Þjóðviljinn - 01.05.1982, Síða 14
14 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 1 —2. mai 1982
Gámavinna enollt annaö en hættulaus...
Bara að
stara á eina
hönd...
Framhald af 13. slöu.
trúnaðarmannaráöinu og reynt
aö gera það sem I okkar valdi
stendur til aö uppfræöa menn hér
um málin og þær hættur sem aö
steöja viö hafnarvinnuna, og þær
eru sannnarlega margar. Viö höf-
um haldið námskeiö, þar sem við
höfum sýnt myndir; fulltrúar frá
Rauöa-krossi Islands og lögregl-
unni hafa komið og haldiö erindi
um slysavarnir. Viö vonum aö
þetta beri einhvern árangur, en
þvi má ekki gleyma aö slysahætta
hér viö höfnina er gifurlega mikil
og sú breytta tækni sem komin er
hér hjá Eimskip, er sist hættu-
minni en áöur var. Þessi tækni-
breyting viö höfnina hefur enda
gerst svo hratt, aö menn hafa
varla náö aö átta sig á henni til
fulls enn sem komið er. Eitt er
svo þaö, að mannaskipti viö höfn-
ina eru ákaflega ör og nýir menn
eru alltaf nokkurn tima að átta
sig á þeim hættum, sem eru starf-
inu samfara.
— Hversvegna eru manna-
breytingar hjá ykkur svona örar?
— Kaupið er lélegt, mjög lélegt,
en vinnudagurinn langur og þvi
gefast menn hreinlega upp og
leita annaö. Þaö er nokkuö um
það að menn sem eru tilbúnir til
aö leggja á sig takmarkalausa
vinnu komi hingaö um tima, en
þeir eru fáir sem halda þetta út.
Níu tíma alla
daga
— Þú talar um langan vinnu-
dag; hversu langur er hann aö
jafnaði?
— Ég get nefnt dæmi af sjálfum
mér. A siöasta ári vann ég 3.232
stundir, sem jafngildir þvl aö ég
hafi unnið 9 stunda vinnudag alla
365 daga ársins. Samt var 3ja
mánaöa helgarvinnubann um
sumariö, svo þú getur séö hve
langur vinnudagurinn er, þegar
þess er einnig gætt aö ekki er leyft
aö vinna á sunnudögum. Og ég er
ekkert einsdæmi hvaö þessum
langa vinnudegi viökemur; flestir
vinna svona mikiö,og þeir eru til
hér sem hafa fleiri vinnustundir
• aö baki. I þessum vinnustunda-
fjölda er tvöfaldur matartimi
þegar unniö er frameftir á kvöld-
in; þaö skekkir að vlsu dæmiö
svolitið, en þó varla umtalsvert.
Það hljóta allir að sjá aö svona
þrældómur er ekki eftirsóknar-
veröur, þetta er ekkert llf. Maöur
sér varla fjölskyldu sina nema
augnablik á morgnana og seint á
kvöldin þegar maöur kemur
heim. En án svona langs vinnu-
tlma kemst maöur einfaldlega
ekki af. Og hvað helduröu aö ég
hafi haft I laun fyrir þessar 3.232
stundir I fyrra? Ég haföi I árslaun
159 þúsund krónur, eöa um 49
krónur á timann aö meöaltali.
Það er þvl engin furöa þótt menn
hverfi að einhverju ööru og betur
launuðu.
Miklar breytingar
— Nú liggur ljóst fyrir aö mikil
breyting hefur oröiö á vinnu
hafnarverkamanna, eftir aö hin
nýja löndunartækni var tekin upp
meö tilkomu gámaskipanna?
— Vissulega hefur margt breyst
meö tilkomu þessarar löndunar-
tækni, en vinnan er hvorki léttari
né minni fyrir þaö. Þessi gáma-
skip eru ákaflega dýr og þeim er
uppálagt að halda stifa áætlun.
Þessiáætlun vill skekkjast, bæöi I
erlendum höfnum og ekki siöur I
vondum veörum á milli landa.
