Þjóðviljinn - 29.04.1982, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 29.04.1982, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 29. aprll 1982 Happdrættismiöar i kosningahappdrætti Alþýöubandalagsins hafa veriðsendirút til stuöningsmanna og velunnara Alþýöu- bandalagsins i Reykjavik. Miðana má greiða i öllum bönkum og póstútibúum og á skrif- stofu ABRað Grettisgötu 3og Siðumúla 27. Þeirsem ekki hafa fengið senda miða geta snúið sér til kosn- ingamiðstöðvar félagsins að Siðumúla 27 (simar 39813 og 39816). VINNINGAR: Suzuki Alto. Sérlega sparneytinn og hag- kvæmur fjölskyldubill að verðmæti kr. 81.000.- og 8 ferðavinn- ingar með Sam vinnuferðum-Landsýn. Samtals að verðmæti 40.600 Tryggjuni öfluga kosningabaráttu G-Iistans i Gerum skil sem fyrst. Reykjavík. Heimildarfrumvarp fyrír ríkisstjómina: ísland aðíli að Al- þj óðaorkustofnuninni Lagt hefur veriö frumvarp til laga á alþingi um neyöarbirgöir oliu og fl. Þar segir ma. að rikis- stjórninni sé heimilt aö gerast fyrir islands hönd aðili að samn- ingi um alþjóðaorkuáætlun. Vms- ar skyldur fylgja samningi þess- um um birgðasöfnun oliu og fleira. Hins vegar fá islendingar með samningum aðgang að ýms- um upplýsingum sem taldar eru mjög mikilvægar auk annarra hlunninda. Ef rikisstjórnin notar þessa heimild eru af islands hálfu settir ýmsir fyrirvarar um að- lögunartima og annað. Samkvæmt samningnum eiga aðildarlönd að eiga hundrað daga neyðarbirgðir af oliu. brjár heístu oliuvörutegundir sem eru notaðar á Islandi eru svartolia, gasolia og bensin. A árinu 1981 var notkunin á þessum vörum sem hér segir: gasolia 221.000 tonn, svartolia 169.000 tonn og bensin 92.000 tonn eða samtals 482 þúsund tonn. Til samanburðar má geta um notkunina árið 1987 eftirfimm ára aðlögunartima, en þá verður birgðahaldið sam- kvæmt reglum Alþjóðaorkustofn- unarinnar: gasolia 185.000 tonn, svartolia 185.000 tonn og bensin 110.000 tonn eða samtals 470.000 tonn sem er um 3% minna en á árinu 1981. „Sé miðað við þessa spá um notkun á ofangreindum oliuvör- um á íslandi á árinu 1987, 470.000 tonn, þyrfti Island samkvæmt reglum Alþjóðaorkustofnunar- innar um niutiu daga birgðir að eiga ætið tiltækar i landinu 129.000 tonn samtals af svartoliu, gasoliu og bensini. Þessi tala er fundin með þvi að deila i heildarnotkun ársins á þessum oliuvörum, 470.000 tonn, með dagafjölda árs- ins, 365, til að fá ut oliunotkun á dag. Siðan er margfaldað með 90 til að fá út 90 daga oliunotkun. Loks er margfaldað meö 10/9 til aðtaka tillit tilótiltækra birgða. I stuttu máli er dagleg notkun oliu- varanna þriggja margfölduð með hundrað til að reikna niutiu daga birgöaskyldu Islands samkvæmt reglum stofnunarinnar. Samkvæmt upplýsingum is- lensku oliufélaganna höfðu þau 216.347 tonna geymarými fyrir gasoliu, svartoliu og bensin á landinu öllu hinn 31. október 1981 en annað tiltækt rými er hverf- andi. A innflutningshöfnunum Reykjavik og Seyðisfirði er rými fyrir 137.600 tonn en i litlum birgðastöðvum viðs vegar um landið eru geymar fyrir 78.747 tonn. Þar eð geymarými fyrir 