Þjóðviljinn - 06.04.1982, Qupperneq 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 6. april 1982.
íþróttir[/J iþrottirj | iþrottir
Enska knattspyrnan:
QPR mætlr Tottenham
Liverpool á toppinn
- verður 1. deildin einvígi milli Liverpool og Ipswich?
Þaö verða lið QPR og
Tottenham sem ísienskir
sjónvarpsáhorfendur
berja augum í beinni út-
sendingu þann 22. maí þeg-
ar þau leika til úrslita í
ensku bikarkeppninni. í
annað skiptið á þremur ár-
um sem tvö lið frá London
leika til urslita í keppninni,
1980 voru það West Ham og
RAY CLEMENCE — enn einu
sinni á Wembley 22. mai.
Arsenal. Tottenham, nú-
verandi handhafar bikars-
ins, sigruðu Leicester 2:0
og QPR úr 2. deild vann 1.
deildarlið WBA 1:0. Tott-
enham getur því tryggt sér
bikarinn annað árið í röð
en slíkt skeði síðast árin
1961 og 1962 og þar var
Tottenham einnig að verki.
Aðeins eitt annað lið, New-
castle hefur leikið þennan
leiká þessariöld.
Tottenham var sterkari aðilinn
i fyrri hálfleik gegn Leicester á
Villa Park i Birmingham en gekk
illa að skapa sér færi. Það besta
átti Steve Arcibald en Andy
Peake bjargaði á linu. Siðari hálf-
leikurinn var martröð fyrir hið
unga lið Leicester. Alan Young
varð að yfirgefa völlinn vegna
meiðsla og skömmu siðar skoraði
Tottenham. Eftir undirbúning
Glenn Hoddle og Ossie Ardiles
fékk Garth Crooks knöttinn 6 m
frá marki og renndi honumi netið.
Þetta var á 57. min Rétt á eftir
var Tommy Williams bakvörður
Leicester borinn af leikvelli og
leikmenn 2. deildarliðsins þvi að-
eins 10 það sem eftir var. Á 7&
min. kom svo rothöggið. Tony
Galvin sendi háan bolta fyrir
mark Leicester, knötturinn sigldi
PAUL DAVIS — bjargaði stigi
fyrir Arsenal gegn Wolves.
yfir höfuð Garth Crooks og til Ian
Wilson, sem hafði átt frábæran
leik fyrir Leicester. Hann ætlaði
að renna aftur á Mark Wallington
markvörð en hann var kominn út
ur markinp og sjálfsmark þvi
staðreynd. Tottenham var nálægt
þvi að bæta við fleiri mörkum en
tvö dugðu og vel það.
QPR er komið i úrslit enska
bikarsins i fyrsta sinn og það var
nærri farið illa fyrir einum
áhangenda liðsins. f taumlausri
gleði þegar flautað var til leiks-
loks ætlaði hann að stökkva inn á
leikvanginn úr 40 m hæð en var
stöðvaður á siðustu stundu. Leik-
urinn gegn WBA fór fram á High-
bury og það var Clive Allen sem
skoraði eina markið á 72 min.
Eins og á italíu
Markatölurnar i 1. deildinni á
laugardag minna óþyrmilega á
skorið i itölsku knattspyrnunni.
Aðeins 10 mörk voru skoruð i 8
leikjum, viðbrigði frá helginni áð-
ur þegar tveir sjö marka leikir
voru á dagskrá.
Liverpool komst i efsta sætið I
fyrsta skipti i 15 mánuði á föstu-
dagskvöldið er liðið sigraði Notts
County með marki Kenny Dalg-
lish á 60. min. Notts barðist vel en
markvörður liðsins, Raddy Avra-
movic, forðaði stærra tapi er
hann varði vitaspyrnu frá Terry
McDermott.
Ipswich komst upp að hlið
FA-bikarinn undanúrslit
Q.P.R.-W.B.A.............1-0
Tottenham-Leicester......2-0
1. deild
Brighton-Southampton.....1-1
Ipswich-Coventry.........1-0
Leeds-Manch. United .....0-0
Liverpool-Notts County...1-0
Manch. City-West Ham.....0-1
Nottm. For.-Everton......0-1
Sunderland-Middlesboro .... 0-2
Wolves-Arsenal...........1-1
2. deild
Barnsley-Rotherham.......3-0
Bolton-Shrewsbury........1-1
Cambridge-Norwich........1-2
Cardiff-Watford..........2-0
Charlton-Newcastle.......0-1
Chelsea-Oldham........ 2-2
Cr. Palace-Grimsby.......0-3
Luton-Blackburn..........2-0
Wrexham-Derby............1-1
3. deild
Brentford-Oxford..........1-2
Bristol R.-Millwall.......0-1
Burnley-Reading...........3-0
Carlisle-Portsmouth.......2-0
Chesterfield-Lincoln......0-2
Doncaster-Gillingham .....1-1
Exeter-Chester............3-0
Plymouth-Newport..........1-2
Preston-Wimbledon.........3-2
Southend-Bristol C........3-0
Swindon-Huddersfield......1-5
Walsall-Fulham............1-1
4. deild
Aldershot-Port Vale.......1-2
Bournemouth-Blackpool .... 1-0
BradfordC.-Tranmere.......1-1
Halifax-Stockport.........4-1
Hull-Hereford.............2-1
Northampton-Hartlepool .... 2-1
Peterborough-Bury.........1-0
Rochdale-Mansfield........1-1
Scunthorpe-Colchester.....2-1
Sheff.Utd-Tofquay.........4-1
Wigan-York................4-2
Liverpool á laugardag með sigri á
Coventry i miklum baráttuleik á
Portman Road. John Wark skor-
aði eina markið á 32. min með
skoti af 25 m færi eftir undirbún-
ing Arnold Muhren og Eric Gates
og Ipswich hefur nú unnið fjóra
leiki i röð i 1. deild þrátt fyrir að
Mariner, Thijssen og Butcher séu
allir meiddir.
