Þjóðviljinn - 02.06.1982, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 02.06.1982, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 2. júnl 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5 i Stríðið við \ Persaflóa iranir hafa unniö aftur hafnarborgina Khorramshar og þar með endurheimt mestallt það land sem her íraks tók I inn- rásinni sem hófst haustið 1980. Og nú biða menn þess i ofvæni hvort Khomeini lætur þar við sitja, eða hvort hann lætur her sinn skálma inn I Irak og reyna aðsteypa stjórn Saddams Huss- eins f Bagdad. Flestum nágrönnum striðs- aðila væri mikill léttir að þvi, ef nú yrði samið um frið á óbreytt- um landamærum. En ef Khom- eini reynir að flytja út hina is- lömsku byltingu sina til Irak geta farið af stað keðjuverkanir sem geta orðið afdrifarikari- fyrir heim allan en allir ráð- herrafundir OPEC-rikja, og um leið gera enn snúnari en áður þau vandamál sem fyrir eru I Austurlöndum nær. Þverstæður — Það er helst i Israel — fyrir nú utan Iran — að menn hafa fagnað þróun striðsins. Ekki FRETTASKYRING vegna þess að tsraelar séu vinir ajatollanna, öðru nær — heldur vegna þess, að þeir hafa litið á írak sem helsta andstæðing sinn meðal Arabarikja eftir að sér- friður var saminn við Egypta- land. Og sá skilningur hefur leitt til þess að tsraelar hafa selt trönum allmikið af vopnum. Þau viðskipti eru ein af mörgum þverstæðum sem tengjast striðinu við Persaflóa. Þvi að þegar keisaranum i tran var steypt af stóli 1979 var fall hans talinn ósigur ekki aðeins fyrir Bandarikin heldur og tsra- el. Núverandi ráðamenn i tran fordæma hin ihaldssömu Arabariki við Persaflóa og þá Saudi-Arabiu, ekki sist fyrir til- tölulega hófsama afstöðu þeirra til ísraels. Og einu vinir klerka- valdsins meðal Araba hafa verið þeir sem eru harðastir óvinir ísraels: Libýa, Sýrland, Suður-Jemen. Khomeini krefst þess, að furstadæmin og Saudi - Arabia hætti við öll áform um friðarsamninga við Israel og við að taka upp aftur samband við Egypta. Það er þvi enginn sér- Herfangar frá trak syngja Khomeini iof og dýrö I Teheran stakur vinur tsraels, sem tsra- elar hafa hjálpað um vopn i Persaf lóastriðinu. Arfur keisarans Enn ein þverstæða þessa máls er sú, aö iranska klerkaveldið, sem telur sig i einu og öllu and- stæðu við keisarastjórnina, hefur nú tekið við hlutverki hennar i þvi að reyna að ráðsk- ast með smærri og veikari riki við Persaflóa. Keisarinn gætti bandariskra hagsmuna og ætlaði að skapa persneskt heimsveldi I leiðinni, en ajatoll- arnir byggja á hersskárri trúar- vakningu: fyrirlitning beggja á nágrönnunum er hinsvegar ósköp svipuð. Það er svo enn eitt dæmi um spaugvisi aðstæðnanna, að hin ihaldssömu furstadæmi við Persaflóa (sem eru sem fyrr segir tiltölulega varkár i afstöðu til Israels) lita nú á hinn róttæk- asta allra andstæöinga Israels, Saddam Hussein forseta Iraks, sem sinn helsta verndara gegn hinni irönsku hættu. I stjórn- málum og styrjöldum lenda undarlegustu aðilar saman i rúmi. Annað mál er, að fursta- dæmin og Saudi-Arabia hafa aldrei treyst of vel forsetanum i Bagdad — eins og best sést á þvi, að þau fara ekki að styðja við bakið á honum fyrr en þau voru viss um að hann gæti ekki sigraö tran i striðinu... Risaveldin Persaflóastriðið er að þvi leyti skylt Falklandseyjastriðinu, að það verður ekki rakið til risa- veldanna beinlinis og þau hafa haldiö sig i nokkurri fjarlægð frá þvi. t þeim skilningi er strið trans og traks lika áminning um að óþarft er að rekja öll deilu- mál, heit og köld, til árekstra austurs og vesturs. áb tók saman I Matvælaástandið í Sovétríkjunum: Landbúnaðurinn fær aukið f jármagn — en dugir það? Sovésk skrýtla segir, að fíllinn hafi kviðslitnað þegar hann reyndi að lyfta sovéskum landbúnaði. Matvælaskorturinn er stærsta hvunndagsvanda- mál hins sovéska borgara og því von, að margir leggi eyrun við, þegar miðstjórn Kommúnistaflokksins fer af stað með mikla og dýra áætlun um f járfestingar og umbætur í landbúnaði eins og nú hefur gerst. Brézjnef aðalritari gerði grein fyrir áætlun þessari fyrir skemmstu en samkvæmt