Þjóðviljinn - 28.07.1982, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 28. júll 1982.
viðtalið
Akkordeon
er
ekki neinn
kynblendingur
segir Jon Faukstad harmonikku-
leikari frá Noregi
A dögunum leit hér viö á Þjóö-
viljanum Jon nokkur Faukstad
kennari viö norska tónlistarhá-
skólann i Osló, hann hefur ver-
iö á hljómleikaferöalagi hér-
lendis og haldiö fimm hljóm-
leika I Reykjavik og úti á lands-
byggöinni, viö nokkuö góöar
undirtektir. Jon var ekki alls
kostar ánægöur meö viötal sem
birtist Viö Karl Jónatansson,
formann Landssambands
harmonikkuunnenda, þar sem
hann fer ófögrum oröum um
nýja tegund af harmonikkum,
svonefnt akkordeon, og vildi
koma á framfæri nokkrum leiö-
réttingum.
„Fyrstu harmonikkurnar
höföu bara tvo bassahljóma og
hvitu nóturnar á pianói og gátu
þar af leiöandi bara spilaö eina
tóntegund. Út frá þessari fyrstu
útgáfu af harmonikkunni hafa
siöan þróast margar útgáfur
sem leitt hafa til
harmonikkunnar eins og viö
þekkjum hana i dag. Þaö sem
hefur gerst á þessu þróunar-
ferli, er aö diskantinn, eöa
hægri handar boröiö hefur þró-
ast frá þvi aö spila bara eina
tóntegund uppi aö geta spilað
allar tóntegundir, krómatiskt,
eins og pianó. Bassinn hefur
þróast frá þvi að spila bara eina
tóntegund yfir i aö spila allar
tóntegundir i dúr og moll, til aö
geta staöist kröfurnar frá hægri
hendinni.”
Þýöir þetta aö harmonikku-
leikarar séu aö leggja sig meira
eftir „alvarlegri” tónlist?
„Þaö, hversu létt er aö leika
undir á bassann, er eflaust ein
meginástæöan fyrir vinsældum
harmonikkunnar sem alþýöu-
hljóöfæris. Þróunin hefur hins
vegar veriö i þá átt á þessari
öld, aö harmonikkuleikarar
hafa viljað leika alvarlegri
konserttónlist auk hinnar hefö-
bundnu harmonikkutónlistar og
þá hafa þeir alltaf lent I
vandræöum meö bassann, þvi
allt sem vikur frá bassa hinnar
heföbundnu harmonikkutónlist-
ar skapar vanda. Sem dæmi má
nefna aö margir harmonikku-
leikarar hafa reynt aö spila
Tokkötu og fúgu eftir J.S. Bach
en þeir hafa aldrei getaö spilaö
þaö lýtalaust vegna takmark-
ana bassans. Þvi hefur þróunin
fætt af sér akkordeonið, sem er
harmonikka sem bætt hefur
veriö viö melódiubassa, svo
hægt sé aö spila klassiska tónlist
á harmonikkuna, auk hinnar
heföbundnu harmonikkutónlist-
ar. Melódiubassinn er sumsé
eingöngu viöbót viö hljóöfæriö
og eykur möguleika þess en tak-
markar ekki notkun þess til
hefðbundins harmonikkuleiks á
nokkurn hátt.”
„Karl heldur þvi fram aö þaö
sé einungis hægt aö spila miö-
aldatónlist á þetta hljóöfæri.
Hvaö er til i þvi?
Jon Faukstad kennari og harmonikkuleikari frá Noregi. Hann er
doktor I tónvisindum og hefur gefiö út bók um hlutvcrk harmonikk-
unnar i norskri alþýöutónlist.
„Fullyröingin um aö það sé
einungis hægt aö spila miöalda-
tónlist á þessa tegund
harmonikku er alröng og ég hef
aldrei spilaö slika tónlist. Hins
vegar hef ég spilað tónlist frá
nær öllum öörum timabilum á
hljóöfærið. Þaö er mikilvægt aö
þaö komi fram hér aö þaö er
samið mikiö af tónlist fyrir
þetta hljóðfæri, sem krefst
hvoru tveggja bassategund-
anna. Auk þess er aö hluta til
hægt aö nota melódiubassa i
verkum sem eru skrifuð fyrir
standardbassa.”
Er kennt á þetta hljóöfæri i
Noregi?
