Þjóðviljinn - 29.04.1982, Blaðsíða 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 29. april 1982 '
Forskoðun kynbótahrossa 1982
vegna landsmóts, fer fram
eins og hér greinir:
26. apríl: Álftaver kl. 13, Kirkjubæjarklaustur
kl. 16
27. apríl: Fornustekkjavöllum kl. 13.
28. apríl: Á Mýrum.
29. apríl: ( Suöursveit.
30. apríl: Vík, Mýrdal kl. 10. Skógar kl. 14.
3. maí: Rangárbakkar við Hellu kl. 13-19.
5. maí: Flúðir (Torfdalur) kl. 10-16 fyrir
Hreppa og Skeið.
6. maí: Selfoss kl. 10-16 fyrir Flóa, ölfus,
Hveragerði og Þorlákshöfn.
10. maí: Kjósarhreppur kl. 10, Akranes kl. 14.
11. maí: Sigmundarstaðir kl. 10-18.
12. maí: Faxaborg (eða Hvanneyri) kl. 13-18,
Stakkhamar kl. 21.
13. maí: Grundarf jörður kl. 10, Stykkishólmur
kl. 15.
14. maí: Búðardalur kl. 13, Broddanes kl. 21
(fundur).
15. maí: Hólmavík kl. 10, Bæjarhreppur kl. 16.
17. maí: Mosfellssveit kl. 18-22.
18. maí: Keflavik kl. 10, Kópavogur kl. 15-19.
19. maí: Hafnarf jörður og Garðabær kl. 13-18.
20. maí: Víðivellir í Reykjavík kl. 9-18.
21. -22. maí Iðavellir fyrir allt Austurland.
24. maí: Holt, V-Eyjafjöllum kl. 13, v. af-
kvæmasýningar.
27. maí: Torfastaðir, Bisk. kl.9, Bjarnastaðir,
Grimsn. kl. 15.
28. maí: Sýning og úttekt á stóðhestum í
Gunnarsholti kl. 14.
2. júní: Lækjarmót, V-Hún. kl. 14.
3. júní: Stóra-Giljá, A-Hún. kl. 10.
4. júní: Hólar, Hjaltadal kl. 9.
5. -6. júní: Héraðssýning Vindheimamelum,
Skag.
7. -9. júní: Þingeyjarsýslur (ákv. nánar af
stjórnum félaga).
10. júní. ölafsfjörður kl. 11, Dalvík kl. 17.
11. -12. júní: Melgerðismelar, Eyjafirði.
Skráningareyðublöð f yrir kynbótahross fást á
skrifstofum Búnaðarsambanda og hjá ráðu-
nautum og formönnum hestamannafélaga.
Ber að fylla þau nákvæmlega úf og afhenda
dómnef nd um leið og hrossum er f ramvísað tiI
forskoðunar (dóms). Sé hross endursýnt
verður að leggja f ram eldri dóma (þá nýjustu)
um leið, svo hægt sé að ákveða á staðnum,
hvort það kemst áfram á landsmót eða ekki.
Dómnefnd áskilur sér rétt til að visa frá
hrossum sem ónógar upplýsingar fylgja.
Búnaðarfélag islands
Hrossa ræktarrá ðu na utu r
Kröfluvfrkjun
óskar aö ráða fólk i eftirtalin störf:
1) Bifreiðastjóra með meira-próf.
2) Rafvirkja (sumarstarf).
3) Skrifstofumann, vélritunar- og ensku-
kunnátta nauðsynleg (sumarstarf).
Allar nánari upplýsingar v^rðandi störfin
veitir staðartæknifræðingur Kröflu-
virkjunar, Gunnar Ingi Gunnarsson, sim-
ar 96-44181 og 96-44182
Blikkiðjan
Ásgarði 7, Garðabæ
önnumst þakrennusmíði og
uppsetningu — ennfremur
hverskonar blikksmíði.
Gerum föst verðtilboð
SIMI 53468
Skjót viðbrögð
Þaö er hvimleilt aö þurfa aö harösnúnu liöi sem bregöur
biöa lengi meö bilaö ratkerli,
leiöslur eöa tæki.
