Þjóðviljinn - 29.04.1982, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 29.04.1982, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 29. aprll 1982 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 9 1. Jóhann Geirdal Gislason, kennari og námsráOgjafi 2 Alma Vestmann, kennari. 3. Sólveig S.J. Þórðardóttir, Ijósmóðir. ■ 4. Birgir IJónasson, verkamaður. 5 Bjargey Einarsdóttir húsmóðir. 6. Karl G. Sigurbergsson, hafnarvörður. 7. Asgeir Árnason, kennari. 8. Jón Kr.Olsen, 9. Rósamunda form Vélstjórafél. Rúnarsdóttir, Suðurnesja ritari. ! Framboðslisti Alþýðu■ ! bandalagsins í Kefiavík Birtur hefur verið framboðs- listi Alþýðubandalagsins i Keflavik við bæjarstjórnar- kosningarnar þann 22. mai n.k. Karl Sigurbergsson, sem verið hefur bæjarfulltrúi Alþýðu- bandalagsins i Keflavik siðustu 12 ár gaf ekki kost á sér i efsta sæti listans að þessu sinni, en skipar nú 6. sæti. Listi Alþýðubandalagsins i Keflavik er þannig skipaður: 1. Jóhann Geirdal Gislason, kennari og námsráðgjafi. 2. Alma Vestmann, kennari. 3. Sólveig S.J. Þórðardóttir, ljósmóöir. 4. Birgir Jónasson, verka- maður. 5. Bjargey Einarsdóttir, hús- móðir. 6. Karl G. Sigurbergsson, hafnarvöröur. 7. Asgeir Árnason, kennari. 8. Jón Kr. Olsen, formaður Vélstjórafélags Suöurnesja. 9. Rósamunda Rúnarsdóttir, ritari.10. Sigurður N. Brynjólfsson, verkamaöur. 11. Jón Rósant Þórarinsson, sjómaöur. 12. Björn Vikingur Skúlason, kennari. 13. Einar Ingimundarson, af- greiðslumaður. 14. Alda Jensdóttir, háskóla- nemi. 15. Sigvaldi Arnoddsson, skipa- smiður. 16. Kári Tryggvason, hús- gagnasmiður. 17. Magnús Bergmann, fyrrver- andi skipstjóri. 18. Gestur Auðunsson, verka- maöur. Ljósm.—gel — Það eru f leiri en Halldór Laxnesssem eiga afmæli þessa dagana. Þessi hefur vísað mönnum leið um myrka vegu þótt ekki sé hann neinn menningarviti. Þetta er gamli f lugturninn, sem varð 40ára á dögunum. Nokkrir aðstandendur hins fyrirhugaða Dans-og söngleikjahúss. F.v.: Gunnlaugsdóttir, Bára Magnúsdóttir, Guðni Guðnason og Arni Schev- Birgir Gunnlaugsson, Auöur Ilaralds, Rósa Ingólfsdóttir. Fanney ing. — Ljósm.: — eik. söngleíkjahús í Reykjavík? Dans- og Dans og söngleikjahús i Reykjavík. Hljómar ótrúlega, en svo kann að vera að einmitt slikt hús með tilheyrandi starfsemi risi I Reykjavik eða einhvers- staðar á höfuðborgarsvæðinu. Fram er kominn álitlegur hópur fólkssem þessa dagana vinnur að þviöllum árum að þessi hugmynd geti orðið að veruleika. Þar eru komnir aðstandendur sögnleiks- ins JAZZ — INN og i tilefni hug- mynda aö söngleikjahúsi héldu aðstandcndur þeirrar sýningar og nokkrir aörir blaöamannafund I gær. Arni Scheving, hljómlistar- maður, Auður Haralds, rithöf- undur, Fanney Gunnlaugsdóttir dansari, Guðni Guðnason ,,kiza- maöur” (hreyfilistarmaður), Bára Magnúsdóttir skólastjóri, Rósa Ingólfsdóttir auglýsinga- teiknari og Birgir Gunnlaugsson hljóðfæraleikari stóöu að þessum blaðamannafundi. Það kom fram að þann 16. mai hefur verið boðaður stofnfundur að félagi sem hafi þaðað markmiði að eiga og reka dans- og söngleikjahús i Reykjavik. Bára Magnúsdóttir sem i forsvari var fyrir hópinn sagði að reynslan að dans* og söngleikja- haldi hér á landi var það góð að full ástæða væri til að byggja yfir slika starfsemi. Fiðlarinn á þak- inu, ,,My fair lady” og fleiri söng- leikir hefðu slegið öll aðsóknar- metá sinum tima. Bára sagði, að þegar hefði verið farið af stað að finna hentugt húsnæði fyrir þessa starfsemi. Þrir staðir eru i sigt- inu, en ekki gat Bára gefið upp hvaða staðir þetta væru, en kvaðst vonast til að hafa drög að samningi þegar til stofnfundarins kæmi 1 fréttatilkynningu sem blaða- mönnum var afhent á fundinum var tilgangurinn með stofnun sliks félagsskapar útlistaður. Hann væri að skapa atvinnu- grundvöll fyrir dansara, hljóð- færaleikara, söngvara, rithöf- unda og fleiri. Þá væri meiningin að reka þjálfaraaðstöðu fyrir fólk sem vill geta sungið dansað og leikið á sviði jöfnum höndum. Ennfremur að auðga menningar- lif þjóðarinnar. Þá hefur verið ákveöið að efna til samkeppni meðal almennings um nafn á dans- og söngleikja- húsinu. Nánari grein verður gerð fyrir þeirri samkeppni siðar. — hól.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.