Þjóðviljinn - 28.07.1982, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 28.07.1982, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 28. júll 1982. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11 íþróttirg) íþróttirgj íþróttir 4. deild: Urslit ráðin nema á Austfjörðum tJrslit eru nú ráðin i fimm af sex riðlum 4. deildar tslands- mótsins i knattspyrnu. Fyrir siðustu helgi hafði Þór Þorláks- höfn tryggt sér sigur I C-riðli og Leiftur frá Ólafsfirði i D-riöli. Þrjú lið bættust i hópinn um helg- ina, Stjarnan úr A-riðli, Armann úr B-riðli ofg Reynir Arskógs- strönd úr E-riðli. í F-riðli, Austfjaröariðli, eru úrslitin ekki ráðin enn en gætu hæglega orðið það i kvöld. Valur hefur 19 stig en Súlan 16. Liöin léku á Stöðvarfiröi um helgina og varð jafntefli, 1-1. Jón Ben Sveinsson skoraði fyrir Súluna en Gústaf Ómarsson fyrir Val. Val dugar liklega jafntefli á heima- velli gegn Hrafkeli i kvöld til að komast i úrslitin. Þá gerðu Höttur og Leiknir jafntefli, 1-1. Magnús „litli bröðir” Steinþórsson skor- aði fyrir Hött en Gunnar „Dóru” Guðmundsson fyrir Leikni. UMFB vann Egil rauða 3-0 með mörkum Þorbjarnar Björnsson- ar, Arna Ólasonar og Björns Skúlasonar. Aungablik komst i 2-0 gegn Ar- manni með mörkum Jóns Einars- sonar landsliðsmiðherja og Guðmundar Halldórssonar en tapaði samt 2-3 og það dugði Ar- manni. Stjarnan sigraði UDN 4-1 og þar með voru Grótta og Aftur- elding endanlega úr leik i A-riðl- inum. 1 E-riðli gerðu Glóðafeykir og Reynir A. jafntefli 1-1 og Reynir vann þvi riðilinn á 9 stigum en Skagafjarðarliðiö mátti sætta sig við annaö sætiö meö 8 stig. (Jrslitakeppnin um sæti i 3. deild hefst 11. ágúst. Þá leika Þór og Armann i Þorlákshöfn, og Leiftur og Reynir á Ólafsfirði. Þór, Armann og Stjarnan berjast um sæti i A-riðli 3. deildar en Leiftur, Reynir A. og Valur eða Súlan um sæti i B-riðli 3. deildar. Úrslitakeppni 4. deildar lýkur 28. ágústog er leikin tvöföld umferö i hvorum riðli, heima og heiman. — VS Ragnar sigurveg- ari í Pepsi-mótinu Sáttir bræður að leikslokum. Jóhann Torfason, 1B1 og Ómar Torfason, Vfkingi,að loknum leik liðanna I 1. deild tslandsmótsins I knattspyrnu á tsafirði á laugardaginn. Bæði lið eiga erfiöa leiki i kvöld. Viking- ur leikur við tBV á Laugardalsvelli og IBÍ við Breiöablik I Kópavogi. Mynd — gsm Knattspyrna í kvöld: Einn af úrslitaleikj- um íslandsmótsins Víkingur og ÍBV leika í Laugardalnum Ragnar ólafsson GR, varð sig- urvegari I meistarakeppninni á opna Pepsi-cola golfmótinu sem haldiðvará vegum GR á Grafar. holtsvelli um siðustu helgi. Ragn- ar lék 36 holurnar á 159 höggum. Annar varð Sigurður Pétursson, GR, á 162 höggum og þriðji Björg- vin Þorsteinsson, GA, á 163 högg- um. Besta skor konu I keppninni var hjá Sólveigu Þorsteinsdóttur, 171 högg. t forgjafarkeppni sigraði Jó- hannes Arnason, GR, á 150 högg- um nettó. Annar var Jón H. Karlsson, GR á 154 og þriðji Kári Ragnarsson, GR, á sama fjölda. Jóhannes var með besta brúttó-skor i keppninni, 166 högg, en af konum var það Guðrún