Þjóðviljinn - 28.07.1982, Blaðsíða 15
[>s<| Hringið í síma 81333 kl. 9-5 alla
virka daga, eða skrifið Þjóðvtljanum
A þessari mynd blasir Engjasel i Breiöholti viö. Eins og sést á
myndinni kemur botnlanginn ekki I veg fyrir hraöan akstur um
götuna.
Minni
umferð-
arhraða!
tbúi viö Engjasel hringdi:
bað ætlar að ganga seint að
skipuleggja götur hérna i
Reykjavik þannig að börnum og
öðrum stafi ekki hætta af bila-
umferð. Einhvern tima fundu
menn upp á að gera svokallaðar
botnlangagötur til að koma i veg
fyrir gegnumstreymi umferð
arinnar. Ég bý við eina slika,
þ.e. Engjasel i Breiðholti, en
það virðist ekkert draga úr um-
ferðarhraðanum að gatan sé
botnlangi. Ég á tvö börn og um-
ferðarhraðinn er slikur hér við
götuna að ég er með lifið i lúk-
unum ef ég veit af þeim úti á
götu. Hér aka bilar svo hratt að
það er engu likara en að þeir séu
istanslausum kappakstri. Botn-
langarnir virðast ekki duga i
öllum tilvikum heldur er eins og
sums staðar verði aö stytta göt-
urnar lika. Ég vil beina þvi til
skipulagsyfirvalda að þau hugsi
þetta mál og geri svo eitthvaö
i þvi, t.d. þrengi götuna eða
hækki hana einhvers staöar upp
svo að öryggi vegfarenda verði
meira.
Fríhöfn á Keflavíkurflugvelli:
Dollarar og Þjóðvilji
Kæri Bæjarpóstur!
Eg skrapp til útlanda um
daginn, og er ég var að versla
i Frihöfninni tók ég eftir þvi,
að allar vörur eru merktar i
$-dollurum. Hvernig stendur
á þessu?
Svo er annað. Er ég settist
niður og beið eftir því að
koma út i flugvélina, sá ég að
það stóð skýrum stöfum,
beint á móti mér: „Morgun-
blaðið fæst hér’'. Litla
hjartað mitt tók kipp, ég
spratt á fætur og mér meira
en datt i hug að nú væri loks
komið að þvi að hægt væri að
kaupa „Þjóðviljann” áður en
fariðværi úr landi.
En — nei takk. Morgun-
blaðið er eina blaðið, sem
fæst i islensku frihöfninni, 10
eintök á hverjum degi, og er
það þó ekki blað allra lands-
manna. Eins er það á járn-
brautarstöðinni i Kaup-
mannahöfn og i bókasafninu i
Rósagarðinum i Málmey i
Sviþjóð. Aðeins er hægt að
kaupa og lesa Morgunblaðið
á þessum stöðum.
Ég vona svo sannarlega að
þetta breytist.
Kveðjur,
Óiöf P. Hraunfjörð.
Bæjarpósturinn haföi sam-
band viö Guðmund Karl Jóns-
son, Frihafnarstjóra, og innti
hann svara á því, hvers vegna
allar vörur i Frihöfninni væru
verömerktar i dollurum.
t svari hans kom fram, að
þegar Frihöfnin var sett á lagg-
irnar árið 1958, hefði verið um
að ræða um að koma á fót við-
skiptum við þá farþega, sem
ferðuðust á milli Evrópu og
Ameriku sem höfðu þá viðkomu
hér á landi, og þvi hefðu verð-
merkingar verið i dollurum.
Þessi siður hefði siðan haldist
við, og væri ólikt þægilegra, aö
þvi er Guðmundur Karl sagði,
að reikna út frá dollaranum, ef
breyta þyrfti um gengi, en ef
verðmerkt væri i islenskum
krónum, og stafaði það ekki sist
af veröbólgunni.
Varðandi Þjóðviljann fékk
blaöið þær upplýsingar hjá Jóni
Sigurðssyni framkvæmdastjóra
Islensks markaðar, að verslun-
in hefði ekki veriö meö nein blöð
þangað til fyrir ári, að Morgun-
blaðið bauð versluninni að koma
blöðum til þeirra. Væru það 10
eintök á dag og ekkert stæði i
vegi fyrir þvi að Þjóðviljinn yröi
seldur þar lika, bara ef blaðið
bæri sig eftir björginni. Salan á
dagblöðum væri mjög litil þar
sem farþegar fái öll blöð endur-
gjaldslaust til lestrar þegar út i
flugvélina væri komið.
