Þjóðviljinn - 28.07.1982, Blaðsíða 1
Miðvikudagur 28. júli 1982 —169 tbl. —47. árg.
Banaslys varð í
N-Múlasýsiu
Banaslys varö á mánudaginn i Noröur-MUlasyslu. 78 ára gamall
bóndi á bænum Kórreksstööum í N-Múlasyslu varö fyrir heybindi-
vél og lést samstundis. Hann hét Ingvar Halldórsson og var
ókvæntur og barnlaus.
Vöruskiptajöfnuð-
urinn jan. til júní:
Óhag-
stæður
um 1353
miljónir
Fyrstu sex mánuði þessa
ás varð vöruskiptajöfnuð-
ur okkar íslendinga óhag-
stæður um 1353 miljónir
króna, en sömu mánuði í
fyrra var vöruskiptajöfn-
uðurinn óhagstæður um 454
miljónir króna. Við saman-
burð milli ára þarf að hafa
í huga, að meðalgengi er-
lends gjaldeyris var á fyrri
hluta þessa árs 42,8%
hærra að jafnaði en það
var á fyrra árshelmingi
1981. Þótt tekið sé tillit til
gengisbreytinga er Ijóst,
að hallinn er nú melra en
helmingi stærri en á sama
tíma í fyrra.
Þessar upplýsingar koma fram
i fréttatilkynningu Hagstofunnar.
Á fyrstu sex mánuöum þessa árs
fluttum viö út vörur fyrir 3.666
miljónir króna, en á sama tima
fluttum viö inn vörur fyrir 5.019
miljónir króna. Mismunurinn
kemur fram sem óhagstæður
vöruskiptajöfnuöur. A fyrri hluta
ársins nam skipainnflutningur
253miljónum króna á móti 42 mil-
jónum á sama tima i fyrra. Þarna
er um að ræða 6 skuttogara og eitt
annað fiskiskip, 3 vöruflutninga-
skip og eina bilferju.
Sé litið á vöruskiptajöfnuðinn i
júnimánuði einum sérstaklega
kemur iljós, aö hann hefur veriö
óhagstæöur um 574 miljónir
króna, en var óhagstæður um 228
miljónir i júni I fyrra.
■
En hvað regnboginn er fallegur, mamma. Mynd: —eik
8000 lestir af óseldu mjöli í landinu j
Algert hnin á mjöl- j
og lýsismörkuðum |
,,Ástandið er alveg hörmulegt”, segir Jónas Jónsson
framkvstj. Síldar- og fiskimjölsverksmiðjunnar
„Ástandiö er alveg hörmu-
legt. i þau 39 ár sem ég hef verið
forstöðumaður fyrir svona
rekstrihafa aðrir eins markaðs-
örðugieikar aldrei verið uppi á
teningnum”, sagöi Jónas Jóns-
son framkvæmdastjóri Sildar-
og fiskimjölsverksmiðjunnar.
Verð á fiskimjöli og lýsi hefur
hrapaö á siöustu vikum og mán-
uðum, auk þess sem þrengst
hefur verulega um aðalmarkað-
inn i V-Evrópu. Nú cru sam-
kvæmt upplýsingum viðskipta-
ráðuneytisins taidar vera i
iandinu birgðir af óseldu fiski-
mjöli uppá nærri 8000 iestir.
Fyrir fiskimjöl fást nú um 5
Bandarikjadollarar á tonniö, en
þegar fiskverö var ákveðiö hér-
'lendis i fyrrahaust, var lagt til
grundvallar að verö fyrir tonniö
af fiskimjöli yrði 7.20 Banda-
irikjadollarar. Þá var einnig
;miðað viö að grunnverð á lýsi
;yrði 430 Bandarikjadollarar
itonnið, en verið hefur á siðustu
vikum hrapað niður i 285
Bandarikjadollara.
Helstu ástæöur fyrir þessu
verðhruni á mjöli og lýsi, eru aö
sögn Jónasar Jónssonar miklar
birgðir hjá Chile- og Perúmönn-
um af fiskimjöli og i framhaldi
af þvi mikil undirboð á helsta
markaði Islendinga fyrir þessar
vörur i V-Evrópu. „Austur -
Evrópulöndin eru okkur alveg
lokuð fyrir sölu og i ofanálag þá
hefur neyslan á þessari vöru
stórlega dregist saman i Vest-
ur-Þýskalandi sem er einn
stærsti kaupandinn af fiski-
mjöli. 1 fyrra notuðu Þjóðverjar
um 100 þús. tonn af mjöli eða
helmingi minna en árið á und-
an.”
Jónas sagði ennfremur að lýs- |
isverðið hefði bókstaflega hrun- ,
ið eftir að Perúmenn hófu veið- |
ar á fiskitegund sem gefur af I
sér allt að 17% fitu. „Sem dæmi •
um hve lýsisverðið hefur snar- I
lækkað, þá seldi ég lýsi fyrir |
skömmu á 380 Bandarikjadoll- ,
ara tonniö, en i dag er það kom- ■
ið niður i 285 Bandarikjadollara. I
Þetta er hrikalegur munur.”
I
Aðspurður hvernig staða I
mála væri, ef loðnuveiðar hefðu I
verið stundaðar af sama krafti i I
vetur og siðasta vetur, sagði *
Jónas, að hver og einn gæti sagt I
sér hvernig það dæmi hefði litið
út miðað við stöðuna i dag.
Cargolux:
Allt
snýst
um
samn-
inginn
við
Air
India
„Alls hafa 45 manns sagt
tipp störf um hjá Cargolux,
þar af 4-5 islendingar. Þar
af er einn hleðslustjóri og 2
i viðhaldsvinnunni", sagði
Ragnar Kvaran flugstjóri
og formaður Félags flug-
manna hjá Cargolux þegar
Þjóðviljinn sló á þráð til
hans í gær.
Ragnar sagði að i samningavið-
ræðum starfsfólks og stjórnenda
hefði veriö hægt aö koma tölu
þeirra sem missa vinnu niöur i
115, en upphaflega var gert ráö
fyrir að 130-150 manns myndu
missa vinnuna. Talað hefur veriö
um að þessa dagana fengu um 70
manns uppsagnarbréf, en Ragnar
sagði að það lægi ekki alveg ljóst
fyrir. Hann sagðist þó gera ráð
fyrir einhverjum uppsögnum nú,
en uppsagnirnar yrðu áreiðan-
lega teygðar fram eftir ágúst-
mánuði.
„Það sem allt snýst um þessa
dagana er hvort Cargolux nær
samningi við Air India um flutn-
ing á vörum i 1-2 ár. Það þýddi
verkefni fyrir 2 DC-8 vélar árið
um kring”, sagði Ragnar.
Hann sagði að menn heföu beö-
iðlengi eftir þvi, að linur skýrðust
i sambandi við þennan samning
og virtist eitthvað vera aö rofa til,
þvi Air India hefði gert boð eftir
forstjóra Cargolux. Hann væri
lagður af stað til Indlands þar
sem málin verða rædd i botn.
Kvaðst Ragnar eiga von á þvi að
ef af samningum yrði, myndi það
liggja fyrir um næstu helgi.
Ragnar var spuröur að því hvaö
þeir íslendingar sem þegar hefðu
misst vinnuna hygöust fyrir.
Sagðist hann eiga von á, að a.m.k.
einhverjir þeirra færu heim til Is-
lands. Af þeim 70 manna hópi sem
væntanlega fær uppsagnarbréf er
alls óvist hvort þar séu íslending-
ar á meðal.
— hól.