Þjóðviljinn - 29.04.1982, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 29.04.1982, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 29. aprll 1982 tXSS*inmn* DOtLAe'NfJ * vjTPflN^R VflLS'. x ioiuitw pftNJÍf \ ;^yV i y?éeHc,-KI« Xtf'Æ 171- aþ UhTSfep X0 stT2*« -s-rtií-E* /)F Ní' ftÐfEFijft f?vr ^eméa- gct] Í?£ST Séf>, Þfi EfíTU Kö(Y))NM T þ’fiNM STöŒfi oo- VO Lbvc-ft JriOKK MflNNfi lEM MlROPiST " RfiOfi HeiooiNurn i Fugl dagsins: ásr*- Stelkur Tringa totanus heitir þessi fugl á latinu. Hann er auðþekkt- astur á flugi á hvitu baki og gumpi og áberandi hvitum afturfjöðrum á dökkum vængjum, en sitjandi á löngu gulrauðum fótum. Nefið er íangt og rauðleitt og svart i odd- inn. Tortrygginn og hávær fugl, sem hossar sér i sifellu þegar þann er i uppnámi. býtur upp með ósköpum og óhljóðum ef að honum er komið að óvörum. Algengasta hljóðið er hljómþýtt ,„,tljú-hú-hú”. Uppistaða söngsins eru breyti- leg, hljómþýö stef einkum þó „lidl-lidl-lia-lia”. Heldur til I mýrum og flóum. Verpur i mýrum. Hefur vetrar- dvöl i fjörum og fsjávarleirum á Islandi. Rugl dagsins Tækmvæðlng Costa Mendez, utanrikisráð- herra Argentinu sagði að strið væri tæknilega séð hafiö milli Argentinu og Bretlands. Morgunblaðið. Á tónleikum Sinfóníunnar i kvöld Bolero og lærisveinn galdra- meistarans A tónleikum Sinfóniuhljóm- sveitarinnar i kvöld verða leikin verk eftir Debussy, Dukas og Ravel. Meðal verkanna eru þekkt og vinsæl verk eins og Bo- lero (Ravel) og lærisveinn galdrameistarans (Dukas). Hljómsveitarstjóri er aðal- stjórnandi sveitarinnar, Jean Pierre Jacquillat. Einleikari er Halldór Haraldsson, en hann hefur haldið fjölmarga tónleika og komið fram sem einleikari með Sinfóniuhljómsveitinni. Hann fór i tónleikaferö um. Norðurlöndin 1973, en nú kennir hann pianóleik við Tónlistar- skólann i Reykjavik. Svínharður smásál Eftir Kjartan Arnórsson Rekstur Ikarusvagna okkar hefur gengið mjög vel viðtalið „Þessi köttur fer hér „Nei, þetta er enn nýr köttur. N Þessi er pabbi litlu kisunnar, sem læða tannlæknisins átti f fyrra eftir að hún var hætt við fressið hans afa — ja, þessir kettir”. Rætt við ✓ Karl Amason forstjóra Strætis- vagna Kópavogs: Rekstur Ikarusvagna Strætisvagna Kópa- vogs hefur gengið vel fyrstu þrjá mánuðina sem þeir eru i notkun og telja forráðamenn fyrirtækisins reynsluna af vögnunum vera eins og við var búist. Þetta kom fram i skýrslu sem Karl Árnason for- stjóri SVK skilaði til bæjaryfirvalda af gefnu tiiefni vegna um- ræðna um þessa vagna i fjölmiðlum. Karl Arnason gat þess i sam- tali við blaðamann Þjóðv. að sá vagninn sem fyrstur kom hafi verið i notkun samtals 1.554 klukkutima fyrstu þrjá mánuöina. Af þessum tima hafi hann aðeins verið 52 klukku- stundir frá akstri vegna eðliiegs viöhalds og smurningar. En hvers vegna þessi óánægja i Reykjavik? „Hún er til komin vegna þess að stjórnmálamenn og þeir sem ákváöu kaupin á Volvo-vögnum sem voru allt að helmingi dýrari en Ikarus, urðu að réttlæta þær ráðstafanir fyrir