Þjóðviljinn - 17.06.1982, Síða 23
ISI
Hringið í síma 81333 kl. 9-5 alla
virka daga> eða skrifið Þjóðvíljanum
Sóknarkona skrifar
Listahátíðin
á erindi
til allra
„Sóknarkerlingar varöar hins
vegar sáralitiö um þá ágætu
stétt, óperusöngvara og and-
skotann ekkert um dúr og moll”
segir nafnlaus bréfritari i miö-
vikudags Þjóöviljanum og segir
menningaróveöriö geysa á siö-
um Þjóöviljans f formi menn-
ingarsnakks i staö alþýöu-
daðurs.
Sem Sóknarkona vil ég frá-
biðja mér fordómaaf þessu tagi.
Ekki er ég nú viss um aö
Karli Marx heföi þótt mikiö tii
þeirrar stéttgreiningar bréfrit-
ara koma, aö óperusöngvarar
væru ein stétt! En látum þaö nú
vera. Hitt er verra, aö halda aö
verkafólk sé ekki til annars en
selja vinnuafl sitt og hafi engan
áhuga á menningarmálum.
Þess utan er þaö pungrottu-
skapur og karlremba, aö tala
um „Sóknarkerlingar” i þessu
sambandi. Við Sóknarkonur
höfum margar yndi af óperu-
tónlist og klassfskri tónlist
hvers konar. Af hverju ættum
við ekki að geta notiö æöri
menningar? Og okkur kemur
alveg jafn mikiö viö og öðrum
hvaö er boðið uppá á listahátiö-
inni. Þess vegna þurfum viö
ekki aö kvarta undan of mikilli
umfjöllun blaösins á listahátiö-
inni. Ég hefi nú lúmskan grun
um aö bréfritarinn nafnlausi sé
sjálfur „menntamaður” — og
nöldri fyrir hönd okkar alþýö-
unnar einsog hann heldur aö viö
séum. Sem betur fer er þaö mis-
skilningur hjá honum aö viö get-
um ekki haft jafn mikla nautn
og aörir af þvi aö njóta annarra
menningarverömæta en vinn-
unnar einnar. Listahátiö er fyrir
mörgum okkar einsog öörum
landsmönnum sannkölluö hátiö.
Þess vegna ætti bréfritarinn
nafnlausi aö geta haldiö ró sinni
og sótt allar samkomur og
mannamót sem listahátiöin
býöur uppá. Borgararleg menn-
ing er ekkert i sjálfu sér vond
enda sækir sósialisk menning
þaðan sina frjóanga.
Stina sóknarkona
VINNUTÍMI NOKKURRA STARFSHÓPA
ikv. rannsókn Hjartaverndar 1974 — 76
á 40 ára til 69 ára körlum á höluöborgarsvaeölnu
Moöalljðldl vlnnutlunda A vlku HundraöaMutfall pairra tam unnu 55 klat. aóa langur Hlutfallalagur IJöldl itm vann < aukaatarll Slralta *
Sjómenn . 54.0 klst. 87.3% 5% 14%
Vörubílstjórar . 51.6 klst. 61.6% 14% 23%
Iðnaðarmenn (léttur iðn.) .. . 51.5 klst. 59.3% 20% 33%
Stóratvinnurekendur . 51.4 klst. 62.2% 21% 47%
Leigubílstjórar . 51.3 klst. 62.4% 10% 29%
Smáatvlnnurekendur . 50.9 klst. 64.9% 21% 32%
Kaupsýslumenn . 50.8 klst. 55.5% 22% 39%
Ertiðisvlnnumenn . 50.6 klst. 59.9% 9% 22%
Iðnaðarmenn (þungur iðn.) . 50.6 klst. 54.3% * 41.3% 14% 18%
Iðnverkamenn (ófagl.) . 49.3‘kfsl. 14% 29%
Skrifstofu- og verslunarm. . . 49.3 klst. 36.6% 21% 29%
Háskólamenn . 48.6 klst. 37.1% 24% 41%
Kennarar í grunnskólum ... . 48.0 klst. 36.2% 52% 47%
Bókarar og gjaldkerar . 47.5 klst. 25.2% 21% 29%
* Andiega erbö vmna emkenm um magasí' eóa magaboigur. laka taugaróandi iyi og svetnlyl ''
Svar
við fyrirspurn
Heill og sæll Gylfi Páll og
þakka þér fyrirspurnina
Sú rannsókn sem ég haföi
fyrst og fremst i huga er ég lét
hafa eftir mér eftirfarandi:
„Kennarar eru með rúmlega 47
stunda vinnuviku og samkvæmt
rannsóknum sem geröar hafa
verið, er vinnuálag á vinnu-
markaönum áberandi mest
meöal kennara og forstjóra
fyrirtækja”, er raniisókn
Hjartaverndar 1974—76 og er
tafla um vinnutima birt hér á
siöunni. Ég nefni forstjóra fyrir-
tækja I þessu sambandi. Hér er
um ónákvæmt oröaval aö ræöa;
á aö vera stóratvinnurekendur
einsog sést á töflunni. Biðst ég
velvirðingar á þessu.
