Þjóðviljinn - 15.06.1982, Síða 14

Þjóðviljinn - 15.06.1982, Síða 14
14 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 15. júnl 1982 4. tónleikar ungra tónskálda að Kjarvalsstöðum í kvöld Rabbað við Hjálmar H. Ragnarsson, tónskáld Kynning Kjarvalsstaöa á ung- um tónskáldum á Listahátiö hefur mælst vel fyrir, en nú er iokið þrennum af fyrirhuguöum sex tónleikum. Þeir fjórðu verða i kvöld, þriöjudagskvöid, og hefj- ast kl. 21.00 — og þaö veröur að þessu sinni Hjálmar H. Ragnars- son, sem eiga mun kvöldiö, en hann er eitt hinna ungu tónskálda islenskra, sem gert hafa garðinn frægan, hér heima jafnt og er- lendis. A tónleikunum I kvöld veröa lcikin þrjú verk eftir Hjáimar en þau eru: Þrjú lög fyrir klarinett. i skyndiviötali var Hjálmar fyrstbeöinn um að segja frá þessum þremur verkum. „Fyrsta verkiö á efnisskránni, Þrjú lög fyrir klarinett og pianó, er fyrsta alvöruverkiö mitt, sem ég skrái ennþá. Það var samið á árunum 1974—5 og lögin eru já svona rómantisk, og i þeim anda, sem ungu fólki er gefiö að blása i verk sin. Mér finnst sjálfum gaman að heyra það, þótt þessi Hjálmar H. Ragnarsson tegund tónlistar sé oröin mér fjarlæg. En ég held, að þessi þrjú lög eigi að geta höfðað til fólks. Þau eru tjáningarrik og meira hefðbundin heldur en seinni lög min mörg. Þau eru samin á þeim tima, þegar ég er að fikra mig áfram, og eru eflaust misvel samin, en það hefur verið sagt um þau, að það væri i þeim ungæðislegur kraftur. Það er alltaf hjá ungu fólki, sem er að byrja að semja. Næsta verk, I svart-hvitu, eru tvær etýður fyrir einleiksflautu, sem ég samdi meðan ég var i Bandarikjunum. Etýða er æfing, og þetta er ekki siður æfing fyrir tónsmiðinn en hljóðfæraleikarann i þessu tilviki. Þetta eru tvö lög, og annað er Auglýsing um verkamannabústaði Stjórn verkamannabústaða í AAosfellshreppi auglýsir tvær íbúðir til sölu í Arnartanga, AAosfellssveit. Réttur til kaupa á íbúð i verkamannabú- stöðum er bundinn við þá sem uppfylla eftir- talin skilyrði: a) Hafa átt lögheimili i AAosfellshreppi 1. maí 1981 b) Eiga ekki íbúð f yrir, eða samsvarandi eign í öðru formi. c) Hafa haft í meðaltekjur þrjú síðustu árin áður en úthlutun fer fram, eigi hærri f jár- hæðen 91.500 krónur fyrir hjón eða einstak- ling og að auki 8.100 krónur f yrir hvert barn á framfæri innan 16 ára aldurs. íbúðirnar eru á tveimur raðhúsum (1 íbúð í hvoru húsi) og er stærð íbúðanna 93.8 ferm. Lágmarks f jölskyldustærð er 2—4. Áætlaður af hendingartími er 15. ágúst 1982 Greiðsluskilmálar. Kaupandi greiðir 20% af verði íbúðar og greið- ist í tvennu lagi. Fyrri helmingurinn greiðist innan sex vikna frá dagsetningu tilkynningar um úthlutun íbúðar, en síðari helmingurinn á 6 mánuðum skv. samkomulagi. Ahvílandi skuldir verða yfirteknar af kaupanda og auk þess lánar Byggingarsjóður verkamanna 80% af verði íbúða að frádregnum áhvílandi skuld- um. Lánið er með 0.5% ársvöxtum og er af- borgunarlaust 1. árið, en endurgreiðist síðan með jöfnum greiðslum vaxta og afborgana (annuitet) að viðbættum verðbótum sam- kvæmt lánskjaravísitölu Seðlabanka íslands á 42árum. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrif- stofu AAosfellshrepps, Hlégarði, þar sem jafn- framt fást nánari upplýsingar. Umsóknar- fresturertil og með25. júnM982. Virðingarfyllst, Stjórn verkamannabústaða í AAosfellssveit. Ragnar ólafsson hæstaréttarlögmaöur verður jarðsunginn miðvikudaginn 16. júni kl. 13.30 frá Dómkirkjunni. Kristin ólafsdóttir, ólafur Ragnarsson, Marfa Jóhanna Lárusdóttir, Oddný M. Ragnarsdóttir Hrafnkell Asgeirsson, Kristin R. Ragnarsdóttir, Geir A. Gunnlaugsson, Ragnar Ragnarsson, Dóra Steinunn Astvaldsdóttir, og barnabörn. ekki svart og hitt er ekki hvitt, ef svo má segja. Innan hvers lags beiti ég miklum andstæðum, og það er henst á milli tilfinninga- öfga i þessu lagi. Þetta verk er mjög krefjandi fyrir hljóöfæra- leikarann, sem verður Kolbeinn Bjarnason. Hann verður eigin- lega að leika með tónverkinu og þetta er gifurlega erfitt verk i flutningi. Én Kolbeinn er ungur flautuleikari, sem á án efa mikla framtið fyrir sér og ég vænti mik- ils af honum. Nú,en svo við vikjum aö siðasta verkinu á efnisskránni, þá er það Trió fyrir þrjú klarinett eingöngu i einu og sama tónverkinu. En i þessu tilviki nota ég þrjú klarinett eins og þau væru eitt og sama hljóðfærið og það gefur ýmsa skemmtilega möguleika. Hljóð- færaleikararnir eru t.d. dreifðir um salinn, og þannig heyrist hljóðiö koma úr mismunandi átt- um og þótt verkið byggi aö veru- legu leyti á einum og sama tón- inum, þá leikur hvert klarinett hann á ofurlítið mismunandi hátt. Þannig ætti að myndast spenna i flutningi verksins, þótt stutt sé. Ég samdi þetta trió fyrir þrjú klarinett i fyrra og það var frum- flutt þá, á stofntónleikum Musica Nova. Én ég er að hugsa um að halda áfram með þetta verk, þannig að þaö verði bara hluti úr stærra verki fyrir þrjú klarinett. Ég hef mikinn áhuga á að bæta viö það”. Eins og fyrr sagði, verða tón- leikarnir i kvöld að Kjarvals- stöðum, og þessi tónleikaröð er viðleitni af hálfu Kjarvalsstaða til að auka hlut islenskrar tónlistar i Listahátið. Aðgangur að tónleik- unum er ókeypis, og rétt er aö benda á, að þeir eru stuttir, þannig að fólki gefst einnig færi á að njóta þeirra þriggja mynd- listarsýninga, sem uppi eru að Kjarvalsstöðum nú, einnig i til- efni Listahátiðar. Að lokum skal getið þeirra hljóöfæraleikara, sem flytja verk Hjálmars H. Ragnarssonar i kvöld: Þrjú lög fyrir klarinett og pianó verða flutt af þeim Einari Jóhannssyni (klarinett) og önnu Málfriði Sigurðardóttur (pianó), Kolbeinn Bjarnason leikur 1 svart-hvitu á flautu, og Sigurður I. Snorrason, Óskar Ingólfsson og Knútur Birgisson leika tríó fyrir þrjú kiarinett. — jsj ALÞÝÐU BANDALAGIÐ ■' (í VÍ II I ?! Kjördæmisráðstefna á Austurlandi 19.—20. júni I Kjördæmisráð Alþýðubandalagsins á Austurlandi heldur Vorráðstefnu .áHallormsstað (Hússtjórnarskólanum) um helgina 19,—20.júni 'Rædd verða m.a., sveitarstjórnarmál, samgöngumál og önnur hags- ; munamál kjördæmisins. : Alþingismennirnir Helgi Seljan og Hjörleifur Guttormsson verða á ráð- stefnunni. Fulltrúar I kjördæmisráði, nýkjörnir sveitastjórnarmenn og forystu- ! menn Alþýðubandalagsfélaganna eru hvattir til að sækja ráðstefnuna. 