Þjóðviljinn - 06.04.1982, Side 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 6. apríl 1982.
Voru ráðherrarnir blekktir?
52 skip til viðbótar
á þorskveiðar
Spurt um skipa-
kaup á alþingi
Allur loðnuflotinn, 52 skip hafa
bæst við flotann á þorskveiðum,
sagði Garðar Sigurðsson á alþingi
á föstudag. Hvert nýtt skip þýðir
minni afia fyrir þau sem fyrir
eru, meiri óhagkvæmni sem þýöir
með hærra fiskveröi meiri verö-
bólgu í landinu. Þaö var Pétur
Sigurðsson alþingismaöur sem
kvaddi sér hljóös utan dagskrár
'vegna kaupa þeirra Ólafs Ingi-
marssonar og Nlels Arnasonar á
skipinu Einar Benediktsson sem
er:il2tonna skip.
Steingrimur sjávarútvegsráö-
Garðar Sigurðsson
herra og Tómas Arnason við-
skiptaráðherra gerðu grein fyrir
málavöxtum og sögðu ekki
ástæðu til að gripa til einhverra
ráðstafana að athuguðu máli.
Margir þingmenn töldu að stjórn-
völd hefðu verið blekkt i þessu
máli, þarsem kaupendur nýja
skipsins hefðu ekki veriö löglegir
eigendur þeirra tveggja skipa
sem afskráð eru vegna þess ný-
keypta. Þá voru ráðherrarnir
ásakaðir um að misnota vald sitt
og hygla flokksbræðrum sinum.
A máli Tómasar Arnasonar
viðskiptaráðherra og Steingrims
Hermannssonar sjávarútvegs-
ráöherra kom fram að þegar leyfi
voru upphaflega veitt og fyrir-
greiðsla um kaup þessa fiskiskips
sem er tiu ára gamalt, þá hefði
þaö verið gert i endurnýjunar-
skini fyrir Fálkann BA 30 9, sem
var 59 tonna bátur, og Sæhrimni
IS sem var 87 tonn. Sagði
sjávarútvegsráðherra að sóknar-
þungi nýja skipsins væri talinn
ámóta og bátanna tveggjá.
Pétur Sigurösson. Matthias
Bjarnason, Garðar Sigurðsson og
fleiri töldu að hér hefðu verið um
svikað ræða. Sagði Garðar að þvi
miður benti allt til þess að svo
væri.
Menn ættu þvi að viöurkenna aö
hér hefðu átt sér staö hrapalleg
mistök. Skipakaupendur
hefðu ekki getað sannaö að þeir
hefðu átt Fálkann sem sökk á sl.
ári. Nú hefðu á einum degi bæst 52
fiskiskip i flotann sem sækti á
þorskmiðin. Það væri loðnuflot-
inn. Menn sæju i hendi sér að
brýna nauðsyn bæri til að hafa
sérstaka aðgát og leyfa ekki
skipakaup nema i undantekning-
artilfellum. Ætti að hafa tilskilin
leyfi öll á einum stað. Þyrfti að
setja þröngar reglur um þessi
mál til að koma i veg fyrir mis-
tök. Umrætt skip væri fjallgam-
alt og mætti þess vegna eins búast
viö þvi að það yröi selt úrelding-
arsjóöi innan fárra ára. Einar
Benediktsson væri tvöfalt eldra
skip en Fiskveiöisjóður setti
mörk um.
Nokkrir þingmenn höfðu orð á
nýju lagi á skipum það væri
„framsóknarlagið” (sbr. Engeyj-
arlag). Þ.e. þegar klippt er fram-
an af skipum. —óg
Lánafjárlög
til efrí deildar
Frumvarp til lánsf járlaga I
I var samþykkt á fimmtudag I I
1 neðri deild meö breytingatil- 1
J lögu fjármálaráðherra um I
I raösmiöi fiskiskipa og sagt I
I hefur veriö frá hér i blaðinu. I
Töluverðar umræöur voru •
I’ á fimmtudaginn við lok I
þriðju umræðu. Þegar kom
til atkvæðagreiðslu kvöddu |
stjórnarandstöðuþingmenn ,
• sér hljóðs um dagskrár og i
Ikvörtuðu undan þvi, að hafa
fengið upplýsingar seint og |
illa. Ragnar Arnalds sagði ■
• að hann hefði gert grein fyrir I
Isparnaðartillögum rikis- I
stjórnarinnar (120 miljónir) |
á fundi fjárhags og viö- ■
■ skiptanefndar. Halldór I
IAsgrimsson staðfesti þetta
og sagði að frumvarpið hefði |
verið afgreitt úr nefndinni og ■
* þvi væri ótækt að visa þvi I
Iaftur til nefndarinnar. Siðan I
var frumvarpiö samþykkt |
meö áðurnefndri breytingar- ■
* tillögu til efri deildar. — I
Smfónían í neðrí defld
Sveinn Jónsson, Egilsstöðum.
