Þjóðviljinn - 15.04.1982, Síða 6

Þjóðviljinn - 15.04.1982, Síða 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 15. april 1982 Hjörleifur mælti fyrír kísilmálmverksmiðjunni í gær: 750 milj. kr. stofnkostnaður Sjálfstæðisflokkurinn vill bíða með að taka ákvörðun á alþingi um málið I gær mælti Hjörleifur Gutt- ormsson iönaðarráðherra fyrir frumvarpi um kísilmálmverk- smiðju á Reyðarfirði. í ræðu hans kom fram að áætlaður stofn- kostnaður 25 þúsund tonna kisil- málmverksmiðju væri talinn 750 miljónir nýkróna miðað við verð- lag 1. mars 1982. Þegar er búið að gera samkomulagsdrög um sölu á um 70% af áætlaðri heildarfram- leiðslu fyrirtækisins. ítarlegri ræðu Hjörleifs verða gerð nánari skil siðar i blaðinu. Birgir tsleifur Gunnarsson tal- aði fyrir hönd Sjálfstæðisflokks- ins og sagði að þyrfti að rannsaka tæknilega þætti og markaðsþætti mun betur áður en alþingi gæti samþykkt frumvarpiö. Þaö sem fyrir lægi af upplýsingum væri ágætis forathugun en nú þyrftu að koma reyndir viðskiptaaðiljar til sögunnar. Sagði hann að hér væri um geysimikla áhættu að ræða og þyrfti að dreifa henni. Þess vegna ætti að leita til erlendra aðilja um eignaraðild að fyrirtækinu. Sagði hann að staðsetning fyrirtækisins hefði fyrirfram verið ákveðin i Reyðarfirði án þess aö saman- burður á hagkvæmni ýmissa staða hefði verið gerður. Sjálf- stæðisflokkurinn hefði alltaf talið að nauðsynlegt væri að hrinda stóriðjufyrirtækjum I fram- kvæmd samhliða nýjum virkjun- um. Þetta væri nú mjög óljóst vegna þess að ekkert lægi fyrir um Blönduvirkjun, Fljótsdals- virkjun eða stækkun Búrfells- virkjunar. Of mörg atriði væru óljós í sambandi við þetta mál og þvi ekki hægt að samþykkja frumvarpið á þessu þingi, en iðnaðarráðherra hafði lagt áherslu á að frumvarpið gæti orð- iö að lögum fyrir þinglok. Halldór Ásgrimsson sagði að gert væri ráð fyrir of háu orku- verði til kisilmálmverksmiðjunn- ar. Veröið væri t.d. hærra en það sem Járnblendiverksmiðjan greiðir. Hann teldi eðlilegt að orkuverð- inu yrði jafnað niður á fyrirtækin þannig að eldri stóriðjufyrirtæki greiddu hærra orkuverð fyrstu árin, þannig að orkuverðið verði lægra til kisilmálmverksmiðj- unnar og styrkti hana i upphafi starfseminnar. Þá sagðist Hall- dór telja eðlilegt aö Járnblendifé- lagið gerðist eignaraðili i verk- smiðjunni fyrir austan. Eins væri rétt að sveitarfélög á Austurlandi fengju heimild til að taka erlend lán og gerast eignaraðiljar. Þá sagðist hann telja ástæðulaust að útiloka einhverja eignaraðild út- lendinga, ef slik eignaraðild gæti t.d. orðið til að greiða götu verk- smiðjunnar i markaðsmálum. Að lokinni ræðu Halldórs var umræðunni frestað til kvölds. — óg Þingsályktunin frá Alþýðuflokki og Alþýðubandalagi Afnám lýðræðis í Tyrklandi fordæmt Þingsályktunin byggð á samþykkt Evrópuráðsins j Brot á jafn- ■ réttis- I lögunum? I Lögð hefur verið fram svo- I hljóðandi fyrirspurn frá I Salome Þorkelsdóttur til * samgönguráðherra um I stöðuveitingu stöðvarstjóra I Pósts og sima á ísafirði: * 1. Hvaða ástæður liggja að I baki þeirri ákvörðun sam- gönguráðherra að ráða i * starf stöðvarstjóra Pósts * og sima á Isafiröi umsækj- I