Þjóðviljinn - 02.06.1982, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 02.06.1982, Blaðsíða 4
4 SiÐA — ÞJÖÐVILJINN MiOvikudagur 2. júnl 1982 UOOVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýds- hreyfingar og þjódfrelsis (Jtgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann. Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ölafsson. Fréttastjóri: Þórunn Siguröardóttir. L msjónarmaður sunnudagsblaðs: Guðjón Friðriksson. Augiýsingastjóri: Svanhildur Bjarnadóttir. Afgreiðslustjóri: Filip W. Franksson. Klaðamenn: Auöur Styrkársdó'tir, Helgi Ölafsson Magnús H. Gislason, Olafur Gislason, Óskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Sveinn Kristinsson, Valþór Hlöðversson. iþróttafréttaritari: Viöir Sigurösson. t'tlit og liönnun: Andrea Jónsdóttir Guðjón Sveinbjörnsson. Fjósmvndir ;Einar Karisson, Gunnar Elisson. Ilandrita- og prófarkalestur: Elias Mar. Trausti Einarsson. Auglýsingar: llildur Kagnars, Sigriöur H. Sigurbjörnsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Guövarðardóttir, Jóhannes Harðarson. Afgreiðsla: Bára Siguröardóttir, Kristin Pétursdóttir. Simavarsla: Sigriöur Kristjánsdóttir, Sæunn óladóttir. Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir. Bilstjóri: Sigrún Baröardóttir. Innheimtumenn: Brynjóllur Vilhjálmsson, Gunnar Sigúrmundsson. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Haila Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. t tkeyrsla. afgreiðsla og auglýsingar: Siðumúla 6, Reykjavik, simi 81ÍI33 Prentun: Blaðaprent hf. Það reynir á • Á síðasta ári gerðist það í fyrsta skipti síðan 1974 að hingað til lands flutti fleira fólk heldur en nam f jölda þeirra sem brott f luttu til annarra landa. • Þetta voru ánægjuleg tíðindi og ásamt fleiru til marks um það, að okkur Islendingum hafði tekist betur en flestum nágrannaþjóðum okkar að bjargast undan boðum þeirrar alvarlegu ef nahagskreppu, sem á síðustu árum hefur valdið svo þungum búsifjum bæði austan hafs og vestan. ^ Versnandi lífskjör og meira atvinnuleysi en nokkru sinni síðan á árum heimskreppunnar miklu fyrir stríð hafa verið þau auðkenni, sem sett hafa sterkastan svip á þjóðfélagsþróunina víðast í kringum okkur síðustu tvö til þrjú ár. • Fáar þjóðir eru háðari utanríkisviðskiptum en við fslendingar, og að sjálfsögðu höfum við ekki sloppið með öllu við af leiðingar kreppunnar. Þannig hafa við- skiptakjörin í okkar utanríkisviðskiptum reynst lakari að jafnaði s.l. þrjú ár, 1979—1981, heldur en nokkru sinni á öðru þriggja ára timabili um langt skeið. Engu að síður hef ur tekist á þessum árum að halda hér uppi fullri atvinnu með hærri kaupmætti ráðstöfunartekna á mann en nokkru sinni fyrr, og er hækkunin t.d. nær 30% milli áranna 1975 og 1981 samkvæmt upplýsingum Þjóðhagsstofnunar. Á bak við þennan kaupmátt síðustu ára er hins vegar mikil vinna, yfirvinna og yf irborganir, því kaupmáttur kauptaxta verkamanna var t.d. á síðasta ári ekki talinn nema liðlega 7% hærri en 1975 og um 5% lægri en hann hef ur orðið hæstur en það var árið 1978 samkvæmt upplýsingum