Þjóðviljinn - 28.07.1982, Blaðsíða 10
10 SIÐA — ÞJÖÐVILJINN Miövikudagur 28. júll 1982.
Hryð juverkaalda 1 Lundúnum
✓
Obreyttar baráttu-
aðferðir hjá IRA
A þriöjudag I fyrri viku sprungu
tvær sprengjur I London. í þess-
um sprengjutilræöum létu niu
manns lífið og u.þ.b. 50 slösuöust.
1 báöum tiivikum var sprengjun-
um beint gegn breskum her-
mönnum — fórnarlömbin uröu
hinsvegar aöallega saklausir
vegfarendur. írski lýöveldisher-
inn lýsti þvi þegar I staö yfir, aö
hann stæöi á bak viö sprengjutil-
ræöin. Um nokkurt skeiö hefur
veriö hljótt um Irska lýðveldis-
herinn. Var jafnvel farið aö gera
þvi skóna aö hann heföi breytt um
baráttuaöferö. Sú von er nú borin.
Viöbrögðin viö sprengjutilræö-
unum hafa allsstaöar veriö á einn
veg, — algjör fordæming. Eöli-
lega. Aldrei geta morö þjónaö
neinum málstaö. Þaö er hinsveg-
ar álitamál hvort Margaret
Thatcher hefur fullkomlega rétt
fyrir sér þegar hún segir um
sprengjutilræöin „sjúklegur
glæpur framinn af illmennum
sem hata lýðræöiö”. Auövitaö er
létt aö skilja þær ástæöur sem fá
breska forsætisráðherrann til aö
fella þennan dóm yfir Irska lýð-
veldishernum. En þessi dómur er
einungis aö hluta til réttlætanleg-
ur. Og þaö sem meira er, — sú af-
staöa sem kemur fram i umsögn
Thatchers lofar ekki góöu um
pólitiska lausn á vandamálum
Noröur-lrlands.
Tilræöin i London i slöustu viku
veröur auövitaö aö skoöa I stóru
samhengi — bæöi sögulegu og fé-
lagslegu. bannig verða hryöju-
verkin ekki réttlætt, — slíkt er
ómögulegt. Aftur á- móti er
hugsanlegt viö slika skoöun aö
öölast einhvern skilning á þeim
vandamálum sem viö er aö etja á
Noröur-lrlandi. Þar gildir sem
annarsstaöar aö skilningur er
skilyröi fyrir lausn.
Þar er kannski skiljanlegt aö
breski forsætisráöherrann komi
sér hjá þvi ab lita irska vanda-
máliö i viöu samhengi. Þaö kem-
ur nefnilega I ljós aö rót vandans
er aö verulegu leyti aö finna i
London én ekki I Belfast. Þetta
gildir bæði I bráö og lengd —
sögulega og félagslega.
Þaö borgarastriö sem háö hefur
veriö á Noröur-Irlandi á sér rætur
i enskri útþenslustefnu á 17. öld.
Oliver Cromwell, — enskur 17.
aldar maöur, valdagráöugur,
púritani og slunginn hershöföingi,
— gekk illa aö ráöa viö hina
katólsku Ira. Til þess aö fá betri
tök á hinni irsku þjóö flutti hann
til Irlands nýja embættismanna-
stétt, — aöallega hreinræktaða
púritana frá Skotlandi. Þaö eru
átökin milli þessarar aöfluttu
embættismannastéttar og
katólskrar alþýöu Irlands sem
Sprengjunum var m.a. beint gegn lifveröi drottningar.
hafa mótað sögu landsins á liön- — þó að i breyttri mynd sé, sem sem háðer á Norður-lrlandi og þá
um öldum og þaö eru þessi átök, eru undirrót þess borgarastríðs um leiö hrybjuverka irska lýö-
veldishersins. Þetta strið er
þannig nær þvi að vera stéttastríð
en truarbragöastriö einsog oft
hefur veriö látiö i veöri vaka.
Aðgeröir stjórnvalda i Lundún-
um hafa iöulega verið merktar
þessum sögulega bakgrunni.
Hafa þau lengst af dregiö taum
mótmælenda. Þetta hefur veriö
óháð þvi hvort i Lundúnum hefur
setiö stjórn ihalds eða Verka-
mannaflokksins. Það er reyndar
svo, aö sá breskur stjórnmáia-
maður sem gengiö hefur lengst til
móts við katólikka er ihaldsmaö-
urinn William Whitelaw, sá sem
nú gegnir embætti innanrikisráö-
herra. Þegar hann gegndi
embætti Irlandsmálaráöherra i
stjórnartið Edwards Heaths lagöi
hann fram svokallaöa Sunning-
dale-áætlun þar sem gert var ráö
fyrir aö Norður-lrlandi yröi
stjórnað af norður-irskri lög-
gjafasamkomu þar sem mótmæl-
endur og katólskir ættu báöir full-
trúa. Framkvæmd Sunning-
dale-áætlunarinnar strandaöi á
andstöðu mótmælenda. —bv.
