Þjóðviljinn - 17.06.1982, Qupperneq 1
UOÐVIUINN
Werður sól?
Fimmtudagur 17. júni —135. tbl. 47. árg.
Boðuðum verkföllum frestað í amk 3 vikur: j_
I dag er þjóðhátiðardagur-
inn, 17. júni, og þegar blaðið
fór i prentun i gær var ekki
annað vitað en veðurguðirnir
ætluðu að leggja blessun sina
yfir daginn að þessu sinni,
amk. hér syðra. Það eru þeim
mun meiri tiðindi, þar sem
undanfarin 8 ár, eða allt frá
þjóðhátiðinni 1974, þegar hald-
ið var upp á 1100 ára afmæli
Islandsbyggðar, hefur veður
verið misjafnlega vont á þess-
um degi hér i Reykjavik og
aldrei verulega gott. 1974 var
hins vegar hin mesta bliða og
nú er að vonum að veðurguð-
um finnist timi til kominn að
endurtaka þann viðburð. Vist
er að ungir sem aldnir munu
fagna góðviðri á þessum degi.
Þjóðhátiðarefni á sið-
um 10, 11, 12 og 13.
Aðilar tala saman
✓ /
Rætt við Asmund Stefánsson forseta ASI um samningamálin
a
ny
„I fyrrinótt/ þegar Ijóst
var að vilji var til áfram-
haldandi viðræðna/ óskaði
rikissáttasemjari eftir því
að við féllumst á frestun
boðaðra aðgerða/ þar sem
Ijóst væri að þær viðræður
sem framundan væru
hlytu að taka lengri tima
en svo að niðurstöður
fengjust áður en boðaðar
aðgeröir skyllu á. I okkar
viðræðunefnd var sam-
þykkt með öllum atkvæð-
um að verða við ósk sátta-
semjara"/ sagði Ásmund-
ur Stefánsson forseti Al-
þýðusambands islands
þegar við i gær inntum
hann álits á aðdraganda
i Fíkniefni að verðmæti um 20 miljónir kr, frá Jamaica
Sendmgm stúwb á
„tfltekið fyrirtækí
— Þetta eru 189/4 kg.
nettoaf marihuana fíkni-
efni sem giskað er á að
séu að markaðsverði 20
miljónir króna/ sagði
fulltrúi lögreglustjóra á
blaðamannafundi sem
embætti lögreglustjóra,
fikniefnadómstóllinn og
embætti tollgæslustjóra
efndu til. Sendingin var
stíluö á „tiltekið fyrir-
tæki" í Reykjavík og
sendandi var „nafngreint
fyrirtæki" á Jamaica.
Fíkniefnið var i fjórum tré-
kössum og komu þeir hingað
meö flugvél frá New York. Is-
lenski fikniefnadómstóllinn
komst á snoöir um sendinguna
fyrir milligöngu bandariska
sendiráðsins. Fikniefnin komu
til landsins frá Bandarikjunum
5. mai og fylgdust fjórir lög-
reglumenn álengdar meö send-
ingunni og flutningi hennar frá
Keflavikurflugvelli i vöru-
geymslu Flugleiða á Blldshöfða
189.4 kg. netto af
marihuana sent
sem varahlutir
frá skipafélagi
til Islands
i Reykjavik, þar sem kassarnir
fjórir hafa verið vaktaðir dag og
nótt, þennan rúmlega einn og
hálfan mánuð sem liðinn er frá
þvi að marihuana-sendingin
kom til landsins.
Hið „tiltekna” fyrirtæki, sem
ekki var gefiö upp nafn á af
hálfu lögreglunnar, tók aö
grennslast um það varlega
hvers konar sending þetta var,
en það kom fram á blaða-
mannafundinum að löggæslan
hefði látið fyrirtækið vita hvers
konar sending væri á feröinni
einhvern tima i siöastliðnum
mánuði. Engar skýringar komu
fram á þvi hvers vegna fyrir-
tækið var látið vita.
