Þjóðviljinn - 29.04.1982, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 29.04.1982, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 29. april 1982 Upprunl og menning Græn- lendinga Grænlenska þjóöin og grænlenskt samfélag verBur til umræöu I Norræna húsinu i kvöld kl. 20.30. Þaö er Haraldur ólafsson lektor, sem flytur þetta erindi og ætlar hann aö rekja uppruna Grænlendinga og hina sérstæðu menningu þeirra og tengsl þeirra viö aðra frumbyggja N-Ameriku. Þá kemur Benedikta Þor- steinsson og kennir nokkur orö i grænlensku. Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis 50 ára: Samkeppni um iðnhönnun Sparisjóöur Reykjavikurog nágrennis hefur ákveöiö I tilefni hálfrar aldar af mælis sins aö efna til samkeppni um iönhönnun og vöruþróun. Meö þvi móti hyggst sjóöurinn minnast frumkvæöis stofnenda sinna, sem flestir voru úr Iönaöarmannafélagi Reykja- víkur og höföu iönaö aö aöalat- vinnu. Forsvarsmenn Sparisjóösins kváöust meö samkeppni þessari vilja hvetja til aukinnar áherslu á mikilvægi iönhönnunar og vöruþróunar i framleiöslu og sölu iðnaðarvara. Þessari samkeppni er ætlaö að ná til hvers konar iönaöarvara sem fullnægja nokkrum skilyrðum. Að skilafresti liönum mun dóm- nefnd, sem m.a. á sæti I danski hönnuöurinn Jakob Jensen sem kunnur er fyrir hönnun sina á Bang & Olufsen hljómflutnings- tækjum, verðlauna þrjár tillögur sem skara fram úr. Verðlaunin eru: 1. verðlaun kr. 50.000,-, 2. verölaun kr. 25.000,- 3. verðlaun kr. 10.000.- Þeim aöilum sem standa að verðlaunatillögunum verður enn- fremur gefinn kostur á fjárhags- legri aöstoö i formi ldna eða styrkja til frekari undirbúnings framleiöslu vara þeirra sem til- lögur voru gerðar um. Höfundar skili tillögum i formi teikninga eöa módels til spari- sjóösins fyrir 15. október. en nánari upplýsingar um sam- keppnina veitir Sigurður Þor- steinsson hjá Sparisjóði Reykjavikur og nágrennis. Kennsla í fjölmiðlun í kvöld Samtök áhugamanna um fjöl- miðlarannsóknir veröa meö fund i Ásmundarsal i kvöld kl. 20.00 Guðbjartur Gunnarsson segir frá reynslu sinni af kennslu i fjöl- miðlun viö Fjölbrautaskóla Suðurnesja og í Flensborg. Fjöl- miölun hefur ekki veriö kennd á þessu skólastigi fyrr. Fundurinn er jafnframt aöalfundur sam- takanna. Eru íslendingar hlunnfarnir? Hvert fara þeir peningar, sem vid greidum fyrir raforku? Þegar þetta er skrifað hafa menn nýlega fengiö i hendur reikninga frá Rafmagnsveitum rikisins. Allir viöskiptamenn þessa fyrirtækis kvarta undan þvi aö á reikningunum séu tölur næsta háar og er þaö aö vonum. Hingaö til hefur veröbólgunni einni veriö um kennten máliö er ekki svo einfalt. A sjöunda áratugnum urðu haröar deilur milli fylgjenda og andstæðinga samningsins viö Alusuisse um rekstur álverk- smiöju á tslandi. Deilur þessar hafa nú blossað upp að nýju. Helstu rök andstæöinga samningsins voru: a. Fyrirtækið lautekki islenskri lögsögu og Alþingi gat i engu breytt þvi sem samiö var um. b. Ekkert ákvæði var i samningnum um mengunar- varnir. c. Eignarhald verksmiðjunnar ætti að vera i höndum Is- lendinga. d. Fyrirtækið er ekki skattlagt samkvæmt islenskum lögum sem er óeölilegt þó svo þaö sé i' eigu UUendinga. e. Verölagning raforkunnar var harölega gagnrýnd. Meginrök formælenda samningsins voru hins vegar þessi: a. Verksmiðjan átti að tryggja stööugleika i gjaldeyristekj- um þjóðarinnar. b. Almenningurá Islandi áttiaö fá raforku á miklu lægra veröi en ella. c. Skatttekjur rikisins áttu að aukast stórlega. d. Fyrirtæki sem ynnu úr fram- leiöslu álversins áttu aö spretta upp. Þetta var sagt fyrir 12-15 ár- um siöan; en hvernig er staöan nú? Þeir sem standa i því að rétt- læta samninginn halda þvi fram aögjaldeyristekjurnar af álver- inuséu um 15% af heildargjald- eyristekjum þjóðarinnar. En þeir gleyma alltaf aö segja frá þvi i ræöum sinum (hvernig sem á þvi stendur) að inn- flutningur til álversins er um 8% af öllum