Eiriksdóttir, GR, með 199högg. Sigurður Hafsteinsson GR var næstur holu á 17. braut, 29 sm, Ragnar Ólafsson átti lengsta teig- högg á 18. braut, 239 metra, en af konum átti Jóhanna Ingólfsdóttir, GR, lengsta teighöggiö þar, 171 meter. Sigurður Albertsson, GS, og Stefán Unnarsson, GR, voru með fæst „pútt” seinni dag, 25 hvor, og sigraði Siguröur i bráða- bana. lafntefli við Svía, en Sigurður rekinn út af Island og Sviþjóö gerðu jafn- tefli 1:1, á Norðurlandamóti drengjalandsliöa 14—15 ára, i Helsinki i fyrrakvöld. Guömund- ur Magnússon úr Fylki kom tslandi yfir i fyrri hálfleik en Svi- ar jöfnuðu i þeim siðari. Besta manni islenska liðsins, Sigurði Jónssyni frá Akranesi, var vikið af leikvelli seint i leiknum og missir hann þvi af næsta leik. —VS Átta mörk í leik að meðaltali á Selfossi „Mótið gekk fyrir sig áfalla- laust í meginatriöum. Farar- -stjórar og þjálfarar voru sam- mála um að framkvæmdin hefði tekist ágætlega en auðvitað koma alltaf einhver mistök I ljós eftir á. Við lærum af þeim og vitum betur að hverju við göngum þegar svona mót verður haldið á nýjan leik”, sagöi Jón B. Stefánsson á Selfossi I spjalli við Þjóðviljann i gær. A Selfossi lauk i gær miklu knattspyrnumóti fyrir 6. aldurs- flokk, 10 ára og yngri. Það hafði staðið yfir i sex daga og var keppt i svokallaðri „Mini-knattspyrnu” en þar er leikið þvert á venju- legan knattspyrnuvöll með minni mörk og sjö leikmenn i liði. Það var a-lið 1A sem varð sigurvegari i mótinu, hlaut 16 stig og markatöluna 79-7. Skagastrák- arnir unnu silfurbikar til eignar og fengu að auki gullpeninga og viðurkenningarskjöl. A-lið Týs varð i öðru sæti, einnig með 16 stig, en markatöluna 71-7. Eyja- piltarnir hlutu silfurpeninga að launum og allir þátttakendur fengu viðurkenningarskjöl. Annars varð röðin þessi: 3. IBK, 4. ÍA-b, 5. Selfoss-a, 6. Haukar, 7. Vfkingur Ólafsvik, 8. Týr-b, 9. Grótta 10. Selfoss-b. Alls voru skoruð 333 mörk i mótinu, eða um 8 að meðaltali i leik, og marka- kóngur keppninnar, Huginn Helgason úr Tý, skoraöi 35 mörk i 9 leikjum. Leikið var á gras- og malarvöll- um á Selfossi, eftir veðrinu sem var mjög misjafnt, svo og á gras- vellivið Þrastarlund. Kvöldvökur voru haldnar þar sem margt var til skemmtunar og einn daginn var öllu utanhúss frestað vegna rigningar og komiö á hraömóti innanhúss. Það voru þreytt en ánægð ungmenni, aö sögn Jóns, sem héldu til sins heima i gær og öll þátttökuliöin hafa fariö framá að fá aö vera með næsta sumar. Þegar hefur veriö ákveðið að framhald veröi á mótum sem þessum á Selfossi og vonast menn þar eftir að Reykjavikurliðin hafi efni og aðstæður til að mæta þá til leiks, ekki siður en liðin af lands- byggðinni. —VS Þrettánda umferð 1. deildar tslandsmótsins i knattspyrnu hefst i kvöld og eru þrir leikir á dagskrá. A Akureyri, leika KA og Fram og i Kópavogi Breiöablik og tsafjörður. Báðir leikirnir hcfjast kl. 20. Siðast en ekki sist mætast efstu lið 1. deildar, Vikingur og IBV á Laugardalsvellinum kl. 20. Vik- ingar eru efstir i 1. deild