Hvaö varðar streitu og vinnu-
álag meðal kennara sérstaklega
vil ég benda á rannsókn sem
J.C.O. i Sviþjóð lét gera meöal
opinberra starfsmanna 1976
(Wahlund og Norfell). Þar kom
i ljós að kennarar voru sá hópur
opinberra starfsmanna er fundu
fyrir mestri streitu i starfi. Um
60% aðspurðra meöan meöaltal
annarra starfshópa var um
32%. Nýleg norsk rannsókn
(Vestre 76) sýnir aö 41%
norskra kennara þykir starf sitt
mjög streituvaldandi.
En þrátt fyrir aö þessar rann-
sóknir sýni aö andlegt álag
(streita) er mikil meöal kenn-
ara kemur i ljós aö starfs-
ánægja er mikil meöal þeirra.
Til dæmis sýnir rannsókn Wah-
lund og Norell að 90% kennara
fá gleði og ánægju út úr starfi
sinu. Aö lokum langar mig til aö
vitna örstutt I „Nordstress”
rannsóknina er hófst 1977.
Rannsókn þessi fór fram meöal
grunnskólakennara á öllum
Noröurlöndunum nema Islandi.
Þvi miöur hef ég aöeins undir
höndum úttekt frá Danmörku. 1
sem allra stystu máli má segja
aö niöurstaöan sé sú aö kenn-
urum þar i landi þyki starfið
veita sér meiri ánægju heldur
en gerist meðal annars starfs-
fólks en jafnframt finni þeir
fyrir meiru andiegu álagi
heldur en gengur og gerist. Og
skulu það vera min lokaorð.
Arthúr
Gleðileg tíðindi
Friðarhreyfingar eflast
Kristmundur hringdi
Þaö eru heldur en ekki gleði-
leg tiöindi frá útlöndum hversu
friöarhreyfingin eflist. Það eru
ekki aöeins þúsundir manna
sem mótmæla stríösbrölti og
kjarnorku vopnum heldur
hundruð þúsunda og miljónir
sem fylkja sér um friöinn. Það
er ekki nema von aö Morgun-
blaðiö reyni aö hreyta ónotum i
islenska friöarhreyfingu og
þegja um tiöindin frá Banda-
Óli sagöi viö mömmu sina: Eru
kindur heimskar? — Já iambiö
mitt.
rikjunum og viöar þarsem þjóö-
irnar risa upp gegn hálf striös-
óöum valdamönnum. Vinir
Reagan stjórnarinnar vita
hvernig þeir eiga aö taka af-
stööu. En hvort þeir sem erfa
framtiöina átti sig á Morgun-
blaöinu og óhugnanlegum mál-
flutningi þess blaös, er svo
annaö mál. Kosningarnar benda
þvi miður til annars. Hér er
veriö aö ræöa um þaö hvort
mannkynið eigi sér framtiö eöa
LaUSn á _
eldspýtnaþraut V\ /V
Einu sinni voru 2 kindur uppi á
fjallij þá sagöi önnur mee, þá
sagöi hin: einmitt sem ég ætlaöi
aö segja.
(Brandararnir eru fengnir aö
láni úr Aleggi. bekkjarblaöi i
Vesturbæjarskólanum)
Kattahorn
Takiö aldrei kött upp meö þvi
aö taka hann upp á hnakka-
drambinu. Notiö báöar hendur
til aö taka hann upp og haldiö
honum fast aö ykkur.
Barnahornið
ekki. Allir eru neyddir til aö
taka afstööu til þess. Nú vitum
viö hvaöa afstööu Mogginn og
Sjálfstæöisflokkurinn tekur.
Sem betur fer sjást nokkur teikn
á lofti um aö kirkjunnar menn
séu aö átta sig á þvi sem er aö
gerast einsog kollegar þeirra i
Bandarikjunum og viöar hafa
gert. Með von um sterk samtök
herstöövaandstæöinga og allra
friöarsinna kveö ég, sagöi
Kristmundur.
Fimmtudagur 17. júni 1982 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 23
ararnir
Prúöuleikararnir eru á dag-
skrá sjónvarpsins á föstudags-
kvöldiö klukkan 20.40. Þar getur
aö lita hinar merkustu figurur.
Margir hafa haft orö á þvi
hversu skemmtilega þættir
þessir eru þýddir Þaö er Þránd-
Hér er ein skepnan I Prúöuleik-
urunum.
ur Thoroddsen sem þýöir þenn-
an erfiöa texta.
