Þjóðviljinn - 28.07.1982, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 28.07.1982, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 28. júll 1982. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7 \rk og Ingibjörg Tryggvadóttir frá Húsavik sýnir, hvaö hægt er aö gera meO jurtalitum, en á Kjarvalsstöðum má sjá bönd i fegurstu litabrigðum Ef innfellda myndin prentast vel, má sjá mismunandi sterka liti I sama boganum. elsta muninn á sýningunni er Amundi Jónsson, smiður. Hann var fæddur 1738, en altaristafla hans er frá árinu 1792. Unglingur- inn i hópnum er hinsvegar Sæm- undur Valdimarsson, fæddur 1918, og sýnir tvö verk, sem unnin eru i tré og ýsuroð. Alls sýna 32 menn ýmiss konar málarakunst og handmenntir, og óhætt er að segja að sýningin sé afar fjölbreytt — og ekki má gleyma vldeósýningunni i fundar- sal Kjarvalsstaða, en þar eru sýnd vinnubrögð og starfshættir margs f ólks viðs vegar að af land- inu, en upptökurnar áttu sér allar stað heima hjá þvi fólki, sem tekið er til sýningar og viðtals, en það fólk á jafnframt muni á sýn- ingunni á Kjarvalsstöðum. Samfelldur sýningartimi vídeó- upptökunnar er þrjár klukku- stundir, en sá timi skiptist niður i 20 sjálfstæðar upptökur, þar sem sýndir eru og spjallað er við m.a. prjónakonur, tré- og málmsmiði, bátasmiði, útskurðarmenn, rennismiði, jurtalitunarkonu og marga, marga fleiri. En það gerist fleira innan veggja Kjarvalsstaða i tengslum við sýningu i tilefni árs aldraðra, en hér hefur þegar verið rakið. Auk hefðbundinnar myndlista- sýningar og videósýningar á handmenntun hefur þar einnig verið haldin siðdegisvaka, sem landsamtökin Lif og Land stóðu fyrir, og er hér I opnunni greint frá henni. Og þá eru ótalin Mál- þingin, sem Samband lífeyris- þega rikis og bæja (SLRB) stend- ur aö. Og siðast en ekki sist hanga uppi teikningar barna úr teikni- myndasamkeppni, sem Rauði kross Islands efndi til fyrr á þessu ári, og er verðlaunamyndin, eftir Svein Kristin ögmundsson, 6 ára, prentuð á veggspjald, sem gefið er út i tilefni sýningarinnar og á forsiðu sýningarskrár. Það er þvi ljóst, að margt er um að vera á Kjarvalsstöðum þessa dagana, og vist er margt vitlaus- ara en að eyða þar stund — á tim- um hraða og tækni. — jsj. Þetta reiohjól Sigurðar Filipusssonar frá Hólabrekku I Austur-Skafta- fellssýslu er orðið vel þekkt eftir sjónvarpskvikmynd Friðriks Frið- rikssonar um Eldsmiðinn. Sigurður Magnússon flutti erindi um æsku og elli i breyttum þjöðfélagsháttum. (Ljósmynd. ast) ' Jóhanna Jóhannesdóttir sýnir listavel prjónuð langsjöl og hyrnur úr J handunnu þelbandi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.