Þjóðviljinn - 15.04.1982, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 15.04.1982, Blaðsíða 2
2, StÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 15. aprll 1982 vigtalið Er líkams- r rækt á Is- landi á ! réttri leið? Ráðstefna um líkamsræktar- stöðvar „Við erum alls ekkert heitir út i vaxtarræktarmenn, það er mikill misskilningur. Við teljum likamsræktarstöðvarnar vera af þvi góða, en viljum að farið sé með gát og eftirlit með þeim hert”, sagði Sigurjón Eliasson formaður iþróttakennarafélags tslands i samtali við Þjóðvilj- ann. „Málin hafa verið i biðstöðu undanfarið eftir tals- verð blaðaskrif fyrr i vetur og nú viljum við koma af stað frek- ari umræðum á öðrum vett- vangi”, sagði Sigurjón. Iþróttakennarafélag Islands heldur ráðstefnu á Hótel Esju Likams- og vaxtarrækt nýtur vaxandi vinsælda hér á landi. miklu leyti og stöðvarnar taka enga ábyrgð á þeim óhöppum er geta átt sér stað. Aö sögn Sigur- jóns, telur iþróttakennara- félagiö eðlilegast að eftirlit og leyfisveitingar verði i höndum heilbrigðisyfirvalda, sem leggi blessun sina yfir viðkomandi húsnæöi og tæki og fylgist með að menntun leiðbeinenda sé fullnægjandi. _ Vs Sigurjón Eliasson, formaður iþróttakennarafélags tslands. annarri hæð, kl. 20 á fimmtu- dagskvöldið og ber hún heitið: „Er likamsrækt á Islandi á réttri leið”. Fimm framsögu- erindi veröa flutt af þeim Páli B. Helgasyni sjúkraþjálfara, Laufey Steingrimsdóttur næringarfræöingi, Arna Hróbjartssyni frá landssam- bandi vaxtarræktarmanna. Kristinu Guðmundsdóttur formanni sjúkraþjálfarafélags- ins og Páli ólafssyni iþrótta- kennara. Á eftir verða frjálsar umræöur og kaffiveitingar. Aðalbaráttumál iþrótta- kennarafélags tslands i þessu sambandi er að leiðbeinendur þeir sem starfa við þessar stöðvar hafi næga þekkingu og tilskilin réttindi. Eins og er, er fólk látiö þjálfa sig sjálft að Forsjónin tók í taumana | Ennþá kemur Parker hinn enski við sögu. Og þótt hátterni hans og afskipti af verslunar- málunum á tslandi hafi jafnan þótt slæm gat það þó enn versn-, að. Þóttu umsvif hans nú keyra úr öllu hófi. Sjálfur rak hann verslun en þótt uppgengnar væru vörur hjá öörum kaup- mönnum en til hjá honum, synj- aðihann mönnum um þær nema einhver aukagreiði kæmi á móti. Yfirvöldin höfðu mælst til þess árið 1811, að vegna erfiðs árferðis yrði fiskur ekki fluttur út svo Iandsmenn gætu haft hann sér til lifsviðurværis. Er Parkerfrétti það ærðist hann og bannaði að fiskur yröi seldur Is- lendingum eða yfirleitt nokkr- um öðrum en enskum kaup- mönnum. Þá heimtaði hann af kaupmönnum skýrslur um það hvaða vörur þeir flyttu út með skipum sinum og krafðist þess, að landar hans yröu látnir sitja fyrir verðmætustu vörunum. Sjálfur sendi Parker út skip hlaðið fiski en þá var eins og fokið hefði i forsjónina þvi skip- ið brotnaði við Suðurnes. Fiskurinn náðist hinsvegar úr þvi og var seldur tslendingum á lágu verði. —mhg Þessi mynd er ofan úr Breiöholti en ekki frá Brasilíu — eöa svo komst ljósmyndarinn okkar hann —gel. að orði þegar hann kom úr einni ferðinni sinni. Svínharður smásál Eftir Kjartan Arnórsson Fróðleiks- molar um stofublóm Húsfrlður Helixe Soleirolii Húsfriður kemur frá Korsiku. Það þarf litiö að hugsa um hann, en þó þarf að klippa toppinn ef hann verður ljótur. Það er mjög auðvelt,aðeins að klippa hann af og nýr toppur kemur i staðinn. Plantan þolir ekki mikla birtu, vökvun þarf að fara fram reglu- lega, en þó minni að vetri til. Ath. að vökva blómið i undir- skálina annars fölnar plantan. Aburður er borinn á aðrahvora viku. Það er auðvelt að safna saman I blómvönd á Grænlandi þegar sumar og sól rikir. Grænlands- dagskrá í Norræna húsinu I kvöld kl. 20.30 verður dag- skrá um Grænland i Norræna húsinu. Ólafur H. óskarsson, landfræðingur og skólastjóri heldur fyrirlestur um land og landhætti i Grænlandi og sýnir litskyggnur og glærur til skýringar. Þá munu Herdis Vigfúsdóttir kennari og Valtýr Pétursson listmálari sýna og tala um grænlenska listmuni, en þau eiga mikið safn fagurra muna frá Grænlandi. Herdis hefur verið fararstjóri á Grænlandi i' ferðum Flugleiða um árabil og kann frá mörgu að segja. Dagskráin hefst sem fyrr seg- irkl. 20:30 og er aðgangur 10 kr. Ný framleiðsla hjá saumastofu SÍS Nú er framundan hjá skinna- saumastofu Iðnaðardeildar SÍS á Akureyri að hefja framleiðslu á pelsamokkakápum, með ull- ina út, úr náttúrugráum gærum. Er slik framleiðsla alger nýjung hér á landi þvi hingað til hafa gráu gærurnar verið fluttar út litt eða ekki unnar. Saumastofan flutti nýlega i nýtt og glæsilegt húsnæði. Er það á neðri hæð þeirrar bygg- ingar, sem skóverksmiðjan er i. Sett hefur verið upp nýtiskulegt færslukerfi fyrir hráefni milli verkþátta og er þess vænst að af þvi leiði mikla afkastaaukn- ingu. Starfsfólki hefur verið fjölgað og eru nú unnin 24 dags- verk á dag. Einnig er verið að byrja að vinna á kvöldvakt á saumastofunni svo að eftirleiðis verður unnið 13 tima á dag. Framleiðslan er kuldaflikur úr mokkaskinnum. Þykir hönn- un þeirra hafa tekist mjög vel og eftirspurnin gifurleg. Mest af þessum vörum er selt til Svi- þjóðarog annarra Norðurlanda. — mhg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.