Þessi mynd er eftir Zdena sem er 10 ára frá Rússlandi. Hún sýnir
einhvern sem er aö vinna karfa.
Barnahornid
Hér I Barnahorninu var byrj-
aö á þvi á föstudaginn aö birta
myndir, texta og ljóö eftir
krakka utan úr heimi. Og hér
kemur meira. Hvaö segja
krakkar um tiskuna?
Mér finnst asnalegt þegar all-
ar stelpurnar i minum bekk
nota varalit og drepa tittlinga
með augnhárum sem þær hafa
litað blá. Kannski eru bara
augnhárin þeirra gervi-augna-
hár. Þetta nútimafólk er spillt
og hégómalegt. Mér finnst
venjulegt fólk eins og mamma
miklu betra. Mér finnst hún
miklu betri en aliar þessar mál-
uðu stelpur.
Elga, 10 ára frá ttaliu.
Ef maöur á að fylgja tiskunni
þá verður maður að vera
milljónamæringur eða billjóna-
mæringur. Og það er allt sem ég
hef aö segja um það!
Antonio, 10 ára frá Spáni.
Þessi texti er ef tir Mar-
cus, 6 ára f rá Austurríki:
Fyrsta daginn sem ég
var í skóla, spurði kenn-
arinn okkur hvar við ætt-
um heima. Götuheiti og
föðurnafn. Ég stóð upp og
sagði „f himninum".
„Númér hvað?" spurði
kennarinn án þess einu
sinni að horfa á mig. Þá
varð ég reiður og sagði:
„Pabbi minn er dáinn og
það eru engin númer á
himninum." Þá hlógu all-
ir. Það er hræðilegt að
eiga föður sem er í himn-
inum.
Miövikudagur 28. júli 1982. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 15
Þýðandinn
Höfundurinn.
„Mold” eftir
James Joyse
Eins og hlustendur hafa vafa-
laust tekið eftir undanfarið er
Sigurður A. Magnússon að lesa
smásögur James Joyce. Sigurður
hefur þýtt allt safnið og verður
það gefið út hjá Máli og menn-
ingu nú í haust, í tilefni hundrað
ára afmælis rithöfundarins.
Fimmtánda síðan leitaði síðan á-
lits hjá Vésteini Ólasyni dósent
um þessa sögu.
„Þetta er asskoti góð saga.
Hún er merkileg eins og fleiri sög-
ur m.a. fyrir það að aðalpersónan
er ein af þeim smærstu í sam-
félaginu sem aldrei er tekið eftir.
Það er gefið í skyn með áhrifa-
miklum hætti um hennar örlög
þó fátt sé sagt með beinum orð-
um. Þetta er ein af allra bestu
sögunum í þessu safni.,,
Utvarp
I\W kl. 20.25
Tónhornið:
Meira rag-time
Hermann
lýsir leik
Víkings
og Vest-
manna-
eyja
iþróttafréttamaður-
inn eldhressi, Hermann
Gunnarsson, sér til þess
að landslýður geti fylst
með viðureign efstu lið-
anna í 1. deild islands-
mótsins i knattspyrnu,
Víkings og IBV, i út-
varpinu í kvöld. Her-
mann ætlar að lýsa síð-
ari hálfleik og hefst
hann kl. 20.45.
Leikurinn er mjög þýðing-
armikill i baráttunni um
Islandsmeistaratitilinn, Vik-
ingar hafa 15 stig i efsta sæti
en Eyjamenn eru i öftru sæti
meft 13.
•Útvarp
kl. 20.45
|Útvarp
%/# kl. 16.40
Tónskáldið Igor Stravinsky er
meðal þeirra sem samið hafa tón-
verk undir áhrifum rag-
timetóniistar.
Lýsandinn Hermann Gunn-
arsson
Þaft ætti enginn aö verfta
svikinn af lýsingu Hermanns
þvi þaö er mál manna aft hann
hafi gott lag á aö magna
spennu augnabliksins. Hver
veit nema hann rauli lika lag-
stúf af nýjustu plötunni??!!
„Ég held áfram að fjalla um rag-
time tónlist segir Inga Huld
Markan en hún stjórnar Tón-
horninu í dag. „Rag-time tónlist
er sprottin upp úr heimi spillts,
hvíts yfirstéttarfólks í
Bandaríkjunum um og eftir síð-
ustu aldamót. Þessi tónlistar-
stefna hafði áhrif á mörg virt og
viðurkennd tónskáld, svo sem
Satie, Stravinsky, Debussy og
Gottschalk Ég ætla að leyfa hlust-
endum að heyra sýnishorn, eða
kannski frekar heyrnarhom, af
rag-time tónlist þeirra."