anda, sem hefur skemmri starfstima að baki en tveir * aðrir umsækjendur, sem * starfsmannaráð hafði einnig mælt með? I 2. Telur ráðherra ekki um- I hugsunarefni þegar ■ starfsmaður segir upp I starfi sinu, vegna þess að honum er misboðiö viö I veitingu starfs innan ■ stofnunarinnar, eftir 30 ára starfstima, og er hér I ekki um skýlaust brot að * ræða á lögum nr. 78/1976 * um jaínan rétt kvenna og karla? —ÓG I Kennsla í I útvegs fræðum Hvað liður skipun nefndar samkvæmt samþykkt alþingis frá 19. mai 1981 til að undirbúa og skipuleggja kennslu i útvegsfræðum við Háskóla Islands? Svo hljóðar fyrirspurn frá Guðmundi Karlssyni til menntamála- ráðherra sem lögð hefur verið fram á þingi. —óg. • larð- strengja- væðingin Lögð hefur verið fram til- laga til þingsályktunar frá PetriSigurðssyni um könnun við að leggja jarðstreng til sjónvarpssendinga. Þar seg- ir að Landssima íslands sé falið að kanna kostnað og hagkvæmni þess að leggja fjölrása jarðstreng til sjón- varpssendinga og annarra fjarskipta um þéttbýli og siðará millilandshluta. Skal ennfremur kannað hvernig jarðstreng javæðing i Englandihefur farið fram og hvaða kvaðir eru á slikri starfsemi. Lögð hefur verið fram þings- ályktunartillaga frá ólafi Ragn- ari Grimssyni og Vilmundi Gylfa- syni fyrir hönd þingflokka Alþýðubandalagsins og Alþýöu- flokksins um herforingjastjórn- ina i Tyrklandi. Fram hefur komið að fulltrúar Sjálfstæðis- flokksins og Framsóknarflokks- ins hafa ekki viljað eiga hlut að þe ssu máli, þrátt fyrir að Evrópuráðið hafi samþykkt ályktun I sama dúr. t þingsálykt- unartillögunni er lýst yfir stuðn- ingi við ályktun Evrópuráðsins frá þvi i janúar þessa árs, þarsem herforingjastjórnin I Tyrklandi er fordæmd vegna afnáms lýðræðis i landinu. ,,1 samræmi við ályktun Evrópuráðsins hvetur alþingi til þess: að lýðræði verði á ný komið á fót I Tyrklandi, að frjálsar al- mennar þjóðmálaumræður verði leyfðar um fyrirhugaða stjórnar- skrá, að lög herforingjastjórnar- innar sem banna starfsemi stjórnmálaflokka og verkalýðs- félaga og hneppa fjölmiðla og há- skóla i fjötra, verði algerlega afnumin, að Rauða krossinum verði heimilað að rannsaka með- ferð fanga, að óháðir dómstólar dæmi I máium einstaklinga á eðlilegum grundvelli og án allra þvingana frá stjórnvöldum.” Með ályktun þeirra Olafs Ragn- ars og Vilmundar fylgir greinar- gerð meö áöurnefndri samþykkt þings Evrópuráðsins: Þing Evrópuráðsins 1. hefur kynnt sér skýrslu stjórnmálanefndarinnar og álit laganefndar þingsins sem byggj- ast einkum á könnunarferð (fact-finding visit) þingnefndar 7,—14. janúar 1982, 2. hefur I huga fyrri afstöðu sina sem tekin var varöandi ástandi i Tyrklandi, einkum til- laga 904 (1980), ályktun 757 (1981) og fyrirmæli nr. 392 (1980), 395 (1981) Og 398 (1981). 3. hefur kynnt sér yfirlýsingu tyrkneska þjóðhöfðingjans frá 31. desember 1981 þar sem gefin er upp tfmaáætlun um að drög að stjórnarskrá verði lögð fyrir þjóðaratkvæði haustið 1982 og að þingkosningar veröi 1983 eða I siðasta lagi vorið 1984, 4. með þaö i huga að ástandið I Tyrklandi er enn I ósamræmi við grundvallarhugsjónir I stofnskrá Evrópuráðsins, en að áframhald- andi aðild Tyrklands meö Evrópuráðinu gefur ráðinu tæki- færi og skuldbindur það til þess að fylgjast með þvi að komið verði á aftur lýðfrjálsum stofnunum og að mannréttindi verði virt á ný I landinu. 