innflutningi til landsins. Auk þess flytur Isal út gjaldeyri sem þaö greiöir móöurfyrirtækinu, Aiusuisse, fyrirýmsa þjónustu vexti og af- skriftir. Raunverulegar gjaldeyris- tekjur af álverinu eru þær sem viö fáum fyrir raforku, laun starfsmanna, framleiöslugjald og hafnargjöld. Þessar tekjur eru þó ekki meiri en um 3% af öllum g jaldeyristek jum tslendinga. Megum við ekki vera sælir og ánægðir með þennan gróða? Þá er eftir aö telja þann fjár- magnskostnaö sem landsmerm hafa oröiö aö bera af þeim orku- mannvirkjum sem þurfti til aö hægt væri að selja álverinu raf- orku á gjafverði. Af þessu sést aö engar teljandi gjaldeyris- tekjur hafa orðiö af fyrirtækinu og það er langt frá þvi aö þær hrökkvi fyrir einni Búrfells- virkjun. Alsamningurinn gildir fram á næstuöldeða til ársins 2014 með litlum sveigjanleika. Sam- kvæmt honum var orkuverðiö viö þaö miðað (1970) aö 1000 gwst. af rafmagni jafngiltu 120 þús.tonnum af gasoliu. En I dag fást ekki 120 þús. tonn heldur aöeins 20 þús. Af þessum tölum sést aö ál- veriö greiðir ekki nema brot af þvi orkuverði sem um var sam- iö í upphafi og almennt gerist i heiminum í dag. Islendingar standa ákaflega illa aö vigi i þessum efnum gagnvart Alusuisse því þeir skrifuöu upp á samning á sinum tima sem veitir ekki minnstu möguleika til endurskoðunar fyrr en árið 1994. A siðasta ári var orkufram- leiðsla Landsvirkjunar 2600 gwst. Alveriö fékk 50% eöa 1300 gwst. og greiddi fyrir 58,2 MILLJ. króna en almennings- veitur fengu 40% orkunnar á 197,5 MILLJ. Ef allir sætu viö sama borö hefðu útlendingarnir átt aö greiöa 250 MILLJ. en ekki 58,2 MILLJ. Alveriö greiöir I dag 6-7 aura fyrir hverja kwst. en fram- leiðsluverðiö er um 20 aurar. Hvað skyldum viö borga? AÐ- EINS 33 aura á hverja kwst til aðhalda á okkur hita og 75 aura á kwst til aö sjóöa okkur kartöfl- ur (ofan á þaö bætist svo verð- jöfnunargjaldiö og söluskatt- urinn). íslensk stjórnvöld telja það eðlilegt aðorkuverð til álversins þrefaldist þannig að þaö nái framleiöslukostnaöi. Hvað skyldi sú hækkun þýöa fyrir hinn almenna notanda? Efálveriö greiddi 174,6 millj. I stað 58,2 millj. fyrir orkuna sem það fær heföi verið hægt að lækka veröiö til almennings- veitna um 116,4 millj. eða úr 197,5 millj. i 81,1 millj. Þetta þýöir i raun aö af hverjum 1000 KR. sem viö borgum til Rarik fara um 600 KR. til aö GREIÐ A NIÐUR ORKUNA TIL AL- VERSINS. (Hér er eingöngu átt viö heildsöluverðiö. Notandi greiöir i viöbót veröjöfnunar- gjald og söluskatt). Miöaö viö aö Rarik hafi keypt um 500 gwst. af Landsvirkjun og greitt fyrir um 95 millj. króna árið 1981 og ef tekið er tillit til verðlagsþróunar þá kemur þaö I ljós aö hver og einn einasti þeirra 45.000 ibúa á orkuveitu- svæði Rarik borgar nú tæpar 5.00 kr. á dag i beinar niður- greiðslur til álversins. A einu ári eru þetta 1.800 kr. eða 9.000 kr. á hverja 5manna f jölskyldu. Ibúar á Hellu greiöa þvi á ári hverjuum950 þús. kr. sem fara I þaö að halda raforkuveröi til álversins fyrir neðan öll vel- sæmismörk og væru þeir peningar betur komnir annars staöar. Samanburöur við önnur lönd sýnir svo ekki veröur um villst hversu mikið smánarverð það er sem Alusuisse greiðir fyrir raforku hér. Fyrirtæki hliðstæð Isal i Noregi greiöa hvergi undir 20 aurum isl. fyrirhverja kwst. og I U.S.A. er verðið að jafnaði 5 sinnum hærra en hér. Við þurf- um aö leita til vanþróuðustu rikja Afriku til að finna orku- verð til auðhringa sem er svipað þvi veröi er hér fæst. Um þennan samning Islendinga við Alusuisse sagöi alþingismaöur nokkur i ræðu á Alþingi þann 4. desember 1980: „Þaðferþviekki á milli mála að við höfum haft af þessu hið mesta gagn og fyllsta ástæöa er til þess aö halda áfram á sömu braut”. Erum viö sem borgum brús- ann á sama máli? Guöm undu r A Ibertsson, Hellu. ÁöurbirtlSuöra. Greitt af heildar- söluverði orkunnar Keypt af

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.