Þjóðviljinn - 29.04.1982, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 29. april 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIDA 3
Eldborgin útbúin á kolmunnaveiðar:
AfUim verður
frystur um
„Viö þurfum aö veiöa 45 tonn af
kolmunna á dag, til aö geta unniö
30 lestir af frystum afuröum, svo
þetta beri sig”, sagöi Þóröur
Helgason framkvæmdastjóri út-
gerðarfélags Eldborgar, eins
stærsta loönuskipsins i íslenska
flotanum, I samtali við Þjóövilj-
ann, en aö undanförnu hefur veriö
unniö aö endurhönnun á búnaöi
skipsins til aö gera þaö klárt fyrir
kolmunnaveiöar og vinnslu aflans
um borö.
„Hugmyndin er aö verka kol-
munnann til frystingar annars
vegar hausaöan og slógdreginn
m mmmmmmmmmmm m mmmmmmmmm m
■ BÍL skorar á j
| menntamála-
; ráðherra
Bandalag isl. listamanna I
I hefur einróma samþykkt aö I
• senda eftirfarandi áskorun •
| til menntamálaráöherra:
J Kvikmyndaeftirlit rikisins
Ihefur bannaö kvikmyndina
Rokk i Reykjavfk áhorf-
endum innan 14 ára aldurs.
, Þetta bann hefur þegar haft *
Iafdrifarik áhrif á útbreiöslu I
myndarinnar. Stjórn Banda-
lags islenskra listamanna I,
, telur aö slikir ritskoðunartil- 1
Iburðir geti stofnaö islenskri
kvikmyndagerð i hættu.
Skorar stjörnin á mennta- I
, málaráðherra aö fella bann- *
■ ið úr gildi. I
og hins vegar flakaðan. Það fást
um 70% af þorskvirði fyrir fryst-
an kolmunna. Við höfum kannað
markaðsmál litilsháttar i Evrópu
og þaö litur allt ágætlega út.”
Nokkrar breytingar þarf að
gera á Eldborginni, svo hægt
veröi að frysta kolmunnann um
borð, og hafa menn frá Rann-
sóknarstofnun fiskiðnaðarins,
unniö ásamt útgerðaraðilum að
nýrri hönnun á millidekki
skipsins.
Þórður sagði aö undirtektir
stjórnvalda hefðu verið góðar, og
ef allt færi sem horfir, væri
borð
möguleiki á að Eldborgin gæti
hafið kolmunnaveiðar við Fær-
eyjar i júlimánuði.
„Við ætlum okkur að stunda
þessar veiðar fram til næstu ára-
móta ef ekkert óvænt kemur
uppá. Ætlunin er að feta i fótspor
Færeyinga i þessum efnum, en
það er alveg ljóst að kolmunna-
veiðar til bræðslu geta aldrei
borið sig.”
Eldborgin mun eftir breyting-
arnar geta borið allt að 300 tonn af
frystum kolmunna, og liklegast
þarf að fjölga i áhöfninni i 19
menn. —lg.
Eldborgin, frá Hafnarfirði.
Á myndinni eru taldir frá vinstri: Einar Gunnarsson, Haukur
Hallgrimsson, Bent Bjarnason, Ingvar Valdimarsson, Sigursteinn
Arnason, Jón G. Tómasson, Baldvin Tryggvason, Engelhart
Björnsson, Benedikt Þ. Gröndal, Arnfinnur Jónsson, Kristján Hall og
Böðvar Asgeirsson.
Björgimarsveitum
gefið stórfé —
í tilefni 50 ára afmælis Sparisjóðs
Reykjavíkur og nágrennis
I tilefni af 50 ára afmæli Spari-
sjóðs Reykjavikur og nágrennis
samþykkti aðalfundur spari-
sjóðsins sem haldinn var 6. mars
s.l. að veita kr. 40.000,- styrk til
hvers eftirgreindra aðila: Flug-
björgunarsveitarinnar i
Reykjavik, Björgunarsveitar
Slysavarnardeildarinnar Ingólfs i
Reykjavik og Hjálparsveitar
skáta, Reykjavik.
Styrkur þessi er veittur i þakk-
lætisskyni fyrir fórnfúst og giftu-
rikt starf þessara björgunar-
sveita á umliðnum árum m.a. i
þágu ibúa þess starfssvæðis, sem
Sparisjóður Reykjavikur og
nágrennis þjónar.
Fyrir skemmstu komu fulltrúar
þessara aðila i Sparisjóö
Reykjavikur og nágrennis til þess
að veita þessum styrkjum viðtöku
og var meðfylgjandi mynd þá
tekin.
