Þjóðviljinn - 13.03.1982, Síða 32

Þjóðviljinn - 13.03.1982, Síða 32
 Aöalslmi Þjóðviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag til föstudaga. Utan þess tima er hægt aö ná I blaðamenn og aöra starfsmenn hlaðsins I þessum simum: Ritstjórn 81382,81482 og 81527, umbrot Aðalsími Kvöldsími Helgarsími afgreiðslu 81663 Helgin 13.—14. mars 1982 8x285, ljósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9-12 er hægt aö ná i af- greiöslu blaðsins 1 sima 81663. Blaðaprent hefur sima 81348 og eru blaöamenn þar á vakt öll kvöld. 81333 81348 nafn vrikunnar Kristinn Finnbogason Arnarflug yfirtekur miklar skuldir Iscargo viö Útvegs- bankann og fær væntanlega flugleyfi þess uppgjafarfé- lags til Amsterdam. Og vafalaust hangir fleira á spýtunni um möguleika Arn- arflugs til aukinna umsvifa i Evrópuflugi. Aðdróttanir fara fjöllum hærra: er sam- gönguráðherra aö hygla flokksbróður sinum, höfuö- paur Iscargos? Kem hvergi nærri, segir Steingrimur og lætur sér hvergi bregða og Kristinn Finnbogason, jarl af Iscargo, tekur undir. A þingi er það helst að heyra af Albert Guðmundssyni, for- manni bankaráðs Útvegs- bankans, að hér séu öll biss- nessjónarmið útilokuð, hér sé um björgunarsveit i mannúðarstarfi aö ræða: menn vilji ekki að eigendur Iscargos verði eignalausir menn og fjölskyldur þeirra. Kristinn Finnbogason er nafn vikunnar, þótt hann sé ekki sá sem oftast er nefndur i fréttagusum af máli þessu. Hann er þó tilefniö. Kristinn er einn af þessum litriku per- sónuleikum sem islenskur fjármálaheimur státar af þegar hann er að reyna að sýnast skemmtilegri en hann er. Hann hóf feril sinn i Æskulýðsfylkingunni, ungur rafvirki i þá tið, en yfirgaf hana vegna ágreinings um það hvort selja ætti útivist- arskála þess félagsskapar. Siðan hefur frómur viða far- iö. Fengist við bilasölu og bilaleigu, gengiö i Fram- sóknarflokkinn og kryddað húsakaupamál hans með skáldlegum og eftirminnileg- um hætti. Svo fór að Fram- sóknarmenn kusu Kristin sér aö kraftaverkamanni og settu hann yfir fjárhag Tim- ans. Allt leit vel út um tima, en þegar upp var staðið þótti sem kraftaverkin væru heldur i skötuliki, þvi það er eins með fjárhag Timans og sovéskan landbúnað: Það var þá að fíllinn kviöslitnaði þegar hann reyndi að lyfta þeim hlussum. Þegar Kristinn hafði af- rekaö nóg á Tímanum tók hann til við flutningaflug með Iscargo. Urðu þar af margar sögur ágætar af kjúklingum i pilagrimsflugi og ýmsum kvikindum öör- um, sem ekki kunna þá hátt- prýði og hreinlætisumgengni sem gera flugvélar langlifar. Urðu þau umsvif öll minni en skildi og skuldir hrúguðust upp svo sem fregnir greina. Kristinn kennir um styrjöld milli Iran og Irak og minnk- andi umsvifum i hrossaút- flutningi — það er þess vegna, svo og fyrir náunga- kærleika kristilegan, sem Albert boöar, að Electra- flugvél gömul og þreytt fær- ist nú yfir til Arnarflugs. En Kristinn Finnbogason er að sjálfsögðu ekki af baki dottinn fremur en fyrri dag- inn. Hann ætlar að halda áfram að fljúga, þótt hann sé leiöur orðinn bæði á fólki og hrossum. Hann ætlar að fljúga með fisk. — áb — Þegar Þingeyingar tóku upp