Sveiun Jónsson á Egilsstöðum
hefur n t tekiö sæti i a lþingi fyrir
Helga Seljan serr, er ijarverandi
frá þingsiórlum veg.ia v'úkinda.
Sveinn hefur áður setiö á alþingi
á þessu kjörtimabili.
Gunnar R. Pétursson situr nú á
þingi fyrir Sighvat Björgvinsson
sem er i útlöndum.
— óg
Ingvar Gislason menntamála-
ráðherra mælti fyrir frumvarpi
um Sinfóniuhljómsveit tslands i
neðir deild á fimmtudaginn.
Vænti hann góðrar fyrirgreiðslu i
deildinni en frumvarpið var eins
og kunnugt er lengi til umfjöll-
unar i efri deild.
Arni Gunnarsson hafði ýmsar
athugasemdir við frumvarpið þó
hann væri samþykkur þvi i megi-
atriðum. Hann teldi til dæmis
ófært að Rikisútvarpið tæki þátt i
rekstrarkostnaði hljómsveitar-
innar, það væri baggi á út-
varpinu. Þetta væri sinfóniu-
hljdmsveit tslands en ekki
Reykjavikur og eöli málsins sam-
kvæmt ætti rikiö að borga.
Guðrún Hclgadóttir lýsti yfir
eindregnum stuðningi við frum-
varpið. 1 sjálfu sér gæti hún tekið
undir það sjónarmið að rikið
borgaði allan rekstrarkostnaðinn.
Hins vegar mætti ekki tefja þetta
mál frekar en orðið er og beðið
væri eftir afgreiöslu frumvarps-
ins. Hér væri mikið menningar-
og þarfamál að ræða og skoraði
hún á þingmenn að samþykkja
frumvarpið.
Garðar ' Sigurðsson sagði að
þetta frumvarp hefði átt að koma
fyrr tii kasta deildarinnar. Þaö
væri erfitt að koma öðrum hug-
myndum fram þegar svo þyrfti að
hraða afgreiðslu frumvarpsins.
Hann hefði þvi ekki breytingartil-
lögur fram að færa. Hins vegar
hefði hann ýmislegt við frum-
varpið að athuga. Menn mættu
aldrei halda ab þeir hefðu fundið
sannleikann Eina, allra sist i
listum. Menn eigi alltaf að leita
að réttari og betri leiðum. Sagði
Garðar að litill áhugi virtist vera
á sinfóniunni. Heimili hennar
væri i Reykjavik, og það væri
hverju oröiö sannara. Um átta
hundruð manns sæktu tónleika
hl jómsveitarinnar tuttugu
sinnum á ári — og þaö væri þvi
miður alltof litil aðsókn.
Sagði hann að hljómsveitin
heföi ekki sinnt nægilega þvi hlut-
verki sinu að glæða áhuga fólks á
tónlistinni. Efaðist hann um að
verkefnavalið væri rétt, alltof oft
væru valin verk til flutnings sem
gerðu kröfu til fleiri flytjenda en
væru i hljómsveitinni. Þá gat
Garðar þess, að hækka ætti að-
gönguverð að tónleikum hljóm-
sveitarinnar.
Ilalldór Blöndal mælti með
samþykkt frumvarpsins og sagði
að Sjálfstæðisflokkurinn legði
áherslu á að frumvarpið yrði
samþykkt á þinginu. Vilmundur
Gylfason lýsti einnig yfir stuðn-
ingi sinum við frumvarpið. Þetta
væri i fimmta sinn sem frumvarp
um sinfóniuna væri lagt fram á
Alþingi og væri kominn timi til að
Alþingi tæki af skarið. ólafur Þ.
Þórðarson lýsti undrun sinni yfir
þvi að rikið hafi rekið stofnun i
úm þrjátiu ár án þess að Alþingi
hefði nokkurn tima sett lög eða
veitt heimildir fyrir rekstrinum.
Minnti hann á þá bókelsku Seðla-
bankamenn og fordæmi þeirra.
Eins hefði rikisútvarpið stofnaði
sinfóniuhljomsveit upp á sitt ein-
dæmi. Ég hef alls ekkert á móti
tónlist, sagði Ólafur, en lýsti sig
andsnúinn þvi embættisvaldi sem
hefði þróast undanfarin ár.
Máske ætti almenningur að kjósa
embættismenn i kosningum.