Skekkjan er svo rétt af hér hjá
okkur meö botnlausri vinnu og
vinnuhraða, sem aö okkar dómi
er hættulega mikill. Magníö sem
hér er losað og lestaö á einum
degi er ofsalegt I einu oröi sagt,
enda er okkur sagt aö hvergi '
veröldinni þekktist annar ein;
vinnuhraði og hér hjá okkur.
Breytingar samfara þessari
nýju tækni eru eins og ég sagði
áöan miklar. Nú losum viö og
lestum skip á einum degi, sem
áður tók um 4 daga. Gamalt met
er stundum nefnt í þessu sam-
bandi, en þaö var þegar Trölla-
foss lá I 3 vikur og stanslaust var
unnið og engar tafir uröu. Nú
stoppa skipin vart lengur en einn
dag. Hér fyrrum unnu um þaö bil
50 menn viö aö losa og lesta svona
skip; nú, i gámaskipunum eru tvö
8 manna gengi, sem sé 16 manns
auk kranastjóra og verkstjóra.
Þvi hefur nýja tæknin oröiö til
þess aö fækka hafnarverkamönn-
um mjög mikiö. Þaö var komiö
svo um tima, fyrst eftir aö þessi
nýja flutningatækni var tekin
upp, aö stærstu innflutningsfyrir-
tækin komu meö sitt fólk og tæki
til aö losa skipin, en aö sjálfsögöu
var tekiö fyrir slikt.
Spurt
um aukavinnu
— Ef viö vikjum aöeins aftur aö
vinnutima og kaupi, myndi ein-
hver fást til aö vinna hér ef ekki
kæmi til aukavinna?
— Nei sjálfsagt ekki þvi aö á
meöan kaupi okkar er haldiö svo
niöri sem raun ber vitni, þá kemst
maður ekki af án hennar, en of
mikiö má af öllu gera. Þaö er
vissulega rétt, aö þegar nýir
menn hefja hér störf, þá spyrja
þeir um hve mikil vinna standi til
boöa. En eins og ég sagöi áöan
una menn þessu skamman tima,
meöan þeir standa I einhverjum
framkvæmdum kannski, en
hætta svo um leið og þeir mögu-
lega geta og fá sér eitthvaö þægi-
legra.
— Hvaö er hæsta kaup sem
greitt er viö höfnina fyrir 40
stunda vinnuviku?
— Þaö eru 1914 krónur á viku.
Þaö eru menn sem vinna sam-
kvæmt hæsta taxta og meö hæsta
starfsaldur.
— Hvaö heldur þú aö séu meöal
vikulaun hér fyrir 40 stundirnar?
— Taxtar eru nokkuö margir
þannig aö erfitt er aö segja til um
það nákvæmlega, en gróft sagt þá
rokkar kaup manna almennt hér
á milli 1300 og 1600 krónur á viku
fyrir dagvinnu. Þetta smánar-
kaup leiöir auövitaö af sér taum-
lausa aukavinnu; þaö ber allt aö
sama brunni meö þaö.
Færri skip en
stærri
— Helduröu aö séu einhverjar
enn frekari breytingar á ykkar
vinnu I sjónmáli?
— Þaö er þá helst aö tæki öll
veröi stærri og afkastameiri.
Gámaskipin veröi mun stærri en
nú er og þá um leið færri og sömu-
leiðis veröa lyftarar og kranar
stærri og kraftmeiri; þaö leiöir af
sjálfu sér. Hér hjá Eimskip eru
enn nokkur skip sem ekki voru
sérsmiöuð til gámaflutninga, en
flytja samt allt i gámum og þau
munu hverfa fljótlega. Þaö tekur
mun lengri tima aö losa þau og
lesta en hin skipin, sem eru sér-
smlðuð. Viö góð skilyröi lestum
viö og losum 2500 tonn á einum
degi i sérsmiöuöu skipunum, sem
eru griöarlega mikil afköst, þau
mestu i heimi segja þeir sem
gerst þekkja.
— Er ekki mikilvægt aö vera
meö samhenta menn viö þetta og
eru ör mannaskipti þá ekki nei-
kvæö?