á þvi að endur- vekja menninguna á síð- ustu öld þá gleymdu þeir ekki músikkinni. Fiðlan varð þá rikjandi hljóðfæri í Þingeyjarsýslum/ en þó munu menn hafa spilað á flautur líka og dálítið á langspil/ sagði Garðar Jakobsson frá Lautum í Reykjadal í samtali við Þ jóðviljann. — Upphafsmaður að fiölu- leiknum var Jón Jónsson i Vogum við Mývatn, Voga-Jón eins og hann var kallaður. Hann kom með fyrstu fiöluna á miðri 19. öld, nánar tiltekið árið 1850 eða ’51. Frá honum útbreiddist þetta. Ég er þó ekki frá þvi að Arngrimur málari, sem var sonur Skarða-Gisla hafi hvað mest út- breitt fiöluleik, en Jón kenndi honum að leika á fiðlu, en hann kunni að leika á flautu fýrir. Þeir léku saman. Alls staðar þar sem Arngrimur settist að kom upp músiklif. Hann var tengdasonur Benedikts á Stóruvöllum og þar var spilað á þrjár fiðlur, þri- raddað. A þessum árum voru ótrúlega margar fiðlur fluttar inn og margir sem fóru aö leika á þær. Ég minnist til dæmis einna 27 fiðluleikara I Reykjadalnum einum. Fiðlan var til margra hluta nytsamleg. Sigtryggur Spjallað við Garðar Jakobsson fiðluleikara: Garöar Jakobsson fiðluleikari með fiðluna, sem hann fékk fermingarárið sitt 1927. Enn er hún hljóm fögur og ekki förlaðist fiðluleikaranum, er hann lék eldfjörugan polka svo unun var á aö hlýða. — Ljósm gel. landinu eru frá Elstu fiðlur í öndverðri 18. öld Helgason á Hallbjarnarstöðum notaði fiðlu viö kórstjorn, notaði hana til að kenna raddir. Svo varð fiölan á timabili mjög vinsæl til að spila á fyrir dansi. Frægasti fiðluleikarinn á þessum slóðum var án efa Hjálm- ar Stefánsson frá Vagnbrekku i Mývatnssveit. Hann var mjög örgeðja og spilaði af miklum hita og tilfinningasemi, hvort sem það var sorgin eða gleðin, sem hann túlkaði. Gamlir menn hafa sagt mér aö hann hafi átt það til að fara einn á báti út á Mývatn meö fiöluna sina og látiö bátinn bera sig um vatnið og spilaö á fiðluna. Þá hafi hann spilað út um hagann og þar sem fossar féllu og haft fossaniöinn að undirleik. Flestir sem fengust við fiðluleik spiluðu dans- og sönglög, en sumir kvæðalög og kváðu með fiðlunni. Þá var það til að laglinan var leikin á fiöluna en sunginn bassi undir. Það má geta þess að það voru nær eingöngu karlmenn, sem léku á fiölu. Ég veit ekki um nema eina konu, sem lék á fiölu á þessum árum. Hins vegar léku þær á harmóniku, þegar þær komu. — Hvaðan komu þessar fíölur? — Ég veit að þær voru fluttar inn frá Danmörku, en þær voru ekki danskar nema fáar. Elsta fiðlan, sem ég hef fundið er frá árinu 1712, önnur er frá 1721 og þriðja frá 1733. Þessar þrjár elstu fiðlurnar eru merktar Stradivari- usi, en ég geri fastlega ráö fyrir að um eftirlikingar sé að ræða. Við þessar fiðlur er hægt að gera og eina þeirra er búið að gera við. Sérfróðir menn segja þær hand- smiðaðar og vandaðar. — Kunnu þessir gömlu fiölu- leikarar að lesa nótur? — Fiðluleikararnir voru sjálf- menntaðir, en þeir öfluöu sér þekkingar og sumir læröu nótna- lestur og annað slikt. Stöku menn kenndu undirstöðuatriðin I fiðlu- leik og tónfræöi. Mér er ekki kunnugt um hvernig nótna var aflað, en þær voru frá útlöndum. Einstaka