Þjóðviljinn - 06.04.1982, Síða 9

Þjóðviljinn - 06.04.1982, Síða 9
Þriðjudagur 6. april 1982. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9 Frá Borgarnesi: Af prj ónum og peysum i Borgarnesi er fengist viö fleira en að gera mat úr mjólk. Fyrir utan að vinna þakjárn og nagla úr erlendum málmi til bygg- inga hér á landi, er í Borgarnesi steypustöð ein mikil, sem nýtir inn- lent hráefni svo til ein- göngu, þ.e. íslenskt sem- entog möl. Þannig leggja Borgnesingar þjóðinni til hús í einingum úr stein- steypu, sem að sögn eru bæði ódýrari og betri en steinhús, sem byggð eru með gamla laginu. En Borgnesingar láta ekki þar staðar numið. i pláss- inu er rekin ein heljar- mikil prjónastofa sem vinnur voðir úr ull, sníður þær niður og saumar í stássflíkur handa er- lendum hofróðum og glingursveinum. Blaðamaður og ljósmyndari Þjóöviljans litu inn i Prjóna- stofu Borgarness á dögunum og svipuðust þar um. Frásögn af þeirri heimsókn fer hér á eftir. Er við komun i Prjónastofuna tók á móti okkur Gisli Halidórs- son verksmiðjustjóri og fylgdi hann okkur um fyrirtækið og rakti hvernig bandiö verður aö flik. Lesendur Þjóðviljans telja sig eflaust alla svo fróða um ullariðnað, að ekki þurfti aö fara Ut i það i smáatriðum hvernig þeir hlutir gangi fyrir sig. Margur minnist prjónakon- unnar, sem sat allar stundir viö prjónana sina, þá horfðu menn á lopann eða bandiö á einhvern ævintýra- legan hátt taka á sig form, allt eftir vilja hverju sinni. Margar hinar gömlu prjónakonur eru enn i minni fólks sakir iðni sinnar við bandprjóninn. Sumar fóru prjónandi á milli bæja. En hvernig gengur þetta fyrir sig i nútimanum, sem krefst hraðrar framleiöslu, nákvæmni og fjölbreyttni. Gisli Halldórs- son sagði okkur að nú heföi hann nýlega tekið i notkun tölvu- stýrða prjónavél, en hún væri þó ekki sú fyrsta sinnar tegundar i landinu. Heilinn, sem stjórnar vélinni er ekki stór, en i hann er sett kassetta, með þeim mynstrum, sem nota á hverju sinni. Er þetta mikil framför frá hinum mekanist stjórnuðu vélum, sem algengastar eru i prjónastofum. Eftir að búiö er að prjóna voð- irnar eru þær þvegnar þá kemdar siðan þurrkaöar og loks sniönar. Þá er hægt að fara að sauma. öll vinna við þetta er bónusvinna. Gisli sagði aö öll framleiðsla stofunnar væri flutt út, mest til Bretlands, en einnig tií Norður- landanna og Bandarikjanna. Hann sagði einnig að þessi at- vinnuvegur ætti i haröri sam- keppni og þar dygði ekkert annað en að standa sig. Þannig yrði að hanna nýja framleiðslu fyrir hvert ár og ynnu þaö verk bæði erlendir og innlendir fata- hönnuðir. Hann sagði að fyrir- tækið seldi vörur sinar mest til útflutningsfyrirtækisins Hildu hf. en það fyrirtæki hefur náð langt i kynningu og sölu á is- lenskum ullarvörum erlendis. 1 prjónastofunni vinna nú um 50 manns, en það eru um 35 dagsverk, svo hluti þeirra sem vinnur þar er i skertu starfi. Á siðasta ári notaði prjónastofan um 85 tonn af bandi. Við spurðum Gisla i lokin hvort hann teldi að tölvuvæðing prjónaiönaöarins myndi ekki ryðja mannshöndinnifrá verki i framtiðinni. Ekki vildi Gisli faílast á þaö aö tóivuvæöing, t.d. prjónavéla geröi slikt, hún heföi i sjálfu sér engin áhrif á manna- þörf þessa iðnaðar. Hins vegar væru möguleikarnir sem þessi tækni byði upp á i mynstri o.þ.h. svo miklir, að sá sem vildi standa sig yrði að fylgja þróun- inni. Svkr. p * \ í ,:|Mfogr m n| / i t prjónastofunni vinna tæplega fimmtiu manns. Hér er veriö að sauma liskuflikur fyrir erlendan markað og koma þar meö land búnaðarframleiðslunni i gjaldcyri. Ljósmynd — eik. Hérer verið aðsniða voöirnar, en siöan eru þær saumaðar saman. Allt er þetta unniöi bónus. Ljósm eik Fjallháir bunkar af tilsniönum voðum biöa þess aö vera samansaumaöir mMk W&l Gisli Halldórsson stendur hér við hina nýju tölvustýrðu prjónavél. Vélin gefur miklu meiri möguleika við val á nynstri, en eldri vélar gera. Ljósm. eik.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.