Þjóðviljinn - 13.03.1982, Blaðsíða 30

Þjóðviljinn - 13.03.1982, Blaðsíða 30
30 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 13.—14. mars 1982 Svavar Gestsson í Morgunpósti í gær Stórháskalegt foidæmij Samkvæmt þessum túlkunum gœti utanríkisráðherra lagt Þingvelli undir herinn „Það sem undrar mig mest i þessu Helguvikurmáli er, að samvinnuhreyfingin hefur gert og stutt til- lögur um ágæta lausn, en Framsóknar- flokkurinn hafnar til- lögum samvinnuhreyf- ingarinnar”, sagði Svavar Gestsson for- maður Alþýðubanda- lagsins m.a. i Morgun- pósti í gær. „Við skulum leggja okkur fram um að finna lausn á þessu máli sem er viðunandi. En við skulum gera okkur grein fyrir þvi hvað þarna er verið að tala um. Utanrikisráðherra hefur haldið þvi fram að hann ráði þessu máli einn og fari einn með það. Ef Amerikaninn og hann komast að þeirri niðurstöðu að það þurfi viðbótarland fyrir herinn þá sé ákvörðunin i hans Svavar Gestsson: Trúi ekki að Ólafur keyri málið á enda. höndum. Hér er um að ræða stórháskalegt fordæmi fyrir ts- lendinga og isl. stjórnmál á næstu árum, eða þann tima sem herinn verður hér. Setjum upp dæmi: Segjum að hér kæmi utanrikisráðherra, einhver allt annar maður en Ólafur Jóhannesson, sem væri þeirrar skoðunar að Amerikan- inn þyrfti t.d. Snæfellsnes, nú ellegar Þingvelli. Þá gæti sam- kvæmt þessum túlkunum þessi sami utanrikisráðherra lagt þessi landsvæði undir herinn. Hér er með öðrum orðum verið aðsegjaþaðað einn ráðherra sé i rauninni rikisstjórn og öll önnur stjórnvöld i landinu séu sett tilhliðar. Hér er um algjör- lega fráleitan hlut að ræða, prinsip varðandi stjórn landsins sem er óliðandi að minu mati.” 1 viðtalinu við Svavar kom fram að sennilega myndu liöa vikur eða mánuðir, jafnvelfram á næsta ár, áður en fram- kvæmdir hæfust, og hann tryði ekki ööru en Ólafur Jóhannes- son áttaði sig á alvöru málsins. „Ég trúi þvi ekki að Ólafur Jó- hannesson keyri þetta mál á enda.” Svavar kvað Alþýðubanda- lagið vilja herinn burt, og kvaðst eiga bágt með að skilja þá menn sem vildu auka við umsvifasvæði hersins meðan hann væri hér af illri nauðsyn eins og sumir hefðu að orði. Formaður Alþýðubandalagsins kvaðst hafa orðið var viö að ýmis öflvildu gjarnan losna viö flokkinn úr rikisstjórn. Alþýðu- bandalagið vildi hins vegar sitja i rikisstjórninni svo lengi sem hún starfaði á þeim grundvelli sem henni var markaður i önd- veröu. „Hvort þetta mál verður til stjórnarslita skal ég ekkert um segja. Það verður ákveðið af okkur hvenær það orð yrði sagt, og við látum ekki slita það út úr okkur i Morgunpósti einn góðan veðurdag, heldur mun það koma fram með öðrum hætti.” —ekh Spenna í þingflokki Framsóknarmanna Allt skelfur, en ekkert fæst rætt ,Það titrar allt og skelfur hér i þingsöl- um, meðal þjóðarinnar og innan rikisstjórnar- innar út af tveimur málum”, sagði einn af þingmönnum Fram- sóknarmanna í gær. ..