Þjóðviljinn - 17.06.1982, Síða 12

Þjóðviljinn - 17.06.1982, Síða 12
12 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 17. júnl 1982 Fimmtudagur 17. júni 1982 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 13 Þættir af Jóni Sigurðssyni, forseta Póstmeistari, innkaupastjóri og sölumaður Hann var kallaður /#hinn hvíti" og þegar hann dó var greypt á sílfurskjöld: //óskabarn islands/ sómi þess/ sverð og skjöldur". Hann var einn glæsilegasti maður sinnar samtíðar og setti svip á Reykjavik annað hvert ár í júli og ágúst meðan þinghald stóð yfir. Hann hét Jón Sigurðs- son og var kallaður Jón forseti — og það er hann kallaður enn. Viö lesum um hann i Islands- sögunni i barnaskóla og siöar i framhaldsskólum. bar er dregin upp mynd af glæsilegum manni, „tók forystu i stjórnmálalifi Islendinga sem hann hélt þar til hann dó 7. des. 1879” (tslands- saga eftir Egil J. Stardal, 1971). Af tslandssögubókunum er helst aö skilja, aö enginn hafi hugsaö hálfa hugsun hér á landi — nema hann (en hann bjó enda i Dan- mörku). Enn er ritaö á þessa lund i tslandssögubækurnar: „Sigraöi stefna Jóns um þingstaöinn...” — „Stefnan i frelsisbaráttu Islaned- inga var mörkuö” (þ.e. eftir bjóðfundinn 1851) og mótmæli Jóns Sigurðssonar: bórleifur Bjarnason: tslandssaga. Rikisút- gáfa námsbóka 1966). Og þegar i framhaldsskólann er komiö lesa börnin þetta: „Ariö 1841 hóf Jón Sigurösson ásamt nokkrum félögum sínum útgáfu timarits sem þeir nefndu Ný félagsrit. bar með tók hann forystu i stjórn- málalffi Islendinga...” (Islands- saga eftir Egil J. Stardal). Lúðvíks þáttur Kristjáns- sonar Ariö 1961 kom út bók sem bar nafnið Á slóöum Jóns Sigurös- sonar og var eftir Lúövik Kristjánsson. bar er horft á Jón forseta úr nokkurri fjarlægö og lagt upp meö nýstárlegt sjónar- horn: betta var ekki persónusaga Jóns, heldur saga samtiðar hans: ekki saga embættismanna og höföingja eingöngu heldur einnig saga bænda og alþýöumanna. barna eru gjöröir Jóns Sigurðs- sonar settar í rökrænt samhengi sinnar samtiðar og skoöaöar út frá þeim efnisgrunni, sem allt hvildi á» á hverju liföi Jón Sigurösson? A hverju byggöist stuöningur landa hans viö boö- skap Jóns? Um blaðið //Dagmar" „bér getiö þvi nærri, aö orsakalaust muni ég ekki gera mig svo djarfa aö ónáöa yöur meö bréfi.... Eg er hætt aö fá blaöiö Dagmar.... og datt mér i hug, þar sem ég sé eftir blaöinu, aö leita yöar og vita, hvort þér vildub vera svo góöur aö hjálpa mér til aö fá þaö...” (bls 78). Bréf þetta ritaöi burföur Kúld Jóni Sigurössyni áriö 1876 og eins og efnið ber meö sér er ekki um stórvægilega bón að ræöa: frú Þuriöur fær ekki blaöið sitt meö skilum og nú á Jón aö bjarga þvi — og meira aö segja aö sjá um aö borga útgefandanum”... en þér hafiö fyrirgefið meira stundum.” segir frú Þuriöur I bréfinu. Seinna vildi Þuriöur Kúld hætta viöaökaupa blaöið „Dagmar” en fá þess i staö „Hjemmets Mönster Bazar”. Þegar hún hefur kynnst þvi blaði um skeiö, vill hún skipta aftur og fá „Dagmar” á nýjan leik. Og allt þetta annaðist Jón forseti fyrir frúna af kostgæfni. ótrúlegar /,reddingar" Bók Lúöviks Kristjánssonar hefur aö geyma frumheimildir um þá fyrirgreiðslu, sem Jón Sigurösson veitti Islendingum frá heimili sinu i Kaupmannahöfn. Þar kemur i ljós aö þessi starf- semi hefur veriö meö ólikindum aö vöxtum og umfangi. Bréf Þuriöar Kúldar er