Þjóðviljinn - 15.04.1982, Side 4

Þjóðviljinn - 15.04.1982, Side 4
4 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 15. aprll 1982. MOBVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýds- hreyfingar og þjóðfrelsis Ctgefandi: Otgáfufélag Þjóðviljans. Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann. Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ólafsson. Fréttastjóri: Þórunn Siguröardóttir. L'msjónarmaður sunnudagsblaös: Guðjón Friðriksson. Auglýsingastjóri: Svanhildur Bjarnadóttir. Afgreiðslustjóri: Filip W. Franksson. Blaðainenn: Auöur Styrkársdó'tir, Helgi Ólafsson Magnús H. Gislason, Ólaiur Gislason, Óskar Guömundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Sveinn Kristinsson, Valþór Hlööversson. iþróttafréttaritari: Viöir Sigurösson. L'tlil og hönnun: Andrea Jónsdóttir Guöjón Sveinbjörnsson. I.jósmyndir:Einar Karlsson, Gunnar Elisson. Ilandrita- og prófarkalestur: Elias Mar, Trausti Einarsson. Auglvsingar: Hildur Hagnars, Sigriöur H. Sigurbjörnsdóttir. Skrifstofa: Guörún Guðvaröardóttir, Jóhannes Harðarson. Afgreiösla: Bára Siguröardóttir, Kristin Pétursdóttir. Simavarsla: Sigriöur Kristjánsdóttir, Sæunn óladóttir. Húsmóöir: Bergljót Guðjónsdóttir. Bílstjóri: Sigrún Báröardóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar SigUrmundsson. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Utkeyrsla. afgreiösla og auglýsingar: Siöumúla 6, Reykjavik, simi 81553 Prentun: Blaöaprent hf. Að sigrast á kreppunni • Á siðasta ári jókst einkaneysla hér á landi um 5%, kaupmáttur ráðstöfunartekna á mann jókst um 3%, en skattbyrði beinna skatta mæld sem hlutfall af tekj- um greiðsluársins fór minnkandi. • Þessar upplýsingar og fjölmargar fleiri koma fram í riti Þjóðhagsstofnunar— úr þjóðarbúskapnum — framvindan 1981 og horfur 1982, sem stofnunin sendi f rá sér i gær. • Við nefnum hér fyrst þessar upplýsingar Þjóð- hagsstof nunar um vöxt einkaneyslu, aukinn kaupmátt ráðstöf unartekna og minnkandi skattbyrði, og minn- um á hve því fer víðs f jarri, að niðurstöður Þjóðhags- stofnunar staðfesti kórsöng stjórnarandstæðinga um versnandi lífskjör og skattpíningu. • l skýrslu Þjóðhagsstof nunar kemur f ram að á síð- asta ári haf i um 25 miljónir manna verið atvinnulaus- ar i ríkjum OECD. Að jafnaði haf i atvinnuleysið num- ið um 7% af mannaf la og talið að á þessu ári muni at- vinnuleysið enn fara vaxandi í iðnríkjum Vestur- landa. • Það væri verðugt verkefni fyrir talsmenn stjórn- arandstöðunnar á Alþingi og í f jölmiðlum að hef ja nú leit að þeim ríkjum í veröldinni þar sem atvinnu- ástandið er ekki lakara en á (slandi, og þar sem kaup- máttur ráðstöf unartekna, þeirra tekna sem heimilin halda eftir þegar skattar hafa verið greiddir, jókst á síðasta ári meira en hér. • Það er alvarleg efnahagskreppa allt f kringum okkur, og við spáum þvi að slík leit stjórnarandstöð- unnar út um heim muni bera harla takmarkaðan árangur. i þjóðarbúskap okkar islendinga er við margvislegan vanda að glíma, og mörg verkefni óleyst, en hjá því fer vart, að sérhver sanngjarn mað- ur verði að viðurkenna að um flesta þýðingarmestu þætti hafi hér tekist betur til að undanförnu, en hjá nær öllum nálægum þjóðum. • Á síðasta ári varð kaupmáttur ráðstöf unartekna heimilanna hærri en nokkru sinni fyrr samkvæmt upplýsingum Þjóðhagsstofnunar. Þær tekjur sem menn héldu eftir, þegar allir skattar höfðu verið greiddir, voru að raungildi 67% hærri á hvert nef, heldur en á síðasta heila ári viðreisnarstjórnarinnar, einum áratug f yrr. • Kaupmáttur kauptaxta helstu launastéttanna var hins vegar á síðasta ári 1% lægri en árið áður, en Þjóð- hagsstofnun telur þó að kaupmáttur dagvinnutekna einna sér haf i á síðasta ári hækkað lítið eitt meira en svaraði verðlagshækkunum, og valdi því yfirborgan- ir. • Sé taxtakaupið hjá helstu launastéttunum skoðað eitt sér án allra yfirborgana og flokkatilfærslna þá þarf kaupmáttur þess hins vegar að hækka um 10% að jafnaði til að