Þjóðviljinn - 13.03.1982, Side 31

Þjóðviljinn - 13.03.1982, Side 31
Helgin 13.—14. mars 1982 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA31 Frá umræðunum um Iscargomálið á alþingi Yerslun með flugrekstrar- leyff’ Hér er uppistaðan i eignum lscargo h.f. sem Arnarflug h.f. keypti f fyrradag. Á efri myndinni er bif- reiðin, sem svo er nefnd og á þeirri neðri Electra flugvélin en um ágæti hennar fer tvennum sögum. — (Ljósm.: — eik -) Ég tel að ekki sé rúm fyrir fleiri en einn aðila i áætlanaflugi á milli landa, sagði Árni Gunnarsson al- þingismaður iumræðum á alþingi um kaup Arnarflugs á íscargo. Sagðist hann vera hræddur um að Flugleiðir yrði svipt áætlanaleyfi til Amsterdam og Arnarflug fengi það leyfi, en íscargo hefði áður haft leyfi þangað. Steingrimur Hermannsson furðaði sig á þvi að Arni Gunnars- son hefði undir höndum pappirs- gögn um kaup Arnarflugs á Is- cargo og sagðist gjarna vilja vita hvernig á þvi stæði. Sjálfur hefði hann ekki haft aðgang að þessum gögnum. Sagðist hann hafa heyrt þvi fleygt að minnihluti stjórnar Arnarflugs hefði afhent Árna þessi plögg. Hringamyndun hindruð Þannig er, að þegar rikið veitti Flugleiðum stóru fyrirgreiðsluna 1980 var þaö gert að skilyrði að ilugfélagiðmættiekki eiga meiri- hluta i Arnarflugi. Siöan hafa Flugleiðir ekki átt nema 40% hlutabréfa i Arnarflugi. Við at- kvæðagreiðslu um kaup Arnar- flugs á tscargo i stjórn Arnar- flugs voru kaupin samþykkt með þremur atkvæðum gegn tveimur. Steingrimur sagðist ekki telja óeðlilegt að Arnarflug fengi áætl- analeyfið til Amsterdam. Það væri eðlilegt að samkeppni væri hæfileg i fluginu, þó að sjálfsögðu yrði að gæta þess að fyrirtækin færu sér ekki að voða i sam- keppninni. Reynslan af einu flug- félagi i áætlanaflugi væri slæm. Tilhneiging hefði orðið til hringa- myndunar (flugfélag, hótel, veit- ingastaðir, bilaleiga o.s.frv.). Vegna þessa vildi hann vernda hefðbundnar áætlanir Flugleiða en gefa öðrum flugfélögum kost á að fá að spreyta sig i samkeppn- inni á nýjum leiðum. Þannig fengist nærtækur samanburður án þess að flugfélögin færu sér að voða. Steingrimur sagði að þróunin i flugmálum hefði verið mjög ör siðustu ár. Þannig hefði áætlana- flug og leiguflug blandast i raun, þannig að oft væru óljós mörk á milli. Heppilegast þætti nú i rekstri flugfélaga að hafa ákveðnar áætlanir auk leiguflugs. Hann vildi þvi gefa Arnarflugi kost á þvi að fá einhverjar fastar áætlanir einsog Flugleiðir hefðu haft og hefðu. Þvi væri rétt að Arnarflug fengi nú flugrekstrar- leyfið til Diisseldorf, Ziirich og Amsterdam einsog nú væru horf- ur á. Flugleiðir héldu eftir sem áður áætlunum sinum til Skandi- naviu. Bretlands, Frankfurt auk Atlantshafsflugsins. Öreigum rétt hjálpar- hönd t þessum umræðum sagði AI- bert Guðmundsson m.a. að það væri ósanngjarnt að halda þvi fram að hér blönduðust saman viðskipti og stjórnmál. Þá sagði hann að þeir pappirar sem Arni Gunnarsson hefði vitnað til, hefðu verið sýndir bankaráði Útvegs- bankans en þeir væru stranglega merktir sem trúnaðarmál. 