aðeins sem dropi I haf fyrirspurnanna og bónanna, sem Jóni bárust aö heiman. Honum voru sendir kassar meb ýmiss konar varningi „Vér mótmælum allir”. sögöu bjóðfundarmenn áriö 1851 og tóku undir orð Jóns Sigurössonar, en Danir voru þá meö hugmyndir um aö gera tsland að amti I Danmörku. Svo mikiö var I húfi, aö Trampe greifi haföi fengið sent herskip til landsins og var herflokkur af þvi á vakki I bænum. En svona var umhorfs I Reykjavik þá. Teikning Winstrups húsameistara af Reykjavlk um þaö leyti sem Jón Sigurösson kom fyrst til Alþingis. Hér er horft frá Túngötu yfir til Dómkirkjunnar, og efst gnæfir Menntaskólinn. og beðinn að koma i verö, lita til meö námsmönnum, sjúklingum og öörum I Kaupmannahöfn, kaupa allt miili himins og jaröar og senda til tslands og aukin- heldur útvega lausakaupmenn og sækja um embætti: „Nú ætla ég aö biöja yöur, elskulegasti, brjóstgóöi bróöir, aö hjálpa okkur um lausakaupmann aö sumri, svo aö kaupmenn nagi þó ekki þá um bein vor öll”. (bls 82). Þannig ritaði séra Þorsteinn Pálsson Jóni hinn 4. okt. 1848 og Þorsteinn J. Stefán Bjarnason, sýslumaður á Isafiröi, ritaöi hinn 3. okt. 1865: „Af innlagðri fullmagt sjáiö þér, hvaö ég ætla nú að biöja yöur um, nefnilega aö sækja um póst- meistaraembættiö i Reykjavik fyrir mig, þegar timi er til þess kominn.” (bls 87). Mikilvægi f yrirgreiðsl- unnar Þaö er ekki nema von menn spyrji hvernig Jón Sigurösson hafi nennt aö sinna þessum fyrir- greiöslustörfum, en þau voru mjög umfangsmikil og kostubu Jón án efa drjúgan skildinginn. Lúövik Kristjánsson spyr hins sama i bók sinni: „Hvers vegna varö hann póstmeistari, inn- kaupastjóri, sölumaður, eins konar banki og yfirleitt allsherjar konsúll landa sinna i Dan- mörku?”. (bls 116). Og Lúövik lætur sér ekki nægja aö spyrja. Svar hans ber vott um mikla heimildarrýni og skilning á eöli stjórnmála. Jóni Sigurössyni var vel ljóst mikilvægi fyrir- greiöslupólitikur — (rétt eins og stjórnmálamönnum vorra daga) — hún gerir menn nefnilega vin- sæla. Þau tiöindi berast um allt Island að úti i Kaupmannahöfn sitji maður, sem veröi viö hvers manns bón án þess aö spyrja um tima eöa fé. Fyrr en varir er Jón Sigurðsson oröinn þingmaður allra Islendinga — þaö þekkja hann allir og eftir honum er tekiö. En gefum Lúövik Kristjánssyni oröiö: „Heföi Jón aldrei sinnt neinu snatti eöa kvabbi landa sinna, hefði mörg bókin og handritið veriö föst i hendi, sem annars lágu laus fyrir, félagar Bók- menntafélagsins heföu þá oröiö snöggtum færri, aldur Félagsrit- anna skemmri, og loks heföi aödáun þjóöarinnar á Jóni Sigurössyni, meðan hann stóö i striti sinu og striði, ef til vill oröiö eilitið minni. — Jón Sigurösson vissi þvi vel, hverju gegndi aö snúast vel viö bænum landa sinna, stórum sem smáum, fáfengilegum sem mikilvægum.” (bls. 117). Skjai frá 1829 um eignarhald Jóns Sigurössonar á Gljúfurá á Arnar- firði, en sú eign veitti honum kosningarétt og kjörgengi til Alþingis. Þaö má geta þess aö viö fyrstu kosningarnar i tsafjaröarkaupstaö, hinn 13. april 1844 voru 80 kjósendur á kjörskrá: atkvæöi greiddu 52 og þar af hlaut Jón Sigurösson 50 (Úr bók Einars Laxness: Jón Sigurðsson for- seti, 1811—1879, Rvk. 1979) Jón Sigurðsson og fjár- magn Hús Jóns Sigurðssonar i Kaup- mannahöfn stóö ávallt opiö löndum hans og hann hélt m.a.s. opiö hús vikulega þar sem fram var