Þjóðviljinn - 29.04.1982, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 29. april 1982 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5
SameinuOu þjóOirnar koma vappandi meO hamar, Haig utanrlkisráOherra reynir aO teygja sig inn i
flöskuna og segir: ÞaO skiptir ekki máii hvernig skip kemst inn I flösku — hvernig nærOu þvi út úr henni
aftur?
F alklandsey j ar,
stórveldin og
þ j óðemishyggjan
Túlkunarfræði
Þessa dagana er mikið um túlk-
anir á Falklandseyjadeilunni.
Kappsamur SjálfstæOismaöur,
Pétur Guðjónsson, hefur skrifað
langar greinar um nauðsyn þess
að íslendingar taki harða afstöðu
með Argentinumönnum i þessu
máii. I Morgunblaðinu i gær kom
svo undarlegur leiðari sem átti að
sýna, að Falklandseyjadeilan
sýndi það fyrst og fremst að
kommúnistar og fasistar ættu
samleið. Þetta var fóðraö á svo-
felldan hátt:
„Af fréttum má ráða, að
kommúnistar og fasistar hafi
snúið bökum saman i Argentinu.
Sovétmönnum er það siður en svo
á móti skapi, að til hernaðarátaka
komi milli Breta og Argentfnu-
manna. Ljóst er, að Kremlverjar
styðja fasistastjórn herforingj-
anna i Argentinu i þeim átökum.
Vinátta milli einræöisherranna
hefur verið aö þróast undanfarin
ár en tók mikinn kipp eftir innrás
sovéska hersins i Afganistan,
þegar Argentinustjórn tók að sér
að sjá Kremlverjum fyrir korni,
eftir að Jimmy Carter, forseti
Bandarikjanna, setti kornsölu-
bann á Sovétrikin. Og Argentinu-
menn höföu ekki fyrr ráðist inn I
Falklandseyjar en þeir veittu
sovéskum skipum heimild til
veiða I 200 milna lögsögunni um-
hverfis eyjarnar.”
Hver elskar fasista?
Það er rétt i þessum hræri-
graut, að Sovétmenn eru ánægðir
yfir deilu Argentinumanna og
Breta — vegna þess að hún kemur
Bandarikjamönnum I vandræði. í
þeim efnum gilda ósköp einfaldar
formúlur i taflmennsku stórveld-
fHámarkskvóti
á norska þorsk-
I stofninn
Norskir fiskifræðingar
telja ástand norska þorsk-
stofnsins svo slæmt, að þeir
mæla með 300 þúsund tonna
hámarkskvóta næstu fimm
árin.
Fiskifræðingar segja að
siðustu fimm árgangar séu
mjög lélegir. Yfirhöfuð eru
þeir mjög svartsýnir og
segja að einu stofnarnir af
þeim sem Norðmenn nýta,
sem séu i viðunandi ástandi
séu annarsvegar loðnustofn-
inn i Barentshafi og hinsveg-
ar selastofninn fyrir norðan
62. breiddarbaug. Kol-
munnastofninn er einnig i
sæmilegu lagi, en i frétt frá
Norinform segir að veiðar á
honum skipti norskan
sjávarútveg litlu máli.
Frétta-
skýring
anna. Og Bandarikjamenn eru i
vandræðum, ekki vegna þess að
„kommúnistar og fasistar hafa
snúið bökum saman” — heldur
vegna þess, að Reagan forseti vill
vera elsku vinur beggja — Breta
og „fasistanna” I Argentinu.
Hvorki Reagan né Brésjnéf hafa
áhyggjur af þvi, hvort arg-
entinskir herforingjar drepa fleiri
manns eða færri I leynilegum
fangelsum sinum — að minnsta
kosti eru þær áhyggjur svo vesæl-
ar að þaö tekur þvi varla aö
minnast á þær. Hitt skiptir svo
öllu, hvort og hvernig „hinn”,
mótaðilinn i hernaðartaflinu
mikla, græðir á einhverri stað-
bundinni deilu.
Mislingar
mannkyns
Málin eru vitaskuld aldrei eins
einföld og Morgunblaðiö vill vera
láta. Að þvi er deiluaðila sjálfa
varðar, þá verður Falklandseyja-
málið mikill prófsteinn á rikis-
stjórnir landanna tveggja. Þær
hafa teflt þannig, að framvinda
málsins getur ráðiö miklu um
þaö, hvort Thatcher verður leng-
ur eða skemur forsætisráðherra i
Bretlandi eða Galtieris forseti
Argentinu. Vegna þess, að meö
máli af þessu tagi fara af stað
allar ástriður þjóðernishyggj-
unnar, og einmitt þjóðernis-
hyggju af þeirri tegund, sem Ein-
stein kallaöi á sinum tima
„mislinga mannkynsins”, barna-
sjúkdóm.