Eöa ný heimilistæki sem þarf
aö leggja tyrir.
Þess vegna settum viö upp
neytendaþjónustuna - meö
sk/ótt viö
•RAFAFL
SmiðshöfSa 6
ATH. Nýtt simanúmer: 85955
MINNING:
Atli Árnason,
Alltaf eru þeir dagar litlausir
þegar manni berast fregnir um
andlát náins vinar eöa ættingja,
ekki sist þegar fólk hverfur héðan
i blóma lifsins eða á miðju aldurs-
skeiði. Hvernig svo sem maður
reynir að sannfæra sjálfan sig um
að hinnlikamlegi dauði sé eðlileg
afleiðing þess að við lifum, getur
oft verið erfitt að haga sér sam-
kvæmt þeirri sannfæringu.
Það dimmdi yfir sálu minni
þegar hringt var i mig norður á
Akureyri að kvöldi 2. april og mér
sagt að Atli hefði fengið hjartaá-
fall. Þetta var mikið reiðarslag
þvi allir sem til þekktu voru fam-
ir að trúa þvi að hann hefði náð
sér eftir hjartaáfall sem hann
fékk fyrir tveimur og hálfú ári.
Þá var Alta vart hugað lif og var
fluttur til London þar sem hann
gekkst undir hjartaaðgerð. Sú að-
gerð þótti heppnast vonum
framar og nokkrum mánuðum
seinna var hann farinn að vinna
hjá Ahaldahúsi Reykjavikur-
borgar þar sem hann hafði starf-
að undangengin átta ár.
Að morgni 3. april fæ ég þær
fréttir að læknar telji allgóðar
likur á þvi að Atli sé á batavegi.
Ég varpa öndinni léttar og verð
vongóður með sjálfum mér.
Kannski kemst sá gamli yfir það i
þetta sinn. En sú von varð að
engu. Aftur dimmdi yfir þvi Atli
lést um kvöldið, 58 ára gamall.
Atli Ámason var fæddur 3. des-
ember árið 1925 að Leiðólfsstöð-
um i Stokkseyrarhreppi. Hann
fluttist ungur til Reykjavikur og
vann þar ýmis störf. Hann lauk
sveinsprófi í múraraiðn 1948 og
vann að þeirri iðn alla tið siðan.
Arið 1961 kvæntist hann eftirlif-
andi konu sinni, Sigriði Þ. Otte-
sen, og gekk um leið I föðurstað
tveimur börnum hennar af fyrra
hjónabandi, þeim Þuriði og Þor-
láki. Þau Atli og Sigriður áttu
saman eina dóttur, Kristinu,
fædda árið 1961. Þau bjuggu fyrst
Fæddur 3. des. 1924
Dáinn 3. apríl 1982
i Reykjavik en fluttust til Kópa-
vogs árið 1977, þar sem þau hafa
búið siðan.
Manni liður misvel i návist
fólks. En strax og ég sá Atla i
fyrsta sinn varð ég var við þá
góðvild og hlýju sem frá honum
stafaði og svo mjög einkenndi
hann alla tið. Þetta var á haust-
mánuðum 1978, þannig að kynni
okkaruröuekkiýkjalöng. En þau
voru frá upphafi ákaflega náin og
mér mikils virði. Eg finn það
núna að ég hef misst einn af min-
um traustustu vinum.
Atli var gæddur fórnfúsri lund
án eigingirni, en var engu að
siður meðvitaður um hið þjóð-
félagslega óréttlæti sem i kring-
um okkur er, þótt hann væri eklti
þeirrar náttúru að vilja standa á
torgum og hrópa. I þeim efnum
sem öðrum var hann hógvær, en
hafðitilað bera bjargfastar skoð-
anir og trú á réttlátt þjóðfélag.
Hann var að eðlisfari hæglátur
erlendar
bækur
MargaretMann Phillips:
Erasmusand the
Northern Renaissance.
