Þjóðviljinn - 02.06.1982, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 02.06.1982, Blaðsíða 2
2 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 2. júni 1982 Sævar á fullri ferðí Spiiafiflum. Mynd: Sig. Sverrisson. viðtalið Rætt við Sævar i STUÐ-búðinni Aðal- áhersla á pönk og rokk „STUÐ er einfaldlega sjálf- stæðhljómplötuverslun, óháö og frjáls, sprottin af þörf góðrar þjónustu á nýbylgjuplötum, hvort heldur sem þær plötur flokkast undir pönk, nýrómant- ik, reggi, fútjúr, ska, oi-oi, súru, krát eöa eitthvað annað.” Svo segir í fréttatilkynningu sem nýlega barst inn á borð hjá Þjóðviljanum. Til að forvitnast frekar um „STUД hafði 2-sið- an samband við Sævar Sverris- son, sem er einn höfuðpaurinn i „STUД en Sævar er kannski þekktari sem söngvari Spila- fifla. „Við opnuðum þessa hljóm- plötuverslun hérna á Laugavegi 20, 13. mai s.l. og allt hefur gengið framar vonum það sem af er.” hátt ólik öðrum hljómplötu- verslunum? „Að vissu leyti er hún það, já. Við erum með alla hljómplötu- titla til sölu hér, en leggjum megin áherslu á nýbylgju og rokk. Við tökum mikið af okkar plötum frá Grammi, en eins og ég sagði þá er nýbylgjan og rokkið i frontinum.” Bjóðið þið uppá citthvað ann- að en plötur i versluninni? „Já, við stefnum að þvi i framtiðinni að vera hér með alls kyns músiktimarit, og við erum þegar byrjaðir á þvi að gefa út sérstakt blað, STUÐ-blaðið, sem við dreifum ókeypis hér i versluninni. 1 Stuð-blaðinu eru allar helstu fréttir úr popplifinu I Reykjavik og nágrannabyggð- um. Þar geta menn séð á einum stað hvað er að gerast I músik- lifinu, sem er með fjörugasta móti þessa stundina.” Telur þú vera grundvöll fyrir verslun sem þessa? „Það tel ég vera. Ég held að það hafi einmitt vantað hljóm- plötuverslun eins og þessa hérna i borginni, þ.e. verslun sem leggur megináherslu á pönk og nýbylgju. Svo er annað sem ég gleymdi að tilfæra hér áðan, að inni i versluninni hangir sérstök aug- lýsingatafla þar sem hver og einn getur hengt upp auglýsingu um hvaðsem er sér að kostnað- arlausu.” Ertu bjartsýnn á framtiðina? „Ég vona bara að það verði sami straumurinn til okkar eins og verið hefur siðustu dagana. —lg- Fugl dagsins Sótstelkur Sótstelkur — Tringa erythrop- us. Auðgreindur á sótsvörtum lit, hvitdílóttur að ofan. A vet- urna er hann ekki ólikur stelk. Röddin er gott sérkenni, hávært „tsjúit” eða „túiúit”. Sótstelk- urinn hefur aðalbúsetu á sumrin I Norður-Skandinaviu. Hann verpir á bersvæði I slitróttu skóglendi. Rugl dagsins „Við erum fylgjandi dauða- refsingum, kapitalisma, föður- landsást og kynferðislegri hóf- semi. Við teljum að foreldrar eigi rétt á að berja börnin sin. Það á helst að gera opinberlega, til að auðmýkja krakkana. En það verður að gæta þess að berja þau ekki i andlitið eða höf- uðið, þvi ekki viljum við valda þeim likamlegum meiðslum, heldur aðeins andlegum.” (Frásögn i Morgunblaðinu um bandarisku samtökin sem hafa bannað Löður.) Gætum tungunnar Sagt var:Þeir stóðu sitthvoru megin við ána. RéttværLÞeir stóöu hvor sinum megin við ána. Eða: sinum megin árinnar hvor. Ný frímerki: isi.AMi 500 1 SAUOKIMC‘OViS AR!*:S ' * KVR SílSTAURUS i /3í' v " : ; i JfpSf i : ísland 300: : ÍSLAND 400; Bændur og bú- smalinn Nýjum frimerkjum rignir inn þessa dagana. 1 tilefni 100 ára afmælis Kaupfélags Þingeyinga hefur verið gefið út frimerki að verðgildi 1000 með mynd af fyrsta kaupfélagshúsinu og bændum I kaupstaðaferö. Einnig hafa verið gefin út þrjú dýrafrimerki aö verðgildi 300, 400 og 500. Þau eru af sauðkind’ kú og ketti, brún, rauö og svart- hvit að lit. Það er Þröstur Magnússon teiknari sem hefur teiknað öll þessi frlmerki, og verður ekki annaö sagt en honum hafi farist það verk ágætlega úr hendi. Er þessi verslun á einhvern Hestamenn litu við I Austurstræti I siðustu viku. Þegar hestunum barst til eyrna, að til stæði að halda kappræðufund fyrir borgarstjórnarkosningarnar á Lækjartorgisiðar þann sama dag, leist þeim ekki meir á blikuna en svo, að þeir tóku á sprett i skyndi, en áður en þeir yfirgáfu strætið gáfu þeir ræki- lega sk.. í fundinn. Eftir Kjartan Arnórsson l p. \<N1 £ t [AER- FlHtJST PiÐ EHólfltrt TAKl S-GT/f? (Y)ER,-FB>f\ HLOSTí Pi nni<5Þf)-£> ER Nf^STUfTlPTÍ EIHS Qs é<f SE <SsyN\LEG/ EG NffcSTt f < Q O b — Góðan daginn! Er búið að útrýma óréttlætinu í heiminum?

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.