skattborg- urunum. Það er alveg greinilegt að leiðir fulltrúa Sjálfstæöis- flokks og Alþýðuflokks liggja saman i þessu máli þvi þeir voru að koma þvi til leiöar i stjórn Strætisvagna Reykja- vikur i siðustu viku að Ikarus vagnar SVR yrðu seldir. Ég hef þó enga trú á að borgaryfirvöld styðji þá stefnu þegar á herðir. Þessir vagnar hafa reynst prýðilega og það hljta að liggja annarlegar ástæður að baki til- lagna um sölu á þessum ódýru og hagkvæmu tækjum”. Nú er um ár liðið frá gildis- töku nýja leiöakerfisins. Hvern- ig er reynslan? „Ég held mér sé óhætt að segja að hún er góð. Það hefur greinilega komið i ljós að breyt- ingin fellur vel að þörfum flestr^ enda þótt aldrei sé svo um hnútana búið að allir séu ánægðir. Þetta kerfi er þannig upp byggt að auðvelt er að bæta inn i nýjum leiöum og gera breytingar án þess að verulega raski öðrum leiöum. Hins vegar virðist margt benda til þess að svokallaðir lið-vagnar séu að verða timabærir, sérstaklega á leiðinni til Reykjavikur og ætti þá enn betur að vera hægt að bæta þjónustuna”. Nú eykst bilainnflutningur um rúm 80% fyrstu þrjá mánuöi ársins. Hver er staöa sam- neyslufyrirtækis eins og ykkar i þessu ástandi? „Hún er erfið eins og gefur að skilja. Við reiknum t.d. meö að hallinn á þessu ári verði um 55% og aö það kosti um 12 milljónir króna að reka SVK á árinu. Opinber yfirvöld verða hér að hlaupa undir bagga og styðja við bakið á rekstrinum þvi hér er um að ræða þjóðhagslega hagkvæmt fyrirtæki. Við bind- um miklar vonir við frumvarp sem liggur fyrir Alþingi um niðurfellingu þungaskatts af strætisvögnum en aftur á móti þarf meira til. Það eina sem rikið kemur til móts við rekst- urinn i dag er niðurfelling sölu- skattsins af seldum miðum. Hins vegar þurfum við að greiða söluskatt af andvirði skipti- miða, véla og tækja i þvi sam- bandi o.s.frv. Við gefum öllum öryrkjum og öldruðum kost á ókeypis fari með strætisvögnum og sýnum þar með skilning á al- mannaheill. Opinberir aðilar — Ljósm.: eik. mættu gjarna gera meira af sliku”. Hvaö meö skipulagsmálin? Hvers vegna njóta strætis- vagnar ekki forgangs i um- feröinni? „Sá háttur tiðkast viða er- lendis enhefur i litlum mæli náð fótfestu hér. Hér verður að verða bragarbót á. Skipulags- stofa höfuðborgarsvæðisins er að vinna að tillögum hér að lút- andi og skemmst er að minnast nýrra tillagna um umferð i gamla bænum i Reykjavik þar sem Strætisvagnar Reykjavikur eiga að njóta nokkurs forgangs. Við sjáum oft hér á leiöinni til Reykjavikur á morgnana 100—200 einkabila i einni hala- rófu, sniglast áfram, en aftast- ani rööinni strætisvagn með allt að 100 farþega innan borðs. Það er alvegljóstiaðef okkur tekst að tryggja strætisvögnum forgang i umferðinni fram yfir einka- bilinn, örvar það fólk að nýta sér okkar þjóðhagslega hag- kvæmu þjónustu”, sagði Karl Árnason forstöðumaður Strætisvagna Kópavogs að lokum. Karl Arnason forstjóri SVK, fyrir utan einn Ikarusvagna fyrirtækisins.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.