Þjóðviljinn - 12.05.1982, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 12.05.1982, Blaðsíða 1
UOÐVIUINN Miðvikudagur 12. mai 1982 —106. tbl. 47. árg. . Þjóðviljinn 28 síður á morgun: ' Blaðauki um Breiðholt ! ■ L™ 12 siöna blaðauki fylgir Þjóðviljanum á morgun.helgaður Breiö- holti og ibúum þess. Þar kennir margra grasa, m.a. er viðtal við einn af frumbyggjendum i Asparfelli, grein um aukna þjónustu SVR við ibúana, viðtal við formann Framfarafélags Breiðholts III, spjallað við Alfheiði Ingadóttur um friðun Elliðaárdals o.fi. Þá er forstöðukona dagvistarheimilis heimsótt, i þróttasvæðið i S-Mjódd • rækilega kynnt og fjöldi mynda auk annars efnis er i þessum blaö- * aukaum Breiðholt. J Nú er ætlunin að leggja áherslu á uppbyggingu 14 heilsugæslu- stöðva hér á höfuðborgarsvæðinu, sagði Svavar Gestsson á blaða- mannafundi i gær þarsem fjaliað var um heilbrigðismál i borginni. Frá árinu 1973 hefur verið lögð sérstök áhersla á uppbyggingu heiisugæslustöðva úti á landi samkvæmt lögum um það efni. Nú hins vegar hefur verið unnið ötullega að þvi að breyta kerfinu hér i Reykjavik frá heimilis- læknakerfinu yfir I heilsugæslu stöðvar þarsem alhliða heils- brigðisþjónusta verður Iboöi. Áhersla lögð á uppbyggingu heilsugæslu- stöðva á höfuð- borgarsvæðinu A fundinum meö heilbrigðisráðherra I gær Samkomulag í grundvallaratrið- um um þróun heilsugæslu- kerfisins milli ríkis og borgar Svavar sagði að samkvæmt til- lögum Heilbrigðisráðs borgarinn- ar, og sem ráðuneytið fyrir sitt leyti hefði samþykkt, væri gert ráð fyrir þvi að um 12 heilsu- gæslustöðvar risu hér á höfuð- borgarsvæðinu. Þrjár heilsu- gæslustöðvar hafa nýlega tekið til starfa i Árbæjarhverfi 1977. Breiðholti 1978 og Fossvogi 1980. Væntanlega er heilsugæslustöð á 12 heilsugæslustöðvar Seltjarnarnesi. Ragnar Arnason hefur verið formaður nefndar sem undirbúið hefur að nokkru leyti nýja kerfið sem á að taka við 1. okt. nk. Nefndin hefur náð sam- komulagi við læknasamtök og skylda aðilja um flesta þætti þessa máls. Starfandi heimilis- læknar skulu fá forgangsrétt að stöðum i heilsugæslustöðvum, þeim er tryggður lifeyrir og auk þess gerir nefndin ráð fyrir að rikið og Reykjavikurborg geri með sér samkomulag vegna kostnaðarauka við nýja kerfið. —óg Holræsakostnað- ur á Rauðavatns- svæðinu véfengdur: Útreflaiings- mistök sem áróðurs- efni Markús örn Antonsson borgarfulltrúi Sjálfstæðis- flokksins hefur sjálfur sem fulltrúi I framkvæmdaráöi borgarinnar beðið um könnun á þvlhvort rétt sé að kostnaður viö holræsagerö á Rauðavatnssvæöinu yrði 50 til 60 miljónum krónum meirien ef fariö væri að hug- myndum Sjálfstæðismanna i skipulagsmálum. Fram- kvæmdaráð véfengdi á fundi sinum sl. fimmtudag þessa útreikninga og skrifaði Markús örn undir bókun þar að lútandi. Samt sem áður slær hann um sig með þessum tölum i sjónvarpi, sem m.a. byggja á þeirri for- sendu að væntanlegir ibúar Rauðavatnssvæðisins muni láta frá sér meira af úrgangi en meðal-Reykvikingur hefur hingað til verið álitinn gera I forsendum holræsaút- reikninga. A fundi framkvæmdaráðs 5. mai var lagt frám kostnaðaryfirlit Almennu verkfræðiskrifstofunnar • h.f. varðandi holræsi á Rauðavatnssvæðinu, sem það hafði gert á grundvelli uppiýsinga frá borginni. Helgi G. Samúelsson fulltrúi Alþýðúbandalagsins benti á að hönnunarfor- sendur væru ekki réttar. Frárennsli frá hitakerfum húsa væri áætlað allt að þrisvar sinnum meira en venja er að reikna með á hol- ræsadeild borgarinnar. Þá væri ekki gengið út