Það merkilega er að þessi tvö mál, Helgu- vikurmálið og íscargo- málið, eiga eitt sam- eiginlegt. Þau hafa hvorugt verið rædd i þingflokki Framsókn- arflokksins.” Ummæli af þessu tagi benda til þess að nokkur ólga sé í þing- flokki Framsóknarflokksins út af einstefnu utanrlkisráðherra i Helguvikurmálinu. Svo var að skilja á öðrum þingmanni flokksins i gærmorgun að þess að vænta að boðað yrði til auka- fundar i þingflokknum i gær, og mál væru mjög eldfim, en sam- kvæmt heimildum Þjóðviljans varð ekki af þvi. Þingflokks- fundur Framsóknarflokksins verður þvi ekki fyrr en á mánu- dag ogeruþá „feimnismálin” á dagskrá. — ekh Formaður þingflokks Framsóknar um stjórnarsamstarfið Engar stórframkvœmdir á vegum Varnarliösins Minn skilningur að í utanríkis- málum ríki nánast „status quo” ,,Minn skilningur á stjómarsamstarfinu er sá, að i utanrikismál- um riki nánast „status quo”. ” sagði Páll Pét- ursson formaður þing- flokks Framsóknar- manna i viðtali við Morgunblaðið i febrúar 1981. Enginn mælir þvi i mót að ef úr hugmyndum utanrikisráð- herra um framkvæmdir við oliubirgðastöð og höfn á vegum hersins á Suðurnesjum verður er um að ræða meiriháttar Páll Pétursson, formaöur þing- flokks Framsóknarmanna. framkvæmdir. í þvi sambandi rifjar Þjóðviljinn upp ummæli formanns þingflokks Fram- sóknarflokksins, þar sem hann staðfestir þann skilning sinn að milli stjórnarliða riki sam- komulag um óbreytt ástand f ut- anrlkismálum. I áðurnefndu viðtali segir Páll Pétursson orðrétt: ,,Minn skilningur á stjómar- samstarfinu er sá, að i utanrík- ismálum riki nánast „status quo”, herinn verður ekki látinn fara eins og sumir okkar vilja, en hins vegar verða þær breyt- ingar,sem gerðar verða i þá átt að aðskilja herlifið og þj^lifið. Ég skil stjórnarsamstarfið þannig að ekki sé ástæða til að stuöla að neinum stórfram- kvæmdum á vegum Varnarliðs- ins.” Höfn fyrir 35 þúsund lesta olíuskip, löndunaraöstaöa, ný oliubirgðastöð i næsta nágrenni Keflavíkur, nýtt svæði undir herinn i Helguvik, og „virkjun” svæðis I Gerðahreppi „i eigu” varnarmáladeildar flokkast hvorki undir —óbreytt ástand — né aðskilnaö herlifs og þjóðlifs. — ekh Kór Menntaskólans við Sund. Á myndina vantar nokkra kórfélaga en þeir eru alls um 40 talsins. Kór Menntaskólans við Sund: Heldur tónleika í Bústaðakirkju Kór Menntaskólans við Sund heldur tónlcika á morgun (sunnudag) kl. 8.30. I Bústaðakirkju. A dagskrá verða lög eftir erlenda og innlenda höfunda. I vetur hefur kórinn sungið við nokkur tækifæri ínnan skóla og utan, núna siðast við setningu hinnar árlegu Þorravöku i M.S. Næstu helgi áætlar kórinn að fara i ferðalag til Austurlands og halda nokkra tónleika þar. Stjórnandi kórsins er Guömundur Öli Gunnarsson. Vinna við sýninguna I Þinghólsskóla var í fullum gangi er við litum þar við i gær. Ljósm —gel. Sýning í Þinghólsskólanum: KÓPAVOGUR — bærinn okkar! Mikið hefur verið aö gerast I Þinghólsskóla i Kópavogi undan- farnar tvær vikur, en þann tima hafa kennarar og nemendur skól- anskastað frá sérnámsbókum og reglugerðum, en einbeitt sér að sjálfstæðu verkefni, sem ber yfir- skriftina: KÓPAVOGUR — BÆRINN OKKAR. Nemendur skiptu sér i hópa og tóku þeir fyrir nokkur verkefni sem tengjast þessari yfirskrift. Þar má nefna hóp um sögu og uppruna Kópa- vogs, annan um Kópavog, náttúru og umhverfi, sá þriðji um sjó- vinnu, fjórði fjallaði um menn- inguna i Kópavogi o.s.frv. Afrakstur þessa sjálfstæða starfs verður svo til sýnis i skól- anum nú um helgina og verður Þinghólsskóli opinn öllum, báða dagana milli kl. 14.00 og 18.00. Veitingar verða á boðstólum og er ekki að efa að Kópavogsbúar og aörir, verða margs visari um bæ- inn, eftir heimsókn á sýninguna en áður. —v.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.