Kassarnir voru fluttir sam-
dægurs frá Bildshöfða i lög-
reglustööina (5. mai) þar sem
innihald þeirra var kannað, en
kassarnir tómir siðan fluttir
aftur I vörugeymsluna á Bilds-
höfða. Þar hafa þeir veriö siðan
undir tryggri vörslu lögregl-
unnar, sem hefur beðið þess að
kassarnir yrðu sóttir. Gerðu
rannsóknarmenn alveg eins ráö
fyrir þvi aö þeirra yröi vitjað
„með ólöglegum hætti”, eins og
komist var að orði á blaða-
mannafundinum i gær.
A blaðamannafundinum i gær
kom einnig fram að yfirmenn
fikniefnadómstóls og lögregl-
unnar, þeir Asgeir Friðjónsson
dómari og Sigurjón Sigurðsson
vissu að sjálfsögðu um eftir-
grennslan blaöamanns á Þjóð-
viljanum en fóru þess ekkiá leit
viö hann að ekkert yrði birt um
máliö. Þrátt fyrir þetta segir i
fréttatilkynningu frá þeim sem
afhent var á blaðamannafund-
inum i gær að þeir „hefðu kosið
meira svigrúm til athugunar i
kyrrþey”.
Asgeir Friöjónsson sagði að-
spurður um það hvaða þjóð-
félagshópar hér á landi væru
Kassarnir fjórir sem Hkniefnin
voru i. Við þá stendur ónafn-
greindur iögreglum aöur.
Ljósm.: -k.v.
helst liklegir til aö neyta þess-
arar umræddu gerðar af fikni-
efni, aö það væri aðallega notaö
i Bandarfkjunum. Hins vegar
væru neytendur hér á landi ekki
vandlátir á slik efni og notuðu
hvað sem væri. Eins og kunnugt
er dveljast og hér á landi um 3
þúsund Bandarikjamenn að
staöaldri við „varnir landsins”.
— óg/hól
Sjá síðu 3
I
■
iJ
þess að verkföllum var
frestað.
72 manna nefnd Alþýðusana-
bandsins haföi á fundi slnum 27.
maís.l. hvatt verkalýösfélögin til
að boða til allsherjarvinnustöðv-
unar frá og meö 18. júni eða næst-
komandi föstudag. Fiest þeirra
tóku þátt i vinnustöðvunum 10. og
11. júni. Nú hafa hins vegar við-
ræðunefndir deiluaðila samþykkt
að fresta öllum fyrirhuguöum aö-
gerðum og boða ekki til verkfalla
fyrr en i fyrsta lagi 2. júli meö þá
einungis 5 vinnudaga fyrirvara.
Þetta þýðir i raun að verkfall gæti
i fyrsta lagi hafist 10. júli, ef við-
ræöurnar framundan bera ekki
ávöxt. En við spuröum Asmund
hvort þessi frestun nú gæfi vis-
bendingu um að samningar væru
að takast:
„Það er ekkert annað efnislega
ljóst á þessari stundu en aö vilji
er fyrir að viðræður skuli fara i
gang aftur. Þær voru komnar af
stað, en eins og kunnugt er kom
afturkippur i þær um miðja siö-
ustu viku. Þá iokaði Vinnuveit-
endasambandiö á allar frekari
viðræöur, en kveöst nú tilbúið að
hefja þær á ný. Um einstök atriði
hefur ekkert enn veriö rætt.”
En teijið þið þá einhverjar likur
á aö skriöur komist á viðræöur
næstu 3 vikurnar?
„Það var mat okkar i Alþýðu-
sambandinu að það muni þokast I
viðræðunum. Okkur fannst
óskynsamlegt að láta fólk sitja i
verkfalli meöan viðræðurnar
væru ekki komnar lengra á veg en
raun er á. Það aö við sömdum um
frestun til júlibyrjunar stafar af
þvi að meö tilliti til sjávarútvegs-
ins þótti ljóst að togarar og önnur
veiöiskip þyrftu þennan tima til
aö komast til veiöa, landa aflan-
um og vinnslustöövarnar aö
vinna úr honum.”
En geta viöræðunefndir ein-
hliöa ákveöiö frestun verkfalla?