ná því kaupmáttarstigi, sem best hefur náðst áður, en það var árið 1974. Það er verkefni í komandi kjarasamningum að keppa að þessu marki. • í okkar þjóðarbúskap nú er það m.a. tvennt sem veldur erfiðleikum og takmarkar sóknarmöguleika okkartil bættra lífskjara. I skýrslu Þjóðhagsstofnun- ar kemur fram, að á síðasta ári voru viðskiptakjör okkar í utanríkisversluninni um 12% lakari en þau voru á árunum 1977 og 1978, og í þeim efnum hafa þrjú síðustu ár verið hið lakasta þriggja ára tímabil um mjög langt skeið. — Samkvæmt upplýsingum Þjóð- hagsstofnunar þyrftu viðskiptakjörin að batna um yf- ir 16%, frá því sem þau voru að jafnaði tvö síðustu ár, til að ná þeim viðskiptakjörum, sem við bjuggum við að jafnaði é árunum 1973 og 1974. Þjóðhagsstofnun telur hins vegar, að ekki sé hægt að reikna með nein- um bata á viðskiptakjörum á því ári sem nú stendur yf ir, og aðengar líkur séu á verðhækkun sjávarafurða á erlendum mörkuðum. • Annað áfall í okkar þjóðarbúskap er hrun loðnu- stofnsins, en í skýrslu Þjóðhagsstofnunar kemur f ram að verði loðnuveiði engin á næsta hausti og ann- ar sjávarafli óbreyttur frá síðasta ári, þá fæli það í sér um 10% samdrátt í sjávaraf urðaf ramleiðslunni. • l spá sinni fyrir árið 1982 gerir Þjóðhagsstofnun hins vegar ráð fyrir að áfall í loðnuveiðum vinnist að nokkru upp með öðrum veiðiskap og samdráttur í sjávarafurðaframleiðslunni í heild, verði því ekki nema 3%. —k. Bókaflóð ÍUSA Bókaútgefendur i Banda- rikjunum eru fljótir að átta sig á skoðanastraumum sem fleyta má bókaflóði á og græða i leiðinni. í þessum mánuði einum koma út i Bandarikjunum að minnsta kosti átta bækur hjá stórum forlögum, sem fjalla um hættuna á gjöreyðingu af völdum kjarnorkustriðs. A fyrstu sex mánuðum ársins er gert ráð fyrir að amk. 24 bókatitlar hafi komið út þar vestra sem fjalla um þetta efni. Og bókarheitin verða allt frá „Lokaplágan” til ,,Að iifa af komandi atóm- stríð: Hvað ber að gera?” Útrýming Tvær bækur hafa hlotið mest opinbert umtal fyrir- fram. Alfred A. Knopf gefur út bók Jonathan Schell örlög jarðar.Hún birtist fyrst sem greinaflokkur i The New Yorker i febrúar, og hefur verið unnið að útgáfu hennar á methraða, en útgáfudagur- inn er 26. þessa mánaðar. Greinarnar og hin væntan- lega bók hafa vakið miklar deilur. 1 fyrsta hluta hennar reynir Schell að gefa eins sannferðuga lýsingu og kleyft er að gera á sovéskri^ atómvopnaárás á Bandarik-” in. t öðrum kaflanum veltir hann fyrir sér siðfræðilegum og heimspekilegum hliðum á hugsanlegri útrýmingu mannkyns, sem hann telur að sé sennileg afleiðing atómstriðs. I þriðja kaflan- um greinir hann frá fæling- arkenningum og kemst að þeirri niðurstöðu að um ör- yggi sé ekki að ræða nema með allsherjarafvopnun og heimsrikisstjórn. Dýr tilraun önnur bók sem hvað mesta athygli hefur vakið er Kjarn- orkustriðið: Hvað getur þú haft upp úr þvi? Einn af höf- undum hennar Roger Mo- lander segir að hún sé nauð- synleg lesning fyrir þá sem hyggjast lesa bók Schells. Bók Ground Zero hreyfing- arinnar er sögð hressilega skrifuð og aðgengilega eins og titillinn bendir til. Þar er sagt frá gerð atóm- sprengja, sögu vopnakapp- hlaupsins, herfræðikenning- um, banni við útbreiðslu kjarnorkuvopna o.s.frv. Grundvallarrit fyrir grasrót- , arhreyfinguna hefur þessi bók verið kölluð. Gagnrýn- endur segja að þessar bækur séu „sjó-bisness”, en ekki visindi, og ályktanir margar hæpnar. En hvað sem þvi lið- ur verða jafnvel hinir grand- vörustu visindamenn að við- urkenna að hvorki þeir né aðrirvita i raun hvað gerist, ef til atómstriðs dregur. Þessvegna hefur Jonathan' Schell mikið til sins mals er hann segir: „Við búum ekki á tveimur jörðum, annarri til þess að sprengja upp i til- raunaskyni, og hinni til þess að lifa á.” Sú eina tilraun sem getur afsannað kenn- ingu Schells um útrýmingu mannkyns er tilraun sem við höfum ekki efni á, er niður- staða Newsweek 12. april. klippt Sker í hjartaö Hvarvetna i iðnríkjum Vest- urlanda er atvinnuleysi um þessar mundir sist minna ef ekki meira en i heimskreppunni miklu. 