reiddur islenskur matur og gat hver komið sem vildi. Hann var ávallt fús að greiöa götu manna og spuröi aldrei um borgun. Um þetta ber öllum heimildum saman. Og þá vaknar spurningin: hvaöan kom Jóni fé til aö standa straum undir hinu kostnaöarsama heimilishaldi? Svo segir I tslandssögunni fyrir börnin: „Fjárhagur Jóns var þröngur siðustu ár hans. Fyrsta Alþingi, sem haföi fjárveitinga- vald, veitti honum heiöurslaun. Siðar keypti þaö handrita- og bókasafn hans handa landinu.” (Islandssaga eftir Þórleif Bjarnason”. Það var og. Mikil var rausn landans. Eöa hvað? islendingar hlóðu ekki undir Jón Lúövik Kristjánsson rekur fjár- mál Jóns Sigurðssonar i bók sinni, og kom margt nýstárlegt fram i dagsljósiö viö þá umfjöll- un. Til dæmis þaö, aö Jón Sigurðsson hafi ekkiverib látinn gjalda Þjóöfundarins i embættis- veitingum — og aö Islendingar voru ekki aldeilis á þvi aö hlaða undir Jón Sigurðsson. Jón var i miklum fjárhags- kröggum eftir Þjóöfundinn, haföi ekki lengur fast embætti og var aö svipast um eftir lifsviöurværi. Hann gat sótt hér um stööur en skildi mætavel, aö þvi fylgdi ósjálfstæöi gagnvart Dönum i efnahagslegu tilliti og stutt væri þá i undirlægjuháttinn. Vinir Jóns og stuöningsmenn efndu til samskota meöal Islend- inga og þjóðfundarmenn höföu lofaö aö greiða fyrir utanför hans og Jóns Guömundssonar á fund konungs. A heimildum má sjá, aö þau loforðin hafi veriö fljót aö gleymast. Og söfnunin meðal landans áriö 1855 skilaöi litlu af sér: 47 rikisdölum og 76 skilding- um. Lúðvik Kristjánsson bregður upp til samanburöar kostulegri mynd: sama ár og menn reyndu aö styrkja Jón Sigurösson, svo hann þyrfti ekki aö hætta póli- tiskri baráttu sinni, — meö litlum árangri — söfnuðust i einu próf- astdæmi 602 rikisdalir og 42 skild- ingar til kristniboös i Kina! Þessi var nú rausn landans. Danir betri en islendingar Af þessum samanburöi, sem um getur hér aö ofan er ljóst, aö þaö var alls ekki getuleysiö, sem kom I veg fyrir að Islendingar styddu Jón Sigurðsson. Þaö var vanmat á störfum hans og þar af leiöandi skilningsskortur á þvi hvaö hann var Islendingum i þjóðfrelsisbaráttunni. Þegar Jóni reiö allra mest á kom hjálpin frá erkióvininum — Dönum. Jón Sigurösson þótti einn ágætasti fræöimaöur, sem til Danmerkur haföi komið, en hann lagði stund á málfræöi og sýndi snemma hæfileika til visindaiök- ana. Hann lauk þó aldrei prófi. Ariö 1855 veitti kennslumálaráö- herra Dana Jóni Sigurössyni 400 rikisdali til þess aö vinna aö út- gáfu Fornbréfasafns. Jón átti aö visu dygga vini i embættis- mannakerfinu danska, en vafa- litiö hefur ágæti hans sjálfs sem fræðimanns veriö sterkasti vitnisburöurinn um starfshæfi- leika hans, þótt aldrei hlyti hann fasta stööu hjá Dönum. Hann fékk eftir þetta ávallt styrki og allt var þetta án skilyrða af Dana hálfu. Alþingi samþykkti áriö 1875 heiöurslaun til Jóns Sigurössonar og samþykkt var á Alþingi 1877 að verja úr landssjóöi ákveðinni upphæö til kaupa á bóka- og hand- ritasafni Jóns, sem var mikib að vöxtum. Jón Sigurðsson lést tveimur árum síðar. Viöurkenn- ing Islendinga — i fjárhagsformi — kom nokkuö seint (þótt I Islandssögunum sé imprað á hinu gagnstæöa). Af stallinum fallinn stækkar Jón Sig- Þaö sem hér hefur veriö rakið er engan veginn æviágrip Jóns Sigurðssonar, forseta, og ekki sett á blaö neinum til minnkunar. Og