12.000 tonn bætist við á næstunni er birgðarýmið samtals rösk 228.000 tonn. Telja þeir sem best þekkja til að ekki þurfi að auka viðgeymarýmið til að rúma ofan- greint magn, 129.000 tonn (um 57% nýting). Heppilegast má telja að birgðir Islands yrðu geymdar á Islandi þótt heimilt sé eins og áður segir að taka tillit til birgða erlendis. Talsvert hefur skort á að ísland uppfyllti skilyrði Alþjóðaorku- stofnunarinnar um oliubirgða- hald á undanförnum árum. Meðalbirgðir af gasoliu, svartoliu og bensini með mánaöaarmillibili 1. janúar-31. desember voru sem sé samanlagt: 1978: 89.000 tonn, 1979: 82.000 tonn, 1980: 99.000 tonn, 1981: 91.000 tonn.” Fyrirvarar íslands I bréfi til framkvæmdastjóra Alþjóðaorkustofnunarinnar þar- sem sótt verður um aðild að stofnuninni verður mörkuð form- lega sérstaða Islands um fimm atriði sem eru eínislega svohljóö- andi: 1. lsland fer fram á fimm ára aðlögunartima til að auka oliu- birgðahald i áföngum við hag- kvæmar aðstæður og jafnframt oliugeymarými ef nauðsynlegt reynist. 2. Island telur að V. kafli i ákvörðun stjórnarnefndarinnar um áætlun um langtimasamstarf hafi að geyma almennar megin- Þingsjá reglur sem séu ekki lagalega bindandi. Vill Island i þessu sam- ‘bandi undirstrika að það hefur rétt tii að eiga og ráða yfir náttúruauðlindum sinum og efna- hag, svo og vernda umhverfi sitt og öryggi þegna sinna, og mun framkvæma V. kaflann á þann hátt sem samræmist islenskri orkustefnu, m.a. i fjárfestingar- málum. 3. Varðandi 8. meginreglu i ákvörðun stjórnarnefndarinnar um hópmarkmið og meginreglur orkustefnu skal tekið fram aö Is- land á mikla ónýtta vatnsorku og jarðhitaorku og mun þvi ekki stefna að hagnýtingu kjarnorku né taka virkan þátt i þeim málum sem snerta kjarnorku á vettvangi stofnunarinnar. 4. Varðandi 10. meginreglu i ákvörðun stjórnarnefndarinnar um hópmarkmið og meginreglur orkustefnu skal tekið fram að Is- land hyggst halda áfram rann- sóknum vegna hugsanlegra oliu- linda á islenska landgrunninu undir forystu islenskra stofnana og stjórnvalda. Við rannsóknir og hugsanlega nýtingu auðlinda verður gætt fyllstu varúðar með tilliti til umhverfissjónarmiða, fyrst og fremst til að tryggja að hinar lifandi auðlindir hafsins verði ekki fyrir skaða. Áskilja is- lensk stjórnvöld sér rétt til að mæla fyrir um hraða rannsókna og hugsanlegrar nýtingar m.a. með þau sjónarmið i huga. 5. Aratugum saman hefur Is- land flutt megnið af sinni oliu inn frá einum aðila, 60-70% af heildarinnflutningi oliunnar á sið- ustu árum. Island getur ekki út- hlutaö þessari oliu á oliuneyðar- timum andstætt hefðbundnum ákvæöum gildandi oliukaupa- samninga. Hugsanleg úthlutun af Islands hálfu yrði af þeirri oliu sem flutt væri inn frá öðrum aðil- um. Auk þess 12 toppvinningar til íbúða- og húseignakaupa á 250.000, 500.000 og 1.000.000 króna. 100 bílavinningar á 150.000 og 50.000 og á sjöunda þúsund hús- búnaðarvinningar. Sala á lausum miðum og endurnýjun flokksmiða og ársmiða stendur yfir. Miði cr mðéiileiki ae

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.