Lýsti hann sig ósamþykkan
ýmsum atriðum en boðaði engar
breytingartillögur þarsem ljóst
væri að frumvarpið þyrfti að
komast i gegn. — óg
Herforingja
stjórnin
fordæmd
1 gær var lögð fram þingsálykt-
unartillaga á alþingi frá Ólafi
Ragnari Gri'mssyni og Vilmundi
Gylfasyni um herforingjastjórn-
ina I Tyrklandi. Þar segir m.a.,
að i samræmi við ályktun Ev-
rópuráðsins hvetji alþingi til
þess: Aðlýðræði verði á ný komið
á fót i Tyrklandi; Að frjálsar al-
mennar þjóðmálaumræður veröi
leyfðar um fyrirhugaöa stjórnar-
skrá; Aðlög herforingjastjórnar-
innar, sem banna starfsemi
stjórnmálaflokka og verkalýös-
félaga og hneppa fjölmiðla og há-
skóla i fjötra, veröi algerlega af-
numin: Að Rauða krossinum
verði heimilaö að rannsaka með-
ferð fanga; Aö óháöir dómstólar
dæmi i málum einstaklinga á
eðlilegum grundvelli og án allra
þvingana frá stjórnvöldum.
Breytingar á Iðnlánasjóði:
Bæta reksturs-
skflyrði iðnaðaríns
Hjörleifur Guttormsson mælti Það er samdóma álit iðnaðar-
fyrir frumvarpi i efri deild á ráðuneytisins og samtaka
fimmtudaginn um breytingu á
lögum iðnlánasjóðs. Frum-
varpið er flutt að höfðu samráði
við Félag islenskra iðnrekenda
og Landssamband iðnaðar-
manna. Sagði Hjörleifur að
frumvarpið feli i sér þrjár
meginbreytingar. t fyrsta lagi
er lagt til að iðniánasjóðsgjald
verði lækkað um 90% (úr 0,5%
af aðstöðugjaldsstofni i 0,05%.
Þá er lagt til að lánstimi og
lánshlutfall verði rýmkað veru-
lega. t þriðja lagi er lagt til að
ákvæði i Iögum Iðnlánasjóðs um
sérstaka veiðarfæradeild verði
fellt niður.
„Lagt er til að lækkun iðn-
lánasjóðsgjaldsins komi til
framkvæmda á árinu 1983 á
aðstöðugjaldsstofn ársins 1982.
Lækkun iðnlánasjóösgjaldsins
mun bæta rekstursskilyrði
iðnaðarins, hækkun lánshlut-
falls og lengri lánstimi eru
einnig atriði sem bæta munu
hag iðnfyirritækja.
Iðnlánasjóður var sá fjárfest-
ingalánasjóður sem hvað fyrst
tók upp verðtryggingu á sinum
útlánum. Meö þessari aögerð og
fleirum hefur tekist að varð-
veita höfuðstól Iönlánasóðs,
þannig að i lok seinasta árs nam
eigið fé sjóðsins 137 millj. kr.
iðnaðarins að við þessar að-
stæður, sé unnt og rétt að starf-
rækja Iðnlánasjóð sem gegnum-
streymissjóð, þ.e. aö sjóðurinn
sinni sínu hlutverki með lán-
tökum. Féllst rikisstjórnin á það
sjónarmið.”
Þá sagði Hjörleifur aö iðn-
lánasjóður hefði vaxiö verulega
undanfarin ár. A árinu 1981
lánaði sjóðurinn um 94 miljónir
króna, sem var 61,4% af eftir-
spurn. Vegna þess að tekjur
sjóðsins skerðast nokkuð i ár
væri afar brýnt að tryggja
honum aðgang að lánsfé. Þyrti
sérstaklega að hafa þaö i höga
viö gerð fjárfestingar- og láns-
fjáráætlunar fyrir árið 1983.
Með þeirri stefnumótun
varðandi skipulag og starf Iðn-
iánasjóðs sem hér er lögö til, er
öðrum fjárfestingalánssjóðum
gefið gott fordæmi, sagði Hjör-
leifur. Lánakjör atvinnuveg-
anna heföu verið mjög misjöfn
þó nú stefndi mjög i jöfnunarátt.
Með væntanlegri lögfestingu
þessa frumvarpa verði stigið
skerf til að bæta starfsskilyröa
iönaöarins, sagöi Hjörleifur
Guttormsson.