Kjararann- sóknarnefndar. • Ástæðurnar f yrir því að við höf um hins vegar slopp- ið betur en flestar okkar nágrannaþjóðir við áföll efnahagskreppunnar eru tvíþættar. • f fyrsta lagi hefur stjórnarfar verið hér að ýmsu leyti skárra en víða annars staðar og meira lagt upp úr því að verja lífskjör alþýðu. f annan stað hefur aukning sjávarafia ár frá ári á undanförnum árum bætt okkur upp versnandi viðskiptakjör að mjög veru- legu leyti. • Hvað varðar sjávarafla er hins vegar nú orðin al- varleg breyting á til hins verra. Á síðasta ári jókst framleiðsla sjávarafurða aðeins um 1,5% á móti 10,5% aukningu árið 1980 og 15,0% aukningu árið 1979. Áþessuári eru horf urnar þó mun dekkri. Loðnuveiðar jafnvel engar og á fyrstu fimm mánuðum þessa árs hef ur þorskaf li verið mjög tregur hjá togaraf lotanum og horf ur á að á þessu ári muni heildarþorskaf li fara minnkandi. Fátt bendir til þess að f ramleiðsluaukning á öðrum sviðum, eða viðskiptakjarabati, verði á þessu ári til að bæta okkur upp skakkaföll í sambandi við loðnu- og þorskveiðarnar. j Ritskoðunar- I tilhneigingar IBandariski rithöfundurinn Lawrence Millman vikur aö ■vaxandi ritskoöunartilhneig- ■ Iingu i landi sinu i viötali i Helg-1 artimanum. Hann segir m.a.: | I' „Hér vita allir aö Móralskal meirihlutanum tókst aö útrýmal vissum sjónvarpsþáttum einsj og Lööri úr amerisku sjónvarpi.* I'Hitt vita kannski færri hvaðl Móralska meirihlutanum hefurl orðið ágengt i aö fá vissar bæk-| ur fjarlægðar úr skólabókasöfn-" Jum. Og það eru ekki bækur seml |ég mundi álita æsinga eða áróð-j jursrit, hvað þá klám. Ég hef| ■fylgst aðeins með gangi þessara' J mála i Maine — i smábæjum þar | jhefur foreldrum sem sitja ij jskólanefndum tekist að fá bæk-| ■ur eins og „Catcher in the Rye”> Jeftir Salinger og „Slaugther-| jhouse Five” eftir Vonnergutj jfjarlægðar úr bókasöfnum. Og| •svo fleiri bækur sem eru flestar* fhverjar minna þekktar enl Isnerta eitthvað kynferðismál,I getnaöarvarnir, sósialisma og| ■ annan undirróður. Þó það fari. Ileynt viðgengst i raun ekkij minni ritskoðun en hefur veriðj siöustu fjörutiu árin, það er rit-J •skoðun alls staðar, hjá útgef-. |endum,iskólumogsjónvarpi.‘ | • Hér hef ur verið dregin upp dökk mynd af horf um í þjóðarbúskap okkar Islendinga á þessu ári. Fyrir allaaðilaer hollt að horfast í augu viðþá mynd eins og hún er, og búa okkur í stakk til að mæta nokkrum erf iðleikum. • Hér skal þó áhersla á það lögð, að þótt sjávarafli minnki eitthvað í eitt eða tvö ár, þá þarf almenn kjaraskerðing ekki endilega að fylgja í kjölfarið. Kjör hinna lakar settu mætti eftir sem áður bæta nokkuð, en þá auðvitað með réttlátari skiptingu þjóðartekna, minni sóun hjá fyrirtækjum, einstaklingum og opin- berum aðilum og markvissum aðgerðum til að auka framleiðsluverðmæti, hvar sem því verður við komið. j Hœgri : timburmenn IMillman kallar þessar| hremmingar hluta af hægri| timburmönnum I Bandarikjun-I (um eftir frjálsræði og tiltölulega1 .bærilegt ástand i um það bil tvoj járatugi. Hann segir: j • Fari þjóðarframleiðsia minnkandi, þá verður