5. leggur áherslu á vináttu- tengsl við tyrknesku þjóðina og endurtekur þá trú sina, sem stað- fest var I könnunarferð þing- nefndarinnar til Tyrklands, um vinarhug þjóðarinnar til Evrópu almennt en einkum að þvl er varðar hugsjónir Evrópuráðsins, og viðurkennir jafnframt þýðingu þessarar þjóðar sem menningarlegrar brúar milli Evrópu og nálægari Austurlanda. 6. hefur i huga að samkvæmt 15. gr. Mannréttindasáttmála Evrópuráösins er aðildarrikj- unum aðeins heimilt að vikja frá ákvæðum sáttmálans ef sér- stakar aðstæður gera það nauð- synlegt, að þvi tilskildu að slík ákvörðun sé I samræmi við aðrar skuldbindingar samkvæmt alþjóðalögum. 7. hefur I huga að nota allar til- tækar leiðir til að rannsaka staö- hæfingar um pyntingar, fyrir- mæli sin nr. 395 981 þar sem aðal- framkvæmdastjóranum er falið ,,að biðja tyrknesk stjórnvöld um upplýsingar um sérhverja stað- hæfingu um pyntingar eða illa meðferð fanga, sem fulltrúar þings Evrópuráðsins benda honum á.” 8. bendir á I þessu sambandi að þjóðhöföinginn hafi upplýst þing- nefnd þings Evrópuráðsins um það 8. janúar að allar stað- hæfingar um pyntingu geti hver sem er lagt fyrir dómsmálaráð- herra til rannsóknar. 9. lýsir ánægju yfir að dregið hefur úr hryðjúverkum i Tyrk- landi, en bendir á að samfara þessu hefur ekki verið komið á aftur almennum mannréttindum sem voru takmörkuð eða afnumin isamræmi við fyrrnefnda 15. gr. 10. fordæmir nýlega ákvörðun öryggisráös rlkisins um að leysa upp stjórnmálaflokka og gera eignir þeirra upptækar. 11. íýsir áhyggjum yfir skýrslum um aö pyntingar og slæm meðferð eigi sér enn staö, en bendir á að tyrknesk stjórn- völd hafi itrekað fyrirætlun slna um að rannsaka allar stað- hæfingar um slíkt og refsa emb- ættismönnum sem sannast á að hafi pyntað fanga. 12. hefur það i huga að ráð- gjafarsamkunda hefur verið stofnuð til þess aö gera drög að stjórnarskrá, en harmar jafn- framt að stjórnmálasamtök eru útilokuð frá þátttöku i störfum þessarar samkundu. 13. lýsir áhyggjum yfir ólýð- ræöislegum- sjónarmiöum i nokkrum nýlegum lögum, svo sem lögunum um háskóla, sem gætu unnið gegn lýðræðishug- myndum i drögunum að stjórnar- skránni. 14. álitur að lokum að Evrópu- ráðið geti ekki án þess að glata trausti sem mannréttindastofnun frestað þvi á ný að taka harða af- stöðu gegn núverandi ástandi I Tyrklandi. 15. fordæmir þau mann- réttindabrotsem hafa átt sér stað I Tyrklandi, meðal annars afnám stjórnmálaflokka og verkalýðs- félaga, fangelsanir vegna skoð- ana, pyntingar og slæma meðferð á pólitlskum föngum og réttar- höld þar sem ákærðum er ekki tryggður réttur til málsvarnar. 16. biður tyrknesku rikisstjórn- ina að lata lausa pólitlska fanga, að leyfa á ný stofnun lýðræðis- legra samtaka og verkalýðs- félaga án ihlutunar, tryggja minnihlutatrúarflokkum vernd og jafnrétti og að endurreisa lýð- frjálsar stofnanir. 17. beinir athygli rikisstjórna aðildarrikja Evrópuráðsins að 24. grein sáttmálans, sem heimilar sérhverju aðildarriki að visa til mannréttindanefndarinnar sér- hverju broti á ákvæðum sátt- málans. 