Þjóðviljinn - 01.05.1982, Blaðsíða 25

Þjóðviljinn - 01.05.1982, Blaðsíða 25
Helgin 1,— 2. mai 1982 ÞJóÐVILJINN — SIÐA 25 Feður hafa öðlast meiri rétt en áður i tið félagsmálaráðherra, Svavars Gestssonar, hafa verið gerðar margvislegar réttarbætur til handa vinnandi fólki. Mörg baráttumál verkalýðsfélaganna i fjölda ára hafa allt i einu náð fram að ganga fyrir tilstilli lög- Spjallað við Þorgerði Benediktsdóttur hjá Tryggingastofnun um fæðingarorlofið og þátt feðra í þeim réttarbótum gjafans. Eitt þeirra mála sem verka- lýðshreyfingin hafði barist fyrir um margra ára skeið voru endur- bætur á reglum um fæðingaror- lof. Þær höfðu kveðið á um aö konur sem voru í barneignarfrii fengu greidda dagpeninga á sömu forscndum og um atvinnuleysis- bætur væri að ræða. Þær urðu aö vera fullgildir féiagar i verka- lýðsfélagi og margar fengu þvi algera synjun þegar sótt var um þessa sjálfsögðu aöstoð. Nú þegar rúmt ár er liðiö frá setningu laganna um fæöingaror- lof, snerum við okkur til Þorgerðar Benediktsdóttur hjá Tryggingastofnun rikisins og spurðum hana fyrst hvaða reglur giltu um orlofið: — Lög um fæðingarorlof al- mannatrygginga tóku gildi 1. jan- úar 1981. Rétt til fæðingarorlofs eiga allar konur sem búsettar eru á tslandi. Undanskildar eru þó opinberir starfsmenn og banka- starfsmenn, þar sem þeir eiga rétt á launuðu barnsburöarleyfi i þrjá mánuði. Upphæð fæðingarorlofsgreiðslu miðast við unnar dagvinnu- stundir siðustu 12 mánuði fyrir töku fæðingarorlofs. Þannig greiðist fullt fæðingarorlof ef um- sækjandi hefur unnið 1032 dag- vinnustundir siðastliðna 12 mánuðúen sé vinnustundafjöldinn minni greiöist skert fæðingaror- lof, þ.e. 2/3 hlutar ef vinnustunda- fjöldinn er á bilinu 516-1031 dag- vinnustund, en 1/3 hluti sé um færri vinnustundir að ræða eða að umsækjandi hefur ekki unnið utan heimilis. Full greiðsla er nú kr. 8.073 á mánuði. Fæðingarorlof greiðist i þrjá mánuði, en i tvo mánuði sé um ættleiðingu eða töku fósturbarns að ræða. — Hversu margir foreldrar hafa notið greiðslna og hvernig er skiptingin milli karla og kvenna? — A siðastliðnu ári fengu alls 1168 einstaklingar greitt fæð- ingarorlof i Reykjavik, þar af ein- ungis sárafáir feður, en fjöldi þeirra liggur ekki fyrir. Tölur frá landsbyggðinni eru ekki komnar. Varðandi ofangreinda tölu ber aö hafa i huga að opinberir starfs- menn og bankastarfsmenn eiga rétt á launum i barnsburðarleyfi eins og áður sagði og eiga þvi ekki rétt á fæðingarorlofi almanna- trygginga. — En hvaða regiur gilda um or- lof feðra núna? — Faðir getur tekið siðasta mánuö fæðingarorlofsins þ.e. þriðja mánuð þess, og fellur þá greiðsla til móður niður. Þess misskilnings gætir aö réttur föður feli i sér „viðbótarmánuð,” en svo er ekki, heldur á faðir rétt á þriðja mánuði fæöingarorlofs i stað konu. Frá 1. janúar 1981 fram til 24. febrúar 1982 voru reglur um fæðingarorlof feðra túlkaðar á þá lund aö faðir ætti ávallt rétt á sömu upphæö fæðingarorlofs og móðir. Þannig var talið að réttur föður væri að öllu leyti afleiddur af rétti móöur, hann gengi ein- ungis inn i hennar rétt. Með nýrri lagatúlkun frá 24. febrúar s.l. var hins vegar ákveðið að sú greiðsla sem faðir eigi rétt á miðist við þann vinnustundafjölda sem hann hefur unnið siðastliðna 12 mánuði. Óbreytt stendur hins vegar að faðir á þvi aðeins rétt til fæðingarorlofsgreiöslu að móðir hafi átt þann rétt. Réttur föður er háður skilyrðum um að vinnu- veitandi staðfesti að vinna verði felld niður þann tima sem fæðingarorlof er greitt. Einnig