The Boydeli Press — Rowman &
Littlefield 1981
Höfundurinn segir i formála að
bókinni sé ætlað að vera inn-
gangsrit að frekari fræðslu um
endurreisnartimana. Höfundur-
inn telur sig ekki bæta neinu
verulegu við staðreyndirnar um
lif og störf Erasmusar, en hún
leitast viö að skynja manninn og
timana einkum með lestri bréf-
anna (Opus epistolarum Des.
Erasmi Roterodami. Oxford
1906—47). Bréfasafn Erasmusar i
þýðingum á ensku og frönsku er i
útgáfu. Rannsóknir fræðimanna á
verkum og bréfum Erasmusar
hafa opnað nýjar viddir og skiln-
ing á afstöðu og stefnu Erasmus-
ar varðandi kenningar Lúthers og
annarra siöskiptamanna og
stefnu kaþólsku kirkjunnar á
sama tima.
Bók þessi kom i fyrstu út 1949
og er þessi útgáfa endurskoðuð að
nokkru og aukin myndum. Höf-
undurinn starfar meðal annars að
útgáfu bréfasafns Eramusar á
ensku og er meðal kunnustu
fræðimanna á Englandi I endur-
reisnartimunum og Erasmologiu.
Eraumus hefur lengst af verið
kunnur fyrir rit sitt „Lof heimsk-
unnar” og málsháttasafnið. Þvi
var það að Montaigne sagði:
„Hefði ég farið i heimsókn til
Erasmusar I þann tið, þá hefði ég
talið að ræða hans myndi öll hafa
verið vafin spakmælum og snjall-
yrðum...” Þessi mynd varð lif -
. seig og það er ekki fy rr en með út-
gáfu bréfanna að mynd höfundar-
ins breyttist. Erasmus var einn
þeirra manna sem lagði grunninn
að nýjum viðhorfum ekki aðeins
guðfræði, með Bibliurannsóknum
sinun^ heldur einnig i heimspeki
og þá ekki sist með mennskum
viðbrögðum sinum og skilningi á
fyrirværum hversdagsins.
Maria Sibylla Merian:
Metamorphosis Insector-
um Surinamensium.
Ausgewahlt eingeleitet und be-
schrieben von Gerhard Nebel.
Droemer Knaur 1981
Maria Sibylla Merian fæddist
1647. Hún var dóttir hins ágæta
listamanns Mattheusar Merian,
sem vann hinar ágætustu kopar-
stungur og var fyrir það viðfræg-
ur á sinni tið. Þessi dóttir hans
feröaðist til Surinam eða hol-
lensku Guayana, hvar hún kynnti
sér kjör manna og háttu auk þess
sem hún safnaði plöntum og in-
sektum og árangurinn varð við-
frægt verk á sinum tima „Meta-
morphosis Insectorum Surinam-
ensium”. Myndirnar, sem hér
eru prentaðar i lit, eru teknar úr
útgáfum frá 1726 og 1730. Mynd-
irnar á þessum siðum eru skýrar
og vel prentaðar en eru vitanlega
ekki nema svipur hjá sjón eins og
þær eru I 18. aldar útgáfum.
Prentlist er ekki lengur sú list og
hún var fyrr á öldum, svo ekki sé
nú talað um band og pappir. Þessi
pappir sem nú er notaður, jafnvel
i vönduð rit og útgáfur er rusl
miöað við þann handgerða tusku-
pappir sem fyrrum var notaður i
bækur. Niðurkoðnun bókarinnar
hefur stóraukist á þessari öld. 19.
öldin átti þó sinn Bodoni svo ekki
sé talað um prentmeistara 16.,
17. og 18. aldar. Ef ætti að gefa út
þau listaverk i bókarformi, sem
t.d. Hollendingar stóðu að á 17. og
18. öld þá yrðu þær svo dýrar að
engin forsenda væri til útgáfu
múrari
maður og rasaði ekki um ráð
fram, var ekki einn þeirra sem
ganga berserksgang við vinnu og
þurfa að hafa hátt. En öll hans
verk voru notadrjúg og vandvirk
ur var hann i meira lagi hvort
sem hann hélt á múrskeið uppi á
stillansi eða uppþvottabursta
heima i eldhúsi.