18. álitur að málsmeðferö, sem gert er ráð fyrir I 24. gr. sáttmál- ans, eigi að beita I máli Tyrklands til þess að upplýsa að hve miklu leyti staðhæfingar um pyntingar og önnur mannréttindabrot i Tyrklandi eigi við rök að styðjast. 19. leggur rika áherslu á þaö við tyrknesju rikisstjórnina: a. að tryggja að drögin að stjórnarskránni, sem lögð verða fyrir tyrknesku þjóðina til samþykktar, og væntanleg lög um stjórnmálaflokka og kosningar verði i fullu sam- ræmi viö skuldbindingar Tyrk- lands við stofnskrá Evrópu- ráðsins og Mannréttindasátt- mála Evrópuráðsins, b. að gera nægilegar ráðstafanir til þess að frjálsar almennar umræður eigi sér stað áður en drögin að stjórnarskrá verði lögð undir þjóðaratkvæði I leynilegum kosningum eins og ráðgert er haustið 1982, c. að virða algerlega öll ákvæði Mannréttindasáttmála Evrópu og að engin frávik verði leyfð frá honum með það sérstaklega i huga að binda endi á pynt- ingar og slæma meðferð fanga og að framfylgja einarðlega rannsóknum á öllum skýrslum þar um. d. að veita sendinefnd frá Alþjóða Rauða krossinum tækifæri til, að framkvæma óhlutdræga rannsókn á aðstæðum I tyrk- neskum fangelsum, einkum að þvi er varðar staðhæfingar um pyntingar. e. að tryggja rétt sérhvers ein- staklings til réttlátrar máls- meðferðar fyrir algjörlega óháðum dómstólum, svo og mannúölegan aöbúnað i fang- elsum og að leysa úr haldi alla fanga sem ranglega eru i haldi. f. að afnema öll lög sem ranglega takmarka rétt til þess að láta i Framhald á 14. siðu Útvíkkað umdæml Reykjavíkur 1 gær mælti Friðjón Þórðarson fyrir frumvarpi til laga um skipan dóms- valds I héraði, lögreglustjórn og fleira. 1 frumvarpinu er m.a. gert ráð fyrir þvi að löggæsla i nágrenni Reykja- vlkur heyri undir lögreglu- stjórann i Reykjaviky en heyrir undir sýslumann i Gullbringu- og Kjósarsýslu nú. Auk breytinga til hag- ræðis á fyrirkomulaginu á Suðvesturlandi felur frum- varpið i sér nokkrar minni- háttar breytingar og lag- færingar vegna laga- breytinga sem orðið hafa frá þvi núgildandi lög voru til meðferðar þingsins 1972. —ög V erðtr\gg- ing tjóna- og slysabóta ILögö hefur verið fram þingsályktunartillaga frá þingmönnum Alþýðuflokks- ins um verðtryggingu tjóna- og slysabóta.. Þar segir að alþingi álykti að fela heil- brigðis- og tryggingamála- ráðherra að láta undirbúa löggjöf um verðtryggingu tjóna-og slysabóta almennra slysabóta. 1 greinargerð meö ályktuninni segir m.a. að margir hafi orðið fyrir skakkaföllum I verðbólgunni vegna þess að bótaupphæðir hafa ekki verið verö- tryggðar. — óg Samsöngur fyrir vestan Lögð hefur verið fram fyrirspurn frá Gunnari R. Péturssyni (sem sat á þingi sem varamaður Sighvats Björgvinssonar) um sam- göngumál á Vestfjörðum. Gunnar spyr samgöngu- málaráðherra I tveimur svo- hljóöandi liðum: a) Hvað líður störfum nefndar sem ráðherra skipaði i september 1981 um ferjumál á Breiðafirði? b) Hvað llður störfum nefndar um samgöngumál á Vestfjörðum, sem starfað hefur undir forustu Bjarna Einarssonar?

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.