„Viðræðunefndir i svona kjara-
deilum hafa Itrekað frestað verk-
föllum. Til dæmis var þessi háttur
hafður á þegar verkfalii var
frestaö 1975. Hins vegar er þaö
svo ótvirætt að óski verkalýösfé-
lögin eftir þvi að verkföllum verði
ekki frestaö, gildir sú niöurstaða.
En þá teljum við að kröfur um
slika málsmeðferð verði að ber-
ast frá félögunum sjálfum”.
Merkur fornleifafundur hjá Miö-Sandfelli í Skriðdal
“mmi
Kringlótt næla frá vikingaöld
Fannst í ríkmannlegri konugröf sem hafði verið spænd upp af jarðýtu
Sandfelli er þó iburðarmest
þeirra allra og merkilegur
fundur. Sennilega er kumiið frá
10. öld en gæti þó verið eldra. Svo
skemmtilega vill til að fyrir
tæpum 100 árum fannst annað
kuml. hinumegin við ána þarna i
dalnum, og þar var meðal ann-
arra funda ein hinna 9 þekktu
kringlóttu næla.
Nælan frá Miö-Sandfelli er
iburöarniest þeirra niu sem fund-
isthafa áöur hér á landi. A mynd-
inni er nælan ásamt tveimur gler-
perlum.
Hjá Miö-Sandfelli i Skriðdal
fannst fyrir nokkrum dögum
heiðin gröf, kuml, þar sem sá
látni haföi fengið meö sér i gröf-
ina skartgripi og hest. Jaröýta
var búinaö eyöileggja kumliö nær
algerlega áöur en þaö uppgötv-
aðist, en fornleifafræðingur fann
þar kringlótía nælu úr silfri,
mikla gersemi, sem telst merki-
legur fundur.
Er verið var að vinna viö lagn-
ingu vegar i Skriðdal á Héraði
komu i ljós nokkur bein undan
tönn jarðýtu, og var þá verið að
ýta jarðvegi úr brekku fyrir
neðan eyðibýliö Mið-Sandfell.
Verkið var stöðvað og reyndist
vera um hrossabein að ræða,
enda fannst beislismél hjá þeim.
Málið hefði fallið niður ef Her-
mann Jónsson bóndi á Stóra -
Sandfelli hefði ekki hvatt til þess
að tilkynnt yrði um fundinn. Yfir-
maður vegagerðarhópsins Guöni
Nikulásson hafði samband við
Þjóðminjasafnið og Guðmundur
Olafsson safnvörður fór austur til
þess að rannsaka staðinn nánar.
Þvi miður haföi jarðýtan afmáð
nær öll verksummerki um
gröfina, en til allrar hamingju
voru fáeinir sentimetrar eftir niö-
ur á grafarbotn. Þar fann Guð-
mundur kringlótta nælu úr silfri,
mikla gersemi skreytta fléttu-
munstri, og fjórar litaöar gler-
perlur, svokallaðar sörvistölur.
Engin mannabein fundust hjá
skartgripunum, annað en litiö
brot af glerungi einnar tannar.
Hjá hestinum sem lagöur hafði
verið til fóta hins látna fannst
einnig gjarðarhringja. Skartgrip-
irnir benda til þess að þarna sé
um konugröf aö ræða rikulega
búna, en i heiönum sið var al-
gengt að leggja hesta I grafir
höfðingja, jafnt karla sem
kvenna.
Kringlóttar nælur voru notaðar
með kvenbúningi vikingaaldar og
hafa áður fundist niu þannig
nælurhérá landi. Nælan frá Mið -
Um leið og Þjóðminjasafnið
hefur beðið blaðið fyrir þakkir til
vegagerðarmanna brýnir það
fyrir mönnum að tilkynna strax
safninu um allar siikar minjar
sem finnast við jarðrask. Sam-
kvæmt þjóðminjalögum eiga við-
komandi aðilar að stööva um-
svifalaust framkvæmdir á þeim
stað, þar til fenginn er úrskurður
Þjóðminjasafns hvað gera skuli.
Alveg er bannað að róta frekar i
fornum minjum sem finnast fyrir
tilviljun.
— ekh