henni á að auka matvælaframleiðsluna um 50% á næstu árum. Sovét- menn hafa áður viðrað áætlanir um stórátak I matvælafram- leiðslu, sem ekki hafa tekist, og þvi er ekki nema von að einnig þessari sé tekið með ýmsum fyrirvörum. . Mikiðstendurtil Áætlunin er fyrst og fremst viðurkenning á þvi hve alvarlegt ástandiö er. Samkvæmt henni á landbúnaðurinn frá og með árinu 1985 að fá i sinn hlut um 30% af öllu fjárfestingarfé. Fjárfest verður I nýjum tækjabúnaði, i rafvæðingu og áburðarfram- leiöslan á að aukast um 70%. Þetta á svo að gefa þann árangur að kornframleiðslan fari upp i um 250 miljónir smalesta á ári (i fyrra mun hún hafa verið 160—180 miljónir smálesta og var allmiklu fyrir neðan meðailag). Mikil sóun Ekki var mikiö um það fjallað i ræðu Brezjnefs hvaðan pening- arnir ættu að koma sem hressa eiga við landbunaðinn — en bjart- sýnismenn leyfa sér að vona að þær tilfærslur á fjármunum þýöi m.a. að herinn fái ekki i jafn- rikum mæli og nú að láta greipar sópa um þjóðarauðinn. Hitt er svo annað mál, að fjárfestingar og framkvæmdir einar sér munu ekki leysa vanda sovésks land- búnaðar. Hann á við mörg kerfis- læg vandamál að etja, sem Brésj- nef vék reyndar að i ræðu sinni. Eitt það helsta er blátt áfram hin mikla sóun á verðmætum sem verður i dreifingarkerfinu. Vegna skorts á geymslurými, afleitrar skipulagningar flutninga, skorts á kælibúnaði og svo vegna út- breiddrar fjármálaspillingar fer gífurlegt magn af matvælum for- görðum. t ræðu Bréfsjnefs var þess t.d. getið að um 30% af kartöfluuppskerunni eyðilegðist vegna þess að rangt er staðið að uppskeruvinnu, geymslu og flutningum. Fátt er reyndar al- gengara umræðuefni i sovéskum blöðum en sú sóun sem á sér stað i matvælaframleiðslunni — er sú sorgarsaga orðin of löng til að menn búist viö þvi að enn ein samþykkt, enn ein áætlun frá miðstjórn flokksins, breyti þar miklu um. Verðlagið Ein er sú breyting sem Brésjnef boðaði, sem gæti haft talsvert að segja. Hann viðurkenndi að fasta- verðið sem rikiö setur I inn- kaupum frá samyrkjubúum væri i mörgum greinum i engu sam- ræmi við tilkostnað — og væri ekki hægt að ætlast til þess að búin legöu mikið á sig til að fram- leiða vörur sem þau verða siðan að selja með tapi. Nú er boðaö aö frá og með næstu áramótum verði um 16 miljörðum rúblna á ári varið til aö hækka innkaupsverð á ýmsum matvælum frá búunum. Einkaskikar bænda En I ræðu Bréznjefsogáætlunum þeim sem nú eru boðaðar rikir annars áberandi varfærni i að hagga við þeim skipulagsformum sem rikt hafa. Settar verða upp nýjar samræmingarnefndir á hverjum stað til að reyna að koma I veg fyrir ofstýringu frá miðju. En ekki þykir fróðum mönnum ástæða til að ætla að nefndir þessar breyti miklu, þvi ekki munu þær skerða valdsviö miðstýrðra áætlanastofnana. Þá var ýmislegt jákvætt sagt um „hjálparbúskapinn” en þar er átt við þá smáskika lands sem sam- yrkjubændur rækta sjálfir með fjölskyldum sinum. A þessu til- Biðraðirnar við matvælaverslanir eru stærsta hvunndagsvandamái sovéskra þegna. tölulega litla landi verður til ótrú- lega stór hluti af þvi grænmeti þeim eggjum og þeirri mjólk sem á markað koma. A seinni árum hefur heldur verið rýmkaö til fyrir þessum einkabúskap, en ekki er i hinum nýju áætlunum að finna umtalsverða endurskoðun á stööu hans. Semsagt: hvað svo verður veit nú enginn. En til dæmis að taka um ástand það sem sovéskir borgarbúar einatt mæta segir Moskvufréttaritari Information, sem hér er að verulegu leyti byggt á, að grúsiskir ávaxta- bændur selji nú i Moskvu fyrstu jarðarber ársins á 20 rúblur kl- lóið. Meðallaun i landinu eru 170 rúblur. ábtóksaman KOND' í STUÐ Þar færðu nefnilega: • bestu kassetturnar • bestu heyrnartólin • Last-vökvann, sem gerir plötuna betri en nýja • ódýrar brjóstnælur • ókeypis STUOblaö • ókeypis auglýsingaþjónustu • falleg og þægileg gjafakort • nýju Nínu Hagen-plötuna • nýju Clash-plötuna • Crass-plöturnar • Lindsey Cooper • Archie Shepp • Posion Girls • og allar aðrar góðar nýbylgjuplötur Laugavegi 20 Sími27670

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.