krafan um réttlátari skiptingu þess sem aflað er enn brýnni. • Okkar þjóðfélag er sóunarþjóðfélag, þar sem gífurlegum verðmætum er kastað á glæ með óhófs- eyðslu, í stað þess að nýta verðmætin til að bæta kjör hinna lakast settu, eða til uppbyggingar fyrir fram- tíðina. • Það er i þessum efnum, sem við þurfum að taka okkur á. Til þess þarf samstillt átak stjórnvalda i samvinnu við verkalýðshreyfinguna í landinu og alla þá sem setja hag vinnandi alþýðu ofar stundargróða f járplógsmanna og braskara. Hef jumst handa strax. I „En nú finnst mér við vera! ■aftur stödd á tima Eisenhowersj Ieða MacCarthys, tima norna-S veiða, bókabrennajj kommúnistahræöslu. Komm-i ■únistar geta jú eöli málsinsj Isamkvæmt ekki verið barn-j fæddir i okkar landi, þeir hljótaj að vera Rússar eða jafnvelí ■Islendingar, sem koma til aðj Isnúa drengjunum okkar fráj trúnni á mömmu, eplapæ,| ameriska fánann og „The New. ■ York Yankees” — það er horna-1 Iboltalið. Þeir biða bara eftirj færi á að kippa teppinu undanj litsjónvarpstækinu.” D — k. klrippt Hvorki hœgri né vinstri Hver dagur sem liöur færir okkur nýja skemmtun i túlkun borgar- og bæjarstjórnarkosn- inganna. Mikið af þvi gamni er spunnið utan um Alþýðuflokk- inn. Jón Baldvin Hannibalsson skrifaði á dögunum leiðara i blað sitt sem heitir „Að standa á eigin fótum”. Þar er lögð á það mikil áhersla, að Alþýðuflokk- urinn hafi sérstööu og eigi möguleika á aö sækja sér fylgi bæði til Sjálfstæðisflokksins og Alþýðubandalagsins vegna þess aö mikiö af kjósendum þeirra flokka séu i raun og veru kratar. Sitthvað er nú til i þessu hjá Jóni — en hinu er jafn ósvarað fyrir þvi hvernig á þvi stendur aö „kratar” kannast ekki við krataflokkinn. Ritstjóri Alþýðublaðsins vill leysa hin vistfræðilegu mál flokksins með þvi aö hasla sér einhverskonar miðjuvöll að standa á. Alþýðuflokkurinn seg- ir hann „á hvorki að hallast til hægri né vinstri”. En það sem ritstjórinn meinar er svo það, að hann vill vara samkrata sína við þvi að leita einskonar sam- stöðu með Alþýðubandalaginu — „þá munu Islenskir sósial- demókratar á ný taka til fót- anna inn i Sjálfstæðisflokkinn”. Þetta er fróðlega kenning, en Miðsœkni Nú. Fleiri vilja taka til máls. Einn af höföingjum Alþýðu- flokksins i Vestmannaeyjum er, eins og ritstjórinn á móti þvi að „dúlla til vinstri og hægri”. Hann vill aö Alþýðuflokkurinn sé „fjálslyndur miðjuflokkur”. Hann um það — en þeir sem bera fram slikar yfirlýsingar ættu sist af öllu aö undrast það, aö mikill fjöldi þeirra sem rit- stjóri Alþýðublaðsins kallar sósialdemókrata telja sig best komna hjá Alþýðubandalaginu. Það var annars þessi fram- bjóðandi sem á skemmtilegustu meðmælin til Alþýðuflokksins eftir kosningar. Hann segir: „Samstarf flokksins inn á við þarf aö stórauka”. Þetta er nú miðsækni sem segir sex! Óttinn Þórarinn á Timanum telur i leiðara á dögunum að það hafi komiö glöggt fram I borgar- stjórnarkosningunum að það sé „óheppilegt” að fela Alþýðubandalaginu forystuhlut- verk. Hann rökstyður þetta á þá leið, að öflugir fjölmiðlar Sjálf- stæðisflokksins hafi