Þjóðviljinn - 02.06.1982, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 02.06.1982, Blaðsíða 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 2. júni 1982 íþróttir ísland Englands Hoddle, Robson, McDermott og Regis — og margir fleiri frægir kappar eru á lista yfir þá leikmenn sem leika með enska landsliðinu á Laugardalsvelli í kvöld Glenn Hoddle, Bryan Hobson og Terry McDermott eru á lista yfir þá leikmenn sem k.oma hingað til lands og leika með Englendingum gegn islendingum á Laugardais- vellinum i landsleik i knattspyrnu I kvöld. Aður var reiknað með að allir sterkustu leikmenn Englend- inga lékju i Finnlandi en eins og kunnugt er hafa þeir skipt liði sinu I tvennt fyrir leiki hér á landi og í Finnlandi. KSl hafði i gær ekki fengið upp- gefið frá Englendingum sjálfum hverjir kæmu hingað, en á nafna- lista frá Flugleiðum eru eftir- taldir leikmenn: Markverðir: Gary Bailey (Manch. Utd.) og Joe Corrigan (Manch. City). Varnarmenn: Viv Anderson (Nott. For.), Steve Foster (Brighton), Phil Neal (Liver- pool), Russell Osman (Ipswich), Steve Perryman (Tottenham), Dave Watson (Stoke). Tengiliðir: Alan Devonshire (West Ham), Glenn Hoddle (Tott- enham), Terry McDermott (Liverpool), Bryan Robson (Manch. Utd). Framherjar: Peter Barnes (Leeds), Paul Goddard (West Ham), Tony Morley (Aston Villa), Cyrille Regis (WBA), Peter Withe (Aston Villa). Fyrir stóran hluta þessara leik- manna er leikurinn i kvöld siöasta tækifærið til að vinna sér sæti i HM-liði Englands sem fer til Spánar, en á föstudag þurfa Peter Barnes og Peter Withé sýna örugglega allar sinar bestu hliðar á Laugardalsvellinum i kvöld. Englendingar að vera búnir að tilkynna til FIFA þá 22 leikmenn sem þangað fara. Þeir Robson og McDermott léku báðir með enska landsliðinu gegn Skotum i bresku meistarakeppninni á laugardag en bar sigruðu Englendingar 1—0 á Hampden Park i Glasgow með marki Paul Mariner. Ásgeir ekki meö Asgeir Sigurvinsson leikur ekki með gegn Englendingum i kvöld og heldur ekki gegn Möltu á laugardag. Asgeir hefur átt viö meiðsli að striða i nára að undan- förnu og nú hafa læknar Stutt- gart, nýja félagsins hans, fyrir- skipað honum algera hvild frá knattspyrnu um sinn. Liðið sem leikur i kvöld verður þannig skipað: Guðmundur Bald- ursson, Orn Óskarsson, Trausti Haraldsson, Sævar Jónsson, Marteinn Geirsson, Atli Eðvalds- son, Janus Guölaugsson, Arnór Guðjohnsen, Teitur Þórðarson, Lárus Guðmundsson og Karl Þórðarson. Varamenn eru þeir Þorsteinn Bjarnason, Ólafur Björnsson, Viðar Halldórssson, Sigurður Grétarsson og Pétur Ormslev, en Pétur var kallaður heim frá V.-Þýskalandi vegna forfalla Asgeirs. Leikurinn i kvöld hefst kl. 20. Miöasala verður við Útvegsbanka íslands frá kl. 12—18 og einnig á Laugardalsvelli. í fyrramálið leggur landsliðið upp i 18 tima ferðalag til Sikileyjar, en þar veröur leikið við Möltu i Evrópu- keppni landsliða á laugardag. — vs Hart barist I leik Vals og KR 11. deild kvenna I knattspyrnu á föstudagskvöldið. Leiknum lauk 0-0 en á Akranesi var meira fjör. Þar sigruðu Skagastúlkurnar FH 4-0. Laufey Siguröardóttir skoraði tvö mörk, annað úr vitaspyrnu en hún misnotaði eina að auki. Kristin Aðalsteinsdóttir og Ragnheiöur Jónasdóttir skoruðu eitt mark hvor. Mvnd: — gel Erlendur Valdimarsson er enn I fullu fjöri I kringlukastinu og á föstu- dagskvöldið sigraði hann örugglega á EÓP-mótinu á Laugardalsvelli, kastaði kringlunni 56,40 metra. Myndir: —gel, Blikastúlkur sigraðu á alþjóðlegu móti lslands- og bikarmeistarar Breiðabliks I knattspyrnu kvenna tóku þátt I alþjóðlegu móti I Dan- mörku um siöustu helgi. Þær stóðu sig framar öllum vonum, uröu sigurvegarar I mótinu, skor- uðu 13 mörk I fimm leikjum og fengu aðeins á sig eitt. Breiöablik sigraði Virum-Sorg- enfri frá Danmörku 3-0, US Coll- ege frá Bandarikjunum 3-0, Al- bertslund frá Danmörku 2-0, Meern frá Hollandi 2-1 og örn frá Noregi 3-0. — vs Dusseldorf til Eyja í stað Akureyrar Vestur-þýska 1. deildarliðiö i knattspyrnu, Fortuna Diisseldorf, sem er væntanlegt hingaö til lands um næstu helgi i boði Fram, leikur ekki á Akureyri gegn Þór eins og fyrirhugað var, heldur gegn IBV i Eyjum. Sá leikur fer fram þann 6. júni og siðan mætir DUsseldorf Fram á Laugardals- vellinum 9. júni. Eins og kunnugt er, leika tveir Islendingar, Atli Eðvaldsson og Pétur Ormslev, með þýska liðinu. gsm/VS Bolton vill fá Pelé Frá enska 2. deildar félaginu Bolton berast þær fréttir að fram- kvæmdastjóri félagsins George Mulhall hafi fengiö aö taka staf sinn og hatt ogpokannundirhand- arkrikann. Stjórn félagsins: hef- ur nefnilega tekið þá stefnu að fá toppmann i framkvæmdastjóra- stóiinn. Og það er enginn annar en Pelé sem félagið hefur áhuga að fá til að taka við stjórnartaum- inum. Hefur verið gerður maður útaf örkinni til samningavið- ræöna við kappann.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.