Þjóðviljinn - 01.04.1982, Side 1

Þjóðviljinn - 01.04.1982, Side 1
DJOOVIUINN Ný samtök grásleppukarla: Urðu undir á aðalfundinum Fimmtudagur 1. april 75. tbl. — 47. árg. og þess vegna hlaupa þeir nú burt, segir Guð - mundur Lýðsson Maður sér í hendi sér að hér róa grásleppuhrogna útflytjendur undir hjá þeim mönnum/ sem ætluðu aö ná yfirtökunum á aðal- fundi SGHF/ en urðu undir i atkvæðagreiðslu/ una því ekki og rjúka nú til og ætla að stof na ný samtök, sagði Guðmundur Lýðsson, framkvæmdastjóri Sam- taka grásleppuhrogna- framleiðenda í samtali við Þjóðviljann i gær vegna stofnunar hinna nýju sam- taka sem skýrt var frá í blaðinu í gær. Ég veit ekki hvort þetta verður til þess að sprengja SGHF, en vissulega getur stofnun nýrra samtaka veikt okkar samtök og þetta er sérlega bagalegt nú, þeg- ar virðist vera að rofa til i okkar málum með tilkomu nýrra laga um grásleppuveiðar, sagði Guð- mundur. Hann sagði að auövitaö væri öllum heimilt að stofna sam- tök, en að sinum dómi væri það heiöarlegra aö berjast innan sinna samtaka fyrir ákveðnum málum og skoðunum, i stað þess að rjúka burt I fýlu og stofna ný samtök, vegna þess að menn veröa undir á fundi. c Þór Magnússon þjóðminjavörður var fyrstur fræðimanna á staðinn í gær og sést hér handleika krossinn sem fannst við eina hauskúpuna og er ekki af norrænum uppruna. i dag verður sýning i Þjóðminjasafninu á mannvistarleifunum úr Helguvik. Ljósm.eik. Stórmerkur fornleifafundur í Helguvík í gær? Kapella írskra munka? Þjóðminjavörður stöðvar jarðrask í Helguvík meðan rannsókn fer fram Þegar starfsmenn Orkustofn- unar voru að fást við undirbúning borunarframkvæmda i Helguvík við Keflavik i gær komu þeir nið- ur á mannvistarleifar, sem urðu til þess að þeir stöðvuðu vinnuna og höfðu samband við iögreglu og þjóðminjavörð. Verið getur að hér sé um elstu minjar sem til þessahafa fundist um mannvist i landinu og að þær renni stoðum undir þá staði i fornum ritum sem segja að hér hafi trar (Papar) setið áður en norrænir menn komu að landi. „Þetta er alveg stórmerkilegur fundur, og ef er eins og sýnist við fyrstu sýn, að hér séu fundnar minjar frá þvi fyrir norrænt land- nám, þá eru þetta ekki litil tiðindi i tslandssögunni”, sagði Þór Magnússon þjóðminjavörður. Þór sagði að krossinn sem fannst við eina hauskúpuna bendi sterklega til að hér hafi verið papar á ferö, þvi hann er alls ekki af norrænum uppruna. Allar framkvæmdir Orkustofn- unar i Helguvik hafa verið stöðvaðar um sinn meðan frekari rannsókn fer fram á svæðinu, en sifellt fleiri minjar komu i ljós eftir að fornleifafræðingar höfðu hafið skipulega rannsókn á svæö- inu. ,,Af þeim hlutum sem þegar hafa fundist er helst að merkja að hérna hafi verið kapella irskra munka, en það er auðvitað vara- samt að fullyröa nokkuð frekar á þessu stigi”, sagði Þór þegar blaðamaður Þjóðviljans ræddi við hann i Helguvik i gær. Þór bætti þvi við að örnefnið Helguvik styddi hans ágiskanir, þvi likast til hefði hún heitið upphaflega „Hin helga vik”. Akveðið hefur verið að halda sýningu á þeim minjum sem þeg- ar hafa fundist i Lögbergi á lóð Háskólans, og hefst sýningin kl. 16.00 i dag. Þar munu ýmsir fræðimenn verða til staðar og skýra og útlista þennan stórmerka fornleifafund. Sjá nánar um fornleifafundinn i Helguvik og ummæli ólafs Jó- hannessonar utanrikisráðherra á bls. 3. -lg- Sjá síðu 3 Framkvœmdastjóri Jarðefnaiðnaðar h.f: Slær vopnin ur hendi þingmanna Suðurlands Jón Helgason. í gærkveldi stóð til að þingmenn Suðurlands- kjördæmi legðu fram þingsályktunartillögu sina um að steinullar- verksmiðjan verði reist i Þorlákshöfn. Sama dag lætur framkvæmda- stjóri Jarðefnaiðnaðar h.f. hafa eftir sér í blaðaviðtali að það skipti engu máli hvað rikisstjórn eða Alþingi segi um þetta mál, Sunnlendingar muni reisa steinullarverk- smiðju i Þorlákshöfn hvað sem hver segi og keppa við þá sem talað hefur verið um að byggja á Sauðarkróki. Að áliti þingmanna i gær slær hann vopnin úr höndum þing- manna Suðurlandskjördæmis, sem eru að afla málstað Sunn- lendinga fylgi á þingi. Ummæli þessa manns breyta ekki þeirri sannfæringu minni að steinullar- verksmiðjan eigi að risa i Þor- lákshöfn og með 40% eignarhlut rikisins, sagði Garðar Sigurðsson alþingismaður i gær. Hann sagði að það væri heimild fyrir þvi ef nægjanlegt hlutafé safnaðist að reisa steinullarverksmiöju i Þor- lákshöfn en ég tel útilokað að tvær verksmiðjur verði reknar hér á landi og ef rikið tekur þátt i þeirri fyrir norðan, þá er vonlitið aðbyggjaaðra fyrir sunnan. Þess vegna verðum við að vinna okkar Framhald á 14. siðu Ulfar Þormóðsson I formaður ! j Útgáfu- j j félags j : Þjóðviljans j Aðalfundur Otgáfufélags I I Þjóðviljans var haldinn fyrir J ■ stuttu. Nýkjörinn stjórn kom , I saman á sinn fyrsta fund i I fyrrakvöld og var Úlfar Þor- I | móösson þar kjörinn for- J ■ maður Útgáfufélagsins. . I Svavar Gestsson var for- I maður Útgáfufélagsins sið- 1 | asta starfsár, en tilkynnti á 1 ■ aðalfundi að sökum anna ■ Igæfi hann ekki kost á sér til | formennsku i Útgáfufélaginu , ■ næsta starfsár. I Auk Úlfars Þormóðssonar I skipa stjórn útgáfufélags | I Þjóöviljans eftirtaldir . * menn: Adda Bára Sigfúsdóttir, I Ingi R. Helgason, Margrét | I Björnsdóttir, Ólafur R. Ein- ■ ' arsson, ólafur Ragnar I I Grimsson, Ragnar Arnason, I Skúli Thoroddsen, Svanur | I Kristjánsson, Svavar Gests- ■ ' son og Þorbjörn Guðmunds- l | son. — Og til vara: Kjartan I I ólafsson, Gisli B. Björnsson, | I Gunnar H. Gunnarsson og ■ * Guðmundur Agústsson. I

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.