverk
ýmist þrykkt, máluð eða
saumuð.
Guðrún lærði tauþrykk i Dan-
mörku hjá Ingermarie Osten-
feld og MHI 1973—1977.
Hún er meðlimur i Galleri
Langbrók og hélt sina fvrstn
einkasýningu þar i febrúar sl.
Hún hefur tekið þátt i fjölda
samsýninga, þ.á.m. Nordisk
textiltriennal 1979—1980 og
islenskri samsýningu i
Hasselbyhöil I Sviþjóð ’81. Hún
hefur einnig fengist við leik-
myndagerð, meðal annars hjá
Leikfélagi Akureyrar, Alþýðu-
leikhúsinu og Leiklistarskóla
íslands.
Guðbergur stundaöi nám við
Kunsthaandværkerskolen i
Kaupmannahöfn 1959—1963 og
MHI 1976. Hann hefur haldið 8
einkasýningar þ.á.m. Kjarvals-
stöðum 1978 og Baden-Baden i
Vestur- Þýskalandi 1980.
Einnig tekið þátt I samsýn-
ingum FIM og Rostock biennal-
inn i Austur-Þýskalandi 1981.
Sýningin i Rauða húsinu
Akureyri er opin daglega frá kl.
16—20 og stendur yfir til 21.
Brúðuleikhúsið
í síðasta sinn
Leikbrúðuland sýnir i siðasta
sinn um helgina þættina „Eggið
hans Kiwi” og „Hátið dýranna”
að Frikirkjuvegi 11, kl. 13.00.
Leikflokkurinn
Sunnan Skarðsheiðar:
Sýnir
Karlinn í
kassanum
Leikflokkurinn sunnan Skarðs-
heiðar, sýnir Karlinn i kassanum,
eftir Arnold og Bach, i Fannahlið
Skilmannahreppi á morgun,
sunnudag kl. 21. Leikstjóri er
Auður Jónsdóttir.
Leikendur eru 12, og með hlut-
verk fara, Jón Sigurðsson, Maria
Sigurjónsdóttir, Guðbjörg
Greipsdóttir, Þorvaldur Val-
garðsson, Guðjón Friðjónsson,
Lára Ottesen, Kristin Sigfúsdótt-
ir, Óskar Þorgeirsson, Þorsteinn
Vilhjálmsson, Einar Jóhannes-
son, Asta Björk Magnúsdóttir og
Sigurrós Sigurjónsdóttir. Þetta er
9. verkefni Leikflokksins.
Miðapantanir i sima 1212.
Germania sýnir:
Rummungur
ræningi
Félagið Germania efnir til kvik-
myndasýningar i Tjarnarbiói i
dag, laugardag, klukkan fimm.
Sýnd verður kvikmyndin
„Neues vom R'áuber Hotxen-
plotz” — Nýjar fréttir af
Rummungi ræningja.
Rummungur ræningi á sér
marga aðdáendur á Ísíandi eftir
að Helga Valtýsdóttir gerði
hann frægan með lestri sinum i
Morgunstund barnanna fyrir
rúmum áratug. Þá hentu jafnt
börn sem fullorðnir gaman af
basli. og raunum Rummungs
ræningja. Hér er á ferðinni
fyrirtaks fjölskyldumynd, en
aðgangur er ókeypis og öllum
heimill.
MJR-salurinn:
„Steinblómið”
Ævintýrakvikmyndin „Stein-
blómið” verður sýnd i MIR-
salnum, Lindargötu 48 kl.
16 i dag. Þessi mynd var gerð i
Moskvu 1946 undir stjórn A.
Ptutsko, sovéska leikstjórans
sem kunnastur er fyrir ævin-
týramyndir sinar. „Steinblóm-
ið” var fyrsta sovéska litkvik-
myndin sem sýnd var hér á
landi skömmu eftir lok siðari
heimsstyrjaldarinnar. Naut
myndin mikilla vinsælda og var
sýnd lengi i Reykjavik og viða
um land. Aðgangur að MIR-
salnum er ókeypis og öllum
heimill.