Enn uppskerubrestur
Bandarískir
bændur vilja selja
þeim korn
Enn einn ganginn er séð
frammá mislukkaða korn-
uppskeru í Sovét. Er jafn-
vel reiknað með að upp-
skeran verði ekki meiri en
170 milljón tonn meðan að
áætlanir Rússa gerðu ráð
fyrir 238 milljón tonnum.
Er þetta fjórða árið i röð
sem Rússum mistekst
hrapalega að ná settu
marki i kornframleiðslu.
Reyndar er það svo að
þetta er hrópandi dæmi um
það sem Sovétríkjunum
hafa eftilvíII verið mest
mislagðar hendur við# þ.e.
að bráuðfæða þegna sína.
Er þóaf nóguaðtaka.
Um leið og þetta gerist berast
fregnir um aö vænta megi met-
uppskeru I Bandarikjunum sem
aö þýöir aö verö á hveiti þar i
landi, sem ekki hefur veriö lægra
siðan á kreppuárunum, lækkar
enn frekar. Þetta kemur til meö
aö hafa alvarlegar afleiöingar
„Horfir á heyjaforöann
hryggur búandinn”.
fyrir bandariska bændur, sem
næst á eftir þeldökku verkafólki
erllklega sá þjóöfélagshópur sem
haröast hefur oröiö úti I efna-
hagsbágindum siöustu ára. Eina
von ameriska bóndans er sú aö
hann fái aö selja hveiti til Sovét-
rikjanna. Fjótt á litið viröist þetta
eölilegt og sjálfsagt.
En, — svo sem aikunna er, eru
stjórnvöld i Bandaríkjunum sér-
stakir gæslumenn mannréttinda
og frelsis i þessum heimi. Það
hafa þau alltaf veriö. Þvi er það
svo aö á meban sovéskur her er I
Afganistan og herlög eru I gildi i
Póllandi hafa efnahagslegar
refsiaögeröir veriö settar á Sovét.
Þessar refsiaögeröir felast I al-
gjöru viöskiptabanni sem nær til
allra vörutegunda.
Vissar undantekningar eru þó
geröar og liggja til þess tvær
ástæöur. 1 fyrsta iagi ef viö-
skiptabanniö kemur af einhverj-
um ástæöum illa viö væntanlega
kjósendur þeirrar stjórnar sem
situr. I ööru lagi ef möguleiki er
aö tapa peningum á viöskipta-
banninu. Þetta þýöir i raun aö
góöir möguleikar eru aö fá und-
anþágur til útflutnings. Sérstak-
lega varöar þetta hveitiö.
Fyrir nokkrum árum sat i
Bandarikjunum forseti sem hét
Carter . Carter þessi var vinur
frelsis og mannréttinda svo af
bar. Mátti hann hvergi aumt sjá.
Iðulega þá Carter forseti hélt
ræöur veittist hann hart aö
Sovétrikjunum sem hann kvaö
ganga allra landa lengst i
viröingarleysi fyrir frelsi og
mannréttindum. Nú skyldi ekkert
til sparaö við aö klekkja á þessari
forsmán sem Sovét var. Þessu til
áréttingar setti Carter forseti
kornsölubann á Sovétrikin sem nú
urðu að afla þess hveitis sem mis-
tekist haföi aö rækta á heimaslóð
um i Argentinu og Astraliu. En, —
sem alkunna er, buisness is
buisness. Nú rikir nýr forseti i
Bandarikjunum og svellur honum
í Sovét
ekki eins móöur sem Carter forö-
um. Allar líkur eru þvi á aö korn-
sala frá USA til Sovét eigi nú enn
eftir aöaukast.
Þaö sem nú gerir bandariskum
stjórnvöldum sérstaklega erfitt
fyrir er aö þau hafa nýveriö reynt
aö þvinga Evrópu I nafni mann-
réttinda og frelsis aö hætta viö að
kaupa jarögas frá Sovétrikjun-
um. Samkvæmt samningi milli
rikja Vestur-Evrópu og
Sovétrikjanna eiga þau i samein-
ingu aö byggja gasleiðslu frá Si-
beriu til Vestur-Evrópu. Banda-
rikjastjórn hefur nú skipað
bandariskum undirverktökum
sem ráönir voru hjá þýskum,
frönskum og breskum fyrirtækj-
um aö rifta öllum samningum
varðandi gasleiösluna. Stjórnvöld
I Vestur-Evrópu brugðust ókvæöa
viö. Breski viðskiptamálaráð-
herran lord Cockfield gaf meöal
annars út þá yfirlýsingu aö ekki
kæmi til mála að Evrópubúar létu
Bandarikin etja sér i viðskipta-
striö viö Sovét. „Lög sem sett eru
i Bandarikjunum”, sagði lordinn,
„gilda þar og ekki i Evrópu”.