1 Kjördæmisráð Vopnafjörður Alþýðubandalagið boðar til al- menns stjórnmálafundar á Vopnafirði föstudaginn 18. júni kl. 20.30. Alþingismennirnir Helgi Seljan og Hjörleifur Guttormsson verða á fundinum. Fundurinn er öllum opina.— Alþýðubandalagið Gönguleiðin miili Stóraenda og Litlaenda sést hér á þessari mynd úr Þórsmörk. Ljósm. eik. Ungir sósialistar — Þórsmerkurferð Æskulýðsnefndar Alþýðubandalagsins ÆnAb stendur fyrir skemmtiferð i Þórsmörk heigina 25.-27. júnl nk. Allt stuðningsfólk Alþýðubandalagsins er hvatt til að taka þátt i ferð- inni og láta skrásetja sig hjá ÆnAb á Grettisgötu 3 — Simar: 17504 og 17500 Fyrirhugað er að halda til i Húsadal I tvo sólarhringa við söng, glens og gaman og farið i góða göngutúra undir leiðsögn fróðra manna. — Ferðahópur Æskulýðsnefndar. Sumarferð um Arnarf jörð 3. og 4. júli Alþýðubandalagið á Vest- fjörðum efnir til sumarferðar um Arnarfjörð þann 3. og 4. júii n.k. Farið verður i hópferðar- bilum frá öllum þorpum og kaupstöðum á Vestfjörðum og safnast saman i Trostansfirði fyrir hádegi á iaugardag. Þaðan verður ekið sem leið liggur um Suðurfiröi og Ketil- dali I Selárdal. A laugardagskvöld verður tjaldaö i Bakkadal og þar efnt til kvöldvöku en siðan dansað i gamla samkomuhúsinu á Bakka við undirleik harmóniku. A sunnudag verður ekið um Auðkúluhrepp á norðurströnd Kvöldvaka í Ketildölum Arnarfjarðar, allar færar leiðir, og viðastaldraðviðá eyðibýlum °g byggðum bólum m.a. skoðað safn Jóns Sigurðssonar á Hrafnseyri. A sunnudagskvöld skilja leiðir og heldur þá hver heim til sin. Með I ferðinni verða sérfróðir menn um staðhætti og sagna- fróðleik úr byggðum Arnar- fjarðar en þar þrýtur seint söguefnin. Þátttakendur I ferðinni hafi með sér viðleguútbúnað, góðan klæðnað og nesti. Þátttökugjald kr. 375,- fyrir fullorðna og kr. 150 fyrir börn 12 ára og yngri. Innifalinn er flutningur i Arnar- fjörð frá öðrum stöðum á Vest- fjörðum og þátttaka öllum heimil, lika fólki utan Vest- fjarða. Fararstjórn: Aage Steinsson, Isafiröi, Guðvarður Kjartans- son, Flateyri, Halldór Jónsson, Bfldudal og Kjartan ólafsson, ritstjóri. Þátttaka tilkynnist sem fyrst einhverjum eftirtalinna manna: Alþýðubandalagið á Vestfjörðum Isafjörður: Aage Steinsson simar 3680 og 3900, Elin Magnfreðsdóttir simi 3938 og Þórunn Guðmundsdóttir simi 3702 Bolungarvik: Kristinn H. Gunnarsson simi 7437 Inn-djúpið: Elinborg Baldvinsdóttir, Múla Nauteyrarhreppi Súðavik: Ingibjörg Björnsdóttir, simi 6957 Súgandafjörður : Þóra Þórðardóttir, simi 6167 Flateyri: Agústa Guð- mundsdóttir, simi 7619 Þingeyri: Davið H. Krist- jánsson, simi 8117 Bildudalur: Halldór Jónsson simi 2212 Tálknafjörður: Lúðvik Th. Helgason simi 2587 Patreksfjörður: Guðbjartur Ólafsson simi 1452 Reykhólasveit: Jón Snæ- björnsson Mýrartungu Strandasýsla: Jóhann Thorarensen, Gjögri Pálmi Sigurðsson, Klúku Bjarnarfirði Hörður Asgeirsson Hólmavik simi 3123 Sigmundur Sigurðsson Óspakseyri Reykjavik: Guðrún Guðvarðardóttir, simar 20679 og 81333

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.