komið þvi inn hjá kjósendum, að Alþýðu- bandalagið „drottnaði með harðri hendi i borgarstjórnar- meirihlutanum” — þar með hafi skapast óttivið Allaballann sem hafi svo komið niður á öllum meirihlutaflokkunum fyrrver- andi. Það er að sönnu ekkert nýtt að fjölmiðlar ihaldsins hamist gegn sósialistum og máli það upp með hinum dekkstu litum hvað sé I vændum ef þeir fari Pólitískt óveður * vinstri væna Forustu Alþýdu-þ", bandalasshafhaðl' 5??.. —RITSTJORNflRGREIN-—------L__ Að standa á eigin fétum hún virðist ekki standast próf reynslunnar. Alþýðuflokkurinn hefur jafnan skroppið saman þegar hann hefur veriö við hlið Sjálfstæðisflokksins — hvort sem væri I stjórn eða stjórnar- andstöðu — og einmitt þá hefur lekið úr honum til ihaldsins. Hótun En það eru fleiri en Alþýðu- blaðsritstjórinn sem vilja vara krata við þvi að setja upp vinstribros. Staksteinar tala á laugardaginn um þetta efni meö þjósti nokkrum og mæla eins og sá sem valdiö hefur. Þar er að finna alveg ódulbúnar hótanir um aö kratar megi við öllu illu búast ef þeir ekki makka rétt: „Sjálfstæðismenn hafa um tuttugu ára skeið verið þeirrar skoðunar, að helst ættu þeir samleið með Alþýðuflokknum. Þessa skoðun má rekja til hins góöa og trausta samstarfs, sem tókst i viðreisnarstjórninni. Lík- lega er rétt að taka hana til end- urmats, þvi að svo viröist sem kratar leitist við að nýta sér vel- vilja sjálfstæðismanna, en hug- ur þeirri stefni i raun i átt til Alþýðubandalagsins. Sjálf- stæðismenn verða einnig að átta sig á þvi að þeir geta ekki leitt krata i rétta átt af þessum krossgötum og sist af öllu ber þeim nokkur skylda til þess, þegar tekiö er mið af þeim svi- viröingum, sem ausið var yfir Sjálfstæðisflokkinn af efsta manni krata I Reykjavik i kosn- ingabaráttunni”. með völd eða haldi völdum. Það á að afkristna börnin, innræta þeim kommuniskt viðhorf, drepa framtak einstaklingsins, taka ibúðir af gömlu fólki, éta upp hvern eyrir sem áður var sparaður og yfirleitt undirbúa Gúlagið meö öllum ráðum. Þeg- ar svo sósialistar fara með stjórnsýslu þá er einatt eins og Morgunblaðsliðið verði fyrir enn meiri vonbrigðum en þeir óþolinmóðu i villta vinstrinu ef að byltingin byrjar ekki á næstu vikum eftir kosningar! Ekki stór- mannlegt Það er ekki gott að segja hve mikil áhrif þessi hræðsluáróður hefur. En hitt er ljóst, að fulltrú- ar Alþýðuflokksins og Framsóknarflokksins létu hann skelfa sig verulega fyrir kosn- ingar. Þeir kepptust um að berja sér á brjóst og bera fram einhverjar óútfærðar yfir- lýsingar um að þeir hefðu haldið aftur af Allaballanum, haldið honum I skefjum, sest á frekju Alþýðubandalagsmanna og þar fram eftir götunum. Ekki var það athæfi stórmannlegt, svo mikið er víst. Og það er vist, að ekki gat það með neinu móti aukið traust á miðjuflokkunum tveim, sem notuðu tækifærið til að viðra sig svolitið upp viö hægrisjónarmið og láta liklega við lið Daviðs. Enda fór það svo, að sá borgarfulltrúi sem lengst gekk fram I þessari iðju féll i kosningunum. —áb •i skorið

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.