Ef siöan bandariskir bændur fá
aö selja Sovét þau 8 milljón tonn
af hveiti sem falast hefur verið
eftir, er hætt viö að enn frekar
kólni vinátta þeirra tyrrverandi'
fóstbræðra Ameríku og Evrópu.
—bv.
Undanfarnar nætur hefur her
tsraels haldiö upp árásum á
Vestur-Beirút og þannig rofiö
vopnahléiö. Hafa tsraelar beitt
bæöi flugvélum og stórskotaliöi.
Árásunum hefur einkum veriö
beint gegn þeim stööum þar
sem frelsissamtökin eru talin
hafa bækistöövar sinar.
Almennt er nú talið að dragi
til úrslita I þessu bráðum
tveggja mánaöa umsátri Isra-
elsmanna um Beirút. Mikillar
óþolinmæöi er farið að gæta i
stjórn Begins og vilja haukarnir
I stjórninni láta til skarar skriöa
og taka Beirút meö áhlaupi.
Telja þeir aö meö hverjum degi
sem llöur styrkist staöa
Palestinuaraba.
1 fljótu bragði viröist Israels-
her hafa hernaðarlega full-
komna yfirburöi. En þegar
betur er aö gáö kemur i ljós aö
þessir yfirburöir eru ekki eins
miklir og ætla mætti. Sá hluti
styrjaldarinnar sem búinn er,
hefur aö mestu veriö þaö sem
kalla mætti heföbundiö striö.
Innrás meö stórskotaliöi og
skriödrekum, bardagar á til-
tölulega opnum svæðum þar
sem beita má þyrium og flug-
vélum. Einmitt við slikar
aöstæður njóta sin yfirburöir
isrelska hersins, — háþróuö
/
Israelsher í vanda
tbúöahverfi I Beirút sumariö 1982.
tækni, agi og skipulag. Viö
þessar aöstæöur stenst enginn
Israelsher snúning, — hvorki
Arabar né aðrir.
Nú er hinsvegar þessum þætti
striösins lokiö. Palestinuarabar
hafa verið hraktir frá Suöur-
Libanon inni Beirilt þar sem her
Israels situr um þá.
Samkvæmt kunnáttumönnum
um hernaöa eiga Israelsmenn
um tvennt aö velja, ætli þeir að
vinna hernaöarsigur i Beirút. I
fyrsta lagi geta þeir með lang-
varandi umsátri murkaö lifið úr
Palestinuaröbum. Þessi leiö
hefur þá galla, séö meö augum
Israelsmanna, aö hún er
óhemju dýr og, sem vegur eftir-
vill enn þyngra: meö þessari
aöferö yröi ekki einungis bund-
inn endir á li'f þeirra u.þ.b. 7000
Palestinuskæruliöa sem nú
hafast viö I Vestur-Beirút,
heldur einnig hundruðþúsunda
óbreyttra borgara. Þetta þykir
ráöamönnum I Israels ekki
vænlegur kostur þegar jafnvel
heittrúaöir jUöar eru famir aö
tala um „sviviröilegt blóöbaö I
Beirút.”
1
I
I ööru lagi getur Israelski her- i
inn ráöist til atlögu inni Beirút I
og freistaö þess aö sigra
Palestinuaraba i götubar- ,
dögum. Þá er hinsvegar komiö ■
upp nýtt striðsform. Maöur meö
vélbyssu gegn manni meö vél-
byssu. Viö siikar aöstæöur fer ■
ekki eins mikiö fyrir yfirburö-
un> Israel. Þvf er jafnvel haldiö
fram að akkúrat i þesskonar
götubardögum standi ■
Palestinuarabar israelskum
hermönnum framar. Þaö er
a.m.k. augljóst aö yröi þessi leiö
farin, mundi þaö þýöa stórkost- ..
legt mannfall. Af hinum föllnu
yröu isrelskir hermenn aö öllum
likindum meir en helmingur.
Nokkuð sem isrelsk stjórnvöld
eru óvön við og foröar þvi
kannski aö þessi leiö verði farin.
— bv !