Atli var alltaf boðinn og búinn
að rétta öðrum hjálparhönd hve-
nær sem hann gat. Sá maður
kunni ekki að segja nei, og sagði
reyndar mjög sjaldan já. Væri
hann beðinn einhvers, svaraði
hann rólega eitthvað á þessa leið:
Það mætti svo sem athuga það;
ég held að þa ð geti svo sem verið;
mér sýnist að það verði varla
komist hjá því að gera eitthvað.
En allt þýddi þetta i rauninni já.
Ef vinir þeirra Siggu eða kunn-
ingjar þurftu að láta vinna múr-
verk leggja flisar eða sniða dúk á
gélf var Atli alltaf reiöubúinn til
-hjálpar og mætti oft á staðinn án
þess að vera beðinn. Oftast vann
hann slik verk um helgar eða á
kvöldin að loknum vinnudegi.
Þótt Atli gengi hægt eftir vegi
lifsins og ekki gustaði af honum,
var hann hrókur alls fagnaðar i
góðra vina hópi. Hann var gædd-
ur þeirri náðargáfu að geta séð
spaugilegu hliðarnar á mannlif-
inu og fáa menn hef ég þekkt sem
mér hefur fundist skemmtilegra
að gantast við þegar svo bar
undir. Á bakvið alvarlegt yfir-
bragðið lúrði glottandi strákur
sem alla tið var reiðubúinn að
fara á kreik þegar tækifæri gafst.
Það er mikil eftirsjá i slikum
manni sem Atli vac ekki sist fyrir
þá sem stóðu honum næst. Sjálfan
tel ég mig hafa verið gæfumann
að kynnast honum þvi hann
kenndimér að virða ýmsa mann-
lega eiginleika sem mér hafði
ekki áður lærst að meta til fulls.
Atli var jarðsunginn 15. april.
Mér finnst heimurinn vera fá-
tækari en áður.
Guöiaugur Arason.
þeirra, ef þá hægt væri að nálgast
handverk þeirrar tiðar prent-
meistara.
Þetta er falleg bók og minnir á
glæsta fortiðprentlistarinnar.
Johann Georg Hamann:
Schriften zur Sprache.
Einleitung und Anmerkungen von
Josef Simon. Suhrkamp Veriag
1967. Theorie 1.
Málrannsóknir siöustu áratuga
hafa brotið blað i skynjun manna
á tungu og tjáningu. Hamann var
meðal þeirra sem lagði vissan
grundvöll að þessum nýja skiln-
ingi, með ritum sinum um tungu-
málið, sem hér eru birt að
nokkru. Hann hélt þvi m.a. fram
að hugsun án orða væri ógerleg.
Meðal þess sem birtist I þessu úr-
vali eru rit og ritgerðir um mál-
vísindi m.a. „Vermischte An-
merkungen ilber die Wortfilgung
in der französischen Sprache” frá
1761 og „Rezansion der Herders-
chen Preisschrift tlber den Ur-
sprung der Sprache” 1772.
Hamann er vel kunnur fyrir af-
stöðu sina til skynsemisstefnunn-
ar, en hann ris öndverður gegn
kenningum upplýsingarmanna,
og átti sinn þátt i afstöðu Herders,
og fleiri, varðandi þau efni. Hann
var náinn vinur Herders, Jacobis
og Kants og áhrif hans eru talin
hafa átt sinn þátt i Sturm und
Drang hreyfingunni. Ha-
mann fæddist i Köningsberg, þar
sem hann bjó lengst af. Hann
dvaldi um tima i London og þar
var það sem hann varð fyrir
þeirri trúarlegu uppljómun, sem
mótaði skoðanir hans eftir það.
Rit hans svo sem „Sokratische
Denkurdigkeiten” 1759 og
„KreuzzÖge de Philologen” 1762
höfðu mikil áhrif á sinum tima.
Hann taldi að tilfinningin og inn-
sæi væru mennskari leiðarvisar
en köld skynsemi, og öll afstaða
hans var mótuð af trúarlegu
innsæi. Nýjasta útgáfa verka
Hamanns er gefin út af Josef
Nadler — „SSmtliche Werke”
Vinarborg 1949—53. Alls sex
bindi.