1 Bandarikjunum er rúmlega 9% vinnufærra manna atvinnulaus, eða 9.9 miljónir af 110 miljónum manna á vinnu- markaöi. „Ekkertsker mig eins I hjartaö og hinir atvinnu- lausu”,segir Reagan forseti en ekki er hann tilbúinn að slita úr sér hjartað þeirra vegna heldur visar þeim á að vona uppá betra i efnahagslifinu. Ekki er ástandið skárra i rikj- um Efnahagsbandalagsins niu. Þar eru 10.7 miljónir manna at- að atvinnuleysið sé það gjald sem greiða verði fyrir heilbrigt efnahagslif.” 1 samræmi við það berast fréttir um það frá Bandarikjunum og Bretlandi að verkafólk I stórfyrirtækjum gangist inn á beinar launalækk- anir eða afnám verðbóta á laun gegn atvinnutryggingu. Fleiri hópar Hið nýja i þróuninni er eink- um tvennt. I fyrsta lagi er ekki um að ræða timabundnar sveifl- ur i atvinnustigi heldur viðvar- andi þróun, sem er afleiðing að- haldsstefnu i efnahagsmálum og nýrrar tækni. 1 öðru lagi leið- ir atvinnuleysið ekki sjálfkrafa tii félagslegs óróa eða örbirgðar m.a. vegna atvinnuleysisbóta. Þó telja margir að ástandið sé að komast á mörk hins þolan- NO HELP WANTED vinnulausir, eða 9.7% vinnu- færra. I töflu sem vikuritið Newsweek birtir 5. april kemur fram að atvinnuleysi hefur vax- ið hröðum skrefum og er yfir- leitt 2-3% meira á fyrsta árs- fjórðungi 1982 en á sama árs- fjórðungi 1981: 12.5% i Bret- landi,6.9% i Vestur-Þýskalandi, 9% I Frakklandi 10% á ítaliu, 11.9% i Belgiu og 10.6% i Hol- landi. Þessar tölur segja þó ekki alla sögu. Unga fólkið illa úti Atvinnuleysinu er misskipt eftirsvæðum, og þjóðfélagshóp- ar verða misjafnlega fyrir barð- inu á þessum vágesti. 30% launafólks undir 25 ára eru á at- vinnuleysisskrá i Bretlandi, og atvinnuleysi meðal æskulýðs i Frakklandi er nærri 50% og á Italiu 75%. t Bandarikjunum eru unglingar 21.9% atvinnu- lausra. Atvinnumiðlanir i ýms- um Evrópurikjum hafa helst gripið til þess ráðs að visa mönnum milli landshluta, en nú er atvinnuleysið orðið svo al- mennt og útbreitt að það stoðar litt. Og sifellt lengist sá timi sem hver og einn er atvinnu- laus, þriðjungur verkamanna i Bretlandi, það er að segja ein miljón af rúmlega þremur, hef- ur verið atvinnulaus meira en ár og i Frakklandi eru verka- menn án atvinnu að meðaltali 9 mánuði á ári. Heilbrigöisgjald? Einn forystumanna nýja krataflokksins i Bretlandi, Shirley Williams, sagði nýver- ið: „ihaldsmönnum I Bretlandi hefur tekist furðanlcga að koma til skila þeim boðskap sinum lega og viðráðanlega. I þriðja lagi mætti nefna að atvinnuleys- ið bitnar á fleiri hópum en áður, ekki fyrst og fremst á verka- fólki, eins og á fyrri kreppu- og samdráttartimum, heldur ekki siður á fólki i skrifstofu- og þjónustustörfum. Stytting vinnuviku Hvað er til ráða? Hin alþjóð- lega verkalýðshreyfing hefur bent á ýmsar leiðir til þess að skapa ný störf. Og i Frakklandi hefur þegar verið tekin ákvörð- un um að stytta vinnuvikuna úr 40 stundum i 39, sem áfanga að þvi marki að hún verði 35 stund- ir 1985. Jafnframt hefur eftir- launaaldur verið lækkaður úr 65 i 60, bætt við fimmtu sumarleyf- isvikunni og hámark leyfðrar yfirvinnu verið lækkað. A Norðurlöndum er þegar far- ið að ræða styttingu vinnutim- ans, og mun danska alþýðusam- bandið setja þá kröfu á oddinn i næstu samningum. I Sviþjóö hefur bandalag opinberra starfsmanna viðrað svipaðar hugmyndir um dreifingu vinn- unnar á fleiri hendur sem neyð- arúrræði, en sænska alþýðu- sambandið er aftur á móti þeirrar skoðunar að slikt megi ekki gera með launalækkun. Skapa verði forsendur i efna- hagslifinu fyrir 35 stunda vinnu- viku án launaskerðingar. Hvað sem þessu liður þá eru það hin mismunandi viðbrögð við hinni alþjóðlegu kreppu sem eru hvað forvitnilegust fyrir okkur íslendinga. Engum blöð- um er um þaö að fletta að fyrr eða siðar munu angar hennar teygja sig hingað. — ekh «9 shorML

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.