Þjóðviljinn - 17.06.1982, Page 10

Þjóðviljinn - 17.06.1982, Page 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 17. júni 1982 Þjóöfundurinn 1851; Jdn Sigurðsson ber fram mótmælin, Trampe greifi horfir reiöilega á Jón. Málverk þettaer Ieigu Listasafns rikisinsog það máiaöi Brynjólfur Þóröarson. (Ljósm. — eik—). ÞINGHALD og Hinn lœrði skóli „Vér Christian hinn áttundi, af Guðs náð, Konungur i Danmörk, Vinda og Gauta, hertogi i Slésvik, Holstein, Stórmæri. gjörum kunnugt:...” að Alþingi Islendinga eigi að koma saman i Reykjavik hinn 1. júli 1845, segir i „Skoðunarbréfi” eða auglýsingu frá 6. mars 1844. Raunar var auglýsingin mjög margorð, eins og menn sjá ef þeir rýna i myndina hér til hliðar. A þessum tima var kansellistillinn allsráðandi og þá voru menn ekk- ert aö spara orðin. Fundað í menntaskólanum Um leið og ákveðið var af stjórnvöldum að Alþingi skyldi starfa i Reykjavik var ákveðið að flytja latinuskólann frá Bessa- stöðum til Reykjavikur. Islenska embættismannanefndin, eða meirihluti hennar, lagðist gegn flutningi, en Kristján konungur áttundi var flutningnum með- mæltur. Og það varð úr að skólinn var fluttur og öðlaðist hann við þaðnýttnafn: „Hinnlærði skóli”. 1 húsakynnum þessa skóla kom hið endurreista Alþingi saman árið 1845 og i 35 ár hafði það að- setur i skólanum. Reyndar þrengdi Alþingi ekkert að skóla- piltum, þvi það kom aðeins sam- an annað hvert ár 1 - 2 mánuði i senn og það yfir sumarið. En i húsnæði Menntaskólans i Reykja- vik geröust markverð tiðindi: þar var t.d. Þjóðfundurinn 1851 hald- inn og i hátíðasal skólans þróaðist Alþingi upp úr þvi að vera ein- göngu ráðgefandi þing i þing meö takmörkuðu löggjafarvaldi. Þetta aldna hús geymir þvi tals- verða sögu. Fyrsta einingahúsið? Konrektor M.R., Heimir Þor- leifsson, var svo vinsamlegur að fylgja okkur um skólann og sýna okkur hátiðasalinn, þar sem þing- haldið fór fram. Hann segir okkur einnig sögu hússins, sem hér er endursögð i stórum dráttum. Hátiðasalur M.R. þar sem Alþingi Islendinga kom fyrst saman 1845 cg var til húsa í 35 ár. 1 loftinu hangir ljósakróna ein mikii sem ekki er ýkja gömul, eöa frá þvi endurbætur fóru fram eftir strlðið. Yfir púltinu hangir málverk Þórarins B. Þoríákssonar af Jóni Sigurðssyni. (Ljósm. — eik —) * Heimir Þorleifsson stendur undir málverki Þórarins B. Þorlákssonar af Jóni Sigurðssyni, en kennarar og nemendur gáfu skólanum það áriö 1911. Arne Finsen, arkitekt, mældi og teiknaði upp byggingu M.R. árið 1933. Hér sést hluti teikningar hans af skreytingunni kringum dyrastafi I há- tiöasalnum. Gengið um hátíðasal MR

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.