Guðmundur vann
Lars Karlsson
í 14 leikjum
— hafnaði í 4.-7. sæti á mótinu
Guömundur Sigurjónsson stór-
meistari klykkti út á skákmótinu i
Gausdal Noregi meö þvi aö sigra
Lars Karlsson, næststerkasta
skákmann Svia, I aöeins 14 leikj-
um. Guömundur hefur lengi haft
sterkt tak á Svianum en aldrei
unniö jafn skjótan sigur yfir
honum og nú. Karlsson sigraöi
eins og kunnugt er á svæöamótinu
i Randcrs og tryggöi sér þátttöku-
rétt á einu millisvæðamótanna
sem haldin veröa i sumar.
I baráttunni um efsta sætið
gerðist það helst að Norðmaður-
inn Leif ögaard vann enska stór-
meistarann Mike Stean og
hreppti þannig efsta sætið á
mótinu. Hann tryggði sér einnig
áfanga að stórmeistaratitli. Röð
efstu manna i þessu umferða móti
varð þessi:
1. ögaard (Noregi) 7 v. 2.
DeFirmian (Bandarikjunum) 6
1/2 v. 3. Mortensen (Danmörk) 6
v. 4.-7. Guðmundur Sigurjóns-
son, Schiissler, og Stean allir með
5 1/2 v. Keppendur voru 28.
Skák Guðmundar i gær gekk
þannig fyrir sig: Hvitt:
Guðmundur. Svart Lars Karls-
son. Sikileyjarvörn 1. e4 c5 2. Rf3
Rc6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 g6 5. Rc3
Bg7 6. Be3 Rf6 7. Bc4 0-0 8. Bb3 d6
9. h3 Bd7 10. 0-0 Da5 11. Hel Hfe8
12. De2 Rxe4 13. Rxc6 Rxc3 (13. —
Bxc6 14. Rxe4 Bxe4 15. Bd2) 14.
Rxa5 — og hér gafst Sviinn upp.
Alþýðubandalagið í Kópavogi
1. maí samkoma
í Þinghól,
Hamraborg 11
Eins og undanfarin ár gengst Alþýðubandalagiö i
Kópavogi fyrir samkomu i Þinghól að loknum úti-
fundi verkalýðshreyfingarinnar á Lækjartorgi.
Heiðrún Sverrisdóttir fóstra flytur ávarp.
Gunnar Guttormsson og Sigrún Jóhannesdóttir
skemmta með visnasöng og baráttuljóðum.
Dansleikur verður um kvöldið i Þinghól og leikur
Hljómsveit Grettis Björnssonar fyrir dansi. Hefst
skemmtunin kl. 20.30.
ERTU (RYKSUGUHUGLEIÐINGUM
Viökomumheimtilþinmeð VO LTAryksugunaog lofumþéraðsannreynastór-
kostlega sogeiginleika hennar á teppinu þínu. (Þetta er þér að kostnaðarlausu á
stór-Reykjavíkursvæðinu og án skuldbindinga). Hringdu milli 9 og 10 i sima
16995 og pantaðu tíma.
Ars ábyrgð.
Örugg þjónusta.
Verð U 225
kr. 2.990,-
U 235 kr. 3.305.
VOLTA U 235 er elektrónisk.
Sendum í póstkröfu án tilkostnaðar.
En ef þú vilt heidur skoða VOLTA
ryksuguna í verslun okkar ertu
ávallt velkominn.
Standist VOLTA ryksugan kröfur þinar, þá
getum viögengið frá kaupunum á staðnum
með eftirfarandi möguleikum
A. Góðum staðgreiðsluafslætti.
B. 500 kr. útborgun. Síðan 500 kr. á mánuði
að viðbættum vöxtum.
VOLTA ryksugan er búin eftirfarandi
kostum:
• 1. Sterk,létt og meðfærileg.
• 2. Stór sterk hjól.
• 3. Hliföarlisti á hliðum er verndar húsgögn.
• 4. Geysilegum sogkrafti, sem má minnka
eftir þörfum.
• 5. Inndregin snúra, handhægir rykpokar.
• 6. Hægt er að fá teppabankara.
• 7. Ryksía, sem síar fráblástur frá ryksug-
unni, sérstaklega gott fyrir ofnæmisfólk.
• 8. Sterkir fylgihlutir.
EINAR FARESTVEIT &,
Bergstaðastræti 10 A
Sími 16995
co.
HF
NÝIAGNIR
VIOGEROIR
VIGHALD
VERSIUN
GLERÁRGATA 26 AKUREYRI • BOX 873-SÍMI 259 51
□ VD LTA
sænsk úrvalsvara