maður var búinn aö koma sér upp býsna myndarlegu nótnasafni einkum eftir að org- elin fóru að koma. — Veistu nokkuö hvað menn guldu fyrir fiölur sinar á siðustu öld? — Jón Jónsson sem ég gat um áðan og læröi að leika á fiðlu i Kaupmannahöfn er hann var þar viö smiðanám, verölagði hljóð- færi sin árið 1851. Fiðluna mat hann á 4 rikisdali, harmoniku á hálfan rikisdal og spiladós á 12 rikisdali. Verðið á spiladósinni gæti gefið til kynna að þarna hafi verið um að ræða stórt hljóðfæri. önnur verðlagning er til frá árinu 1848, en þá keypti Jón fiðlu á 2 spesiur, en frakka á 5 spesiur. Fiðla Voga-Jóns er nú glötuö. — Hljómlist hefur þvi staðið með miklum blóma i Þingeyjar- sýslum á þessum tima? — Já, það er alveg öruggt. Það má til dæmis geta þess af þvi að samvinnuhreyfingin á 100 ára af- mæli um þessar mundir, að Bene- dikt á Auönum hefur mjög liklega verið einn af fiölu- og flautuleik- urunum, en hann var lika þjóð- lagasafnari. Hann útvegaöi fiðlur frá útlöndum, hann hefur áreiðanlega fengið einhvern vin sinn til að fara á fornsölur og þannig séu þessar gömlu fiðlur margar hverjar tilkomnar. Sigurgeir á Stóruvöllum getur þess aö Benedikt hafi oftast áminnt sig um að koma á kaup- félagsfundi til aö stjórna söng. — Nú ertþú fíðluleikari sjálfur. Hvenær byrjaöiröu aö fást við fiöluna? — Það má kannski segja að ég sé siðasti fiðluleikarinn af hinum gamla skóla. Ég byrjaöi að leika á fiðlu eftir að Laugaskóli var stofnaður. Þá höfðu nemendur fiölur meö sér I skólann og ég átti heima við bæjarvegginn og stalst i fiðlurnar þegar nemendurnir voru i timum. Svo eignaöist ég fiölu fermingarárið mitt 1927. Sú fiðla var pöntuð gegnum Import- ören, en það var póstverslun; þannig voru margar fiðlur keyptar. Þessi fiðla hefur fylgt mér siðan. Hún er Itölsk.að mestu handsmiðuð og ágætlega vönduð.” — Stofnuöu mcnn ekki fiðlu- sveitir þar norður frá? — Mér er i barnsminni aö Hjálmar Stefánsson kom með hóp fiðluleikara og spilaði fyrir dansi, en á árunum 1934—36 starf- ræktum við 9 manna hljómsveit. Þar léku fimm á fiðlu, einn á mandólin, annar á orgel, þriðji á pianó og svo einn á handsmiðaða trommu. Hún var með tréhliðar og voru strengdir kálfsbjórar á sinn hvorn enda. — Og nú ertu að grafa upp hvað varð um allar þessar gömlu fiðlur. — Já, það eru tvö ár siðan ég fór að grennslast fyrir um þær. Ég er búinn að finna og skrá um 40 gamlar fiðlur. Sumar eru illa farnar og búnar að tapa sinu merki, en flestar eru italskar, eins og ég sagðið áðan, nokkrar þeirra eru þýskar, þar á meöal fiðla Hjálmars Stefánssonar. Eina franska fiðlu hef ég llka fundið. Ég veit hins vegar um margar fiðlur sem ég á eftir að skrá. Ég reyni að grafa upp allan fróðleik varöandi þessar fiðlur, hvaöan þær séu og hverjir hafi leikiö á þær og þess háttar. Ég væri þvi afar þakklátur fólki ef þaö sendi mér upplýsingar um þetta efni, sagði Garðar. I lokin er rétt að árétta ósk Garðars um að fá sendan fróðleik um gamlar fiðlur, sem kunna að vera til í landinu. Heimilisfangið er að Lautum I Reykjadal I Suður-Þingeyjarsýslu. —Svkr.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.