1 úmræðunum var forsaga málsins nokkuð rakin og kom m.a. fram að Perúmenn hefðu verið að hugsa um að kaupa El- ectra vél Iscargos, en ekki orðið af kaupunum. Heföi gjaldþrot fyrirtækisins verið yfirvofandi þegar af téðum kaupum varð og Útvegsbankinn hefði margoft gefið frest meðan verið var að reyna að bjarga málum. Sagði Albert að með lipurð sinni hefði bankastjórnin bjargað 7 til 10 manns frá gjaldþroti og væri það bankanum til mikils sóma að hafa forðað fólkinu frá þvi að verða ör- eiga. Albert spurði hvort Flug- leiðir væru eina fyrirtækið sem ætti rétt á fyrirgreiðslu. Arnar- flug og Iscargo hefðu allavega ekki farið fram á fjármagn eða fyrirgreiðslu frá rikinu. Ólykt af málinu Alþýðuflokksmennirnir, Vil- mundur, Arni og fleiri margitrek- uðu að hér væri verið að versla með flugrekstrarleyfi (áætlana) og að það væri ólykt af þessu máli. Tómas Arnason og Albert sögðu að hér væru um svo alvar- legar ásakanir að ræða, að menn yrðu að renna einhverjum stoðum undir slikar fullyrðingar. Einsog sagt var frá i blaðinu i gær stóð Garðar Sigurðsson upp og sagði frá þvi að bankaráð Útvegsbank- ans hefði fyrst séð þessi gögn um kaupin eftir að samningurinn hefði verið gerður. óhætt væri að fullyrða að kaupendur Iscargos væru ekki bara bjartsýnir, heldur og mjög rikir. — óg Miklar sögusagnir eru á kreiki um ásigkomulag Electra-flug- vélar þeirrar sem er aðaleign Is- cargo og Arnarflug keypti í fyrra- dag. Kaupverðið með varahlut- um, nokkrum skúrum og þeirri „bifreið” sem myndin hér á siðunni er af, var 29 miijón krónur. Sumir halda þvi fram að flugvélin sé i mjög lélegu ásig- komulagi. Þvl er haldið fram að málmurinn I gólfi vélarinnar sé mjögtærður vegna gripaflutninga þeirra sem vélin hefur verið not- uð i og fleiri sögúr i svipuðum dúr eru á kreiki. Ekki vitað Þjóðviljinn leitaði til fagmanns, sem nokkuð hefur kynnt sér ástand vélarinnar og spurði hann álits á vélinni. Hann sagði að þegar vélin var keypt á sinum tima hefði hún verið i góðu standi. En hann sagði að viðhaldi hennar hefði verið ábótavant og þvi væri vélin ekki i jafn góðu standi og um ástand hún gæti verið. Hann sagði sögúrnarum tæringuna o.fl. vera rangar, en aftur á móti væru margir hlutir i vélinni, sem eru háðir flugtimum komnir á siðasta snúning, ættu ár eftir eða svo og endurnýjun þeirra væri m jög dýr. En það sem verst er af öÚu, sagði hann vera það, að alla vélarinnar pappira vanti um þær breytingar sem gerðar voru á vélinni, svo og um viðhald á henni, þannig að i raun væri ekki vitað meö vissu um ástand hennar. Hann taldi ennfremur að svo miklar upplýs- ingar vantaði um þessi atriði að ekki ætti að leyfa að fljúga vélinni fyrr en þær lægju fyrir. — S.dór. STÓRKOSTUGT SKIÐATÆKIFÆRI! Ylkufeió tfl. KfTZBUHEL 20.mais fcriraóeins 3.900krónur Hér er tœkiíœri, sem geíst sennilega aldrei aftur. Vegna Flogið verður til Múnchen en þaðan er ekið í langíerðabíl óvœntra möguleika geta Flugleiðir boðið skíðctíólki vikulerð til Kitzbíihel. Þar er frábœr aðstaða til skíðaíerða, nœgur snjór til Austurrikis. - eins besta skíðalands í heimi! og góður aðbúnaður. Ferðin kostar aðeins 3.900,00 krónur, en i verðinu lelst flug- íerð, ferðir til og írá ílugvelli, gisting og morgunmatur. A5eins joeSSÍ eína Íer5! Upplýsingar geía söluskriístofur okkar. FLUGLEIÐIR ÉS ___________Gott fólkhjá traustu félagi Æ.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.