Tjarnarbíó sýnir:
,Morðinginn’
Spennumyndin DER MÖRD-
ER (morðinginn) verður sýnd á
laugardaginn kl. 17 á kvik-
myndasýningu Germaniu i
Tjarnarbiói.
Myndin fjallar um sálarlif
morðingja sem sleppur undan
réttvisinni en á erfitt með að
friða eigin samvisku.
Aðgangur er ókeypis og öllum
heimill. (Myndin er þó ekki við
hæfi barna.)
Listasafn alþýðu:
Sýning Hjálmars
Þorsteinssonar
Hjálmar Þorsteinsson, list-
málari opnar i dag málverka-
sýningu i Listasafni alþýðu við
Grensásveg.
Hjálmar hefur starfað sem
myndmenntakennari á
Akranesi i hart nær þrjátiu ár. A
siðastliðnu ári fluttist Hjálmar
til Danmerkur, þar sem hann
hefur alfarið helgað sig mynd-
listinni, og eru flestar myndir
sýningarinnar málaðar i Dan-
mörku. A sýningunni eru 44
oliumálverk og 4 vatnslita-
myndir. Vönduð sýningarskrá
er gefin út i tilefni sýningar-
innar. Auk þess hefur Þórir Sig-
Þór Elís Pálsson
í Nýlistasafninu
Þór Elis Pálsson opnar i dag
sýningu I Nýlistasafninu við
Vatnsstig. Hann sýnir þar 5
verk, 4 myndlistarverk unnin i
ljósmyndir svo og eitt hljóð-
verk. Þór lauk námi frá Mynd-
lista- og handiðaskóla Islands
1978 og hefur nú undanfarin þrjú
ár stundað nám i Hollandi.
Þetta er önnur einkasýning
Þórs, en hann hefur tekið þátt I
samsýningum bæði hér heima
og erlendis.
Sýningin er opin frá kl. 14 til
22 um helgar og frá kl. 16 til 20
virka daga.
Fjórar sýningar á
Kjarvalsstööum
Hver krókur og kimi verður
nýttur til fullnustu á Kjarvals-
stöðum um þessa helgi. Þrir
listamenn islenskir ljúka þá
sýningu á verkum sinum og ein
til viðbótar opnar.
Hjálmar Þorsteinsson
urðsson, námsstjóri i mynd- og
handmennt samið litskyggnu-
þátt með tali og tónum, sem
fluttur verður i kaffistofu safns-
ins meðan á sýningunni
stendur. Hjálmar hefur áður
haldið fjórar einkasýningar,
þrjár á Akranesi og eina á
Akureyri, en þetta er fyrsta
einkasýning hans i Reykjavik.
Sýningin er opin daglega frá kl.
14—22. og lýkur henni sunnu-
daginn 4. april.
1 vestursal sýnir Einar Há-
konarsson málverk. Steinunn
Þórarinsdóttir sýnir skúlptúra
og myndverk i vesturforsal, og
Karl Júliussonsýnir myndverk i
austurforsal. Allar þessar sýn-
ingar hafa vakið mikla athygli
og umtal, og mörg verkanna
selst. Sýningunum þrem lýkur á
sunnudagskvöld.
Þá verður opnuð um helgina
ný sýning i Kjarvalssal, sýning
á gömlum bandariskum búta-
saumsteppum. Eigandi teppa-
safnsins, Marti Michell, flytur
erindi um sögu bútasaumsteppa
i Bandarikjunum við opnunina.
Sýningin verður aðeins opin i
eina viku, eða til 21. þessa mán-
aöar.
Ljósmyndir
i Bogasal
Ljósmyndasýningin Mynda-
safn frá Teigarhorni verður
opnuð laugardaginn 13. mars kl.
16 i Bogasal Þjóðminjasafnsins.
Myndirnar eru eftir tvo lærða
ljósmyndara, Nicoline Weywadt
(1848 - 1921) fyrsta kvenljós-
myndara á Islandi, og Hansinu
Björnsdóttur (1884 - 1973).
Myndirnar eru frá Austfjörðum
á árunum 1972 - 1930.
Sýningin verður opin almenn-
ingi sunnudaga, þriðjudaga,
fimmtudaga, laugardaga frá
13.30 til 16.00 og mun standa til
31. mai.