Southampton tókst ekki að
halda efsta sætinu og nú er ólik-
legt að liðið komist upp fyrir Liv-
erpool og Ipswich á ný. Bright-
on var betri aðilinn á Goldstone
Ground og tók verðskuldað for-
ystuna á 31. min. Chris Nicholl
felldi Mick Robinson innan vita-
teigs og Neil McNab skoraði úr
vitaspyrnunni. En Southampton
tókst að jafna á 64. min. Hinn ungi
Danny Wallace sendi fyrir frá
vinstri og Kevin Keegan skoraði
af stuttu færi, sitt 21. mark i 1.
deild i vetur. Þremur min. fyrir
leikslok björguðu varnarmenn
Southampton á linu frá Robinson
og rétt á eftir varði Ivan Kata-
linic, markvörður Southampton,
glæsilega frá Micky Thomas.
Ólán fallbaráttuliðs þjakaði
Wolves gegn Arsenal. A 2. min.
átti Paul Davis skot i þverslána á
marki Úlfanna. Þeir sðarnefndu
sneru vörn i sókn og áttu þrjú
dauðafæri á sömu minútunni en
tókst ekki að skora. Kenny San-
som bjargaði tvivegis á linu hjá
Arsenal áður en Úlfarnir skoruðu.
Jeff Palmer átti laglega sendingu
inn fyrir vörn Arsenal á 54. min
og Mel Eves stakk sér i gegn og
kom Wolves yfir. Það var siðan
mjög á móti gangi leiksins, en i
samræmi við lánleysi Úlfanna,
þegar Paul Davis jafnaði á sið-
ustu minútunni eftir fyrirgjöf frá
Brian Talbot.
Paul Goddard skoraði sigur-
mark West Ham á Maine Road
gegn Manch. City og Steve
McMahon tryggði Everton sigur
á City Ground i Nottingham.
Botnlið Middlesboro var eina liðið
i 1. deild sem skoraði tvö mörk.
Billy Ashcroft og Mick Baxter af-
greiddu nágrannana frá Sunder-
land i fallbaráttuleiknum.
Gamla stórvelddið Newcastle
er að rétta úr kútnum eftir mögur
ár undanfarið og stendur nú vel
að vigi i 2. deild. Chris Waddle
skoraði sigurmark liðsins i Lond-
on gegn Charlton.
Lincoln er efst i 3. deild með 61.
stig. Carlisle hefur 59, Fulham og
Reading 57, hvort, Burnley og
Chesterfield 56 stig hvort.
Wigan er á toppi 4. deildar með
CLIVE ALLEN (t.v.) tryggði
QPR sæti i úrslitaleiknum með
marki sinu gegn WBA en
TOMMY WILLIAMS (t.h.) var
borinn af leikvelli er lið hans, Lei-
cester, tapaði fyrir Tottenham.
76 stig. Peterborough hefur 74,
Sheff. Utd. og Bradford City 73
hvort og Bournemouth 71 stig.