Sá sem hefur
hreinan skjöld
Barnasjúdómur eða ekki —
þjóðernishyggjan er svo sterk, að
jafnvei göfugur baráttumaður
fyrir mannréttindum i Argentinu,
ofsóttur af herforingjastjórnum,
Adolfo Pérez Esquivei, hann er
sammála „fasistastjórninni” i
þessu máli. Þessi ágæti handhafi
friðarverölauna Nóbels vill aö
sönnu helst ekki leyfa herfor-
ingjastjórninni að græða á þessu
máli. Hann segir: „þegar við
erum hiynntir þvi, að Malvinur
(Falklandseyjar) tilheyri
Argentinu, þá þýðir það alls ekki
að við styðjum herforingjastjórn-
ina”.
Esquivel viðurkennir þó i þessu
sama viðtali (við Spiegel), að vist
geti herforingjastjórnin grætt á
málinu ef allt snýst henni i hag.
En hann huggar sig við það, að
dagur komi eftir þennan dag, og
að einhverntima komi aö „ýfir-
ráðarétti fólksins” yfir allri
Argentinu.
Farsæl málalok
Þannig eru rök hins þjóðernis-
lega uppeldis, og getur hver
maður skiliö þau með þvi að lita i
eigin barm. En ef aðrir skoöa
málið þá hafa þeir ekki annarra
betri hagsmuna að gæta en
þeirra, að friður haldist, að ekki
komi til meiriháttar vopnaviö-
skipta (sem vofa yfir þegar þessi
orð eru skrifuð). Vinstrisinnar
gætu siöan óskað þess helst, að
Falklandseyjamálið forklúðrist
með ýmsum hætti hjá báöum
aðilum. Með þeim afleiðingum i
Bretlandi, að ihaldsstjórnin þar
yrði enn óvinsælli en hún var. Og
með þeim afleiðingum i
Argentinu, að þjóðernisfögnuður
almennings þar snerist upp i
mikla heift gegn herforingjakiik-
unni, sem rænt hefur af alþýðunni
öllum völdum, og nægi sú heift til
að steypa Galtieri og hans hyski
— skiptir þá næsta litlu máli hvort
hann er betri vinur Reagans eða
Brésjnefs þá stundina.
Arni Bergmann
Auglýsing til
skattgreiðenda
Fjármálaráðuneytið hefur ákveðið að eft-
irfarandi reglur skuli gilda um dráttar-
vaxtaútreikning af vangoldnum þing-
gjöldum:
Dráttarvaxtaútreikningur miðast við
stöðu gjaldanda við innheimtumann rikis-
sjóðs 10. dag næsta mánaðar eftir ein-
daga. Sé greiðsla póstsend, þarf hún að
bera með sér að hún hafi verið póstlögð
fyrir eindaga. Póstleggi gjaldandi
greiðslu eftir lok eindagans á hann á hættu
að fá reiknaða dráttarvexti.
Reglur þessar taka jafnt til þeirra gjald-
enda, sem annast greiðslu þinggjalda
sinna sjálfir og kaupgreiðenda, sem halda
eiga eftir af kaupi launþega til lúkningar á
þinggjöldum þeirra.
Reglur þessar gilda um þinggjalda-
greiðslur er falla i eindaga frá og með 30.
april n.k.
Fjármálaráðuneytið, 27. april 1982.
■|1 FELAGSMALASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR
H r Vonarstræti 4 - Sími 25500
Fósturheimili
Félagsmálastof nun Reyk ja vikurborgar
óskar eftir fósturheimilum til frambúðar
fyrir börn á aldrinum 8 til 12 ára.
Æskileg staðsetning Stór-Reykjavikur-
svæðið. Upplýsingar i sima 74544 fyrir há-
degi
Sjúkraliðar —
sjúkraliðar
Athugið breyttan fundartima á aðalfundi
Sjúkraliðafélags íslands. Fundurinn
verður haldinn á Hótel Heklu,
Rauðarárstig 18, kl. 20 föstudaginn 30.
april.
Stjórnin.
Fjölmennum í aögeröir j ,
Rauörar verkalýöseiningar i. mai
Gegn auðvaldi, kreppu og hervæðingu
Safnast verður til kröfugöngu á Hlemmi upp úr 12.30.
Eftir stuttar hvatningar verður gengið niður Laugaveg og að Miðbæj-
arskóla.
Ræður flytja: ómar Harðarson i Félagi bókagerðarmanna og Pétur
Tyrfingsson verkamaður i Dagsbrún.
Ennfremur flytja Sigriður Albertsdóttir, Rauðsokkahreyfingunni og
Birna Gunnlaugsdóttir i El-Salvador-nefndinni fundinum stutt ávörp.
Fundarstjóri verður Asgeir R. Helgason, gæslumaður á Kleppi.
LAUNAFÓLK — BARÁTTUSINNAR!
Mætum öll og sýnum styrk okkar og baráttuvilja á 1. mai.
ómar
Pétur
Sigriður
Birna
Ásgeir