ffá samþykktu aöalskipulagi austursvæöanna þegar skolpmagn væri reiknað út frá fjölda ibúa á Ibúð og fjölda ibúða á hektara. Einnig væri reiknað með miðlungs vatnsfrekum iðnaði, sem skipulagstil- lagan gerir ekki ráð fyrir að sé á svæðinu. Mannlifiö hefur heldur breytt um svip hér á höfuöborgarsvæöinu frá því i síðustu viku/ þegar fry^ti flestar naetur. S.l. sunnudag komst hitinn hér í 12 stig og siöan hefur hann verið um 10 stig. Gróður hefur þegar tekið heilmikið við sér og krakkarnir komnír út á tún með bolta og sippubönd. Þessi strákur Í Iþróttafélagi Kópavogs hefur brett upp ermarnar og skallar boltann af mikílli list. Ljósm. eik Kjarasamningamir; Sami leikur! og í haust? j Eftir 2ja tlma samnúiga- ' Ifund hjá rikissáttasemjara i gær voru menn á þvi að eitt- hvab lægi i loftinu og höfðu það fyrir sér að sáttasemjari Iboðaði nýjan sáttafund kl. 9 á föstudagsmorgunn og baö menn vera viðbúna þvi að það yrði langur fundur og öll Ihelgin færi i hann. Þeir sem Þjóðviljinn ræddi við sögðust ekki vita hvað um væri að vera, en höituöust helst aö þvl að endurtaka ætti leikinn frá því i nóvember að bjóða verkalýðshreyfingunni uppá stuttan samning, jafnvel Iaðeins til hausts og þá um leið litla kauphækkun. 1 gær var ákveðiö aö i dag kæmu fulltrúar Verka- Imannasambandsins til fundar en á morgun yröi kallað á fulltrúa frá Lands- sambandi verslunarfólks, Landssambandi iönverka- fólks, Málm og skipasmiða- sambandsins, alla hópa byggingamanna, starfsfólks Iá veitingastöðum og Iðn- nemasambandsins. A þessum fundum gr fyrir,- hugað að ræöa sérkröfur * sambandanna. Þá er einnig fyrirhugaöur fundur meö Bókagerðarmönnum i dag, en eins og flestir vita standa þeir utgn ASI. — S.dór G-listar í 21 kaupstað á landinu Konur í l.og2.sætí G-lista á 16 stöðum Konur í fram- boði 1974, 1978 og 1982 Sjá opnu Alþýðubandalagiðbýöur fram G-Iista í 21 af 22 kaupstööum landsins. I 16 af 21 G-Iista um landið allt eru konur I 1. og 2. sæti. Heildarhlutfall kvenna á G-listum i kaupstöðum iandsins er 40% en 38% I efstu tveimur sætunum. A A-listum, listum Alþýðu- flokksins, i kaupstöðum eru 9 konur, i 1. og 2...,sæti. Heildar- hlutfall kvenna á A-listum i kaupstööum er 31% en 26% i efstu tveimur sætunum. A B-listunum, listum Framsóknarflokksins, i kaup- stöðum eru 5 konur i 2. sæti. Heilarhlutfall kvenna á B-list- um er 28% en aöeins 12% á efstu tveimursætunum. A D-listum, listum Sjálf- stæðisflokksins i kaupstöðum eru 4 konur i 1. eöa 2. sæti. Heildarhlutfallið er 28% eins og hjá Framsókn, en hlutfall kvenna I efstu tveimur sætunum á D-listum er lægst, eða aðeins 11%. A þremur G-listum i kaup- stöðum eru konur i 1. sæti á ein- um D-lista og einum A-lista, en engum B-lista. Konur i 1. og 2. sæti á G-listum i kaupstöðum eru þessar: Adda Bára Sigfúsdóttir, 2. sæti Reykavik, Heiðrún Sverris- dóttir 2. sæti Kópavogi, Guðrún K. Þorbergsdóttir 1.. sæti Sel- tjarnarnesi, Albina Thordarsen 2. sæti Garðabæ, Rannveig Traustadóttir 1. sæti Hafnar- firði, Alma Vestmann 2. sæti Keflavik, Ester Karvelsdóttir 2 sæti Njarðvik, Ragnheiöur Þorgrimsdóttir 2. sæti Akra nesi, Þóra Hansdóttir 2. sæti Bolungarvik, Þuriður Péturs- dóttir 2. sæti ísafirði, Marta, Bjarnadóttir 2. sæti Sauðár- króki, Svanfriður Jónasdóttir 1. sæti Dalvik, Sigriður Stefáns- dóttir 2. sæti Akureyri, Jóhanna Aðalsteinsdóttir 2. sæti Húsa- vik, Elma Guðmundsdóttir 2. sæti Neskaupstað, Kolbrún Guðnadóttir 2. sæti Selfossi.-ekh

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.