alls ekki á þetta aö vera Jóni Sigurössyni til hnjóös. Jón Sigurösson er hafinn upp til skýjanna i ræöu og riti. Um þver- bak keyrir á 17. júni, en þá á manni aö skiljast aö enginn maöur hafi fæöst á Islandi utan hann. En á stallinum virkar Jón Sigurðsson allt aö þvi smár — það er svo langt upp til hans og allt smækkar i fjarlægðinni. Úr Jóni Sigurðssyni hefur veriö gerö manneskja. Og viti menn: þaö er fyrst þegar hann tyllir fæti meðal okkar aö manni veröur ljós stærö mannsins. Þaö er sjaldgæft aö menn þoli svo mikla nálægð. ast Föndurvinnustofa Jens Matthiasson ífullum gangi Jens Matthiasson leiöbeinir hér ungri Reykjavikursnót og viröast bæöi skilja hvort annað þrátt fyrir tungumálaerfiöleika. Ætti ég aö mála hjól? Eöa bíl? Kannski hús? Eöa kannski bláa drossfu eins og hann Arni? (Ljósm. —eik—) Málað í Norræna Þaö var mikið sullaö þegar viö Þjóöviljafólk litum inn i Norræna hús i gær. Þar var samankominn hópur smáfólks sem málaði af hjartans lyst á blöö sem breidd höföu veriö yfir allt gólfiö, þannig að plássiö var nóg. Eitt var aö mála bil, annaö sólina og þaö þriðja „Drossiu og hjólastól” — hvorki meira né minna'. Þetta voru börn af dagheimil- inu Vesturborg ásamt umsjónar- konum og þau voru mætt i' föndur- vinnustofu til Jens Matthiassons, sænsks listamanns, sem hér er staddur á vegum Listahátiðar. Jens starfar innan hóps, sem bæj- arfélagið i Gautaborg hefur kom- ið á fót og kallast KULF: Kultur i förskolan, eða „Menning fyrir dagheimili”. Hópur þessi vinnur að þvi að bæta og auka hið upp- eldislega hlutverk barnaheimila og vill, aö menningin verði eöli- legur hlutur i hversdagslifi barna. „Det ar lidt svðrt med sprák- et”, sagði Jens við okkur (von- andi er þetta skrifað rétt á sænsku!) en hann gekk milli barnanna og leiðbeindi þeim. Ein slarfsstúlknanna var sænsku- mælandi og túlkaði fyrir börnin. Annars sýndist manni, að óþarft væri að segja börnunum til — þau kunnu nokk að hantera málning- ardollur, pensla og blöð. Bara að gefa þeim tækifæri, og það er ein- mitt það sem Jens Matthiasson prédikar. Jens verður með sitt siðasta námskeið á föstudaginn, en á laugardag er almennt námskeið, bæði fyrir og eftir hádegi: kl. 9.30 og kl. 14. Bæði börn og fullorðnir geta látið skrá sig i siðara nám- skeiðið, en i það fyrra er uppselt. Innritun fer fram i Norræna hús- inu i sima 17030 kl. 9-16.30. Að- gangur er ókeypis (!). —ast Klúbbur Listahátiðar Karl Sighvats í kvöld Klúbbur Listahátiöar, sem starfræktur er I Félagsstofnun stúdenta, hefur gengiö vel aö sögn kunnugra. Þar er hægt aö kaupa sér góöa og nýstárlega rétti, svo sem innbakaðan skötusel meö hrisgrjónum, ristaöan humar I skel, rækjur I hvitvinssósu, ost- bakaöan hörpudisk og körfu- kjúkling, svo eitthvaö sé nefnt. Umhverfiö I Félagsstofnun er mjög þægilegt, enda búiö aö leggja þar parkett á gólf og endurnýja borö og stóla. Þá er einnig hægt aö opna út I lystigarö stúdenta, og er ekki amalegt að lalla sig þar út á fögrum sumar- kvöldum. A hverju kvöldi er boöiö upp á lifandi tónlist af ýmsu tagi. 1 kvöld koma fram Guöný Guö- mundsdóttir og kvartett Krist- jáns Magnússonar og á fimmtu- dag Karl Sighvatsson og félagar. Guöjón Bergsson, kokkur I Félagsstofnun stúdenta viö Hringbraut, er ábyrgur fyrir bragölaukunum ásamt Jóni Sveinssyni

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.