—VS
1. deild
Liverpool . .31 18 6 7 59-26 60
Ipswich ... .31 19 3 9 57-41 60
Southton .. .34 17 8 9 60-49 59
Swansea .. .32 17 5 10 45-37 56
Man.Utd .. .31 15 10 6 43-22 55
Arsenal... .33 15 10 8 32-27 55
Tottenham .28 15 6 7 47-28 51
Man.City . .33 13 11 9 44-34 50
W.Ham ... .32 12 12 8 51-40 48
Nott.For.. .32 12 11 9 33-35 47
Brighton.. .33 11 13 9 36-35 46
Everton .. .32 11 11 10 39-38 44
NottsCo... .32 11 7 14 48-49 40
A. Villa ... .32 10 10 12 41-45 40
W.B.A. ... .29 8 11 10 35-35 35
Stoke .32 9 6 17 35-50 33
Birmham . .31 7 11 13 41-47 32
Coventry . .33 8 8 17 38-53 32
Leeds .30 7 8 15 23-43 29
Wolves ... .33 7 8 18 20-50 29
Middboro . .31 4 11 16 23-42 23
Sunderland 31 5 8 18 20-44 23
2. deild
Luton .32 19 9 4 63-32 66
Watford .. 33 18 8 7 58-35 62
Sh.Wed... 34 16 8 10 45-39 56
Newcastle 33 16 7 10 40-29 55
Rotherham 34 17 4 13 49-39 55
Blackburn 34 15 9 10 40-30 54
Barnsley.. 33 15 7 11 49-34 52
Leicester . 31 14 9 8 44-33 51
Q.P.R 32 15 5 12 42-31 50
Norwich .. 33 15 5 13 44-44 50
Oldham... 34 12 12 10 41-41 48
Charlton .. 34 12 10 12 45-49 46
Chelsea ... 32 12 7 13 44-46 43
Cambridge 32 10 6 16 36-42 36
Shbury ... 32 8 12 12 29-42 36
Derby .... 33 9 9 15 42-58 36
Cardiff ... 33 10 5 18 35-48 35
C. Palace . 31 9 7 15 23-34 34
Bolton .... 34 9 6 19 28-47 33
Wrexham . 31 8 8 15 28-40 32
Orient .... 30 8 6 16 25-42 30
Grimsby.. 31 6 11 14 34-49 29
Björk og Armann
bikarmeistarar
Stúlkurnar úr Fimleikafélaginu
Björk urðu bikarmeistarar um
helgina en þá lauk bikarmóti FSI
i iþróttahúsi Kennaraháskólans.
A-lið Bjarkar hlaut 102.3 stig,
A-lið Gerplu varð i öðru sæti með
96.2 stig, Gerpla B I i þriðja sæti
með 86.8 stig og Gerpla B II i
fjórða sæti með 78.9 stig. 1
drengjaflokki sigraði A-lið Ar-
manns II með 167.1 stig og A-lið
Armanns I varð i öðru sæti með
144.1 stig.
|----------------------------------
Færeyingar báru sigurorð af
isicndingum i tveimur lands-
lcikjum ihlaki á Akranesi i gær-
kvöldi, i pilta- og kvenna-
flokkum. i piltaflokki sigruðu
Færeyingar 3—0 cn i kvenna-
flokki 3—2 eftir spcnnandi leik.
Islensku piltarnir léku ágæt-
lega i fyrstu hrinunni og voru
nálægt sigri. Þeir komust i
14—13 en töpuðu siðan 14—16. I
annari hrinu áttu þeir aldrei
möguleika og Færeyingar sigr-
uðu 15—14. Þriðja hrinan var
lengst en þar unnu þeir fær-
eysku 15—10 og leikinn þvi 3—0.
Sigurinn var sanngjarnr fær-
eyska liðið var jafnara með
sterkari einstaklinga eins og
Bjarka Ellefsen og Johannes
I__________________________________
Ejdesgaa sem islensku piltarnir
réðu litið við. Af Islendingunum
komust Jón Árnason, Karl Val-
týsson og Þórir Schiöth best frá
leiknum.
1 kvennaleiknum unnu þær
færeysku fyrstu hrinuna 7—15,
þær islensku næstu 15—5, fær-
eysku 11—15, islensku 15—5 og
staðan jöfn, 2—2. I siðustu hrin-
unni komust færeysku stúlk-
urnar i 2—9 en þá komu niu is-
lensk stig i röð og staðan orðin
11—9 fyrir tsland. A lokasprett-
inum reyndist þær færeysku
sterkari og skoruðu siðustu sex
stigin, lokatölurnar 11—15 og
leikurinn 2—3, fyrsti sigur Fær-
eyinga á Islendingum i kvenna-
landsleik i blaki var staðreynd.
Það var fyrst og fremst giíur-
leg barátta færeysku stúlkn-
anna sem færði þeim sigur,
sanngjarnan fyrir vikið. ts-
lenska liðið var dauft, getur
leikið mun betur og þreyta virt-
ist sitja i mörgum stúlknanna.
Snjólaug Bjarnadóttir var sú
eina sem reif sig upp úr meðal-
mennskunni en hjá þeim fær-
eysku var fyrirliðinn, Marjun
Mortensen, best.
Þjóðirnar mætast að nýju á
Selfossi i kvöld og hefst pilta-
leikurinn kl. 18,30. kvenna-
leikurinn kl. 20.
— vs
----------------------------------I
lón Einarsson
hættur að æfa?
Jón Einarsson miðherji úr
Breiðabliki sem lék sinn fyrsta
landsleik i knattspyrnu fyrir ts-
land I Kuwait á dögunum, hefur
ekki mætt á æfingar hjá Blikun-
um siðan hann kom heim úr þeirri
ferð. Honum mun hafa sinnast við
hinn þýska þjálfara Breiðabliks,
Fritz Kissing fyrr I vetur er hann
dvaldi hjá honum i Hamburg við
æfingar og framtið hans hjá
Kópavogsliðinu virðist þvi óráðin.
VS
Færeyskir unnu báða