— Jú, mikil ósköp, samæföur og
samhentur mannskapur er mjög
mikils viröi, en þaö verður vart
sagt aö hér sé mikiö gert til aö
laða aö vana menn. Sem dæmi
um þaö get ég sagt þér aö ef
hafnarverkamaöur hættir störf-
um i eitt ár, fer hann aftur niður á
byrjendalaun, hann missir öll
áöur áunnin réttindi I launum. Og
annaö sem er furöulegt. Háset-
arnir á Fossunum, sem eru eftir-
litsmenn um borö, sjá til þess að
viö vinnum þar allt rétt, veröa aö
fara á byrjunarlaun ef þeir fara I
land og hefja hér störf. Meöan
þeir eru hásetar eru þeir I raun
yfir okkur settir sem eftirlits-
menn, en fari þeir aö vinna meö
okkur, eru þeir byrjendur. Þetta
eru fáránlegar reglur.
Stressið bætist við
— Er ekki starf hafnarverka-
mannsins oröiö lfkamlega léttara
en áöur var meö tilkomu þessarar
nýju tækni?
— Þaö er ég ekki viss um. Sjáöu
til, menn vinna nú viö að hlaöa
vörum I gáma og þaö er mjög
erfitt likamlega oftast nær og svo
hefur andlegt álag, eöa stress,
bæst við. Breytingin er þvi minni
hvaö líkamlegu álagi viökemur,
en margur heldur.
— t hverju fellst svo mikiö and-
legt álag?
— Þaö er annað en gaman aö
þurfa aö skriöa uppá isaöa gáma
I hvaöa vetrarveöri sem er.
Erlendis er bannað aö vinna viö
efstu gámana i hvassviöri. Hér er
sliku engu ansaö. Viö höfum beö-
iö um að fá vindmæli hingaö til
okkar, en þvi er ekki ansaö enn
sem komiö er aö minnsta kosti.
Stundum hafa menn veriö sendir
uppá gáma i svo miklu roki að
ekki var stætt, og menn hafa orðið
aö skríöa eftir þeim. Neiti menn,
eru þeir reknir. Hér eru engir
samningar um þetta atriði, sem
vernda menn ef þeir neita aö
vinna viö svo hættulegar aöstæð-
ur.
Annað atriöi sem viö erum óá-
nægöir meö er frágangur svo
nefndrar löndunarbrúar I gáma-
skipunum. Hún er aöeins lögð
niöur á bryggjuna, en ekki land-
fest. Stundum dettur hún niöur og
þaö hefur oft munaö aöeins hárs-
breidd aö stór slys hlytist af. Við
höfum beðið um aö fá þetta lag-
fært, þannig að brúin sé landföst,
en þaö hefur ekki gengiö enn.
Kannski er beöiö eftir slysi.
Mikil slysatíðni
— Viö töluöum I upphafi um
slysatlöni hér; er hún meiri en bú-
ast má viö I hafnarvinnu?
— Viö teljum aö svo sé. Hér
hafa orðiö alltof mörg dauöaslys
og önnur alvarleg slys aö okkar
dómi. Þaö tekur á mann skal ég
segja þér að sjá vini sina og
félaga deyja af slysförum. Menn
sem sátu kannski hlæjandi viö
hliö manns I matartlmanum, eru
liöin lik klukkustundu síöar, eöa
þá limlestir. Og þegar þetta
gerist æ ofan I æ og allir bera ugg
I brjósti, og spyrja: verð ég
næstur eöa veröur hann vinur
minn þarna næstur?, þá er ekki
nema von aö andlegt álag veröi
mikiö. Sannleikurinn er nefnilega
sá aö meö tilkomu þessarar nýju
tækni eykst hættan á stórslysum.
Þaö þarf svo ósköp litiö útaf aö
bera til aö stórslys hljótist af.