„Já. I Skandinaviu og annars
staöar f heiminum þar sem
kennt er á þetta hljóöfæri af
læröu tónlistarfólki, er þaö að
veröa æ algengara að láta
byrjendur læra fyrst að spila
melódiubassa og siðan
standardbassa eftir 2—3 ár og
hefur sú aöferö gefiö mjög góöa
raun. Þaö er rétt aö þaö komi
fram að i Noregi er oröiö drag-
spil notað yfir hljóöfæri sem eru
af þessari uppbyggingu og
þessa nýju harmonikku köllum
viö „akkordeon” til aö aögreina
hana frá heföbundinni
harmonikku, en þó er um sama
hljóöfæriö aö ræöa i öllum höf-
uðatriðum, akkordeon hefur
melódiubassann aö auki.”
Eitthvaö sem þú vilt segja aö
lokum Jon?
„Engum ætti aö vera þaö
hagsmunamál aö láta
harmonikkuna staöna innan
heföbundinnar harmonikkutón-
listar, þegar hljóöfærið hefur
upp á svo miklu meiri
möguleika aö bjóöa.
Harmonikkuleikarar eru jafn-
hæfir öörum hljóöfæraleikurum
og eiga þvi aö hafa sömu mögu-
leika og aðrir, en ekki dæmast
til aö spila bara eina tegund tón-
listar. Akkordeon getur likst
orgeli á margan hátt en það
býður einnig upp á marga
möguleika fyrir utan sviö
orgelsins. Þaö er álika að segja
aö orgel sé betra hljóðfæri en
akkordeon og að segja aö fiöla
sé betra hljóöfæri en trompet.”
. —áþj.
Ég er aö lesa um framgangsrikan mann
f (^Hvaöerþað? J
í Þaö er sá, sem stigur
upp ur .
... fátæklegri vöggu og
leggst I rfkmannlega likkistu
Rugl dagsins
Og þú líka sonur minn
Brútus!!
Kristileg sjónvarpsmynda-
gerös.f.
Tökum efni og færum yfir á
beta og VHS myndbönd, höf-
um fullkominn tækjabúnaö
svo sem þriggja lampa
myndavél og tækjasamstæöu
til aö klippa til myndefniö.
Uppl. i sima 11777 milli 5 og 7
siödegis. (smáaugl. i DV)
Hrakspár um
endalok
jaröar
Viö erum enn viö sama hey-
garöshorniö, og leitum á
spjöldum sögunnar aö hrak-
spám um endalok jaröar.
Hrakspáin að þessu sinni er
frá Bretlandi, og er hún frá 17.
öld.
Þaö var árið 1665, aö siöasta
hrina Svarta dauðans gekk yf-
ir Lundúnaborg. Og þaö má
nærri geta, hvort þaö hafi ekki
verið auövelt fyrir fólk aö
leggja trúnaö á heimsenda-
spár, þegar hundruðir manna
féllu fyrir plágunni dag hvern.
Og þvi var þaö, þegar Solomon
Eccles, kvekari og spámaöur,
gekk inn i Kirkju Heilagrar
Mariu i Aldermanbury meöan
á sunnudagsguösþjónustunni
stóö, iklæddur geitarskinni
einu fata og meö fat meö
brennandi kolum á höfðinu,
hrópandi hrakspá um endalok
jaröar og að þess vegna
skyldu allir iðrast — já, þá
lagði fólk viö hlustir.
Hann leiddi kirkjugesti út úr
kirkjunni og aö stórri gröf,
sem var full af látnum fórnar-
lömbum plágunnar, og krafð-
ist iörunar enn á ný.
Næstu vikurnar sást Solo-
mon iðulega hér og þar i
Lundúnaborg, predikandi
sannfæringu sina um þaö aö
dómsdagur væri i nánd.
Fólk lagði trúnaö á orö hans,
og margir kváöust hafa orðið
fyrir viðlika vitrun um dóms-
dag og Solomon. Aö endingu
var hann þó tekinn höndum og
múgæsingin rénaöi.
Aö likindum hefur Solomon
Eccles fylgt stofnanda kvek-
arahreyfingarinnar, George
Fox, til Vestur-India, a.m.k.
herma heimildir, aö þar hafi
næst heyrst til hans, þar sem
hann æsti blakka þræla til
uppreisna og óeiröa meö
dómsdagssögunum. Af þeim
sökum var honum komiö á
skipsfjöl og sendur til Eng-
lands á nýjan leik, og þar dó
hann nokkrum árum siðar.
—jsj.
Víðsjá — víðþjó?
Videó er aö veröa allra
manna gagn á Islandi, a.m.k. i
Breiöholtinu, ef marka má
DV., Málverndunarmenn hafa
setiö á rökstólum og reynt aö
finna nýyröi sem geti komiö i
staö ónefnisins videó. Hallast
margir aö oröinu viösjá sem
heppilegu oröi fyrir þetta fyr-
irbæri en einn velunnari
blaösins taldi heppilegast að
kalla þaö viöþjó og sendi þessa
skýringarmynd meö og þarf
ekki aö fara um hana frekari
oröum.