meö 15 stig en IBV er i ööru sæti með 13. Hér gæti þvi veriö um eina af úr- slitaviðureignum íslandsmótsins aö ræöa. Annars eru allir leikir úrslitaleikir i 1. deildinni þessa dagana og fæst liðanna hafa gert sér ljósa grein fyrir þvi hvort þau eru i fallbaráttu eða slagnum um meistaratitilinn. Fjórir leikir verða á 2. deild. A Húsavik leika Völsungur og Þór Akureyri, i Kaplakrika FH og Kalott-keppnin í Svíþjóð n.k. helgi Frjálsiþróttalandsliðið sem tekur þátt i Kalott-keppninni fyrir Islands hönd i Arvidsjaur i Norð- ur-Sviþjóð dagana 31. júli og 1. ágúst hefur verið valið og er þannig skipað: Karlar: Spretthlaup og grindahlaup: Oddur Sigurösson, Egill Eiösson, Sigurður Sigurösson, Hjörtur Gislason, Vilmundur Vilhjálms- son, Þorvaldur Þórsson, Stefán Þór Stefánsson og Einar P. Guð- mundsson. Millivegalengdir og langhlaup: Guömundur Skúlason, Gunnar Páll Jóakimsson, Siguröur P. Sig- mundsson, Sigfús Jónsson, Sig- hvatur D. Guðmundsson, Agúst Asgeirsson og Jóhann H. Jó- hannsson. Stökk: Sigurður T. Sigurðsson, Kristján Gissurarson, Kristján Harðarson, Stefán Þór Stefáns- son, Guðmundur Nikulásson, Unnar Vilhjálmsson og Guðmundur R. Guðmundsson. Köst: Óskar Jakobsson, Vé- steinn Hafsteinsson, Erlendur Valdimarsson, Unnar Garðars- son og Einar Vilhjálmsson. Konur: Spretthlaup og grind: Oddný Arnadóttir, Geirlaug B. Geir- laugsdóttir, Sigurborg Guð- mundsdóttir, Unnur Stefánsdótt- ir, Hrönn Guömundsdóttir, Helga Hplldórsdóttir, Þórdis Gisladóttir og Valdis Hallgrimsdóttir. Millivegalengdir: Hrönn Guð- mundsdóttir, Ragnheiður Ólafs- dóttir og Aöalbjörg Hafsteins- dóttir. Stökk: Bryndis Hólm, Þórdis Gisladóttir, Maria Guönadóttir, og Kolbrún Rut Stephens. Köst: Guörún Ingólfsdóttir, Iris Grönfeldt, Margrét óskarsdóttir, Soffia Gestsdóttir og Bryndis Hólm. Fararstjórar veröa þeir Magnús Jakobsson, Sveinn Sig- mundsson, og Hermann Ni'elsson og þjálfarar þeir Stefán Jóhanns- son, Jón S. Þórðarson og Ingi- mundur Ingimundarson. —VS FH og Valur í úrslit Það verða FH og Vaiur sem leika til úrslita um Islandsmeistara- titilinn i handknattleik utanhúss i karlaflokki. Þessi lið tryggðu sér sigur i riðlunum tveimur i gær- kvöldi og leika til úrslita á fimmtudag. FH sigraði KR með 14 mörkum gegn 12 en jafntefli varð i leik Hauka og Vals, 22:22, en Valur fer áfram á hagstæðara markahlutfalli. Einn leikur var i kvennaflokki. Fram og FH léku og endaði sá leikur 14:11 fyrir Fram. 1 kvöld verða tveir leikir á mót- inu við Haukahúsið i Hafnarfirði. Valur og IR leika i' kvennaflokki og er þar um úrslitaleik að ræða. Hann hefst kl. 20 en kl. 21 mætast HK og Grótta i karlaflokki. VS/áþj Einherji, á Neskaupstað Þróttur N. og Þróttur R. og i Njarövik heimamenn og Skallagrimur. Þá verða tveir leikir i 3. deild, Snæ- fell-Grindavik og Arroð- inn-Sindri. —VS Guðrún Ingólfsdóttir er að ná sér á ný eftir meiðsli og styrkir vafa- litiö islenska frjáislþróttalands- liðiö i Kalott-keppninni um næstu helgi. Mynd: —gel

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.