Þetta er allt oröib svo stórt I
sniðum og þungt. Hér varö slys I
gær, svo ég nefni dæmi; sá mun
bera örkuml alla sina ævi vegna
þess, en hann fær sjálfsagt litið
eöa ekkert i slysabætur, vegna
þess aö hann var aö vinna verk
sem honum bar ekki ef strangt er
tiltekið, en hann var að reyna að
láta hlutina ganga, fór ekki alveg
rétt aö og stórslasaðist. Svona er
þetta.
Við höfum stundum verið að
ræöa þaö I okkar hóp aö þaö
þyrfti að stór-hækka liftryggingu
og slysatryggingar okkar og um
leiö aö gera meiri kröfur til
öryggis manna. Hér er ákaflega
strangt rekið á eftir og þess kraf-
ist að þessu eöa hinu verkinu
veröi lokiö I dag, hvaö sem það
kostar. A móti kemur svo að
menn hér eru hálf dofnir af alltof
mikilli vinnu og eru m.a. þess
vegna i meiri slysahættu en ella.
Þaö vita allir aö örþreyttur
maöur á hættulegum vinnustaö er
I meiri hættu en óþreyttur. Þvi
má svo einnig bæta viö aö þau
tæki sem viö vinnum meö hafa
ekki verið endurnýjuð I takt viö
breytinguna á skipunum. Við er-
um meö of mikið af gömlum og
lélegum lyfturum og krönum,
sem geta brugöist hvenær sem er.
Abeins 2 lyftarar og 2 kranar hafa
veriö keyptir og miöaöir við nýju
tæknina öll önnur tæki eru frá
timum eldri aöferbarinnar vib
losun og lestun.
Hávaðinn
langt yfir
hættumörkum
—■ Nú erum viö aö rabba saman
I hvlidarstund, sem þú færö sem
kranamaður; skiptist þiö á um aö
vera á krananum?
— Já, annaö væri glapræöi. Ée
hygg að oft heföi mátt koma I veg
fyrir slys, sem orðiö hafa viö
höfnina, ef þaö heföi veriö tekið
upp fyrr aö hvlla kranamennina.
Þú þarft ekki lengi aö horfa á
kranamann vinna á löndunar-
krana til aö sjá hversu óskapleg
ábyrgð hvilir á honum. Smá mis-
tök geta kostað mannslif.
Viðmegum ekki gera mis-
tök — þá kostar það slys. Þar
aö auki erum viö iú'anamennirnir
orbnir hræddir viö þessi stóru en
slitnu og lélegu tæki, sem oröin
eru 8 til 10 ára gömul. Þau voru
góö, en nú eru þau beinlínis
hættuleg. En varðandi skipting-
una, þá er starf okkar þannig að
við förum blint eftir lúgumanni,
annað getum viö ekki. Við
megum aldrei líta af hendi hans
eitt augnablik. Bara stara, ein-
blina á þessa hönd sem segir hvað
á að gera. Slik einbeiting er erfiö-
ari en svo aö hægt sé aö halda
hana út nema i einn til einn og
hálfan tima án hvildar. Þess
vegna hvilum viö okkur á eins og
hálftlma fresti. Svo má ekki
gleyma hávaöanum. Hættumörk
hávaða eru 85 desibel, en inni
kranahúsinu er hávaöinn 114
desibel. Og þrátt fyrir þaö að við
erum meö heyrnarhlifar, hef ég
oröið fyrir varanlegum heyrnar-
skemmdum, og sjálfsagt viö allir
sem höfum haldið þaö út i nokkur
ár að vinna viö þessi tæki. Maður
finnur þaö glöggt þegar maður
kemst útúr kranahúsinu, hve há-
vaðinn er streituvaldandi. Svo
erum við hifandi tonna þunga
gámana yfir hópa af mönnum
hvað eftir annaö á tækjum, sem
viö vitum aö eru oröin gömul og
úr sér gengin. Ég veit ekki hvort
ég myndi nokkru sinni bera þess
bætur ef ég yröi valdur aö alvar-
legu slysi, svo ég nefni ekki
dauöaslys. Ég þori ekki aö hugsa
þá hugsun til enda, en þó vofir
þessi hætta ævinlega yfir.
—S.dór.