er réttur föður háður samþykki móður, þar sem móðir á ávallt forgangsrétt til fæðingarorlofs. Ég vil nota tækifærið til þess að árétta það að faðir á þvi einungis rétt til fæðingarorlofs álmanna- trygginga að móðir njóti þess réttar. Þegar móðir hefur fengið sina fyrstu greiðslu getur faðir lagt inn umsókn. — Og það hafa fáir feður sótt um? — Fram til þessa hafa fáir feður sótt um fæðingarorlof, en allmikið hefur verið spurst fyrir um þaö. Þar sem hin nýja laga- túlkun frá 24. febrúar sl. felur i sér rýmri rétt feðrum til handa en áður gilti, má gera ráð fyrir að 1 umsóknum frá þeim muni fjölga. Fyrsta hljómplata sem verkalýðs s hreyfingin á Islandi gefur út Nú er komin út hljómplatan ALMANNARÓMUR með söng- flokknum HALFT i HVORU en hann skipa Aðalsteinn Asberg Sigurðsson, Bcrgþóra Arnadótt- ir, Gisli Helgason, Eyjólfur Kristjánsson, Ingi Gunnar Jó- hannsson og örvar Aðalsteins- son. Menningar- og fræðslusam- band alþýðu gefur plötuna út, en Fálkinn h.f. annast dreifingu. Þetta er fyrri hljómplatan af tveimur, sem MFA hefur ákveðið að gefa út á þessu ári. Sú siðari verður með verklýðs- söngvum og ættjarðarsöngvum fyrri ára, unnin i samvinnu við Sigursvein D. Kristinsson. Söngflokkurinn Hálft i hvoru hefur á liönum vetri og siðast liðið sumar komið fram á fjöl- mörgum vinnustöðum viða um land á vegum MFA og verka- lýðsfélaganna á hverjum stað. Slikar heimsóknir hafa þótt tak- ast vel og nú gefst þeim m.a. sem þekkja hópinn frá slikum heimsóknum tækifæri til að heyra i söngflokknum á hljóm- plötu. A plötunni Almannarómur er að finna 13 lög, bæði innlend og erlend. Meðal erlendra höf- unda eru Victor Jara, Barbara Helsingius og Joe Hill. tslenskir höfundar laga og ljóða eru auk þeirra sem eru i söngflokknum Asgeir Ingvarsson, Einar Bragi, Jón úr Vör, Ólöf Sverris- dóttir, Steinn Steinarr og óli i Nýborg. Platan er tekin upp i Stúdió Stemmu undir stjórn Gisla Helgasonar. Margir hljóðfæra- — Hvernig hcfur verið staðið að kynningu á fæðingarorlofinu? — Þegar lög um fæðingarorlof almannatrygginga tóku gildi þann 1. janúar 1981 voru nýmælin kynnt nokkuð rækilega i dag- blöðum og útvarpi, svo og með sérstöku kynningarbréfi til hlut- aðeigandi stofnana. Siðan hefur verið látið við það sitja að gefa út upplýsingabæklinga, sem sendir eru til heilsugæslustöðva, fæð- ingarstofnana og fleiri staða. Leitast hefur verið við að benda umsækjendum á rétt föður um leið og tekið er við umsókn, jafn- framt þvi sem upplýsingabæk - lingar eru öllum tiltækir. — Lita menn etv. á þetta sem ölinusu eða er sá hugsunarháttur að breytast? — Ég hef ekki orðið vör við að umsækjendur liti á fæðingarorlof sem ölmusu. Mér virðist sá hugs- unarháttur vera algengari hjá eldri kynslóðinni en hjá þeirri yngri, sagði Þorgeröur Benediktsdóttir lögfræðingur hjá Tryggingastofnun rikisins i sam- tali við Þjóðviljann að lokum. leikarar koma við sögu Al- mannaróms, auk sjálfs söng- flokksins. Þetta er i fyrsta sinn sem verkalýðssamtökin á Islandi ráðast i útgafu á hljómplötu, en þess er aö vænta aö framhald verði á sliku, ekki sist ef mót- tökur veröa góðar. Þá má geta þess að út er kom- in á vegum MFA söngbókin „Syngjum” sem hefur að geyma liðlega 300 sönglög og kvæöi, ný og gömul. Ætla má að ekki hafi áöur komiö út jafn efnismikil söngbók, en hún skiptist i nokkra kafla og er myndskreytt af Sigurði Þóri Sigurðssyni myndlistarmanni. Aðalsteinn Asberg Sigurðsson valdi efni bókarinnar og sá um útgáfuna.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.