Páll Pétursson:
„Skuldugum bændum
hefur veríð hótað”
Til að ekkert fari á milli mála
um ummæli Páls Péturssonar á
þingi i fyrradag um þrýstiaðgerö-
ir stjórnvalda birtum við orörétt
þennan kafla úr ræöu hans. I
blaðinu i fyrradag var ranglega
haft eftir Páli aö skuldugum
bændum heíði veriö boðin banka-
fyrirgreiðsla. En orörétt sagöi
Páll: „Skuldugum bændum hefur
veriö hótaö. Bankafyrirgreiösla
hefur veriö tengd úrslitum I
Blöndumálinu". Hér kemur um-
ræddur kafli úr ræöu Páls Péturs-
sonar:
„Eg var kominn þar i ræðu
minni þegar ég gerði hlé á henni
fyrir þingflokksfundi, aö ég ætlaði
að fara nokkrumorðum um aðfar-
irnar viö þessa samningagerð og
ég get ekki annaö sagt en ég tel að
þær hafi verið ljótar.
Það hefur verið beitt mikl-
um þrýstingi, ekki bara af hálfu
þeirra manna, sem settir voru til
þess af hínu opínbera og koma
samningi á, heldur einnig af
áhugamönnum og kallmönnum
úr liði þeirra Blöndunga. Ein-
stakir hreppsnefndarmenn hafa
verið hundeltir. Skuldugum
bændum hefur verið hótað.
Bankafyrirgreiðsla hefur verið
tengd úrslitum i Blöndumálinu,
meira að segja grunur um aö
leiguliðar hins opinbera hafi veriö
látnir skilja hvernig þeir eigi að
haga sér. Fréttaflutningur af
þessum málum öllum hefur verið
með mjög áróðurskenndum blæ
oft og tiðum, að visu á báða bóga,
en þó held ég, að þeir sem samn-
inga vildu hvað sem það kostaði
hafi nú haft ansi mikið yfir-
höndina.
Fundargerðir hafa ekki verið
færðar jafnóðum.ekki lesnar upp i
fundarlok, heldur hafa þær verið
færðar eftir á og sendar fundar-
mönnum heim til sin siðar. Þar
hefur verið oft á tiðum dregið sér-
staklega fram það, sem virkjun-
araðilar vildu heyra fremur held-
ur en það sem þeir ekki vildu
heyra. Ég get nefnt dæmi um
fund, sem landverndarmenn
héldu með samninganefnd norður
i Varmahlið i vetur. Þetta var
töluverður fundur, þar sem land-
verndarmenn komu sjónarmið-
um sinum á framfæri við virkjun-
araðila og töldu — samninga-
nefnd og töldu, aö með þvi næðu
þeir i gegnum fundargerö eyrum
ráðherranefndar og þeirra
manna, sem áttu að taka ákvörð-
un i málinu. Þeir áttu þarna lang-
an fund og gerðu grein fyrir máli
sinu. Og þeir þóttu viöræðugóðir
samninganefndarmennirnir.
Þessa fundar var hvergi getið ut-
an I annarri' fundargerð frá
hreppsnefnd Svinavatnshrepps.
Þar sögðu þeir feröasöguna og
hvað þeir hefðu gert undanfarna
daga og þá sögðu þeir eitthvað á
þá leið að þeir hefðu átt fund með
náttúruverndarmönnum i Seylu-
hreppi og leiörétt margskonar
misskilning eins og þeir sögðu.
Annað var nú ekki sagt frá þvi.
Og þaö hefur verið reynt að þegja
yfir þeirri andstöðu sem alla tið
hefur verið fyrir hendi. Það hefúr
verið reynt að dylja hana fyrir
samfélaginu og hafa þannig áhrif
á ákvaröanatöku hér syðra og á
almenningsálitið i landinu. Þaö
kann að vera, að landverndar-
menn hefðu átt að láta fara meira
fyrir sér, það kann aö vera, á ein-
hverjum stigum málsins. En þeir
eru nú ekki hávaðamenn og al-
menningur þarna fyrir norðan
trúði þvi bara ekki aö til þess
arna kynni að reka, sem nú hefur
komið á daginn’.
! Málefni :
| aldraðra á
j föstudaginn
Mikillhraði ernú i störfum |
I alþingis vegna páskaleyfis •
' þingmanna sem hefst nú á I
I miðvikudag og stendur til I
I þriðjudags, miðvikudags |
» eftir páska. Gert er ráð fyrir •
• að þessu þingi ljúki um I
Inæstu mánaðamót. A föstu- I
daginn var mörgum málum |
hespað i gegnum umræður i •
* báðum deildum alþingis. I
ÍMeðal þeirra mála sem mælt I
var fyrir var frumvarpið um I
málefni aldraðra. Svavar I
Gestsson félagsmálaráð- ■
J herra mælti fyrir frum- I
I varpinu og verður nánari I
I grein gerö fyrir þeirri ræðu I
I siðar. ■
i___________________-JLl