Djákninn á Myrká
Skáldleg útlegglng
Djákninn á Myrká þjóösagan
sem aliir kannast viö hefur
oröiö mörgum tilefni til inn-
blásturs og útiegginga. Björn
Dúason frá Óiafsfiröi flytur
nokkur formálsorö og les síöan
þjóösöguna einsog viö þekkjum
hana úr þjóösögum Jóns Arna-
sonar. Siöan byrjar Björn lestur
skáidsögunnar eftir Friörik
Asmundsson Brekkan sem hann
samdi á dönsku og Steindór
Steindórsson fyrrverandi skóla-
meistari á Akureyri þýddi. Sú
þýöing birtist fyrir einhverjum
áratugum i Nýjum Kvöld-
vökum, timariti sem gefiö var
út á Akureyri.
Friörik Ásmundsson Brekkan
fæddist i Miöfiröi i
Vestur-Húnavatnssýslu áriö
1888 en lést áriö 1958. Hann
dvaldi löngum viö nám og störf i
Danmörku og reit þar margar
sögur. Fluttist heim áriö 1928 og
var i fyrstunni á Akureyri þar-
sem hann ritstýrði m.a. Degi og
Nýjum kvöldvökum. Friörik
fluttist til Reykjavikur þarsem
hann vann við kennslu og vörslu
á Þjóðminjasafninu. Hann
þýddi úr dönsku og islensku
nokkrar bækur auk þess sem
hann skrifaði nokkrar skáld-
sögur. Brekkan var einnig stór-
templar. Þetta er skáldleg út-
legging á þjóðsögunni, sagöi
Hjörtur Pálsson dagskrárstjóri
sem veitti okkur upplýsingar
um flutning þessarar sögu.
•Útvarp
föstudagur
kl. 22.35
Kvikmynd byggð
á leikriti Brechts
A föstudagskvöldiö leggja
þeir saman kvikmyndaleik-
stjórinn Josep Losey og þýski
snillingurinn Bertolt sálugi
Brecht.
Galileo heitir leikritiö sem
kvikmyndin byggir á. Myndin
var gerö áriö 1975. Leikritiö
byggir á ævi Galileo Galileis
sem uppi var á 17du öld. Leik-
ritiö fjallar um „afleiöingar” af
uppgötvunum hans. Hvernig
kirkjan brást viö og svo sálar-
strið Galiieos sjálfs.
Hann stóö i deilum viö kirkj-
una vegna þess aö kenningar
hans hrófluöu viö heimsmynd
kirkjunnar um aö jöröin væri
miðpunktur alheimsins. Galileo
komst að annarri niöurstööu
visindalegri, að jöröin snerist
um sjálfa sig og sólina. Atök-
unum lauk einsog kunnugt er
meö þvi aö Galileo varö aö af-
neita kenningum sinum og fræg
er setningin „Hún (jöröin) snýst
nú samt” sem gamli maðurinn
átti aö hafa tautað fyrir munni
sér þegar hann gekk út úr
réttarsalnum.
Brecht var aö sjálfsögöu
haröur andstæöingur nasismans
i Þýskaiandi og listaverk hans i
beinast flest gegn fasismanum i I
ýmsum myndum. Hann lagöi j
þvi höröustu andstæöingum *
fasismans liö i baráttunni fyrir
sósialisma. Brecht neyddist til
aö flýja Þýskaland nasismans
og bjó um hrið i Sovétrikjunum
Skandinaviu og i Bandarikj-
unum. Hann lenti eins og fieiri
góöir listamenn (Chaplin t.d.)
fyrir óamerisku nefndina og var
ekkert of vel séöur meöal hægri
sinna þar frekar en forræöis-
sinna annars staöar. Leikrit
hans um Galileo hefur nokkuö
auösæja tilhöföun til Brechts
sjálfs og samtlma hans — og
ekki siður getur þaö átt viö i
þjóöfélagskerfi núttmans eystra
og vestra. Leikritiö hefur veriö
þýtt á fjölmargar þjóötungur
m.a. islensku (flutt i útvarpi) og
viöa sett á sviö. Dagskrárkynn-
ingin sá t.d. leikritiö á fjölunum
i dönsku leikhúsi i hitteöfyrra og
þar var Galileo nokkuö barna-
kennaralegur útlits. Galileo dó i
elli en Bertolt Brecht náði ekki
háum aldri og lést i Austur-
Þýskalandi þar sem hann
stjórnaöi eigin leikhúsi siöustu
æviárin, en ekkja hans tók við
stjórninni eftir hans dag.
Sjónvarp
O* f östudagur
kl. 21.40
Sjónvarp
föstudagur
kl. 20.40
t andstööu viö rikjandi viðhorf. Bertolt Brecht og Galiieo.